Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
2
2
Haukar
Ævar Ingi Jóhannesson '3 1-0
Gunnar Valur Gunnarsson '69 2-0
2-1 Björgvin Stefánsson '73
2-2 Benis Krasniqi '90
04.07.2012  -  19:30
Akureryarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og norðan 6m/s
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson
3. Sigurjón Guðmundsson ('76)
7. Bjarki Baldvinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson ('84)
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Bessi Víðisson ('84)
27. Darren Lough

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson ('84)
21. Kristján Freyr Óðinsson
25. Carsten Faarbech Pedersen
28. Jakob Hafsteinsson ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jakob Hafsteinsson ('90)
Brian Gilmour ('89)
Bjarki Baldvinsson ('75)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem heimamenn í KA taka á móti Haukum.
Fyrir leik
Það eru tveir leikir sem fara fram í 1. deild karla í kvöld en með sigri hér í kvöld geta Haukar komið sér í toppsætið. Hinn leikur kvöldsins fer fram í Fossvoginum en þar mætast Víkingur og Þróttur.
Fyrir leik
Það vantar ekki fólkið hér í bænum þessa daga en N1 mótið fer framá KA-svæðinu en svo styttist einnig í að Pollamótið fari af stað. Verður gaman að sjá hversu mikið af þessu fólki skilar sér á völlinn í kvöld.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á grasið og allt að verða klárt.
1. mín
Þóroddur Hjaltalín hefur flautað leikinn á
3. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Þvílík byrjun! David Disztl gaf stungusendingu í gegnum varnarlínu Hauka og þar var það Ævar Ingi Jóhannesson sem var fljótastur allra, fór með boltann laglega framhjá Daða í markinu og rúllaði honum svo í autt markið. Virkilega vel gert hjá Ævari sem og glæsileg sending frá Disztl, þetta var fyrsta sókn KA takk fyrir!
9. mín
Leikmenn Hauka halda boltanum ágætlega eftir markið en gengur minna hjá þeim að koma sér í skotfæri enn sem komið er.
12. mín
Daði Lárussin spilar í buxum hér í dag, ekki á hverjum degi sem maður sér slíkt
13. mín
Heimamenn vilja fá víti en Þóroddur Hjaltalín dæmir horn, fréttamannastúkan er þannig staðsett hér að vonlaust var að sjá hvort að þetta var víti eða ekki.
15. mín
Haukar með virkilega laglegt spil upp vinstri vænginn en þar var það Hilmar Trausti í aðalhlutverki, á endanum komst Viktor Unnar sem á skot sem var um tvo metra frá því að enda í innkasti.
16. mín
Sigurbjörn Hreiðarsson kemst í skotfæri og lætur vaða af um 25 metra færi, skotið er virkilega fast og fer rétt framhjá markinu.
19. mín
Hallgrímur Mar kemst upp að endalínu og á góða sendingu fyrir þar sem Haukur Hinriksson mætir á svæðið en nær ekki til boltans sem rúllar í gegnum vítateig Hauka.
22. mín
Darren Lough leikur í hægri bakverðinum hér í dag, hann virðist vera nokkuð fjölhæfur varnarmaður enda hefur hann núna spilað öllum stöðum í vörn KA á þessu tímabili.
24. mín
Haukarnir eru duglegir að nota þann vind sem er í boði, núna var það Hilmar Trausti sem komst í sambærilegt skotfæri og Sigurbjörn rétt áðan en skotið hans var einnig rétt framhjá marki KA.
34. mín
Hilmar Trausti aftur með skot fyrir utan teig og í þetta sinn fór boltinn á markið en Sandor varði vel. Það gengur lítið hjá Haukum að komast í gegnum þétta vörn KA þannig að þeir hafa að mestu haldið sig við langskot hingað til.
39. mín
Heimamenn eru núna komnir með alla menn á eigin vallarhelming og fyrir aftan bolta
43. mín
Aron Jóhannsson á skot rétt við vítateigslínu KA sem rúllar rétt framhjá markinu eftir að hafa farið í varnarmann KA.
44. mín
Það er alveg ljóst að heimamenn eru að bíða eftir hálfleiknum enda situr liðið mjög aftarlega á vellinum, ég er ekki frá því að það séu alveg nokkrar mínútur síðan að gulur búningur fór yfir miðju.
45. mín
Hálfleikur - Leikurinn byrjaði vel en fjaraði svo út. Vonumst eftir aðeins meira fjöri í seinni hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur hefst, hvorugt lið gerði breytingu í hálfleik.
51. mín
Það er meira líf í leikmönnum KA sóknarlega hér í seinni hálfleiknum en í undir lok þess fyrri. Haukarnir halda boltanum vel en eru allt of lengi að koma sér í sókn þegar þeir fá tækifæri til þess og gefa heimamönnum nægan tíma til að koma öllum aftur og þétta vörnina þegar þess þarf.
54. mín
Darren Lough á skot eftir hornspyrnu en Jónas Bjarnason bjargar á línu!
55. mín
Guðmundur Óli Steingrímsson nær boltanum af Sverri Garðars og sleppur einn gegn Daða, Sverrir nær að setja pressu á Guðmund sem kemst framhjá Daða en missir boltann frá sér og útaf.
58. mín
Haukarnir eru nokkuð í því að missa boltann og fá á sig hraðar sóknir, þeir virka hreinlega hálf sofandi hér í upphafi seinni hálfleiksins og verða að fara að vakna ef þetta á ekki að enda illa.
60. mín
Enn og aftur missa Haukarnir boltann í kringum miðjuna og heimamenn sækja hratt á þá, sóknin endaði með því að Brian Gilmour átti skot sem fór vel yfir enda datt hann í skotinu, þessi bolti ætti að koma aftur til jarðar seinna í kvöld.
68. mín
Ólafur Jóhannesson virðist ekki vera sáttur með gang mála og það mjög skiljanlega, hann virðist vera að undirbúa þrefalda skiptingu.
69. mín MARK!
Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
Hallgrímur á fyrirgjöf beint á kollinn á Gunnari Val fyrirliða KA sem skallaði boltann í netið, hvað gera Haukar núna?
69. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Kemur á óvart, Hilmar búinn að vera besti maður Hauka hér í kvöld.
69. mín
Inn:Viktor Smári Segatta (Haukar) Út:Aron Jóhannsson (Haukar)
69. mín
Inn:Alexander Freyr Sindrason (Haukar) Út:Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
73. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Björgvin ekki lengi að stimpla sig inn. Eftir góða fyrirgjöf af vinstri vængnum fékk Björgvin boltann aleinn í vítateig KA, skilar boltanum í netið og kemur Haukum aftur inn í leikinn.
75. mín Gult spjald: Bjarki Baldvinsson (KA)
Guðmundur Óli fær spjald fyrir það að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta.
76. mín
Inn:Jakob Hafsteinsson (KA) Út:Sigurjón Guðmundsson (KA)
77. mín
Það er meiri hraði í leik Hauka núna, allt annað sjá liðið
78. mín
David Disztl var búinn að fara nokkuð ílla með Gunnlaug nokkrum sinnum í röð sem fékk nóg og sparkaði Disztl niður, heppinn að fá ekki gult spjald þarna.
84. mín
Inn:Ívar Guðlaugur Ívarsson (KA) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
84. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Bessi Víðisson (KA)
85. mín
Eftir hnoð rétt fyrir utan teig KA barst boltinn á Anton Bjarnason sem á skot sem fer nokkuð vel yfir markið úr góðu færi rétt við vítateigslínu KA.
87. mín
Haukar henda öllum fram, það stefnir í líflegar lokamínútur hér.
88. mín
Aftur er bjargað á línu! Gunnar Örvar á skalla af stuttu færi sem Daði nær að koma hendi í en boltinn virðist ætla að leka yfir línuna þangað til að Gunnlaugur Fannar mætir á svæðið og hreinsar á síðustu stundu.
89. mín Gult spjald: Brian Gilmour (KA)
Þetta var verðskuldað, hressilega öflug tækling en Þóroddur hefði líklegast átt að leyfa Haukum að sækja hratt áður en hann stoppaði leikinn.
90. mín
Uppbótartími er 4 mínútur
90. mín Gult spjald: Jakob Hafsteinsson (KA)
90. mín MARK!
Benis Krasniqi (Haukar)
Haukar eru búnir að jafna! Það voru allir komnir fram nema Daði Lárusson sem stóð í miðjuhringnum, eftir mikil erfiði barst boltinn á Benis Krasniqi sem skallar í átt að marki. Heimamenn héldu að Darren Lough hefði náð að bjarga á línu en þá fór flagg línuvarðar á loft og dæmt mark!
Leik lokið!
Þetta var svo gott sem síðasta spark leiksins, miðjan var tekin og svo flautaði Þóroddur leikinn af. Þetta var alvöru seinni hálfleikur! Umfjöllun og viðtöl væntanleg eftir smá
Byrjunarlið:
Hilmar Trausti Arnarsson ('69)
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson ('69)
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
16. Aron Freyr Eiríksson
22. Björgvin Stefánsson ('69)
22. Alexander Freyr Sindrason ('69)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: