Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
2
Fram
0-1 Sam Tillen '64 , víti
Haukur Páll Sigurðsson '66
0-2 Steven Lennon '66
23.07.2012  -  19:15
Vodafone-völlurinn
Pepsi deild karla
Aðstæður: Kvöldsól og gola
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1132
Byrjunarlið:
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('69)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson

Varamenn:
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
23. Andri Fannar Stefánsson ('69)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rúnar Már Sigurjónsson ('77)
Jónas Þór Næs ('63)
Guðjón Pétur Lýðsson ('30)

Rauð spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('66)
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu á leik Vals og Fram í 12.umferð Pepsi-deildar karla.

Byrjunarlið liðanna eru hér á hægri og vinstri hlið síðunnar. Auk varamanna. Jónas Tór Næs kemur inn í byrjunarlið Vals í stað Úlfars Hrafns. Þetta er fyrsti leikur hans með Valsliðinu á þessu tímabili en hann spilaði með liðinu á síðasta ári við góðan orðstýr.
Fyrir leik
Kóngurinn á Hlíðarenda, Geir Ólafs. er að fara stíga á stokk og taka nokkur vel valin lög. Áhorfendur eru þó afar fáir eins og staðan er núna.
Fyrir leik
Það er ágætisveður hér á Vodafone-vellinum. Sólin er einhverstaðar hér rétt hjá og einnig Kári, sem blæs til okkar örlítinn vind, til að gera leikinn vonandi skemmtilegri.
Fyrir leik
Þessa stundina er Geir Ólafs. og stuðningsmenn Fram og Vals að syngja afmælissöng fyrir Róbert Jónsson, mikinn Valsara sem er sjötugur í dag. Til gamans má geta, þá er Róbert tengdafaðir Magnúsar Gylfasonar þjálfara ÍBV.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Fram sækir að Öskjuhlíðinni.
7. mín
Sveinbjörn Jónasson og Steven Lennon er báðir upp á topp hjá Fram á meðan Guðjón Pétur Lýðsson er einn upp á topp hjá Val og sóknarmaðurinn, Hörður Sveinsson er á vinstri kantinum.
9. mín
Ásgeir Gunnar með klaufaleg mistök í vörn Fram, hann steig á boltann við miðjuna og Guðjón Pétur var flautur að þefa upp boltann, keyrði upp völlinn en hann mátti ekki við margnum og fyrirgjöf hans var skölluð frá.
12. mín
Steven Lennon með stórhættulega hornspyrnu sem fór réttframhjá fjær stönginni, Framarar hafa fengið þrjár hornspyrnur á stuttum tíma.
19. mín
Steven Lennon átti fínt skot að marki sem Ólafur Þór Gunnarsson þurfti að hafa smá fyrir því að verja. Hann kveinkaði sér eitthvað eftir vörsluna og er Eyjólfur Tómasson farinn að hita upp. Eyjólfur kom til Vals í gær að láni frá Leikni Reykjavík.
27. mín
Eftir að Framarar hafi byrjað af miklum krafti hafa Valsmenn aðeins verið að færa sig upp á skaftið.
30. mín
30. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Fyrir peysutog á miðjum velli. Fyrsta gula spjaldið orðið að veruleika í leiknum í kvöld. Tvær tæklingar hafa litið dagsins ljós frá sitthvoru liðinu og var þetta því uppsafnað.
36. mín Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (Fram)
Halldór Hermann fær fyrsta gula spjald Framara í kvöld.
38. mín
Samuel Hewson með skot við vítateigslínuna, renndi sér að boltanum og úr varð hættuleg tilraun, boltinn í viðkomu varnarmanns og réttframhjá fjærstönginni.
43. mín
Hewson með skalla í varnarmann og réttframhjá. Horn sem Tillen tekur en Halldór Kristinn hreinsar frá.
45. mín
Haukur Páll braut á Halldóri Hermanni tíu metrum fyrir framan vítateigin. Steven Lennon tók aukaspyrnuna sem fór beint í varnarvegginn og Gunnar Jarl flautar leiðinlegan fyrri hálfleik af.

Markalaust í tíðindalitlum fyrri hálfleik. Valsmenn hafa enn ekki fengið færi í leiknum en Framarar nokkur hálffæri.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Vonum innilega að leikurinn verði fjörugri en sá fyrri.

Engar breytingar í hálfleik.
48. mín
Framarar með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals, Kristján Hauksson fellur við og bað um vítaspyrnu og vildi meina að Ásgeir Þór Ingólfsson hafi tekið góða bakhrindingu. Gunnar Jarl hristi bara hausinn og Ásgeir Þór vildi fá að sjá gult spjald fyrir leikaraskap.
49. mín
Rúnar Már með þvílíka aukaspyrnu, skot upp í nær-Samúel en Ögmundur með frábæra vörslu. Hættulegasta marktækifærið í leiknum komið... loksins.
53. mín
Steven Lennon með góðan einleik, fór framhjá bæði Halldóri Kristni og Matarr Jobe, en skot hans með vinstri slakt og í fætur varnarmanns Vals.
61. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur)
Kjötið kemur inn fyrir Kolbeins. Kolbeinn fer í framlínuna og Guðjón á miðjuna. Kristinn Freyr á hægri kantinn.
63. mín Gult spjald: Jónas Þór Næs (Valur)
Fyrir brot á Steven Lennon sem var við það að sleppa í gegn. Aukaspyrnu á vítateigslínunni.
64. mín Mark úr víti!
Sam Tillen (Fram)
Hewson átti skot sem Halldór Kristinn renndi sér fyrir og fékk boltann í hendina á sér.

Tillen á punktinn og skorar.
66. mín Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Valsmenn taka miðjuna, missa boltann og Framarar geysast upp, Haukur Páll tekur ljóta tæklingu og fær beint rautt.
66. mín
66. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Steven Lennon skorar beint úr aukaspyrnunni sem Haukur Páll braut. Flott aukaspyrna sem Ólafur Þór var í, en náði ekki að koma hendinni almennilega fyrir boltann og mark því staðreynd. 0-2.
69. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Hörður Sveinsson (Valur)
69. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
73. mín
Eftir rólegar 65 mínútur komu tvö mörk með mínútu millibili og rautt spjald. Svona getur fótboltinn verið óreiknanlegur...
77. mín Gult spjald: Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Fyrir brot á Steven Lennon. Soft brot en Lennon var kominn á fleygiferð.
83. mín
Steven Lennon með góðan snúning inn í teig Valsmanna með skot úr þröngufæri sem Ólafur Þór varði í horn.
Máni Pétursson, útvarpssmaður:
Tad er fatt omurlegra en ad sja varamannabekk klappa fyrir rauduspjaldi andstædingsins. #skitlegtedli #fram
Fjalar Þorgeirsson, markvörður KR:
Vinstri bakvörður Valsmanna Matar félaga sína með sendingum upp völlinn.
89. mín
Ásgeir Gunnar með skalla rétt framhjá. Framarar nær því að bæta við en Valsmenn að jafna.
Leik lokið!
Leik lokið. Framarar skoruðu mörkin í leiknum, tvö mörk á tveimur mínútum. Sanngjarn útisigur Framara á Hlíðarenda í kvöld.
91. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('91)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Halldór Hermann Jónsson ('36)

Rauð spjöld: