Grindavíkurvöllur
fimmtudagur 02. ágúst 2012  kl. 19:15
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Frábærar heiðskýrt og gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Grindavík 0 - 1 KR
0-1 Gary Martin ('43)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
3. Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('59)
11. Tomi Ameobi
17. Magnús Björgvinsson ('71)
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
29. Benóný Þórhallsson (m)
3. Daníel Leó Grétarsson
10. Scott Ramsay
24. Björn Berg Bryde

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Iain James Williamson ('34)
Marko Valdimar Stefánsson ('38)
Alexander Magnússon ('74)

Rauð spjöld:

@fotboltinet Björn Steinar Brynjólfsson


Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin á textalýsingu á undanúrslitaleik í Borgunar Bikarnum þar sem að KR kemur í heimsókn og mætir Grinvíkingum suður með sjó.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn eru með nokkrar breytingar. Ólafur Örn Bjarnason kemur inn eftir leikbann og Tomi Ameobi og Alexander Magnússon koma líka inní byrjunarliðin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gunnar Þór Gunnarsson og Haukur Heiðar Hauksson er í byrjunarliði KR.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafin og eru það KR-ingar sem hefja leikinn. Boltinn barst upp kantinn og svo inní teig og þar var Baldur Sigurðsson alltí einu aleinn inní teig en móttakann á boltann aðeins of slök og heimamenn náðu að hreinsa.
Eyða Breyta
4. mín
Baldur Sigurðsson með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Gunnari Þór Gunnarssyni.
Eyða Breyta
7. mín
Bjarni Guðjónsson með aukaspyrnu mitt á milli miðju heimamanna sem var hættuleg því ekki munaði miklu að Baldur Sigurðsson næði til knattarins en boltinn skoppaði í átt að markinu en Óskar Pétursson varði boltann í horn sem ekkert varð úr.
Eyða Breyta
10. mín
KR-ingar virðast vera mun yfirvegarðri á boltanum fyrstu mínúturnar.
Eyða Breyta
15. mín
Kjartan Henry Finnbogason með skot inní teig en enginn erfiði hjá Óskari Péturssyni sem greip boltann.
Eyða Breyta
16. mín
Heimamennn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig sem að Iain James Williamsson tók en boltinn fór yfir markið.
Eyða Breyta
18. mín
Hafþór Ægir Vilhjálmsson með gott skot í átt að markinu þar sem að Matthías Örn Friðriksson reyndi að pota boltanum inní markið en boltinn fór vel framhjá. Heimamenn eru bara mun meira með boltann eins og er.
Eyða Breyta
22. mín
Óskar Örn Hauksson í ákjósanlegu færi rétt fyrir utan teig en boltinn fór rétt yfir.
Eyða Breyta
27. mín
Kjartan Henry Finnbogason með hörkuskot í hægra megin á vítateigs horninu en boltinn fór yfir markið. Virtist eins og Kjartan Henry hafi fengið boltann í höndina og nýtt sér það við þetta skot en ekkert var dæmt á það.
Eyða Breyta
30. mín
Viktor Bjarki Arnarsson með skot með vinstri fæti en boltinn fór vel framhjá.
Eyða Breyta
31. mín
Heimamenn eru að pressa KR-ingana á sínum vallarhelming og eru alls ekki klárir í það því sendingar hjá þeim eru oft á tíðum mistækar.
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Iain James Williamson (Grindavík)

Eyða Breyta
35. mín
Viktor Bjarki Arnarsson aftur með skot á sama stað en boltinn fór vel yfir markið.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)

Eyða Breyta
39. mín
Ég veit ekki hvort þetta var gult spjald en Markó Valdimar var kominn með tiltal frá Erlendi dómara þegar lítið var búið af leiknum.
Eyða Breyta
41. mín
KR-ingar voru ekki nógu ákveðnir, þeir voru komnir í hraðaupphlaup þrír gegn einum varnarmanni. Óskar Örn Hauksson með brunaði með boltann upp miðjuna og voru Gary Martin og Kjartan Henry sinhvorumegin við hann, Óskar gaf of seint á Kjartan og Mikael Eklund náði að fara fyrir knöttin og hreinsa.
Eyða Breyta
43. mín MARK! Gary Martin (KR)
Gary Martin að skora eftir sendingu frá Grétari Sigfinni Sigurðarsyni. Gary Martin var einn inní teig og svona rétt snerti boltann með fætinum og í vinstra hornið.
Eyða Breyta
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér og eru KR-ingar komnir með mark á leikinnn á markamínútunni þar sem að Gary Martin skoraði.
Eyða Breyta
46. mín
Jæja þá er þetta hafið að nýju og eru það heimamenn sem að byrja síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
46. mín Gult spjald: Bjarni Guðjónsson (KR)

Eyða Breyta
59. mín Pape Mamadou Faye (Grindavík) Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
Hafþór Ægir fer meiddur útaf.
Eyða Breyta
62. mín
Það er farið að hitna aðeins í stuðningsmönnum Grindavíkur. Virðast vera mjög pirraðir útí Erlend Eiríksson dómara.
Eyða Breyta
62. mín
Ray Anthony Jónsson átti skot langt fyrir utan teig en boltinn fór hátt yfir markið.
Eyða Breyta
68. mín
Óskar Örn Hauksson með skot en það var með hægri fætinum og boltinn fór framhjá.
Eyða Breyta
71. mín Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Magnús Björgvinsson (Grindavík)

Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Alexander Magnússon (Grindavík)

Eyða Breyta
77. mín Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Kjartan Henry Finnbogason (KR)

Eyða Breyta
78. mín
Gunnar Þór Gunnarsson bjargar á línu hjá KR-ingum eftir klafs inní teig.
Eyða Breyta
83. mín Jónas Guðni Sævarsson (KR) Viktor Bjarki Arnarsson (KR)

Eyða Breyta
88. mín
Haukur Heiðar Hauksson með góða sendingu inná teig og þar var Gary Martin en hann skaut boltanum yfir.
Eyða Breyta
90. mín
Grindvíkingar virðast ekki vilja þetta því KR-ingar eru bara að spila uppá þetta eina mark og eru að verjast. Heimamenn eru ekki að sækja fleirri mönnum.
Eyða Breyta
90. mín
Baldur Sigurðsson í dauðafæri en Óskar Pétursson varði meistaralega eftir að hafa hlupið yfir allan völlinn eftir hornspyrnu. Erlendur Eiríksson dómari flautaði svo til leiksloka eftir færið.
Eyða Breyta
90. mín
Þakka kærlega fyrir lesninguna. Umfjöllun og viðtöl koma seinna í kvöld.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
10. Kjartan Henry Finnbogason ('77)
17. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
8. Jónas Guðni Sævarsson ('83)
9. Þorsteinn Már Ragnarsson ('77)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
21. Atli Sigurjónsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Guðjónsson ('46)

Rauð spjöld: