Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
2
1
Valur
0-1 Hörður Sveinsson '23
Oddur Björnsson '49 1-1
Karl Brynjar Björnsson '121 2-1
25.06.2012  -  19:15
Valbjarnarvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Sól, blíða og 14 stiga hiti.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson
1. Ögmundur Ólafsson (m)
4. Helgi Pétur Magnússon
7. Daði Bergsson (f) ('108)
9. Arnþór Ari Atlason
11. Halldór Arnar Hilmisson ('122)
14. Hlynur Hauksson
22. Andri Gíslason ('69)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
25. Snæbjörn Valur Ólafsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
21. Ingvar Þór Ólason ('108)
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('69)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hlynur Hauksson ('101)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Vals í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla. Leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst klukkan 19:15.
Fyrir leik
Það er æðislegt veður í Laugardalnum, 14 stiga hiti, sólskyn og nánast logn svo það er vonandi að áhorfendur muni flykkjast á völlinn.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl. Þróttur er í sínum hefðbundnu búningum, rauð/hvít röndóttri peysu og hvítum buxum. Valur er í bláum treyjum og hvítum buxum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Þróttur byrjar með boltann og leikur í átt að Laugum.
5. mín
Það verður greinilega ekki bara skemmtun innan vallar í kvöld því stuðningsmenn Þróttar fara á kostum frá fyrstu mínútu og syngja til sinna manna og fagna unnum innköstum. Valsmenn syngja Valur í stúkunni en fullorðnir stuðningsmenn Þróttar bæta þá við: Pú á.... Fjör í Laugardalnum.
7. mín
Rúnar Már átti gott skot sem fór í varnarmann og rétt framhjá marki Þróttar.
11. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll fyrrverandi Þróttari fær áminningu fyrir brot á Arnþóri Ara úti á miðjum velli.
17. mín
Boltinn dansaði á marklínunni eftir skot Kolbeins Kárasonar en fór svo framhjá markinu. Þarna skall hurð nærri hælum.
23. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Valur)
Valsmenn eru komnir yfir. Guðjón Pétur Lýðsson sendi boltann fyrir markið frá endalínu þar sem Hörður Sveinsson var og skallaði af stuttu færi í markið.
43. mín
Það er jafnræði með liðunum en ekkert afgerandi marktækifæri hefur komið síðan Valur komst yfir.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Valbjarnarvelli. Valur leiðir 1-0 í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Liðin koma óbreytt til leiks.
49. mín MARK!
Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Þróttarar jafna metin og það ætlar allt að tryllast í stúkunni. Daði Bergsson sendi boltann þvert fyrir markið frá endalínu á Odd sem skoraði með góðu skoti á markið. Staðan orðin 1-1.
57. mín
Inn:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
58. mín
Halldór Hilmisson með gott skot rétt framhjá marki Vals.
60. mín
Haukur Páll með skalla úr góðu færi sem fór beint á Ögmund í markinu.
65. mín
Þróttarar eru miklu betra liðið á vellinum og miðað við hvernig leikurinn hefur verið í seinni hálfleik eru meiri líkur á að þeir skori sigurmarkið en gestirnir í Val.
66. mín
Matthías Guðmundsson í fínu færi eftir undirbúning Harðar en skot hans var varið af Ögmundi og í horn sem ekkert kom úr.
69. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (Þróttur R.) Út:Andri Gíslason (Þróttur R.)
72. mín
Kolbeinn Kárason skallaði í þverslá úr fínu færi eftir að Haukur Páll hafði framlengt innkasti á hann með skalla afturfyrir sig.
77. mín
Inn:Atli Heimisson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
79. mín
Daði féll í teignum og Þróttarar vildu fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt.
80. mín Gult spjald: Matthías Guðmundsson (Valur)
Matthías fær áminningu fyrir að láta sig falla í teignum.
90. mín
Þróttarar hafa sótt stíft að marki Vals og átt fínustu færi, meðal annars eftir þrjár hornspyrnur en inn vill boltinn ekki.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið og staðan 1-1 svo það þarf að grípa til framlengingar, 2x15 mínútur. Rétt í lok leiksins átti Hlynur Hauksson slakt skot og boltinn var að rúlla á nær stöngina en Ásgeir markvörður Vals áttaði sig á síðustu stundu og varði.
90. mín
Fyrri hálfleikur framlengingar er hafinn.
95. mín
Halldór Hilmisson átti bylmingsskot sem Ásgeir Þór þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja.
96. mín
Guðfinnur Þórir kom upp á miklum spretti og gaf til hægri á Daða sem var í dauðafæri en skaut beint á Ásgeir í markinu.
99. mín
Inn:Hafsteinn Briem (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
101. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
105. mín
Fyrri hálfleik framlengingarinnar er lokið.
106. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn í framlengingunni. Ef ekkert verður skorað á næstu 15 mínútum þurfa úrslitin að ráðast í vítaspyrnukeppni.
108. mín
Munaði engu að Rúnar Már Valsmaður kæmi boltanum inn í mark Þróttar.
108. mín
Inn:Ingvar Þór Ólason (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
Á fertugasta aldursári kemur Ingvar Þór Ólason inn í lið Þróttar á lokasprettinum.
114. mín
Haukur Páll liggur meiddur á vellinum eftir að hafa lent í tæklingu þegar Þróttarar voru að bruna upp í sókn. Leikurinn er stopp á meðan Friðrik Ellert sjúkraþjálfari Vals gerir að meiðslunum hans.
115. mín
Haukur Páll er borinn af velli svo Valsmenn þurfa að spila manni færri síðustu fimm mínúturnar.
121. mín MARK!
Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Karl Brynjar skorar með skalla eftir að Halldór Hilmisson lyfti boltanum inn í teiginn úr aukaspyrnu. Er Þróttur að taka þetta?
122. mín
Inn:Davíð Stefánsson (Þróttur R.) Út:Halldór Arnar Hilmisson (Þróttur R.)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-1 sigri Þróttar eftir framlengingu.
Byrjunarlið:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
Matthías Guðmundsson ('99)
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('57)

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Matthías Guðmundsson ('80)
Haukur Páll Sigurðsson ('11)

Rauð spjöld: