Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
0
ÍA
Steven Lennon '18 1-0
Sveinbjörn Jónasson '53 2-0
05.07.2012  -  20:00
Laugardalsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 705
Maður leiksins: Steve Lennon
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('77)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Orri Gunnarsson ('84)
Samuel Hewson ('65)
Sam Tillen ('51)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Laugardalnum.

Það eru Skagamenn sem hæmsækja Framara í kvöld og það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hve mikilvægur þessi leikur er. Báðum liðum hefur gengið hörmulega uppá síðkastið og sárvantar öll þrjú stigin.
Fyrir leik
Framarar halda sama liði frá tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð en hjá ÍA koma Garðar Gunnlaugsson og Dean Martin inn fyrir Ólaf Val Valdimarsson og Jón Vilhelm Ákason.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru hinar fínustu á þjóðarleikvanginum, hlýtt í lofti og völlurinn í toppstandi. Vonandi nýta leikmenn sér aðstæður til að spila góðan bolta og skora eins og nokkur mörk.
1. mín
Leikurinn er hafinn hér í Laugardalnum og strax eftir 15 sekúndur á Steve Lennon skot að marki ÍA sem Árni Snær ver örugglega í markinu.
10. mín
Það er greinilegt á upphafsmínútum leiksins að bæði lið ætla að selja sig dýrt hérna í kvöld. Baráttan er í fyrirrúmi og lítið um marktækifæri.
11. mín
Fyrsta færi leiksins eiga gestirnir.

Dean Martin komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir úr erfiðri stöðu, Ögmundur náði að slá boltann áður en Garðar Gunnlaugsson komst í hann. Úr frákastinu átti Arnar Már Guðjónsson svo slakt skot framhjá úr fínu færi.
18. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Steve Lennon kemur Fram yfir á Laugardalsvellinum!

Sam Hewson átti fasta sendingu á Steve Lennon sem lagði hann fyrir sig með kassanum fyrir utan teig og átti fast skot á markið sem Árni átti lítinn séns í.
30. mín
Færi hjá Fram.

Lennon spólar sig upp vinstri kantinn og á skot sem fer hárfínt framhjá stönginni. Lennon hefur verið líflegur í leiknum og var þarna nálægt því að bæta sínu öðru marki við.
34. mín
Ármann Smári missir boltann klaufalega í vörn Skagamanna sem brjóta síðan af sér á nokkuð hættulegum stað. Hlynur Atli skýtur þó hátt yfir úr aukaspyrnunni. Það er nokkuð jafnræði með liðunum þó manni finnist Framarar líklegri til að bæta við heldur en Skagamenn að jafna.
40. mín
Kára Ársælsson á skot á markið rétt fyrir utan markteig en Ögmundur Kristinsson ver vel í marki Framara.
45. mín
Hálfleikur í Laugardalnum. Framarar leiða 1-0 en ég hef það á tilfinningunni að mörkin verða fleiri í kvöld.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
48. mín
Skemmtilegt atvik hér á Laugardalsvelli. Steve Lennon hélt að boltinn væri farinn útaf og tók hann upp með höndum. Hvorki dómarinn né aðstoðarmaður hans höfðu dæmt innkast og því var réttilega dæmd hendi á Lennon.

Úr aukaspyrnunnni skapaðist nokkur hætta áður en Framarar komu boltanum frá.
51. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Jóhannes Karl að fá fyrsta spjald leiksins fyrir mótmæli.
51. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)
Sam Tillen að fá spjald sömuleiðis fyrir mótmæli.
53. mín MARK!
Sveinbjörn Jónasson (Fram)
Sveinbjörn Jónasson er að koma Frömurum í 2-0. Mark Donninger missti boltann klaufalega á miðjunni til Steve Lennon sem átti stungusendingu á Sveinbjörn Jónasson sem setti boltann snyrtilega framhjá Árna Snæ sem var mættur vel útí teig að reyna að loka á Sveinbjörn.
58. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Hjörtur Hjartarson (ÍA)
58. mín
Inn:Jón Vilhelm Ákason (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
63. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA)
Síðasta skipting Skagamannna. Eggert Kári Karlsson kemur inn fyrir Dean Martin.
65. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
Sam Hewson að fá gult spjald fyrir brot rétt fyrir utan teig.
67. mín
Jóhannes Karl á þrumuskot í þverslána úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.

Ætli Skagamenn sér eitthvað úr leiknum þurfta þeir að spýta í lófana því fyrir utan þetta skot er ekki mikið í gangi sem segir að þeim takist að skora.
69. mín Gult spjald: Kári Ársælsson (ÍA)
74. mín
Jón Vilhelm fær boltann í ágætis skotfæri við vítateigslínu en misheppnað skot hans fer framhjá.
76. mín
Arnar Már kemst í flott færi eftir að Gary Marin átti fínan sprett upp vinstri kantinn, en skot hans rétt fyrir utan markteig fer nokkuð framhjá. Skagamenn virðast vera að vakna.
77. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
Steve Lennon kominn útaf hjá Frömurum. Lennon hefur að öðrum ólöstuðum verið bestur í dag.
84. mín Gult spjald: Orri Gunnarsson (Fram)
87. mín
Það er ekki mikið í gangi hérna og það virðist fátt geta komið í veg fyrir fjórða tap ÍA í deildinni í röð.
88. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Samuel Hewson (Fram)
90. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
90. mín
Samkvæmt vallarþuli eru mættir 705 áhorfendur í Laugardalinn í kvöld.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-0 sigri Framara. Sigurinn virkaði nokkuð þægilegur og var í raun aldrei í hættu.

Nánari umfjöllun og viðtöl koma seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('58)

Varamenn:
10. Jón Vilhelm Ákason ('58)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('58)
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson ('63)
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:
Gísli Þór Gíslason

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('90)
Kári Ársælsson ('69)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('51)

Rauð spjöld: