Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
2
4
Valur
0-1 Thelma Björk Einarsdóttir '16
0-2 Crystal Thomas '40
Jasmín Erla Ingadóttir '57 1-2
1-3 Elín Metta Jensen '66
Hanna Marie Barker '67 2-3
2-4 Elín Metta Jensen '88
24.06.2018  -  15:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Léttur andvari, skýjað en völlurinn lítur vel út
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 132 samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Maður leiksins: Elín Metta Jensen (Valur)
Byrjunarlið:
Halla Marinósdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Tatiana Saunders
2. Hugrún Elvarsdóttir ('45)
4. Guðný Árnadóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
16. Diljá Ýr Zomers ('45)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
27. Marjani Hing-Glover ('62)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
23. Hanna Marie Barker ('45)
28. Birta Georgsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Maria Selma Haseta
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:
Arna Dís Arnþórsdóttir ('21)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið! Valur fer með sannfærandi sigur af hólmi þrátt fyrir þessi tvö mörk frá FH voru Valsstelpur alltaf með yfirhöndina í þessum leik.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín
úúúúííííúúííí! Geggjuð sending frá Ásdísi Karen á Elín Mettu sem að stingur alla af og reynir að vibba yfir Tatiönu í markinu en boltinn skoppar á þverslánni! Geggjuð sókn og flottir tilburðir
90. mín
Uppbótartími framundan.
89. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Crystal Thomas (Valur)
FAGNA ÞESSU! Dóra María er að koma inná frábært sjá hana vera koma til baka eftir erfið meiðsli
88. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Þetta er nákvamlega sama uppskrift o g áðan. Thelma vinnur boltann á miðjunnio setur hann út á hægri væng þar sem Hlín fer bara í næsta gír og keyrir framhjá Ernu í bakverðinum og leggur boltann beint fyrir Mettuna sem að klárar þetta í slánna og inn af stuttu færi. Vel gert
87. mín
Fáum við dramatík í lokinn?
84. mín
Geggjað skot hérna sem að Tatiana ver í horn. Hallbera er búin að skokka svona 22 km bara við það að taka horn.

Hvað er að gerast í teignum? Þvílíkur darraðardans , skot í varnarmann , skot í varnarmann , skot í stöng og svo fá Valur innkast.
82. mín
Það eru 8 mínútur eftir hérna. Ná FH að jafna? Bæta Valur við?
79. mín
Hornspyrna númer svona 189 í þessum leik hjá Val.

Sú spyrna er arfaslök frá Hallberu þetta var mjög ólíkt henni alveg mjög.
77. mín
ÚFF! Málfríður Anna með geggjaðaaaaa fyrirgjöf beint á kollinn á Hlín en skallinn hennar fer rétt framhjá markinu!
74. mín
Inn:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur)
Guðrún ekki fundið sig almennilega í þessum leik. ÁSdís kemur inn
73. mín
Valur fá aukaspyrnu vinstra meginn við markteig FH.

Skotið frá Chrystal fer í hliðarnetið og FH fá markspyrnu.
70. mín
Ég veit ekki hvað skal segja. Þvílíkur leikur hérna, ég er búin að segja að sóknarleikur FH sé ekki upp á marga fiska en þær eru samt búnar að skora tvö mörk og hafa skorað í öllum leikjum sumarsins.

Valsstelpur settu í extra gír og náðu í þriðja markið en FH bara svaraði um hæl geggjaður leikur!
67. mín MARK!
Hanna Marie Barker (FH)
Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST!!

FH hefur minnkað muninn aftur og þetta var geggjaððððððð skot frá Hanna Barker!

Hún fær boltann vinstra megin í teignum og hamrar með vinstri stönginn og inn. Hanna take a bow

Þetta er leikur aftur.
66. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
BINGÓÓ

Frábært mark hjá Val. Hlín Eiríks náði í spínatið sitt og keyrði framhjá Ernu í bakverðinum sem að átti ekkio breik. Hún leggur svo boltann inn á Elín Mettu sem að tekur touch leggur hann fyrir sig og klobbar varnarmann FH með hnitmiðuðu skoti niðri í fjær og Tatiana á ekki möguleika. Þvílík gæði í þessu slútti!
63. mín
Valur fá aukspyrnu á stórhættulegum stað hægra megin við teig FH-inga. Hallbera the wok on queen gerir sig klára í að taka hana.


ÚFFFFF Hallbera með virkilega skemmtilega skottilraun en boltinn fer rétt framhjá markinu.
62. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (FH) Út:Marjani Hing-Glover (FH)
Þriðja og seinasta skipting FH í leiknum.
60. mín
Maður heldur varla í við leikinn svo mikið er tempóið þessa stundina. Núna kemur stórhættulegur bolti inn á teig FH sem þær rétt ná að hreinsa frá.
59. mín
SLÁINNNNN!!!

Þvílíkar mínútur núna geysast Vals stelpur fram og það kemur fyrirgjöf fyrir markið sem að Hlín rétt missir af, Stefanía mundar þá bara leftarann og hamrar gjörsamlega hamrar boltann í slánna. Kæmi mér lítið á óvart ef boltinn væri sprunginn.
57. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Stoðsending: Guðný Árnadóttir
GUÐ MINN GÓÐUR SANDRA!

FH hefur minnkað muninn eftir. Þrumuguðinn GUðný Árnadóttir á skot úr aukaspyrnunni 37-38 metra frá markinu beint á Söndru en boltinn skoppar rétt fyrir framan hana og hún bara bara missir boltann. Jasmín kemur eins og gammur og étur frákastið og skorar. Þarna á Sandra að gera miklu miklu betur!
57. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Fyrir brot og FH fær aukaspyrnu
56. mín
Þarna áttu að skora Elín!

Hún kemst í gott skotfæri en skotið hennar fer yfir markið.
55. mín
Valur fær aðra hornspyrnu þegar Málfríður Anna reynir að gefa boltann fyrir markið en af varnarmanni fer hann og aftur fyrir endalínu.

Hallbera tekur spyrnuna en Marjani skallar boltann frá. Mér finnst eins og annað mark liggi í loftinu hérna
53. mín
Valur fær horn sem að Chrystal Thomas tekur.

Oki Chrystal þessi spyrna var það daprasta sem ég hef séð í sumar og það er búið að rigna alla daga nánast látlaust.
50. mín
Síðari hálfleikur byrjar af miklum krafti. HENDIII??? Nei Gunnþór dæmir ekkert þegar boltinn virðist fara upp í hendina á Málfríði Önnu. Þetta lyktaði aðeins
48. mín
Elín Metta vinnur hornspyrnu eftir mikla baráttu við tvo varanrmenn FH.

Hallbera skokkar til þess að taka spyrnuna ég veðja á geggjaða spyrnu.
Spyrnan er............. beint inn á markteig þar sem Tatiana kýlir hann frá.
46. mín
Fyrsta skot síðari hálfleiks á Elín MEtta en það er beint á Tatiönu í markinu.

Elísa Viðars er að sjálfsögðu mætt í stúkuna að horfa á liðið sitt.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað.
45. mín
Inn:Hanna Marie Barker (FH) Út:Hugrún Elvarsdóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá FH í hálfleik.
45. mín
Inn:Snædís Logadóttir (FH) Út:Diljá Ýr Zomers (FH)
45. mín
Hálfleikur
Fyrir þá sem hafa gaman af fallegri tónlist þá hefur Marjani verið að gera cover lög undanfarinn ár og hún er með hörku rödd!

Smelltu hér til að sjá skemmtilegt myndband
45. mín
Hálfleikur
Gunnþór hefur flautað til hálfleiks og Valur leiða sannfærandi 2-0. Sóknarleikur FH er stirrður og varnarleikurinn hefur verið slakur í dag. Ég og Bjarni kolleggi minn hjá MBL ætlum mögulega detta í mburger þar sem ekki gafst tími til þess fyrir leik.
45. mín
ÚFF Diljá fær þungt högg hérna um leið og hún skallar frábæra fyrirgjöf frá Örnu Dís sem að Sandra ver í markinu.

Diljá liggur hérna eftir og heldur um síðuna ég vona að það sé allt í lagi með hana.

Vallarþulurinn tilkynnir hamborgarasöluna í kallkerfinu um leið og 30 % stúkunar rjúka af stað.
43. mín
"Hvað er að frétta af varnarleiknum hjá FH" heyrist í blaðamannastúkunni. Þegar Valur spilar sig auðveldlega í gegn og Hlín Eiriks á fast skot sem að Tatiana ver í markinu en missir boltann aðeins frá sér. Chrystal kemur á fleygiferð á eftir boltanum en brýtur af sér og réttilega dæmd aukaspyrna.
40. mín MARK!
Crystal Thomas (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Þetta lá í loftinu það er bara svoleiðis! Stefanía á rosalega stungusendingu þar sem Mettan kemur með geggjaða sendingu fyrir markið þar sem kristallinn mætir og setur boltann auðveldlega í netið 2-0 Valur og erfiðleikar FH í sumar halda bara áfram.
39. mín
Marjani í baráttunni við Hallberu sem að kemur boltanum aðeins frá en ekki langt þar sem Halla Marínós mætir og mundar skotfótinn en skotið fer hátt yfir markið.
36. mín
"HREYFINGU" heyrist í stúkunni. Það verður bara segjast að sóknarleikur FH er ekki upp á marga fiska.
34. mín
Dóra María hefur greinilega lesið lýsinguna mína og sagt Chrystal Thomas að taka þetta hárband af sér. Mér sýnist samt hárbandið nbara liggja á miðkjum vellinum en ég held í þá trú að Dóra hafi lesið skilaboðin og tekið þetta á sig.
32. mín
LÍNAAA! Váááááá Guðrún Karítas kemst ein í gegn fer í baráttu við Hugrúnu sem hún vinnur sólar svo Tatiönu í markinu áður en hún lætur vaða á markið. Hver er mætt þar ? Jú Hugrún Elvarsdóttir leading by example og bjargar á marklínu geggjuð vörn!!

Strax á eftir er Elín Metta liggjandi inn á teig þar sem boltinn lendir hjá henni og hún reynir skotið á markið en það fer rétt framhjá. Það liggur annað mark í loftinu hérna.
28. mín
STÖNGINNNN!!! Stefanía Ragnars með þrumu þrumu þrumuskot með vinstri sem að smellir í stönginni. Fh stlepur í allskonar rugli leyfi ég mé rað segja í öftustu línu sem endar á þvi að Elín vinnur boltann setur hann út á Stefaníu sem að BAMM og BAMM í stöngina. FH stelpur heppnar þarna.
27. mín
Það er flott mæting í stúkuna risa hrós á alla sem að mættu hérna í dag.

Í sömu andrá er Helena á eftir boltanum á fleygiferð en Sandra er á undan í hann og tekur létt gabbhreyfingu framhja Helenu. Púlsinn á Söndru fór ekki hátt þarna hún er 100% í tæknireitnum fyrir æfingar.
25. mín
Valur fá hornspyrnu sem að FH skalla frá auðveldlega.
23. mín
Marjani á skot sem að ég sá ekki hvert fór svo langt framhjá var það úff.
21. mín Gult spjald: Arna Dís Arnþórsdóttir (FH)
Var Arna að æfa fjölbragða glímu? Elín Metta fór illa með tvo varnrmenn FH með skemmtilegum tilþrifum og Arna með góðu glímutaki skellir henni niður.
19. mín
Diljá Zomerssssssss með skot rétt fyrir utan vítateig en skotið er beint á Söndru í markinu sem að heldur boltanum!
16. mín MARK!
Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Málfríður Erna Sigurðardóttir
THELMA BJÖRK!

Skorar með skalla af stuttu færi eftir að Málfríður vinnur fyrsta bolta eftir frábæra hornspyrnu inn a teig. Thelma hefur verið geggjuð i undanförnum leikjum og þó hún skori ekki oft þá er hún að setja eitt stykki núna og hún á það bara skilið miða við frammistöðu undanfarið!
16. mín
Valur fær þriðju hornspyrnuna sína í leiknum.
12. mín
FH að sækja stíft í dágóðan tíma en þá vinna Valsstelpur boltann og bruna fram. Guðrún Karítas er við þa ðað sleppa í gegn en Guðný Árna mætir og hreinsar boltann í horn.

Það skapast mikill darraðardans inn í teignum og FH eiga í erfiðleikum með að koma boltanum frá. Valur fær aðra hornspyrnu.

Góð spyrna frá Hallberu sem að Málfríður vinnur skallaboltann sem fer beint á Hlín en skallinn hennar er yfir markið.
8. mín
ELín Metta við það að sleppa í gegn en frábær varnarleikur bjargar því að ´hun komist í kjörstöðu. Valur heldur pressunni áfram en FH vörninn er að verjast vel, virkilega gaman að sjá þennan varnarleik sem ég hef saknað hjá FH í sumar.
6. mín
Það er eiginlega lögreglumál þetta hárband sem að Chrystal Thomas er að skarta hérna. Það er SKÆR bleikt og engan vegin í stíl við búninginn. Ég set það í hendurnar á Dóru Maríu að ræða þetta við hana enda Dóra þekkt fyrir að setja föt einkar vel saman.
4. mín
Elín Metta aðeins að hita upp skotfótinn sinn og reynir hér banger frá 30 metrunum sem að fer langt yfir markið. Heiðarleg tilraun samt ég fagna þessu
4. mín
Hlín Eiríks reynir fyrirgjöf sem að fer beint í fangið á Tatiönu í markinu,
3. mín
Leikurin nbyrjar af miklum krafti, mikið um einvígi og stöðu baráttu.
1. mín
#CELEBVAKTINN Sölvi Geir Ottosen er mættur í stúkuna! Sjaldan séð jafn tanaðan myndarlegan mann ég verð bara viðurkenna það.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! FH byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl og vallarþulurinn kynnir liðin til leiks. Það er ágætis mæting í stúkuna miða við heilagan sunnudag og ferðahelgi mikla.
Fyrir leik
Ekki vera eins og Mist.



Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl í upphitun. Það er sirkað hálftími í leik og ég finn ilmandi hamborgaralykt svífa um svæðið. Ég þyrfti eiginlega að skella mér út á pall í 5 mínútur til að ná mér í burger ég vona að þið fyrirgefið mér það.
Fyrir leik
Glódís Perla spáir í sjöundu umferð pepsi kvenna

Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er spámaður 7. umferðar og hún hafði þetta um þennan leik að segja.

FH 1 - 3 Valur
Alltaf erfitt að mæta í Kaplakrika en Valur tekur þennan leik 3-1. Mettan skorar tvö og Dóra María reimar á sig markaskónna á ný og setur eitt.

Fyrir leik
Vallarþulurinn er að kveikja í þjóðhátíðar stemmingunni í mér með því að gjörsamlega blasta "Á sama tíma á sama stað" með bræðrunum Jónsson. NEI HEYRÐU! Hann dettur beint í "pollagalla kall" geggjaður DJ. Ég vil þakka þér kærlega fyrir kæri vallarþulur.

Enginn shocker þjóðflokkur markmanna er að sjálfsögðu mætt fyrst út á völlinn að hita. Mikill metnaður í því eru alltaf mættar fyrsta alltaf seinastar inn kæmi mér ekki á óvart ef að þær væru að hittast allar saman 1-2 sinnum í viku bara til bera saman upphitunarbækur.
Fyrir leik
Ladies and gentleman byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Í liði FH er þrumuguðinn Guðný Árnadóttir á sínum stað í vörninni ásamt því að hanskinn Marjani Hing-Glover og eldinginn Helena Ósk Hálfdánsdóttir eiga ða smellpassa saman og byrja í fremstu víglínu.


Hjá Val byrjar Thelma "dreifari" Björk Einarsdóttir ásamt Málfríðunum tveimur og game changer-inn Guðrún Karítas fær verðskuldað byrjunarliðs spot eftir vægast sagt geggjaða innkomu gegn KR í seinustu umferð.
Fyrir leik
Ég er mættur á hinn undurfagra Kaplakrikavöll. Þrír ungir fyrirmyndar vallarstarfsmenn eru að setja niður hornfána, laga grasið og mála línurnar.

Veðurspáinn er með öllu frábær fyrir knattspyrnu í dag, það er skýjað smá andvari og fínasta hitastig. Mæli samt með að mæta í ágætis jakka ef þú ætlar að sitja í stúkunni það gæti orðið kalt þar.
Fyrir leik
Liðin sitja á sitthvorum enda töflunar. FH stúlkur eru í 9 sæti með 3 stig eins og KR og hafa ekki náð að byrja mótið af þeim krafti sem þær hefðu viljað og aðeins unnið einn af fyrstu 6 leikjunum í deildinni. Þær töpuðu í síðustu umferð á móti Breiðablik 3-1 enn í þeim leik mátti sjá mikill batamerki á leik liðsins eftir skemmtilega utalandsferð saman.

Valur eru í 3.sæti með 15 stig og hafa einungis tapað einum leik á móti Stjörnunni. Með sigri í dag gætu þær komist upp í 2 sæti deildarinnar en Þór/KA og Breiðablik toppliðin tvö eigast við fyrir norðan og því mikilvægt fyrir Val að vinna
þennan leik. Þær unnu 4-0 sigur á KR í síðustu umferð en áttu í erfiðleikum með að brjóta þær á bak aftur þar til Guðrún Karítas kom inn á og snéri leiknum við með tveimur frábærum mörkum.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik FH og Vals í 7.umferð Pepsí deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('89)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('74)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('74)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('89)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('57)

Rauð spjöld: