Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
2
0
Valur
Pape Mamadou Faye '12 1-0
Matthías Örn Friðriksson '82 2-0
05.07.2012  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar sól og gola
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 534
Maður leiksins: Óskar Pétursson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('66)
17. Magnús Björgvinsson ('90)
24. Björn Berg Bryde
25. Alexander Magnússon ('76)

Varamenn:
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('76)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('66)

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Alexander Magnússon ('61)
Magnús Björgvinsson ('27)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Vals í 10. umferð Pepsi-deildar karla.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Grindvíkingar eru enn að leita af sínum fyrsta sigurleik og býst ég við að Guðjón Þórðarsson sé búinn að stappa í þá stálið fyrir þennan leik.

Meðan Valsmenn hafa verið bæði virkilega góðir og eiga það til að detta úr góða gírnum í skemmda gírinn.

Ég vona innilega að þetta verði fjörugur leikur og megi betra liðið vinna.
1. mín
Jæja þá er þetta hafið og heimamenn byrja með boltann.
9. mín
Heimamenn eru mun sprækari hér í byrjun leiks, gaman að sjá hvað það skilar þeim .
10. mín
Alexander Magnússon skallaði boltanum í slánna eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay.
12. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Pape Faye var að skora eftir sendingu frá Matthíasi Erni Friðrikssyni.
15. mín
Valsmenn voru að gera sig líklega en vörn heimamanna er sterk fyrir.
22. mín
Rúnar Már Sigurjónsson með fyrsta færi Valsmanna. Boltinn datt fyrir utan teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun Alexanders Magnússonar og þar var Rúnar Már með skot en boltinn fór framhjá.
27. mín Gult spjald: Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Fyrir brot á Guðjóni Pétri Lýðssyni
30. mín
Matthías Guðmundsson í dauðafæri einn á móti Óskari Péturssyni en Óskar lokaði markinu. Fallegt spil milli Ásgeirs Þórs Ingólfssonar og Guðjóni Pétri og svo vantaði bara að klára hjá Matthíasi en tókst ekki.
33. mín
Kolbeinn Kárason þurfti að fara af velli eftir högg á höfuðið en hann er búinn að láta plástra sig og kominn aftur inná.
35. mín
Atli Sveinn Þórarinsson með skalla rétt framhjá markinu eftir hornspyrnu.
38. mín
Ray Anthony Jónsson með hættulega fyrirgjöf en Atli Sveinn Þórarinsson nær að hreinsa boltann í hornspyrnu sem að Mikael Eklund skallaði boltann hátt yfir markið.
45. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Brynjar Kristmundsson (Valur)
Brynjar fer útaf vegna meiðsla eftir að Mikael Eklund og Brynjar lentu saman eftir tæklingu.
45. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað rétt fyrir utan teig. Rúnar Már Sigurjónsson stillti sér upp og þrumaði knettinum í átt að marki en Óskar Pétursson var vakandi og varði vel í markinu. Gudmundur Ársæll Guðmundsson flautaði svo til leikhlés eftir spyrnuna.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafin og eru það Valsmenn sem að byrja með boltann.
55. mín
Guðmundur Ársæll Guðmundsson með skelfilega ákvörðun. Magnús Björgvinsson var sloppinn einn í gegn eftir hagnað en Guðmundur dómari leiksins flautaði aukaspyrnu og allt alveg vitlaust hjá stuðningsmönnum Grindavíkur ásamt leikmönnum ótrúleg ákvörðun alveg.
56. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Guðjón hlýtur að vera meiddur því hann var lang líflegastur hjá Valsmönnum í fyrri hálfleik.
61. mín Gult spjald: Alexander Magnússon (Grindavík)
Eftir glórulaust spark í að reyna að sparka í Valsara.
61. mín
Rúnar Már Sigurjónsson með þrumuskot eftir aukaspyrnu en Óskar Pétursson varði boltann á línu og greip svo knöttinn. Óskar er alveg staðráðinn í því að halda hreinu.
66. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
71. mín Gult spjald: Úlfar Hrafn Pálsson (Valur)
76. mín
Alexander Magnússon leggst hérna niður og heldur utan um hnéið á sér.
76. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
76. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík) Út:Alexander Magnússon (Grindavík)
82. mín MARK!
Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Ólafur Örn Bjarnason átti skot í stöng rétt fyrir utan teig en boltinn fór í stöngina en Matthías Örn Friðriksson átti ekki erfit verkefni framundan og fyldi vel á eftir og lagði boltann í mark Valsmanna.
85. mín
Kristinn Freyr Sigurðsson var næstum búinn að skora eftir klafs við marklínu heimamanna en Óskar Pétursson náði boltanum.
88. mín
Heimamennn komnir í hraðaupphlaup þrír gegn tveimur varnarmönnum Valsara og var Magnús Björgvinsson aðeins of eigingjarn og skaut boltanum yfir. Pape Faye stóð aleinn og beið eftir sendingu frá Magnúsi.
90. mín
Matthías Guðmundsson aftur í dauðafæri en Óskar Pétursson varði aftur meistarlega. Óskar búinn að eiga frábæran leik í kvöld.
90. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
90. mín
Leik lokið hér í Grindavík og fyrsti sigur heimamanna staðreynd. Ég þakka fyrir mig, umfjöllun og viðtöl koma seinna í kvöld, takk fyrir.
Byrjunarlið:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
Matthías Guðmundsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('56)

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('76)
23. Andri Fannar Stefánsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Úlfar Hrafn Pálsson ('71)

Rauð spjöld: