Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
2
2
BÍ/Bolungarvík
Bessi Víðisson '8 1-0
1-1 Pétur Georg Markan '9
Hallgrímur Mar Steingrímsson '75 2-1
2-2 Pétur Georg Markan '77
17.07.2012  -  18:15
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Léttskýjað, 14° og norðan 6m/s
Dómari: Magnús Þórisson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson
3. Sigurjón Guðmundsson
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Bessi Víðisson ('88)
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson ('74)
27. Darren Lough

Varamenn:
7. Bjarki Baldvinsson ('65)
11. Jóhann Helgason ('74)
21. Kristján Freyr Óðinsson
25. Carsten Faarbech Pedersen
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Eggert Högni Sigmundsson

Gul spjöld:
Bessi Víðisson ('43)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og velkomin í beina textalýsingu. Það er um hálftími í leik, byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.
Fyrir leik
Það er vægast sagt furðulegt ástand í þessari deild en aðeins níu stig eru úr neðsta upp í efsta sætið sem verður að teljast hálf ótrúlegt eftir 10 umferðir.
Fyrir leik
Með sigri hér í kvöld geta leikmenn KA komið sér upp fyrir nágranna sína í Þór sem þó eiga þá tvo leiki inni, eru það ekki samt litlu hlutirnir í lífinu sem gleðja?
Fyrir leik
KA hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli í sumar á meðan BÍ/Bolungrvík hefur ekki unnið útileik í deild... hvað gerist hér í dag?
Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt, gestirnir byrja að spila með smá golu í bakið.
1. mín
Magnús Þórisson flautar leikinn á
3. mín
Darren Lough með fyrsta alvöru færi leiksins og þessi var ekki langt frá því að enda í netinu! Lough var mættur á fjærstöngina en var aðeins hársbreidd frá því að potaboltanum í netið.
5. mín
Þetta er mjög líflegur leikur hér í upphafi og liðin skiptast á að sækja hratt
8. mín MARK!
Bessi Víðisson (KA)
Darren Lough er fljótur að hugsa og tekur innkastið fljótt á Ómar Friðriks sem á endingu fyrir þar sem David Disztl er mættur og kemur KA yfir af stuttu færi
9. mín MARK!
Pétur Georg Markan (BÍ/Bolungarvík)
Mark KA gerðist hratt en þetta er bara rugl. Leikmenn BÍ/Bolungarvík brunuðu beint fram eftir miðju. Andri Valur kemst upp að endalínu og á þar sendingu fyrir þar sem Pétur Georg Markan er mættur á svæðið og kemur boltanum í netið.
10. mín
David Disztl næstum búinn að koma KA strax aftur yfir! Kemst einn í gegn en er þó nokkuð hægra megin á vellinum og færið þröngt en Þórður Ingason gerði vel og varði frá honum.
15. mín
Leikmenn KA spila nokkuð aftarlega en þegar þeir komast í boltann þá sækja þeir hratt og hafa verið að valda varnarmönnum skástriksins bullandi vandræðum.
18. mín
Leikurinn virðist aðeins vera að róast enda varla annað hægt miðað við þessa byrjun.
20. mín
Brian Gilmour með spyrnu fyrir markið af vinstri vængnum sem endar á kollinum á fyrirliða KA en Gunnar Valur nær ekki krafti í skallann og Þórður Ingason varði.
24. mín
Gunnar Már reynir að ná til bolta og fer með fótinn nokkuð hátt á móti Sandor Matus og fær tiltal fyrir bæði frá honum og dómara leiksins.
27. mín
Mark Tubæk er kominn í ákjósanlegt skotfæri í vítateig KA en ákveður að gefa boltann í stað þess að skjóta en sendingin fer beint á andstæðing, þarna hefði hann átt að láta vaða á markið!
32. mín
Dauðafæri! Það kemur langur bolti fram frá varnarmanni BÍ/Bolungrvík og Haukur Hinriksson misreiknar boltann svona líka hressilega að hann missir hann yfir sig þar sem Andri Rúnar Bjarnason nær honum og kemst einn á móti Sandor í marki KA. Andri kemur skotinu framhjá Sandor en boltinn rúllar framhjá opnu markinu.
37. mín
Pétur Georg Markan kemst upp að endalínu og á sendingu í gegnum markteig heimamanna en þar er ekki neinn mættur til að stanga boltann í netið, Pétur er nokkuð frá því að vera sáttur með samherja sína.
38. mín
Andri Rúnar nær fínu skoti frá vítateigshorninu hægra megin en Sandor gerir vel og ver hann í horn. Mark Tubæk tekur hornið en varnarmenn KA ná að skalla frá.
40. mín
Það er nóg að gera í og í kringum vítateig KA þessa stundina. Andri Rúnar enn og aftur á sprettinum, kemst upp að endalínu og á sendingu fyrir þar sem Gunnar Valur nær að hreinsa í horn. Aftur vantar einhvern sóknarmann í boxið til að klára færið.
43. mín Gult spjald: Bessi Víðisson (KA)
Fyrir leikaraskap, þetta þykir mér tæpur dómur hjá Magnúsi. David Disztl var við það að sleppa einn í gegn en dettur eftir baráttu við varnarmann. Erfitt að sjá hvort að þetta hafi verið brot eða ekki en Magnús virðist vera alveg viss
45. mín
Hálfleikur - Heimamenn byrjuðu betur en það voru gestirnir sem voru nærri því að vera yfir í hálfleik eftir góðan kafla undir lok fyrri háflleiksins.
46. mín
Magnús Þórisson flautar og seinni hálfleikurinn hefst
49. mín
Bjarki Baldvinsson reynir hjólhestaspyrnu en Magnús Þórisson dæmir á hann, ekki á hverjum degi sem ekki stærri maður en þetta fær dæmt á sig fyrir það að fara með fótinn of hátt.
51. mín
David Disztl nálægt því að koma sér í ákjósanlegt færi en sendingin inn á hann var aðeins of föst, það er meira líf í heimamönnum hér í upphafi seinni en var undir lok fyrri hálfleiks.
55. mín
Bjarki Baldvinsson fer nokkuð illa með varnarmann BÍ/Bolungarvíkur og fellur en fær bara horn. Eftir hornið komast heimamenn í dauðafæri en Þórður Ingason varði glæsilega skallann frá Hauk Inga.
61. mín Gult spjald: Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík)
Þetta var nokkuð frá því að vera lögleg tækling, Sigurgeir hoppaði inn í þessa tæklingu og liturinn á spjaldinu hefði getað verið annar.
61. mín Gult spjald: Mark Tubæk (BÍ/Bolungarvík)
Fyrir mótmæli
65. mín
Inn:Bjarki Baldvinsson (KA) Út:Ómar Friðriksson (KA)
Ómar Friðriksson getur ekki haldið áfram eftir þessa tæklginu rétt áðan, haltrar af velli
68. mín
David Disztl nær að stela boltanum af Ingimar Elí og reynir að vippa boltanum yfir Þórð en vippan er of föst og fer yfir markið.
70. mín
B. Gilmour á enn eina flottu spyrnuna inn í teig og í þetta sinn er það Haukur Hinriksson sem nær að skalla boltann en Þórður Ingason aftur með magnaða vörslu! Þórður varði boltann upp í slá og þaðan skoppaði hann í markteignum áður en Þórður stökk á hann.
71. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Gunnar Már Elíasson (BÍ/Bolungarvík)
74. mín
Inn:Jóhann Helgason (KA) Út:Ívar Guðlaugur Ívarsson (KA)
75. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Brian Gilmour kemst upp hægri vænginn og kemur boltanum fyrir markið þar sem Hallgrímur Mar er hressilega svalur á því og kemur boltanum í markið eftir að hann fór framhjá varnarmanni.
77. mín MARK!
Pétur Georg Markan (BÍ/Bolungarvík)
Erum við ekkert að grínast, þetta er alveg magnað! Pétur á skot af um 25 metra færi sem fer yfir Sandor í markinu og endar í netinu!
78. mín
KA er búið að komast tvisvar yfir í leiknum en ég efast um að þeir hafa náð að vera yfir lengur en í þrjár mínútur í mesta lagi.
79. mín
Sigurgeir Sveinn Gíslason bjargar á línu eftir skot frá Guðmundi Óla! Hallgrímur Mar fékk að dansa með boltann í vítateignum áður en hann lagði hann út á bróðir sinn.
82. mín
Enn og aftur komast heimamenn í fær eftir fast leikatriði en Þórður Ingason bjargar aftur frá Hauk Hinriks sem er líklegast farinn að velta því fyrir sér hvað hann þarf að gera til að skora hér í dag.
84. mín
Þarna hefði Pétur Georg klárað leikinn! Andri Rúnar á sendingu fyrir og Pétur mætir á fjærstöngina til að klára færið en skotið fer vel yfir markið, hefði átt að gera betur þarna.
88. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Bessi Víðisson (KA)
88. mín
Inn:Sölvi G Gylfason (BÍ/Bolungarvík) Út:Pétur Georg Markan (BÍ/Bolungarvík)
90. mín
Inn:Guðmundur Atli Steinþórsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Mark Tubæk (BÍ/Bolungarvík)
90. mín Gult spjald: Hafsteinn Rúnar Helgason (BÍ/Bolungarvík)
Leik lokið!
Mörkin komu í tvennum hér í kvöld, niðurstaðan 2-2 jafntefli. Umfjöllun og viðtöl væntanleg
Byrjunarlið:
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
6. Gunnar Már Elíasson ('71)
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
9. Andri Rúnar Bjarnason
21. Dennis Nielsen
30. Mark Tubæk ('90)

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
3. Alexander Jackson Möller
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('71)
15. Nikulás Jónsson
23. Gunnlaugur Jónasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafsteinn Rúnar Helgason ('90)
Sigurgeir Sveinn Gíslason ('61)
Mark Tubæk ('61)

Rauð spjöld: