Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
5
2
Selfoss
Guðjón Árni Antoníusson '18 1-0
1-1 Tómas Leifsson '30
Atli Guðnason '47 2-1
Guðjón Árni Antoníusson '53 3-1
Atli Guðnason '79 4-1
Atli Guðnason '88 5-1
5-2 Bjarki Már Benediktsson '94
08.08.2012  -  19:15
Kaplakriki
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning, smá vindur og 13 stiga hiti.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1020
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
21. Guðmann Þórisson ('46)
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
8. Emil Pálsson ('46)
13. Kristján Gauti Emilsson ('80)
18. Kristján Flóki Finnbogason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Selfoss í Pepsi-deild karla. Liðin eru klár og má sjá hér sitthvorum megin við textann.
Fyrir leik
FH teflir fram sínu sterkasta liði í kvöld. Pétur Viðarsson og Guðmann Þórisson snúa aftur í liðið frá 1-0 sigrinum á Fram í síðustu umferð þegar þeir tóku út leikbann. Atli Viðar Björnsson er ekki í leikmannahópi FH í kvöld vegna meiðsla og það sama má segja um Ólaf Pál Snorrason. Jón Ragnar Jónsson tekur út leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann sá í síðustu umferð.
Fyrir leik
Logi Ólafsson þjálfari Selfoss gerir þrjár breytingar á liði sínu frá síðasta leik sem var 0-1 tap heima gegn Val. Egill Jónsson, Rómbert Sandnes og Stefán Ragnar Guðlaugsson fyrirliði koma inn í liðið fyrir Babacarr Sarr, Jon Andre Royrane og Hafþór Þrastarson. Sá síðastnefndi er samningsbundinn FH en lánaður til Selfoss og má því ekki spila gegn móðurfélagi sínu.
Fyrir leik
Kristján Gauti Emilsson er í leikmannahópi FH í fyrsta sinn síðan árið 2009. Hann var þá 16 ára gamall og vann sér óvænt sæti í byrjunarliðinu en var seldur þá um haustið til Liverpool. Þaðan kom hann svo aftur til FH núna í glugganum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann og leikur í átt að Reykjanesbrautinni. Um leið og leikurinn hófst byrjaði að hellidemba rigningu hér í Krikanum, ofan á rigninguna sem var fyrir.
2. mín
Svona stilla þjálfararnir liðunum upp í kvöld.

FH:
Gunnleifur
Guðjón - Guðmann - Freyr - Thomas
Pétur - Bjarki
Björn Daníel
Hólmar - Albert Brynjar - Atli Guðna

Selfoss:
Ismet
Brenne - Stefán Ragnar - Brons - Hermo
Egill - Sandnes
Jón Daði
Tómas - Viðar Örn - Ólafur Karl
4. mín
Atli Guðnason fékk boltann frá Birni Daníel og þrumaði í þverslá og þar tók Ismaet hann.
10. mín
Jón Daði Böðvarsson tók skot að marki FH sem fór framhjá. Tvisvar áður hafði Gunnleifur markvörður FH þurft að hreinsa í hinkast eftir ásókn gestanna.
18. mín MARK!
Guðjón Árni Antoníusson (FH)
Albert Brynjar gaf boltann stutt í teignum á Guðjón Árna sem þrumaði á markið og kom heimamönnum í FH yfir. Þetta var fimmta mark Guðjóns Árna fyrir FH í sumar en hann er hægri bakvörður liðsins.
23. mín
FH-ingar reyna að bæta við marki. Albert Brynjar komst í fínt færi sem Ismet varði frá honum og í kjölfarið kom FH boltanum aftur inn í teiginn þar sem Björn Daníel var í góðu færi en skaut laust á markvörðinn.
25. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
29. mín
Atli Guðnason með skot rétt framhjá marki Selfoss.
30. mín MARK!
Tómas Leifsson (Selfoss)
Tómas Leifsson jafnar metin fyrir Selfoss með marki af stuttu færi eftir skalla Jóns Daða.
40. mín
Engu munaði að Selfoss kæmist yfir. Brenna fór upp hægra megin og sendi fyrir, beint á kollinn á Ólafi Karl Finsen sem skallaði í þverslá.
42. mín Gult spjald: Endre Ove Brenne (Selfoss)
Brenna fór í hælana á Birni Daníel sem var að bruna upp vinstra megin og FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig. Ekkert kom úr aukaspyrnunni.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrika. Leikurinn byrjaði rólega en var orðinn mjög fjörugur síðari hluta hálfleiksins. Staðan 1-1 og alls ekki hægt að segja að annað liðið sé líklegra en hitt svo við búumst við spennandi seinni hálfleik.
46. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann Þórisson verður að fara af velli í hálfleik. Við það verða nokkrar breytingar á FH liðinu. Pétur Viðarsson fer niður í miðvörðinn, Hólmar Örn á miðjuna og Emil Pálsosn kemur inn á hægri kantinn.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
47. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
FH-ingar komast yfir strax í byrjun seinni hálfleiks. Eftir gott samspil FH-liðsins fékk Emil Pálsson boltann á hægri kanti og sendi fyrir markið þar sem Atli Guðnason skallaði í markið. 2-1 fyrir FH.
53. mín MARK!
Guðjón Árni Antoníusson (FH)
Björn daníel gaf stutt innfyrir vörnina á Guðjón Árna sem var sloppinn í gegn og kom sér framhjá varnarmönnum og í gott skotfæri og skoraði. FH komið í 3-1 og Guðjón Árni með sitt annað mark í dag, og sjötta í sumar.
54. mín Gult spjald: Bernard Petrus Brons (Selfoss)
56. mín
Viðar Örn komst í dauðafæri gegn Gunnleifi en setti boltann í þverslá. Það hefði reyndar engu skipt því línuvörðurinn flaggaði rangstöðu.
57. mín
Inn:Jon Andre Royrane (Selfoss) Út:Sindri Pálmason (Selfoss)
65. mín
Inn:Bjarki Már Benediktsson (Selfoss) Út:Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
66. mín
Albert Brynjar skallaði rétt framhjá marki Selfoss eftir fyrirgjöf Emils Pálssonar. FH er líklegra til að bæta við en Selfoss að komast inn í leikinn aftur.
70. mín
Það eru 1020 áhorfendur í Kaplakrika í kvöld.
73. mín
Inn:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss) Út:Tómas Leifsson (Selfoss)
79. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Markvörður Selfoss missti boltann sem barst út í teiginn á Atla sem skoraði með föstu skoti.
80. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Bjarki Gunnlaugsson (FH)
85. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH) Út:Danny Justin Thomas (FH)
88. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Atli innsiglar þrennu sína eftir sendingu frá Alberti Brynjari af hægri kantinum.
Magnús Már Einarsson
94. mín MARK!
Bjarki Már Benediktsson (Selfoss)
Dofri Snorrason skorar í fyrsta leik sínum með Selfyssingum. Fer illa með Guðjón Árna og setur boltann í netið.
Magnús Már Einarsson
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sannfærandi sigri FH-inga sem skella sér um leið á toppinn. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
5. Bernard Petrus Brons
9. Joseph David Yoffe
19. Luka Jagacic
20. Sindri Pálmason ('57)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
3. Bjarki Már Benediktsson ('65)
10. Ingólfur Þórarinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Gul spjöld:
Bernard Petrus Brons ('54)
Endre Ove Brenne ('42)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('25)

Rauð spjöld: