KR
2
2
FH
Kennie Chopart '7 1-0
1-1 Steven Lennon '56
André Bjerregaard '90 2-1
2-2 Atli Guðnason '90
10.06.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábært veður til fótboltaiðkunar
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1669 manns
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Albert Watson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f) ('46)
16. Pablo Punyed ('69)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('87)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
15. André Bjerregaard ('69)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
23. Atli Sigurjónsson ('46) ('87)
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var alvöru leikur! Ég er orðlaus.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
HVAAAAÐ ER Í GANGI!!!!????

Ég sá þetta ekki nógu vel en Atli Guðna náði á einhvern ótrúlegan hátt að skora með síðustu spyrnu leiksins!! Þarf að sjá þetta aftur. 2-2 jafntefli staðreynd.
90. mín Gult spjald: Atli Guðnason (FH)
90. mín MARK!
André Bjerregaard (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!!

KR-ingar komast í skyndisókn sem að endar með fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni á André Bjerregaard sem að potar honum inn.
90. mín
Halldór Orri kemst hér í ákjósanlega stöðu en Aron Bjarki nær að henda sér fyrir skotið.
90. mín
Þarna átti FH að fá víti. Viðar Ari sendir boltann fyrir sem að endar beint í hendinni á Albert Watson. Arnar Þór ákveður hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt að dæma ekki. Glórulaus dómur sem að gæti skipt sköpum.
90. mín
Fimm mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Atli fer meiddur útaf.
86. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Geoffrey Castillion (FH)
Gamli maðurinn kominn inná. Hefur skorað nokkur mikilvæg mörk. Spurning hvort að hann geri það hér í dag.
85. mín
Steven Lennon reynir hér skot fyrir utan teig í kjölfar hornspyrnunar en það fer yfir markið.
84. mín
Liðin skiptast hér á að sækja. FH á hornspyrnu núna.
79. mín
Boltinn hrekkur á Hjört Loga útí teig KR en skot hans fer yfir markið.
79. mín
FH með flotta sókn sem að endar með fyrirgjöf Atla Guðna en Aron Jósep nær að skalla boltann í horn.
77. mín
Steven Lennon reynir hér endurtaka leikinn frá því fyrr í leiknum en skot hans er langt framhjá.
74. mín
Þóroddur skiptir sjálfum sér útaf við mikinn fögnuð KR-inga. Hann er ekki ekki sá vinsælasti í Vesturbænum hér. Arnar Þór Stefánsson klárar þennan leik.
71. mín
Steven Lennon nær hér flugskalla eftir fyrirgjöf Castillion en hann fer rétt yfir markið.
70. mín
Castillion fær hér gott færi eftir góðan undirbúning Halldórs Orra en Beitir lokar vel og ver skot hans útaf.
69. mín
Inn:André Bjerregaard (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
69. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
68. mín
Pálmi Rafn hér í dauðafæri eftir sendingu Pablo Punyed en hittir ekki boltann. Fór í varnarmann FH og hornspyrna KR dæmd. Ekkert verður úr henni.
66. mín
Atli tekur spyrnuna aftur fyrir endamörk. Pálmi Rafn féll eftir viðskipti við Castillion og einhverjir kölluðu eftir vítaspyrnu. Ekkert dæmt réttilega.
66. mín
KR fær hér aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH. Atli og Morten Beck standa yfir boltanum.
64. mín
Það er aðeins búið að hægjast á leiknum og lítið um alvöru færi. Köllum eftir breytingar á því.
60. mín
Þetta mark hjá Steven Lennon gerir sterkt tilkall til mark tímabilsins. Verður erfitt að toppa þetta. Við erum komin með leik.
56. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Geoffrey Castillion
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR ÞVÍLÍKT MARK!!!!!!

Castillion chestar hann hér fyrir Steven Lennon sem að tekur boltann á lofti af 40 metrum yfir Beiti sem að stóð framarlega í teignum. Þetta var gjörsamlega sturlað.
55. mín
Morten Beck tekur spyrnuna og er hún vægast sagt ömurleg og fer langt framhjá markinu.
54. mín
Kristinn Jónsson með flottan sprett hér upp kantinn og vinnur aukaspyrnu á góðum stað við vítateigshornið.
51. mín
Óskar Örn hér með skemmtilegan bolta ætlaðan Björgvini en hann er hálfum meter of stuttur og FH bjargar sér fyrir horn.
47. mín
Ekkert gefið eftir hér í upphafi seinni hálfleiks og menn enn að láta finna fyrir sér. Ótrúlegt að það séu bara komin tvö gul spjöld í þennan leik.
46. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Ein breyting hjá hvoru liði í hálfleik. Kennie búinn að skila sínu. Hlýtur að vera meiddur.
46. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)


45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Þóroddur til hálfleiks í þessum frábæra leik. Liðin gefa ekkert og eru föst fyrir og ég sé ekkert breytast í seinni hálfleik. KR leiðir 1-0.
45. mín
Hornspyrnan er stutt og endar svo með fyrirgjöf beint í fangið á Gunnari Nielsen.
45. mín
KR fær hér hornspyrnu rétt fyrir hálfleik. Bæta þeir við hérna?
45. mín
Hornspyrna frá Jónatan er góð og er Castillion nálægt því að pota boltanum inn en Beitir er snöggur og handsamar boltann.
44. mín
Pétur Viðars með glórulausa tæklingu á Pablo og Þóroddur flautar. Skilur hins vegar spjaldið eftir í vasanum. Þóroddur búinn að taka undarlegar ákvarðanir þessa stundina.
42. mín
Eddi Gomes sprettur hér upp völlinn áður en að Pablo Punyed nær frábærri tæklingu. Þóroddur flautar hins vegar aukaspyrnu. Allt vitlaust hér KR megin í stúkunni.
40. mín
Óskar Örn með frábæran sprett rétt fyrir utan vítateig áður en að Eddi Gomes tekur hann niður. Þóroddur lætur leikinn hinsvegar halda áfram af einhverjum skrítnum ástæðum.
38. mín
Aukaspyrnan er góð en enginn FH-ingur nær að setja pönnuna í boltann.
37. mín
FH fær hér aukaspyrnu út á kanti. Steven Lennon ætlar að taka.
33. mín
Viðar kominn í ákjósanlega stöðu inní vítateig KR en Albert Watson nær frábærri tæklingu aftur fyrir endamörk. Ekkert verður svo úr hornspyrnunni.
32. mín
Hérna hinum meginn á vellinum nær Castillion góðri fyrirgjöf á Halldór Orra en skot hans fer beint í Albert Watson.
31. mín
Björgvin sleppur hér í gegn eftir frábæran undirbúning Óskars Arnars en Pétur Viðars setur góða pressu á hann og skot hans fer yfir markið.
29. mín
Óskar Örn strujar hér Guðmund Kristjánsson á miðjum vellinum. Þóroddur sleppir hins vegar að spjalda hann. Átti skilið gula kortið þarna.
27. mín
Kennie Chophart nálægt því að komast hérna í gegn eftir flott spil KR en Eddi Gomes gerir vel og lokar á hann.
23. mín
Castillion í dauðafæri!

Hjörtur Logi nær góðri fyrirgjöf sem að Castillion setur yfir frá markteig. FH að lifna aðeins við.
18. mín
HVAÐ ER AÐ SKE!?

Gunnar Nielsen tapar baráttunni í háloftunum gegn Kennie Chophart og boltinn hrekkur til Björgvins sem að reynir skot. Gunnar dettur á leiðinni til baka en boltinn fer í skósólann á honum og burt. Þetta var fáránlegt.
14. mín
Albert Watson hér með hörkutæklingu á Castillion en Þóroddur dæmir bara innkast. Það er alvöru harka í þessum leik.
12. mín Gult spjald: Viðar Ari Jónsson (FH)
Kemur alltof seint inní Kristinn Jónsson sem að liggur eftir. Þóroddur lætur leikinn halda áfram og KR vinnur hornspyrnu. Þóroddur fer svo að huga að Kristni en KR reynir samt að taka hornspyrnuna. Þetta var fyndið.
10. mín Gult spjald: Geoffrey Castillion (FH)
Allt að sjóða uppúr hérna. Castillion með hörkutæklingu á Óskar Örn og leikmenn KR hrúgast að honum og heimta rautt spjald. Þóroddur lætur hins vegar gult spjald nægja.
9. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!!!

Enn og aftur er það Kennie Chophart. Boltinn hrekkur til hans eftir að skot Óskars Arnar fer í varnarmann en hann setur boltann yfir markið.
7. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
KR ER KOMIÐ YFIR!!!!!

Pálmi Rafn skallar hér boltann inná teiginn þar sem að Kennie Chophart er einn á auðum sjó og setur hann í netið framhjá Gunnari. Kennie búinn að vera kraftmikill hér í upphafi.
4. mín
KR við það að sleppa í gegn en Pétur Viðars nær að hreinsa boltann í horn áður en að Kennie kemst í boltann. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
2. mín
Kennie allt í öllu hérna í upphafi. Á hér hörku tæklingu á Eddi Gomes sem að liggur eftir. Tveir búnir að liggja hér strax í upphafi.
1. mín
Kennie Chophart fær hér þrumuskot beint í lærið eftir fimm sekúndur og liggur eftir. Vondur deadleg þarna en hann jafnar sig á þessu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Þóroddur leikinn á og FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Bóas, stuðningsmaður KR númer eitt, er ég heiðraður fyrir leik. Hann vann til gullverðlauna á Special Olympics í Danmörku á dögunum. Við óskum honum að sjálfsögðu innilega til hamingju með það.
Fyrir leik
Carneval de Paris ómar í tækjunum og liðin ganga inná völlinn. Þá er þessi stórleikur að hefjast. Áhorfendur standa upp og er stemmningn hér glæsileg. Það voru skoruð sjö mörk í Garðabænum og ég spái því að hér verði skoruð átta.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leikinn og fólk er farið að fá sér sæti. Gaman að segja frá því að KR er með fullmannaðan bekk en þeir hafa fengið mikla gagnrýni undanfarið fyrir að ná ekki upp í heilan hóp.
Fyrir leik
Það er svakalega fínt veður hérna í Vesturbænum og á ég von á hörkuleik. Fólk er mætt á völlinn og byrjað að troða í sig vöfflum og allskonar rugli. Flott umgjörð hér hjá KR.


Fyrir leik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er sérstakur spámaður Fótbolta.net þessa umferðina. Þetta hafði hún að segja um þennan leik.

KR 1 - 2 FH
FH á mikið inni og þeir taka þennan leik.

Fyrir leik
KR-ingar fóru í fýluferð til Vestmannaeyja í síðustu umferð þar sem að liðið tapaði 2-0 gegn ÍBV.

Þá fengu FH botnlið Keflavíkur í heimsókn í Kaplakrika þar sem að liðin gerðu 2-2 jafntefli. Geoffery Castillion og Atli Guðna skoruðu mörk Hafnfirðinga.
Fyrir leik
Heimamenn í KR sitja í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með 9 stig á meðan að gestirnir í FH eru í því fimmta með tólf stig. FH getur með sigri í dag jafnað topplið Vals að stigum.
Fyrir leik
Komiði margsæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og FH í áttundu umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson ('46)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
11. Jónatan Ingi Jónsson ('69)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
20. Geoffrey Castillion ('86)
22. Halldór Orri Björnsson
23. Viðar Ari Jónsson

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Kristinn Steindórsson ('46)
11. Atli Guðnason ('69)
15. Rennico Clarke
17. Atli Viðar Björnsson ('86)
19. Zeiko Lewis
19. Egill Darri Makan Þorvaldsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Geoffrey Castillion ('10)
Viðar Ari Jónsson ('12)
Atli Guðnason ('90)

Rauð spjöld: