Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
0
1
Mladá Boleslav
0-1 Lukas Magera '30
Jóhann Helgi Hannesson '69
26.07.2012  -  19:15
Þórsvöllur
Evrópudeildin
Aðstæður: 12°, skýjað og norðan gola
Dómari: Gediminas Ma
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('80)
6. Ármann Pétur Ævarsson ('72)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('72)
15. Janez Vrenko

Varamenn:
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('72)
16. Kristinn Þór Rósbergsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('72)
18. Jónas Sigurbergsson
21. Kristján Páll Hannesson ('80)

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Kristján Páll Hannesson ('90)
Orri Freyr Hjaltalín ('66)
Ármann Pétur Ævarsson ('54)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('19)
Jóhann Helgi Hannesson ('18)

Rauð spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('69)
Fyrir leik
Komið sæl og velkomin í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum þar sem heimamenn taka á móti Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn fór 3-0 í Tékklandi þannig að heimamenn verða heldur betur að fara á kostum til að eiga möguleika en eftir síðasta Evrópuleik hér á Þórsvellinum þá afskrifar maður ekkert. Andstæðingar Þórs í þetta skiptið eru samt sem áður nokkuð stærra númer en Bohemian frá Írlandi.
Fyrir leik
Það sem kemur mest á óvart í dag er að Bandaríkjamaðurinn Joshua Wicks er mættur í byrjunarlið Þórs en hann kom nýlega til liðsins frá Finnlandi.
Fyrir leik
Hér var hress hópur af erlendum blaðamönnum að mæta á svæðið, alþjóðleg stemming hér í fiskabúrinu
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp og það fer nú ekki framhjá manni að töluverður stærðarmunur er á þessum liðum og það eru gestirnir sem eru nokkuð hærri í loftinu.
Fyrir leik
Það eru aðeins tveir leikmenn í Mladá Boleslav sem ekki eru frá Tékklandi en það eru Jasmin Scuk sem er frá Bosníu og Matej Sivric sem er frá Króatíu. Báðir þessir leikmenn eru í byrjunarliði dagsins.
Fyrir leik
Það er ljóst að það lið sem vinnur þessa viðureign mætir Steve McClaren og lærisveinum hans í Twente sem unnu Inter Turku örugglega 5-0 í Finnlandi í dag og því samanlagt 6-1.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á grasið, það verður ekki tekið af Adrian Rolko fyrirliða Mladá Boleslav að hann er líkur Andy Carroll úr fjarska enda hár og með þetta líka fína tagl. Það er nokkuð gaman að sjá Svein Elías taka í hendina á honum en hann er með andlitið í svipaðri hæð og geirvörturnar á Rolko eru.
1. mín
Leikurinn hefur verið flautaður á
1. mín
Það er harka strax í upphafi þegar Ármann Pétur Ævarsson tekur niður Lukas Magera sem er ekki sáttur, þeir fá báðir smá ræðu frá dómara leiksins.
3. mín
Fyrsta markspyrna Wicks fyrir Þór fer beint í innkast, það er nóg til af drengnum samt sem áður, stór og stæðilegur markmaður.
7. mín
Jóhann Helgi á sprett upp að endalínu og nær sendingu fyrir þar sem Sveinn Elías kemur fæti í boltann en skotið fór framhjá markinu.
9. mín
Það er kraftur í heimamönnum hér í upphafi en þeir pressa gestina úr öllum áttum og láta finna vel fyrir sér sem er aðeins að pirra leikmenn Mladá Boleslav
11. mín
Guiseppe Funicello missir af boltanumog Jakub Mares kemst í ágætis skotfæri rétt við hægra vítateigshornið en Wicks grípur skot hans nokkuð ofarlega í hægra markhorninu, vel gert.
Heiðar Ingi Helgason
Hef aldrei séd jafn marga 2metra menn á sama fótboltavellinum og á Thórsvelli núna #evrópukeppnin #fotbolti
18. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
19. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
24. mín
Heimamen vilja fá víti en fá ekkert þegar Sigurður Marinó fellur á sprettinum
25. mín
Einn erlendi blaðamaðurinn hér lemur lyklaborðið sitt svo rosalega þegar hann er að skrifa að ég er ekki viss um að fartölvan hans lifi af leikinn.
27. mín
Dómarinn byrjaði leikinn á því að leyfa hörku en hefur nú tekið upp á því að flauta á svo gott sem allt sem er að pirra leikmenn beggja liða.
30. mín MARK!
Lukas Magera (Mladá Boleslav)
Gestirnir eru búnir að komast yfir eftir hornspyrnu. Fyrirliðinn Adrian Rolko skallaði boltann áfram þar sem Magera var grimmur og sparkaði honum í netið úr markteignum.
31. mín
Heimamenn þurfa núna að skora fimm til að komast áfram
33. mín
Víti! Þórsarar fá víti!
33. mín Gult spjald: Adrian Rolko (Mladá Boleslav)
34. mín
Ármann Pétur Ævarsson tekur vítið, spyrnan er ekki góð og Jan Seda ver. Ármann nær þá frákastinu og á annað skot sem Seda ver einnig og það glæsilega!
38. mín
Markið og þetta tvöfalda klúður í kringum vítið hefur ekki dugað til að slá loftið úr heimamönnum sem halda áfram að berjast um alla bolta.
40. mín
Sveinn Elías Jónsson á skot af hægri vængnum en skotið er nokkuð vel framhjá.
45. mín
Heimamenn eru búnir að vera betra liðið eftir markið en náðu ekki að koma boltanum í markið þrátt nokkur tækifæri, gestirnir því 1-0 yfir þegar flautað er til hálfleiks.
46. mín
Inn:David Brunclik (Mladá Boleslav) Út:Jan Kysela (Mladá Boleslav)
46. mín
Seinni hálfleikur hefst, gestirnir gera eina breytingu á liði sínu í hálfleiknum.
47. mín
Ármann Pétur kemst upp hægri vænginn og er í góðri stöðu til að senda fyrir en sendingin hans fer beint í fangið á Seda í markinu.
50. mín Gult spjald: Jasmin Scuk (Mladá Boleslav)
51. mín
Þórsarar fá víti... aftur!
51. mín
Jóhann Helgi bombar boltanum framhjá! Boltastrákurinn á eftir að vera smá tíma að finna boltann... úff
51. mín Gult spjald: David Brunclik (Mladá Boleslav)
David sparkaði Kristinn Björnsson niður í vítinu og fékk gult fyrir.
54. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
58. mín
Tékkarnir eru ekkert sérstaklega mikið fyrir það að standa fljótt upp þegar brotið er á þeim
63. mín
Þórsarar eru áfram betra liðið, þeir eiga hrós skilið fyrir baráttu og hugarfar hér í kvöld
64. mín
Inn:Václav Ondrejka (Mladá Boleslav) Út:Martin Nespor (Mladá Boleslav)
66. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Fyrir mótmæli, hann var alveg búinn að vinna fyrir þessu spjaldi.
67. mín
Ondrej Kudela liggur og veltir sér í grasinu sem er nokkuð sérstakt af því að Atli Jens kom aldrei við hann, Atli er vægast sagt brjálaður og heldur ræðu yfir liggjandi manni.
69. mín Rautt spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi fær sitt annað gula spjald og hefur lokið leik hér í kvöld.
72. mín
Inn:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
72. mín
Inn:Halldór Orri Hjaltason (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
74. mín
Þórsarar halda áfram að sækja þrátt fyrir það að vera manni færri, mönnum langar greinilega að skora hér í kvöld
78. mín
Jan Seda markmaður Boleslav og Michal Smejkal lenda saman og það nokkuð harkalega, SMejkal liggur eftir en er núna kominn út fyrir hliðarlínu til að fá aðhlynningu.
80. mín
Inn:Petr Johana (Mladá Boleslav) Út:Michal Smejkal (Mladá Boleslav)
Smejkal getur ekki haldið áfram eftir samstuðið og þarf að fara af velli.
80. mín
Inn:Kristján Páll Hannesson (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
86. mín
Leikurinn er að róast aðeins enda gestirnir duglegir að vinna í því en Þórsarar halda áfram að pressa og hlaupa
90. mín
dómari leiksins hefur bætt við fjórum mínútum
90. mín Gult spjald: Kristján Páll Hannesson (Þór )
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Mladá Boleslav sem fara áfram og mæta FC Twente í næstu umferð, umfjöllun og viðtöl væntanleg
Byrjunarlið:
12. Jan Seda (m)
4. Adrian Rolko
9. Jakub Mares
11. Ondrej Kudela
14. Jan Boril
16. Martin Nespor ('64)
17. Jasmin Scuk
18. Lukas Magera
20. Jan Kysela ('46)
24. Matej Sivric
25. Michal Smejkal ('80)

Varamenn:
27. Miroslav Miller (m)
2. Petr Johana ('80)
7. David Brunclik ('46)
8. Ivo Táborský
15. Jan Stohanel
26. Václav Ondrejka ('64)
28. Lukas Opiela

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
David Brunclik ('51)
Jasmin Scuk ('50)
Adrian Rolko ('33)

Rauð spjöld: