Víkingur Ó.
3
0
Leiknir R.
Alexander Helgi Sigurðarson '50 1-0
Kwame Quee '90 2-0
Emmanuel Eli Keke '90 3-0
13.06.2018  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sú gula lætur aðeins sjá sig bakvið skýin. Glænýtt og gullfallegt gervigras
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Emmanuel Eli Keke
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
6. Pape Mamadou Faye ('83)
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
11. Alexander Helgi Sigurðarson ('79)
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson ('90)

Varamenn:
4. Kristófer James Eggertsson
7. Ívar Reynir Antonsson ('83)
7. Sasha Litwin ('79)
13. Emir Dokara
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
17. Brynjar Vilhjálmsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Ignacio Heras Anglada ('42)
Ingibergur Kort Sigurðsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 3-0 sigri heimamanna
90. mín MARK!
Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
+5

MAAAAGNAÐ MARK

Beint úr aukaspyrnu beint upp í markmannshornið
90. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
+5

Tók Ívar Reyni niður við Vítateigslínuna
90. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Kristinn Magnús Pétursson
+2

Kiddi Krydd eins og hann er kallaður var ekki lengi að setja sitt mark á leikinn.

Tók boltann í vinstri bakverði og geystist upp. Sendi á Kwame. Fékk hann aftur og kom boltanum fyrir frá endalínu þar sem Kwame var mættur til að pota yfir línuna. Annað markið er búið að ligga í loftinu
90. mín
Dómarinn sýnir að 5 mínutum sé bætt við.
90. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Ingibergur búinn að hlaupa helling í leiknum
89. mín Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Togaði í Gonzalo sem fór illa með hann
88. mín Gult spjald: Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Gult fyrir að tefja
87. mín
Afhverju í ósköpunum skaut Gonzalo ekki á markið!!!

Búinn að fara framhjá Bjarka Aðalsteins en reyndi að gefa boltann lengra inn í teiginn á Kwame sem var umkringdur. Tvö góð færi í röð illa nýtt
86. mín
Hræðileg nýting á skyndisókn sem lofaði svo góðu hjá Ólsurum. Kwame var með boltann og Ívar, Gonzalo og Ingibergur fyrir framan hann. Reyndi háan bolta á Gonzi en yfir hann og sóknin fjaraði út
85. mín
Ívar Reynir stimplar sig inn á hægri kantinum og Ingibergur færir sig uppá topp í stöðu Pape
83. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Báðar sexurnar af velli. Ívar Reynir, heimastrákur að koma inná
83. mín
Inn:Ryota Nakamura (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Bæði lið gera breytingu á sínu liði.
80. mín
Sólon Breki nálægt því að komast í skotfæri en Nacho gerði vel til að þrengja færið. Þurfti að hörfa og reyna fyrirgjöf sem Emmanuel kom frá. Michael og Emmanuel kixuðu báðir boltann áður en Sólon komst í boltann
79. mín
Inn:Sasha Litwin (Víkingur Ó.) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
Markaskorari dagsins farinn af velli.
78. mín
Gonzalo með skot rétt framhjá markinu utarlega í vítateignum.
76. mín
Sævar Atli dæmdur brotlegur á miðjum velli þegar hann tók Vigni niður og er allt annað en sáttur. Lætur Jóhann Inga heyra það
74. mín
Kwame Quee grátlega nærri því að bæta við öðru marki fyrir heimamenn. Rétt framhjá stönginni frá vítateigslínunni
73. mín
Aftur kemst Ibrahim Barie í skotstöðu fyrir utan teig og aftur fer skotið hans yfir markið
72. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Tómas búinn að vera einn besti leikmaður gestanna að mínu mati
71. mín Gult spjald: Miroslav Pushkarov (Leiknir R.)
Alvöru hörkutækling á vallarhelming Ólsara
69. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Reyndi að kippa Kwame niður í skyndisókninni sem Pape var að klúðra
69. mín
Hrikalegt klúður hjá Pape. Ingibergur kom boltanum fyrir í tveim tilraunum. Pape hafði frían skalla en yfir markið af stuttu færi
68. mín
Finnst eins og Michael hjá Víkingum og Miroslav hjá Leikni hafi komist upp með alltof mikið af bakhrindingum í leiknum. Ef það kemur hár bolti á Sólon Breka eða Pape þá eru þeir alltaf í bakinu á þeim og vinna svo boltann
66. mín
Ibrahim Barie með skot fyrir utan teig. Þessi var hins vegar alltaf á leiðinni yfir
64. mín
Mikið um feilsendingar hérna í augnablikinu. Komið aftur í smá miðjumoð. Viljum sjá sóknarbolta hjá báðum liðum og færi á báða bóga KOMASVO
60. mín
Leikurinn heldur áfram án Emmanuel sem fær aðhlynningu við hliðarlínuna. Antonio sjúkraþjálfari veifar á Jóhann til að fá manninn inná. Allt er gott sem endar vel
58. mín
Tveir leikmenn liggja eftir í boxi víkinga. Emmanuel Eli Keke ætlaði að fleygja sér fyrir skot Sólons Breka. Náði ekki að komast fyrir skotið en mér sýndist Sólon lenda ofaná löppinni á Emmanuel. Sólon stendur sem betur fer strax upp en Emmauel liggur enn. Yrði mjög slæmt fyrir Ejub að missa hann í meiðsli
55. mín
Gonzalo nælir í aukaspyrnu úti á kantinum. Víkingssveitin heimtar spjald á Kristján Pál en satt að segja fannst mér þetta vera mjög vægur aukaspyrnudómur.

Víkingar fá horn útfrá aukaspyrnunni

Ekkert varð úr horninu
52. mín
Leiknismenn reyna að svara strax en sendingin hjá Tómasi sem var ætluð innfyrir vörn Víkings gekk ekki.

Tómas Óli er búinn að vera frábær í þessum leik. Vann boltann í hægri bakverði og keyrði upp. Skömmu síðar var hann mættur á vinstri kantinn í sína stöðu að reyna sendingu innfyrir vörnina.
50. mín MARK!
Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Pape Mamadou Faye
Gonzalo tók aukaspyrnuna en beint í vegginn. Boltinn datt fyrir aftan vegginn hjá Pape sem reyndi skot á markið en skotið fór beint til Alexanders sem stóð einn í boxinu og náði að taka við boltanum og skila honum í markið
49. mín
Aukaspyrna sem Víkingar eiga á stórhættulegum stað
47. mín
Víkingar byrja af ágætum krafti. Fá hornspyrnu snemma en aftur er hún ekki nægilega góð hjá Gonzalo. Skallað frá en beint á Vigni Snæ sem beið fyrir utan boxið. Reyndi skot af löngu færi en slæsaði boltann
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Staðan ætti að vera 1-1 en markalaust er það í hléinu
45. mín
Fer að lýða að lokum fyrri hálfleiks. Víkingar eiga hornspyrnu

Hrææææðileg spyrna hjá Gonzalo
42. mín Gult spjald: Ignacio Heras Anglada (Víkingur Ó.)
Nacho var það sem fékk spjaldið. Gekk á milli manna í stúkunni og fékk það á hreint
42. mín
Það fékk einhver leikmaður Víkings gult spjald en ég sá ekki nægilega vel hver það var
41. mín
AFTUR RÆNA DÓMARANIR MARKI!!

Í þetta skipti af heimaliðinu. Boltinn datt fyrir Gonzalo í teignum eftir að Eyjólfur hitti hann ekki þegar hann reyndi að kýla boltann. Skot hans var blokkerað en Ingibergur fékk boltann og kom honum í netið en í varnarmann fyrst. Aðstoðardómarinn flaggaði hins vegar Pape rangstæðann. Dómaratríóið að stela fyrirsögnum hérna í Ólafsvík
39. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA HJÁ EYJÓLFI!!!

Þessi var alvöru. Gonzalo með skot úr aukaspyrnu sem stefndi beint í skeitina. Mögnuð varsla
37. mín
LEIKNISMENN KOMA BOLTANUM Í NET VÍKINGS!

En Jóhann Ingi dæmir. Ekki veit ég á hvað. Rænir gjörsamlega marki af gestunum hérna. Fran ætlaði að grípa boltann sem var dauður í markteignum. Michael Newberry potar í boltann og frá Fran. Ég sá aldrei brot en Jóhann dæmdi. Ennþá 0-0
35. mín
Emmanuel Eli Keke er búinn að vera fantagóður í vörn Víkings þar sem af er. Stoppað nánast allt.
33. mín
Aftur er Kwame í skotstöðu og AFTUR fer skotið hans beint á Eyjólf
30. mín
SKOT Í STÖNG!!!

Sólon Breki fékk skyndilega pláss inní vítateig Víkinga. Ætlaði að lauma boltanum á nær en í stöngina. Óheppinn

Víkingur geystist svo fram í sókn, boltinn berst á Kwame en aftur fer skot Víkings beint á Eyjólf
26. mín
Aftur komið jafnvægi í leikinn. Báðar varnir að loka vel á sendingar og koma sér fyrir hættulegar sendingar
22. mín
Allt að gerast núna.
Hornspyrna sem Gonzalo tekur, Eli Keke vann skallaboltann en Ósvald Jarl varði á línu.

Skömmu síðar kemst Gonzalo einn á Miroslav, kemst í skot en Eyjólfur ver, Ósvald ætlaði svo að kassa boltann aftur til Eyjólfs en misreiknaði skoppið og endaði bara killiflatur með boltann undir maganum.
21. mín
Víkingar með aukaspyrnu á góðum stað. Pape tók spyrnuna, tiltölulega beint á Eyjólf en hann ákvað þó að slá boltann yfir
19. mín
Víkingar með skemmtilega útfærslu á hornspyrnu. Gonzalo með fastan bolta niðri utarlega í teiginn. Kwame kom á móti en lét boltann fara á Alexander Helga en skot hans hátt yfir
17. mín
Mikið miðjumoð í gangi núna. Bæði lið virðast vera að finna sig ennþá og lítið um fallegar sóknir
13. mín
Vignir dæmdur brotlegur fyrir að slá í andlitið á Tómasi Óla. Ejub er alls ekki sáttur og Vignir ekki heldur. Ég þori ekki sjálfur að segja til um hvort hann hafi farið eitthvað í hann en höndin á Vigni var amk ofarlega
10. mín
Mikill ruglingur um hver ætti að fá innkast á miðjum vallarhelming Leiknismanna, Aðstoðardómarinn benti að Ólsarar ættu innkastið og Vignir Snær var flótur að átta sig. Á meðan Leiknismenn voru að lýsa yfir ósætti sínu þá grýtti Vignir boltanum í svæðið á Gonzalo en aftur missti hann boltann alltof langt frá sér
7. mín
Komið smá líf í gestina. Fyrsta sóknin sem endar á skoti. Aron Fuego villdi endilega reyna toppa skotið hans Barries áðan og skotið hans Arons alger hörmung líka
3. mín
Áfram sækja Víkingar, Kwame og Gonzalo spila vel á milli sín og Kwame með skot sem Bjarki kemst fyrir. Boltinn út á Barrie en skotið hans fór held ég bara langleiðina uppí Bæjarfossinn
2. mín
Víkingar byrja strax af krafti, Gonzalo fékk boltann úti á vinstri kantinum. Fór framhjá einum en missti knöttinn of langt og sóknin fjaraði út
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Ólsarar byrja með boltann og sækja í átt að gilinu
Fyrir leik
Eins og ég kom fram á þá voru mikil hátíðarhöld og ræður, þannig það eru smá tafir á leiknum en hann ætti að fara byrja bráðum
Fyrir leik
Það er sannkölluð hátíðarstemning hér í Ólafsvík. Boðið var uppá fríar pulsur og 2f1 af bjór fyrir alla þá sem klæddust bláu. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar heldur ræðu og ég held að ég hafi bara sjaldan séð jafn marga á þessum velli.
Fyrir leik
Bullandi techno hljómar hérna fyrir leik. Manni líður bara eins og maður sé mættur niður í miðbæ Reykjavíkur á Paloma. Skrítið á fótboltaleik, verður að viðurkennast
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og það vekur athygli að Emir Dokara, fyrirliði Víkings er á bekknum. Ekki veit ég hvort eitthvað sé að hrjá hann eða hvað en allavega byrjar hann sem varamaður í dag.
Fran er í markinu og svo koma þeir í fjögurra manna varnarlínu, Nacho, Michael, Emmanuel og Vignir Snær
Ibrahim "kisi" Barrie er á miðri miðjunni með Kwake Quee og Alexander Helga. Ingibergur Kort og Gonzalo verða að öllum líkindum á sitthvorum vængnum með Pape á milli sín
Fyrir leik
Víkingar sigruðu Þrótti Reykjavík í 6. umferð 3-1 í Laugardalnum á meðan Leiknismenn unnu einnig 3-1 sigur á Magnamönnum í Breiðholtinu
Fyrir leik
Eftir leiki gærdagsins í 7 umferð þá sitja heimamenn kvöldsins í 5, sæti og geta farið upp í það þriðja með sigri takist Magna að ná í stig gegn Þórsurum. Annars fara þeir upp í það 4, uppfyrir Framara. Breiðhyltingar sitja hins vegar í 10 sæti og geta með sigri farið upp í það 8. ef þeir vinna tveggja marka sigur eða betur.
Fyrir leik
Emir Dokara, Fyrirliði Víkinga fékk á dögunum íslenskan ríkisborgararétt eftir 7 ára dvöl á Íslandi og 135 leiki fyrir Ólafsvíkurliðið. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Emir verið í sambandi sem síðar varð að hjónabandi með Selmu Pétursdóttur Dokara sem er uppalin í Ólafsvík. Eiga þau saman tvo syni.
Því mun Ejub ekki lenda í vandræðum með hámark leikmanna utan ESB en það mega einungis vera 3 í hóp í hvert sinn en þar sem Emir er orðinn Íslenskur ríkisborgari þá geta Kwame, Emanuel Eli, Ibrahim Barie og Emir allir verið í hóp í kvöld
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á fyrsta heimaleik Víkings Ólafsvíkur eftir framkvæmdir á "Kirkjugarðinum". Gervigrasið er klárt og lítur hrikalega vel út
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('83)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson
23. Anton Freyr Ársælsson
27. Miroslav Pushkarov
80. Tómas Óli Garðarsson ('72)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('72)
8. Árni Elvar Árnason
11. Ryota Nakamura ('83)
14. Birkir Björnsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Ásbjörn Freyr Jónsson
Þórður Einarsson

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('69)
Miroslav Pushkarov ('71)
Bjarki Aðalsteinsson ('89)
Ósvald Jarl Traustason ('90)

Rauð spjöld: