ÍA
5
0
Magni
Albert Hafsteinsson '16 1-0
Bjarki Steinn Bjarkason '19 2-0
Steinar Þorsteinsson '43 3-0
Þórður Þorsteinn Þórðarson '72 , víti 4-0
Albert Hafsteinsson '76 5-0
20.06.2018  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Flottar aðstæður. Smá vindur á annað markið, sól og hlýtt.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Albert Hafsteinsson(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('57)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson ('76)
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('73)

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson ('76)
13. Birgir Steinn Ellingsen
16. Viktor Helgi Benediktsson ('57)
20. Alexander Már Þorláksson
26. Hilmar Halldórsson
27. Stefán Ómar Magnússon ('73)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sannfærandi sigri heimamanna. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Jæja þá kom skottilraun hjá Magna en í varnarmann og Árni Snær grípur.
90. mín
Skagamenn fengu hornspyrnu en Magnamenn skalla frá þar sem ÞÞÞ fær gott skotfæri en skotið er slakt og vel yfir markið
87. mín
Lítið að gerast núna. Skagamenn að sigla þessu í rólegheitum en þá reynir Ragnar Le skot vel fyrir utan ane það er arfaslakt og vel framhjá.




81. mín
Inn:Ívar Sigurbjörnsson (Magni) Út:Baldvin Ólafsson (Magni)
78. mín
Albert langar í þrennuna. Keyrir að markinu og tekur skotið en yfir markið.
76. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (ÍA) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
76. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
MAAAAAAAAAAKR!!!!!!! Skagamenn að sýna mátt sinn á heimavelli. Steinar með sendingu inn fyrir á Albert sem leikur á varnarmann og klárar huggulega yfir Hjört sem er lagstur.


73. mín
Inn:Stefán Ómar Magnússon (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
72. mín Mark úr víti!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
ÞÞÞ skorar af miklu öryggi. Setur hann niðri vinstra megin og Hjörtur fór í rangt horn.
72. mín
VÍTI. Steinar með skot sem fer í hendina á varnarmanni og Þorvaldur bendir strax á punktinn.
66. mín
Fín sóikn hjá Magna hérna sem endar með fyrirgjöf frá hægir og Kristinn Þór með skot en í varnarmann og hættan líður hjá.
61. mín
Skottilraun hjá Magna. Gunnar Örvar fær boltann fyrir utan teig en hitti hann mjög illa og laaaaangt framhjá. Ekki mikið að gerast.
57. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
53. mín
STEINAR!!!!!! Frábær sókn hjá ÍA sem endar með að Stefán Teitur kemst í gegn og sendir fyrir en Steinar á einhvern óskiljanlegan hátt mokar boltanum yfir úr dauðafæri.
48. mín
Hjörtur Geir fór í vafasamt úthlaup og hitti ekki boltinn og ÍA við það að komast í dauðafæri en Þorvaldur dæmir á ÍA fyrir brot á Hirti. Held að þetta hafi einfaldlega verið rangt hjá Þorvaldi.
46. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Hárrétt hjá Þorvaldi. Kristinn var bara of seinn í tæklingu og braut á Alberti.
46. mín
Þá er seinni hálfleikur byrjaður og það eru Magnamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni.


45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Skaganum og sanngjörn staða. Skagamenn bara miklu miklu betri. Kaffi og meðþví og svo komum við aftur.
43. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Ragnar Leósson
MAAAAAAAAAAAKR!!!!!! SKAGAMENN ERU AÐ GANGA FRÁ ÞESSU Í FYRRI HÁLFLEIK! Bjarki Steinn vann boltann af harðfylgi og sendi hann á Ragnar Le sem koma boltanum á Steinar sem fór fram hjá varnarmönnum Magna og setti hann þéttingsfast í fjærhornið. Virkilega hugguleg skyndisókn.
37. mín
Og enn sækja Skagamenn. Steinar Þorsteins með flotta takta og sendir inná Albert sem tekur skotið en yfir og framhjá líka.
34. mín
Steinar Þorsteins með flottann snúning á vítateigshorninu og hleður í skot en hááááááááááááátttt yfir.
30. mín
Enn ein sóknin hjá ÍA. Endar á að Steinar gefur fyrir og boltinn berst á Ragnar Le sem skýtur að marki en Hjörtur ver frábærlega.
28. mín
Magnamenn aðeins að sækja í sig veðrið hérna. Ná fínu spili sem endar með fyrirgjöf en Árni Snær grípur vel sem kemur boltanum strax í leik og Alber fer illa með miðjumenn Magna og sendir inn fyrir en Bjarki Steinn nær ekki að klára færið.


24. mín
ÞARNA MUNAÐI ENGU! Magni fær hornspyrnu og skalli í slánna!!! Jói Kalli þjálfari lætur Jóhann Gunnar aðstoðardómara heyra það fyrir að flagga ekki á brot á Árna markmanni.


19. mín MARK!
Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MAAAAAAAAAAARK!!!!!!! Skagamenn skora strax aftur!!!! Aftur flott sókn hjá heimamönnum sem endar með því að boltin bersta á Albert utan teigs sem vippar boltanum inn fyrir á Bjarka sem fer framhjá Hirti í markinu og klárar vel.
16. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
MAAAAAAAAAAKR!!!! Fyrsta markið er komið á Akranesi. Frábær sókn hjá ÍA. Árni markmaður spyrnti út, beint á Ragnar á miðjunni sem gaf á Bjarka Stein sem sendi á Hörð í overlappinu og sendi fyrir og frábærlega klárað hjá Alberti.
14. mín
Þarna munaði ekki miklu. Flott sókn hjá IA og Hörður með fyrirgjöf en varnarmenn ÍA hreinsa í horn.
11. mín
Það sama heldur áfram. Skagmann spila sín á milli og hafa átt 3-4 langskot en engin hætta af þeim.
8. mín
Magnamenn komast varla í boltann. Skagmenn halda boltanum vel en hafa ekki ennþá náð að skapa sér alvöru færi.
6. mín
Það hefur ekkert gerst hérna fyrstu fimm mínúturunar. Skagamenn með boltann og nokkrar fyrirgjafir sem ekker hefur orðið úr.
1. mín
Fyrsta skot leiksins er heimamanna og það átti ÞÞÞ en vel framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað og það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á. Liðin eru að ganga inná völlinn og Skagamenn að sjálfsögðu gulir og svartir. Gestirnir frá Grenvík eru í semi svart/hvít röndóttum treyjum og svörtum stuttbuxum. Dómaratríóið glæsilegt í rauðbleikum treyjum og svörtum stuttbuxum.
Fyrir leik
Það eru rétt tæpar 20 mín í leik hjá okkur á Akranesi og bæði liðað hita upp. Góð stemmning yfir mannskapnum sýnist mér.
Fyrir leik
Það eru bara virkilega fínar aðstæður til að spila fótbolta á Akranesi í kvöld. Það er smá vindur á annað markið, glampandi sól og hlýtt. Völlurinn flottur. Það er allt til alls til að við fáum skemmtilegan leik.
Fyrir leik


Fyrir leik
Skagamenn gera eina breytingu frá jafnteflinu við HK í síðustu umferð. Bjarki Steinn Bjarkason kemur inn fyrir meiddann Garðar Gunnlaugsson

Hjá Magna eru fjórar breytingar. Út fara Steinþór Már Auðunsson, Jakob Hafsteinsson, Davíð Rúnar Bjarnason og Agnar Darri Sverrisson. Inn fyrir þá koma Hjörtur Geir Heimisson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Arnar Geir Halldórsson og Kristinn Þór Rósbergsson.




Fyrir leik
Byrjunarliðin er dottin inn en þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Skagamenn verða án Einars Loga, Halls Flosa, Ólaf Vals og Garðars Gunnlaugs í dag en þeir eru allir meiddir.

Þá verða Magnamenn án Arnars Darra eftir rauða spjaldið í síðasta leik.
Fyrir leik
Þetta er ekki eini leikur kvöldsins í Inkasso-deildinni. Það fara fram fjórir leikir í kvöld og tveir leikir á morgun.

Miðvikudagur 20.Júní
ÍA-Magni kl 18:00
Njarðvík-HK kl 19:15
Fram-ÍR kl 19:15
Þór Ak.-Víkingur Ó. kl 19:15

Fimmtudagur 21.Júní
Haukar-Þróttur R. kl 18:30
Leiknir R.-Selfoss kl 19:15
Fyrir leik
Svo vil ég að sjálfsögðu hvetja fólk til að mæta á völlinn. Mætingin á Norðurálsvöllinn í sumar hefur ekki verið neitt sérstaklega glæsileg. Það er engin ástæða til að láta leik kvöldsins á HM trufla, ég get bara sagt ykkur núna að hann fer 4-0 fyrir Spán :)
Minni ykkur á Twitter í umfjöllun um leikinn. #fotboltinet er merkið.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er hinn margreyndi Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.
Fyrir leik
Þó að flestir reikni með sigri ÍA hér í dag og þá hafa Magnamenn sýnt það í sumar að þeir geta vel strítt þessum toppliðum í deildinni þó að stigasöfnunin hafi ekki verið nægilega góð. Til að mynda þá kom eini sigur þeirra í sumar gegn Víkingi Ó sem er af mörgum spáð upp í Pepsideildina þannig að Skagamenn verða að mæta af fullum krafti til að ná í 3 stig hérna í dag.
Fyrir leik
Samkvæmt heimasíðu KSÍ þá hafa þessi lið aldrei mæst í leik á vegum Knattspyrnusambandsins sem er í rauninni alveg magnað. Þannig að þið fáið enga tölfræði þess efnis.
Fyrir leik
Byrjunin hefur verið öllu erfiðari fyrir gestina frá Grenivík. Magnamann sitja á botninum með einungis 3 stig og tap í síðustu fjórum leikjum. Í síðustu umferð töpuðu þeir á heimavelli fyrir nágrönnum sínum í Þór Akureyri 1-2 þar sem Þórsarar skoruðu tvö mörk á 85, og 87 mínútu eftir að Magni hafði misst Agnar Darra Sverrisson útaf með rautt spjald. Það er alveg ljóst að Magnamenn verða að fara að safna stigum ef ekki á illa að fara.
Fyrir leik
Heimamenn í ÍA hafa byrjað tímabilið mjög vel og sitja á toppi Inkasso-deildarinnar fyrir umferðina með 17 stig, eru taplausir og hafa einungis fengið á sig 3 mörk. Í síðustu umferð gerðu þeir 0-0 jafntefli við HK í frábærum fótboltaleik. Skagamenn verða að teljast líklegir í að fara upp í sumar eins og þeir ætla sér.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og Magna á Norðurálsvellinum á Akranesi. Þetta er fyrsti leikurinn í 8.umferð Inkasso-deildarinnar.
Byrjunarlið:
Hjörtur Geir Heimisson
Baldvin Ólafsson ('81)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
7. Pétur Heiðar Kristjánsson
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson
15. Ívar Örn Árnason
17. Kristinn Þór Rósbergsson
19. Kristján Atli Marteinsson
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
10. Lars Óli Jessen
18. Jakob Hafsteinsson
18. Ívar Sigurbjörnsson ('81)
26. Brynjar Ingi Bjarnason
77. Árni Björn Eiríksson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Andrés Vilhjálmsson
Victor Lucien Da Costa
Anton Orri Sigurbjörnsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Kristinn Þór Rósbergsson ('46)

Rauð spjöld: