Víkingur R.
2
1
ÍBV
Nikolaj Hansen '23 1-0
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '50
Nikolaj Hansen '54 2-1
09.06.2018  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn er eins og hann er. Skýjað og rigning.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 634
Maður leiksins: Nikolaj Hansen
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
Sölvi Ottesen
3. Jörgen Richardsen
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('81)
10. Rick Ten Voorde ('85)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Örvar Eggertsson ('58)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving ('85)
3. Logi Tómasson
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('58)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('81)
20. Aron Már Brynjarsson

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Andri Helgason

Gul spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('38)
Jörgen Richardsen ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael hefur flautað til leiksloka og Víkingar vinna sterkan 2-1 sigur á Eyjamönnum á velli hamingjunar í dag.

Þetta var ekki besti fótboltaleikur sem Víkingur hefur spilað en stigin telja!

Viðtöl og skýrsla a leiðinni
90. mín Gult spjald: David Atkinson (ÍBV)
90. mín
Atli Hrafn hér með snilldar takta og nær góðri sendingu á Nikolaj Hansen inná teignum en skot hans er yfir markið.
89. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Hinn 14 ára gamli Eyþór kominn inná.
85. mín
Inn:Sindri Scheving (Víkingur R.) Út:Rick Ten Voorde (Víkingur R.)
Rick búinn að vera fínn í dag.
82. mín Gult spjald: Jörgen Richardsen (Víkingur R.)
Fyrir að tefja.
81. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur R.)
80. mín
Aukaspyrnan er stutt á Kaj Leó en varnarmenn Víkings eru fljótir að átta sig og loka strax á hann.
79. mín
Aukaspyrna á góðum stað hér hjá ÍBV. Priestley tekur.
76. mín
Bjarni Páll fær boltann hér í teignum eftir góðan undirbúning frá Rick Ten Voorde en skot hans fer framhjá markinu.
73. mín
Jonathan Franks hér með skemmtilega takta út á kanti og nær svo fínni fyrirgjöf beint á kollinn á Sindra Snæ en skalli hans er laus og beint á Andreas í markinu.
71. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Tvöföld sóknarskipting hjá Eyjamönnum.
71. mín
Inn:Shahab Zahedi (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
70. mín
Eyjamenn meira með boltann þessa stundina en þeim gengur mjög erfiðlega að brjóta upp vörn Víkinga. Sölvi Geir og Halldór Smári búnir að vera massívir í dag.
65. mín
HVAÐ GERÐIST ÞARNA EIGINLEGA!?

Eftir langt innkast frá Davíð hrekkur boltinn út á Atla Hrafn sem á hörkuskot í átt að markinu. Halldór Páll nær að verja hann en boltinn skýst í leikmann Víkings og í átt að Nikolaj Hansen sem virðist vera einn gegn opnu marki en einhvernveginn fer boltinn ekki inn. Þetta var skrítið.
58. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.) Út:Örvar Eggertsson (Víkingur R.)
Örvar alls ekki búinn að finna sig í þessum leik.
56. mín
Stuttu fyrir mark Víkinga voru gestirnir miklu líklegri til að bæta við. En það er víst ekki spurt að því í fótboltanum.
54. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
ÞETTA VAR EKKI LENGI GERT!!!!

Atli Hrafn tekur hér hornspyrnu nærstöngina sem að Nikolaj nær að pota í netið.
50. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Stoðsending: Sigurður Grétar Benónýsson
EYJAMENN BÚNIR AÐ JAFNA!!!!

Gunnar Heiðar fær hér háan bolta sem að hann kemur á Sigurð Grétar sem að sendir hann til baka á Gunnar. Hann gerir sér svo lítið fyrir og lyftir boltanum yfir Andreas Larsen sem að stóð of framarlega í teignum. Frábært mark hjá gestunum.
48. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Tæklar hér Örvar aftan frá. Klárt spjald.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju og sömu 22 leikmenn hefja þennan seinni hálfleik. ÍBV byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Helgi Mikael til hálfleiks. Heimamenn leiða með einu marki gegn engu.
40. mín
Sölvi Geir reynir hér skot eftir innkast frá Davíð en skot hans fer í varnarmann og yfir. Hornspyrna Atla fer svo beint í fangið á Halldóri Pál.
38. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Stoppar skyndisókn Eyjamanna.
36. mín
ÍBV að komast aðeins betur inní leikinn eftir að hafa farið hægt af stað.
30. mín
Arnþór Ingi reynir hér skot fyrir utan teig en það fer yfir markið.
29. mín
Sigurður Grétar nær hér sendingu fyrir markið sem að Gunnar Heiðar tekur á lofti en Andreas Larsen er vel á verði og grípur boltann. Hörkuleikur hér á heimavelli hamingjunnar.
28. mín
Davíð Örn með flottan sprett framhjá Sindra Snæ og nær svo góðri sendingu inná teiginn en skalli Nikolaj Hansen er ekki nógu kraftmikill og Halldór Páll handsamar boltann auðveldlega.
27. mín
Víkingar halda áfram að sækja og fá hér hornspyrnu. Spyrna Atla Hrafns ratar beint á Örvar sem að skallar framhjá.
25. mín
Rick Ten Voorde nær hér að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu Arnþórs Inga en Halldór Páll er fljótur úr markinu og lokar fyrir hann.
23. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Rick Ten Voorde
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK!!!!

Rick Ten Voorde á hérna frábæra sendingu inní teiginn sem að Nikolaj Hansen tekur snyrtilega niður og leggur í fjærhornið. Heimamenn búnir að vera flottir hér í byrjun leiks.
18. mín
Fólk virðist hafa hlustað á mig því að stúkan er orðin þéttsetin. Þakkið mér seinna.
15. mín
Nikolaj Hansen reynir hér heiðarlega tilraun til að taka hjólhestaspyrnu en boltinn fer langt yfir markið. Þetta tekst ekki nema að maður reynir.
11. mín
Boltinn hrekkur hér fyrir fætur Sindra Snæs eftir langt innkast Kaj Leós en Davíð Örn nær að henda sér fyrir skot hans.
8. mín
Gunnlaugur Hlynur í góðu færi eftir klaufagang í vörn ÍBV en Halldór Páll ver skot hans í horn. Í kjölfar hornsins kemst Halldór Smári í ágætis stöðu en hittir boltann illa sem að nafni hans Páll handsamar.
6. mín
Gunnar Heiðar Þorvaldsson á hér skalla eftir fyrirgjöf Jonathan Franks en hann er framhjá markinu.
1. mín
Víkingar byrja af krafti og fá hornspyrnu hér strax í upphafi. Eyjamenn ná hins vegar að hreinsa boltanum í burt.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Helgi Mikael leikinn á. Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga þá hér inná völlinn. Það er ekkert það vel mætt í stúkuna og ég kalla hér með eftir breytingum á því. Allir í úlpu og beint á völlinn!

Fyrir leik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er sérstakur spámaður Fótbolta.net þessa vikuna. Þetta hafði hún að segja um þennan leik.

Víkingur R . 0 - 1 ÍBV
Þetta verður mjög jafn leikur en ÍBV vinnur 1-0 að lokum. Gunnar Heiðar skorar.
Fyrir leik
Á varamannabekk Eyjamanna er Eyþór Orri Ómarsson en hann í síðustu umferð varð hann yngsti leikmaður sögunnar til að spila í Pepsi deildinni. Hann er fæddur árið 2003 og var því að klára 9.bekk. Verður 15 ára í næsta mánuði og spurning hvort að við munum sjá eitthvað meira af honum í sumar.
Fyrir leik
Gestirnir gera tvær breytingar á liði sínu. Sigurður Arnar Magnússon tekur út leikbann í dag og þá er Alfreð Már Hjaltalín er ekki í leikmannahópi í dag. Í stað þeirra koma þeir Yvan Erichot og Jonathan Franks.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Heimamenn gera fjórar breytingar á liði sínu. Þeir Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Halldór Smári Sigurðsson, Örvar Eggertsson og Atli Hrafn Andrason koma í liðið í stað Alex Freys Hilmarssonar, Bjarna Páls Linnets Runólfssonar, Gunnlaugs Fannars Guðmundssonar og Vladimir Tufegdzig en sá síðastnefndi er ekki í leikmannahópi í dag.
Fyrir leik
Víkingur fór í fýluferð norður í síðustu umferð þar sem að liðið steinlá 4-1 gegn KA á Akureyrarvelli þar sem að Alex Freyr Hilmarsson skoraði eina mark Víkinga.

Á meðan náði ÍBV í góðan sigur 2-0 gegn KR á Hásteinsvelli þar sem að heimamennirnir Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon skoruðu mörkin.
Fyrir leik
Heimamenn í Víking sitja ellefta sæti með sex stig á meðan að gestirnir frá Vestmannaeyjum eru í því tíunda með átta stig. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið ef þau vilja lyfta sér upp frá botnbaráttunni í þessari annars mjög jöfnu deild.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin á þessa beinu textalýsingu á leik Víkings R. og ÍBV í áttundu umferð Pepsi deildar karla.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('71)
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('71)
11. Sindri Snær Magnússon ('89)
19. Yvan Erichot
77. Jonathan Franks

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
10. Shahab Zahedi ('71)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('89)
16. Tómas Bent Magnússon
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson ('71)
25. Guy Gnabouyou

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Felix Örn Friðriksson ('48)
David Atkinson ('90)

Rauð spjöld: