Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
1
0
Reynir Sandgerði - karlar
Alexander Scholz '104 1-0
25.06.2012  -  19:15
Stjörnuvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Góðar, smá gola
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: Ekki uppgefið
Maður leiksins: Tómas Karl Kjartansson Reyni S.
Byrjunarlið:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
Hilmar Þór Hilmarsson
4. Jóhann Laxdal
14. Hörður Árnason ('36)
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
5. Kári Pétursson
7. Atli Jóhannsson ('78)
8. Halldór Orri Björnsson ('64)
9. Daníel Laxdal ('36)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hilmar Þór Hilmarsson ('72)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur fótbolta.net eftir rúmar tuttugu mínútur hefst leikur Stjörnunnar og Reynis frá Sandgerði í Borgunarbikar karla. Byrjunarlið liðanna er komið hér til hliðar.
Fyrir leik
Reynismenn hófu leik í fyrstu umferð bikarsins og sigruðu 8-0 sigur á liði SR þá lögðu þeir lið Ýmis 3-0 eftir erfiða fæðingu og loks góðan 3-1 útisigur á liði Dalvíkur/Reynis.

Stjörnumenn hafa hinsvegar einungis þurft að leggja Gróttu að velli en sá leikur endaði 4-1 fyrir Stjörnumenn
Fyrir leik
Í liði Stjörnunnar er Arnar Darri Pétursson í markinu, þá eru Atli Jóhannsson Daníel Laxdal og Halldór Orri Björnsson allir á bekknum og því hvíldir.

Gaman er að sjá lið Reynis Sandgerðis, í markinu hjá þeim eru Aron Elís Árnason 20 ára fyrrum u17 ára landsliðsmarkvörður þá eru athyglisverðir leikmenn svo sem Bjarki Aðalsteinsson tvítugur miðvörður á láni frá Breiðabliki. Grétar Hjartarson er einungis á bekknum hjá Sandgerðingum og geta því aukið sóknarþunga þeirra seint í leiknum ef þess er þörf.
Fyrir leik
Nú fer að styttast í að leikurinn hefjast. Mads Laudrup leikaður Stjörnunnar er líklega að leika sinn seinasta leik í Stjörnubúningnum í bili og má búast við að Jesper Jensen semji við Stjörnuna í hans stað.
1. mín
Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins í kvöld hefur flautað leikinn á og eru það Reynismenn sem áttu fyrstu söknina sem ekkert varð úr.
3. mín
Reynismenn eru greinilega búast við að þurfa að verjast talsvert í leiknum í kvöld en þeir stilla fram fimm manna varnarlínu og Jóhann Magni Jóhannsson er aleinn og yfirgefinn í fralínunni.
5. mín
Alexander Scholtz átti hér fyrsta skot leiksins en Aron Elís Árnason varði boltann í horn og ikill darraðardans myndaðist í vítateig Reynismanna sem náðu að koma boltanum í burtu í tæka tíð.
8. mín
Reynismenn voru ekkert fjarri lagi að komast yfir þegar Jóhann Magni var rétt á undan Arnari Darra sem náði að verja og Hörður Árnason náði að koma boltanum frá í tæka tíð.
18. mín
Mínúta lítið sem ekkert var að gerast í leiknum en Sindri Már Sigurþórsson átti svo frábæra sendingu innfyrir á Garðar Jóhannsson sem var einn á móti Aroni Elís en Garðar skaut framhjá markinu.
30. mín
Ellert Hreinsson átti hér ágætis færi en Aron Elís í marki Reynis varði auðveldlega. Ágætt sókn hjá Stjörnumönnum.
36. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
Hörður virðist meiddur og inn kemur fyrirliðinn Daníel Laxdal
45. mín
Ellert Hreinsson var hér nálægt því að koma Stjörnunni yfir en skalli hans fór rétt yfir. Þá flautaði Gunnar Jarl Jónsson til loka fyrri hálfleiks en ekki margt markvert hefur gerst hér í fyrri hálfleik en gestirnir frá Sandgerðir verjast mjög vel.
46. mín
Þá hefur Gunnar Jarl Jónsson flautuleikari kvöldsins flautað til síðari hálfleiks. Við vonumst eftir meira fjöri en sá fyrri var. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
56. mín
Lítið sem ekkert að gerast í þessum leik Reynismenn eru að verjast afar vel og beita hættulegum skyndisóknum.
58. mín
Inn:Daníel Benediktsson (Reynir Sandgerði - karlar) Út:Daníel Fernandes Ólafsson (Reynir Sandgerði - karlar)
62. mín
Það má líkja þessum leik við England Ítalía sem fór fram í gær afskaplega bragðdaufur leikur.
64. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan)
Það þarf að lífga uppá sóknarleik Stjörnunar og Halldór Orri er kominn inná til þess.
66. mín
Sindri Sigurþórsson átti hér ágætis skot sem Aron Elís átti í smá vandræðum með en hélt þó að lokum.
68. mín
Þarna var Aron Elís að bjarga Reynismönnum en hann rétt náði að pikka boltanum í horn þegar einn Stjörnumaðurinn var við það að pota boltanum innfyrir línuna. Sóknarþungi Stjörnunnar er farinn að aukast.
71. mín
Inn:Birkir Freyr Sigurðsson (Reynir Sandgerði - karlar) Út:Rúnar Guðbjartsson (Reynir Sandgerði - karlar)
71. mín
Inn:Birkir Freyr Sigurðsson (Reynir Sandgerði - karlar) Út:Rúnar Guðbjartsson (Reynir Sandgerði - karlar)
71. mín
Inn:Birkir Freyr Sigurðsson (Reynir Sandgerði - karlar) Út:Rúnar Guðbjartsson (Reynir Sandgerði - karlar)
72. mín Gult spjald: Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan)
Fyrir að brjóta af Michael Jónssyni sem var á leið í skyndisókn
75. mín
Guðmundur Gísli Guðmundsson var hér í dauðafæri fyrir Reynismenn en skot hans var rétt framhjá marki Stjörnunnar. Þarna sluppu heimamenn með skrekinn. Getur ennþá allt gerst í þessum leik
78. mín
Inn:Atli Jóhannsson (Stjarnan) Út:Mads Laudrup (Stjarnan)
Þetta var kveðjuleikur Mads Laudrup en það fór afskaplega lítið fyrir honum hér í kvöld.
81. mín
Maður hreinlega verður að hrósa miðvörðum Sandgerðinga þeim Tómasi Kjartanssyni Bjarka Aðalsteinssyni og Aroni Reynissyni fyrir að hafa góð tök á Garðari Jóhannssyni og Ellerti Hreinssyni frábær leikur hjá þeim.
85. mín Gult spjald: Jóhann Magni Jóhannsson (Reynir Sandgerði - karlar)
Fær gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu. Afskaplega heimskulegt spjald.
86. mín
Stuðningsmenn virka afar sáttir við frammistöðu sinna manna og láta vel í sér heyra.
89. mín
Blaðamenn eru farnir að undirbúa sig undir framlengingu í þessum leik. Stjörnumenn hafa átt afar erfitt með að koma sér í góð færi enda berjast Sandgerðingar eins og ljón.
91. mín
Þá er framlenging að hefjast. Þess má til gamans geta að það eru bræður að mætast hér, þeir Atli Jóhannsson og Egill Jóhannsson eru í sitthvoru liðinu.
92. mín
Já það verður framlenging hér í Garðabænum og er það í raun og veru sanngjarnt. Reynismenn hafa barist eins og grenjandi ljón og stuðningsmenn liðsins fagna líkt og um sigur sé að ræða.
96. mín
Daníel Laxdal átti hér þrumufleyg rétt yfir mark Reynismanna. Heimamenn eru farnir að sækja afar stíft en virðast samt ekkert svaka líklegir til að skora.
98. mín
Garðar Jóhannsson átti hér skalla yfir markið, hefði getað gert betur úr þokkalegu færi.
104. mín MARK!
Alexander Scholz (Stjarnan)
Jæja loksins loksins kom mark í þennan leik og það var Alexander Scholz sem skoraði. Eftir góða fyrirgjöf frá hægri skallaði Scholz sem Aron Elí varði frábærlega en missti boltann klaufalega beint fyrir framan fæturnar á Scholz sem skoraði.
105. mín
Þá er fyrri hluta framlengingar lokið og við tekur síðari hálfleikur.
106. mín
Inn:Grétar Ólafur Hjartarson (Reynir Sandgerði - karlar) Út:Aron Örn Reynisson (Reynir Sandgerði - karlar)
Sóknarmaður út fyrir varnarmann. Reynismenn ætla að taka sénsinn og reyna sækja hér seinustu 15 mínúturnar.
108. mín
Stjörnumenn voru hér að bjarga á línu. Fáum við dramantík í þetta.
120. mín
Leiknum er hér lokið með Stjörnusigri. Svo sem sanngjörn úrslit en Reynismenn börðust afar hetjulega og fá mikið hrós fyrir það.
Byrjunarlið:
1. Aron Elís Árnason (m)
2. Aron Örn Reynisson ('106)
3. Bjarki Aðalsteinsson
3. Michael J Jónsson
8. Egill Jóhannsson
9. Jóhann Magni Jóhannsson
10. Guðmundur Gísli Gunnarsson
15. Tómas Karl Kjartansson
16. Daníel Fernandes Ólafsson ('58)
19. Sigurður Gunnar Sævarsson
20. Rúnar Guðbjartsson ('71) ('71) ('71)

Varamenn:
12. Aron Örn Viðarsson (m)
4. Birkir Freyr Sigurðsson ('71) ('71) ('71)
6. Jens Elvar Sævarsson
11. Grétar Ólafur Hjartarson ('106)
14. Daníel Benediktsson ('58)
17. Emil Daði Símonarson
18. Ævar Hrafn Ingólfsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Magni Jóhannsson ('85)

Rauð spjöld: