Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Króatía
0
1
Spánn
0-1 Jesus Navas '88
18.06.2012  -  18:45
EM 2012
Byrjunarlið:
1. Stipe Pletikosa (m)
2. Ivan Strinic
5. Vedran Corluka
6. Danijel Pranjic ('65)
7. Ivan Rakitic
8. Ognjen Vukojevic ('81)
10. Luka Modric (f)
11. Darijo Srna
13. Gordon Schildenfeld
17. Mario Mandzukic
21. Domagoj Vida ('66)

Varamenn:
12. Ivan Kelava (m)
3. Josip Simunic
4. Ivan Perisic ('65)
4. Jurica Buljat
9. Nikica Jelavic ('66)
14. Milan Badelj
15. Sime Vrsaljko
16. Tomislav Dujmovic
18. Nikola Kalinic
19. Niko Kranjcar
22. Eduardo Da Silva ('81)
23. Daniel Subasic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Vedran Corluka ('28)
Darijo Srna ('44)
Ivan Strinic ('53)
Nikica Jelavic ('90)
Mario Mandzukic ('90)
Ivan Rakitic ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikjunum er lokið! Spánverjar og Ítalir komnir áfram. Mæta Frökkum, Úkraínumönnum eða Englendingum.
93. mín Gult spjald: Ivan Rakitic (Króatía)
90. mín Gult spjald: Nikica Jelavic (Króatía)
90. mín Gult spjald: Mario Mandzukic (Króatía)
90. mín
BALOTELLI! Búinn að koma Ítölum í 2-0!!!! Frábært mark, virkilega gott skot þar sem Balotelli tók boltann í fyrstu snertingu með bakið sem sneri í átt að marki Íra.
89. mín
Keith Andrews fær sitt annað gula spjald gegn Ítölum og er rekinn af velli. Fokreiður á leið útaf.
89. mín
Inn:Alvaro Negredo (Spánn) Út:Xavi (Spánn)
Lokaskipting Spánverja.
88. mín MARK!
Jesus Navas (Spánn)
Jesus Navas búinn að koma Spánverjum yfir! Króatía er úr leik ef þeim tekst ekki að skora og ef Írum tekst ekki að skora heldur.

Iniesta fékk frábæra sendingu innfyrir vörn Króata og lagði boltann á Navas sem skoraði einn gegn opnu marki.
86. mín
Króatía með skalla rétt yfir mark Spánverja.
85. mín
Navas með skot úr þröngu færi sem Pletikosa ver. Marchisio tekur aukaspyrnu fyrir Pirlo sem fer í vegginn. Króatía fær hornspyrnu gegn Spáni.

Ítalir vilja vítaspyrnu fyrir hendi á Írana í annað skiptið í leiknum. Balotelli hefði átt að fá víti þarna.
84. mín
Iniesta með skot úr þröngu færi sem Pletikosa ver í horn.

Ítalir eiga aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Balotelli vann aukaspyrnuna vel.
81. mín
Inn:Eduardo Da Silva (Króatía) Út:Ognjen Vukojevic (Króatía)
Enn ein sóknarskiptingin hjá Króötum. Þrír í sókn.
80. mín
Spánverjar komust fimm gegn þremur en Busquets var of lengi á boltanum og tapaði honum. Illa farið með góða sókn.
79. mín
Króatir í skyndisókn. Perisic með skot sem Casillas nær að verja og Spánverjar hreinsa.

Írar með þrumu úr aukaspyrnu á sama tíma sem Buffon ver út og Ítalir hreinsa. Írar og Króatir enn í sókn!

Þvílík spenna!!!
77. mín
Írar að leggja allt í sölurnar til að reyna að jafna. Ítalir gríðarlega tæpir á því að fá ekki mark á sig.

Á sama tíma komst Cesc Fabregas í gott færi en var of lengi að skjóta og rann færið út í sandinn.
75. mín
Spánverjar eru að reyna að vinna sig í gegnum þykkan varnarpakka Króata en ekkert virðist ganga.
73. mín
Inn:Cesc Fabregas (Spánn) Út:David Silva (Spánn)
Fabregas kemur inn fyrir Silva. Navas, Fabregas og Iniesta í fremstu víglínu.
73. mín
Dómarinn í leik Íra og Ítala að skíta upp á bak. Buffon fær gult spjald fyrir mótmæli við bakskitunni og er við það að fá annað gult spjald ef hann fer ekki aftur í markið.
72. mín
Mario Balotelli að koma inná hjá Ítalíu! Allt í járnum hjá Króötum og Spánverjum. Írar eiga hættulega aukaspyrnu gegn Ítölum.
69. mín
Króatir eru stórhættulegir gegn Spánverjum og Ítalir eru í stanslausri stórsókn gegn Írum.
66. mín
Inn:Nikica Jelavic (Króatía) Út:Domagoj Vida (Króatía)
Króatir komnir með tvo sóknarmenn upp á topp.
66. mín
Lítið að gerast. Nokkrar skiptingar sem birtast eftir smá. Króatir blása til sóknar síðustu tuttugu mínúturnar.
65. mín
Inn:Ivan Perisic (Króatía) Út:Danijel Pranjic (Króatía)
62. mín
Cassano farinn útaf fyrir Alessandro Diamanti. Balotelli enn á bekknum.
60. mín
Inn:Jesus Navas (Spánn) Út:Fernando Torres (Spánn)
Navas að koma inn fyrir Torres! Óvenjuleg skipting, spurning hvernig þetta á eftir að virka.
59. mín
Ivan Rakitic millimeter frá því að skora fyrir Króatíu!! Rakitic fékk fyrirgjöf frá Luka Modric sem hann skallaði á markið. Iker Casillas varði stórkostlega skallann sem var þó nánast beint á markið. Spánverjar heppnir að vera ekki undir!
58. mín
Lítið að gerast í leik Króatíu og Spánar. Ítalir mjög líflegir gegn Írum, en Írarnir eru ávalt hættulegir í skyndisóknum sínum.
53. mín Gult spjald: Ivan Strinic (Króatía)
53. mín
Írar í hættulegri sókn gegn Ítölum. Fá horn og skalla svo framhjá.

Torres næstum því kominn í gegn hjá Spánverjum eftir sendingu frá Iniesta.

Vantar herslumuninn.
48. mín
Ítalía blæs strax til sóknar gegn Írlandi. Króatar eru í góðri sókn og fá hornspyrnu.
46. mín
Leikirnir fara að hefjast að nýju. Eins og staðan er núna þá komast Ítalir og Spánverjar áfram.
Dagur Hjartarson @DagurHjartarson
Gæti trúað því að Slaven Bilic borðaði kettlinga í morgunmat. Logandi hræddur við þennan mann. #emruv #fotbolti
45. mín
Hálfleikur. Skemmtilegur leikur hjá Írum og Ítölum. Sama er ekki hægt að segja um leik Spánverja og Króata sem hefur í raun verið hundleiðinlegur.
44. mín Gult spjald: Darijo Srna (Króatía)
Srna fær gult spjald fyrir að hoppa ólöglega með Sergio Busquets. Ekkert að gerast í leiknum.
40. mín
Ítalir sækja í sig veðrið gegn Írum. Spánverjar ekki að komast gegnum vörn Króatíu.
36. mín
Enn steindautt í leik Króata og Spánverja.
35. mín
ÍTALIR KOMNIR YFIR gegn Írum! Hornspyrna sem Antonio Cassano skallaði í Given, Given varði boltann rétt inn fyrir línuna áður en það var hreinsað í slánna og út. Dómarinn dæmdi þó mark.
33. mín
Ítalir hættulegir gegn Írum! Írar bjarga á línu eftir að Antonio Di Natale lék á Shay Given og skaut að marki.

Langskot frá Cassano sem Given ver í horn.

Ítalir að skipta um gír!
31. mín
Ítalir vilja víti, en varnarmaður Íra fékk boltann í hægri upphandlegginn. Handleggurinn var nálægt líkamanum en ekki uppvið hann. Boltinn líklega á leiðinni inn.

Líklegt að Ítalir og Króatir eigi að vera búnir að fá vítaspyrnur.
29. mín
Spánverjar hættulegir gegn Króötum. David Silva sprækur í sókninni.
28. mín Gult spjald: Vedran Corluka (Króatía)
27. mín
Króatía vill vítaspyrnu! Brotið á Mandzukic við vítateigslínuna en ekkert dæmt. Corluka fær gult spjald fyrir að brúka kjaft. Ramos tæklaði Mandzukic.
26. mín
Írar að vinna aðra aukaspyrnu. Þeir eru að spila betur en Ítalir. 4-4-2 ekki að gera sig hjá þeim ítölsku.
24. mín
Ramos og Pique báðir með langskot að marki Króatíu. Spánverjar komast ekki mikið áleiðis þar.

Pranjic með skot fyrir Króatíu sem Casillas ver auðveldlega.
24. mín
Írar voru fjórir á þrjá í skyndisókn en Ítalir náðu að bjarga í horn. Írar að sýna hvers þeir eru megnugir!
23. mín
Torres komst í gríðarlega þröngt skotfæri og skaut boltanum í Stipe Pletikosa sem gat ekki annað en varið. Spánverjar fá innkast og halda sinni sókn áfram.
21. mín
Sóknarbrot dæmt á Spánverja og missa þeir boltann. Rólegur leikur þar.

Írar eru búnir að bakka gegn Ítölum en Andrea Pirlo og Daniele De Rossi eru búnir að klúðra furðulega mörgum sendingum frá miðjunni í þeim leik.
20. mín
David Silva vinnur aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Spánverjar í vænlegri stöðu.
19. mín
Og Balotelli kominn aftur eftir pissustop. Á meðan fá Írar aukaspyrnu en gefa Ítölum boltann aftur með því að fremja sóknarbrot.
16. mín
Leikmenn Ítala halda áfram að renna á ögurstundum. Spurning hvort völlurinn sé eitthvað óþægilegur.
16. mín
Mikið miðjumoð í gangi hjá Króötum og Spánverjum. Spánverjar halda boltanum vel en leikmenn Króata halda góðri pressu og vinna boltann reglulega.
15. mín
Balotelli er farinn í búningsklefann. Spurning hvort þetta sé bara pissuhlé eða eitthvað annað?
13. mín
Ítalir eru í raun að spila með 2 í vörn, 6 á miðjunni og 2 í sókn. Þeir eru líflegir en klikka alltaf á lokasendingunni.
12. mín
Spánverjar nálægt því að komast í gegn. Vantaði bara herslumuninn!
9. mín
Króatía færir sig framar á völlinn en Spánverjar eru öflugir að leysa úr pressunni. Króatir snöggir í vörn aftur. Bæði lið að þreifa fyrir sér.
8. mín
Lítið að gerast hjá Króötum og Spánverjum. Allt að gerast hjá Ítölum og Írum. Bæði lið búin að vera skeinuhætt, Írarnir að spila fantavel.
4. mín
Írar stórhættulegir! Eiga tvær fínar skottilraunir sem varnarmenn Ítala henda sér fyrir.
2. mín
Fyrsta skot leiksins komið en Ítalir skutu framhjá. Spánverjar halda boltanum vel gegn gríðarlega varnarsinnuðu liði Króata.
1. mín
Írar með gríðarlega hápressu á Ítali. Eru með nánast allt liðið fyrir framan miðju. Óvænt. Ítalir komnir í hraða sókn.
Fyrir leik
Leikirnir fara að hefjast! Írar eru kampakátir í stúkunni þrátt fyrir að vera dottnir af Evrópumótinu og ljóst að leikmenn liðsins munu leggja sál sína í leikinn.

Spánverjar byrja með boltann gegn Króötum.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir farnir af stað báðum megin! Spænsku og írsku þjóðsöngvarnir fyrst.
Fyrir leik
Vil minna á hashtagið #fotbolti á Twitter ef menn vilja tjá sig um leikinn og fá tjáninguna mögulega birta í textalýsingunni.
Fyrir leik
Cesc Fabregas og Nikica Jelavic eru ekki í byrjunarliðum Spánverja og Króata, en Króatir eru búnir að breyta um taktík þar sem þeir spila með Mandzukic einan frammi og setja tvo fyrir aftan hann til að styðja við hann.

Mario Balotelli er ekki í byrjunarliði Ítala sem breyta einnig um uppstillingu, en þeir fara úr 3-5-2 í 4-4-2.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu af leik Króata og Spánverja!

Fylgst verður með leik Ítala og Íra á sama tíma en ég mun segja ykkur frá flestu sem gerist þar einnig.

Króatar og Spáverjar eru með fjögur stig fyrir þennan leik, en Ítalir eru með tvö og Írar ekkert.

2-2 jafntefli hér og bæði lið komast í 8-liða úrslit, en ef annað hvort liðið tapar og Ítalía vinnur Íra þá kemst Ítalía áfram.
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
3. Gerard Pique
6. Andres Iniesta
8. Xavi ('89)
9. Fernando Torres ('60)
14. Xabi Alonso
15. Sergio Ramos
16. Sergio Busquets
17. Alvaro Arbeloa
18. Jordi Alba
21. David Silva ('73)

Varamenn:
12. Victor Valdes (m)
23. Pepe Reina (m)
2. Raul Albiol
4. Javi Martinez
5. Juanfran
7. Pedro
10. Cesc Fabregas ('73)
11. Alvaro Negredo ('89)
13. Juan Mata
19. Fernando Llorente
20. Santi Cazorla
22. Jesus Navas ('60)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: