Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
3
Valur
0-1 Kolbeinn Kárason '31
0-2 Haukur Páll Sigurðsson '43
Gary Martin '45 , víti 1-2
Gary Martin '51 2-2
2-3 Kristinn Freyr Sigurðsson '60
12.08.2012  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Haustveður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1421
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson ('61)
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('68)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('61)
11. Emil Atlason
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('14)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Vals í Pepsi-deild karla.

KR-ingar eru í öðru sæti með 27 stig, tveimur stigum á eftir FH sem á leik inni. Valur er í níunda sæti.

Bæði lið töpuðu í síðasta leik. KR tapaði 2-0 fyrir ÍBV og Valur tapaði 3-4 fyrir Breiðabliki í einum ótrúlegasta fótboltaleik sem ég hef séð.

Áhorfendur eru farnir að tínast inn. Margir hafa skellt í sig hamborgurum og stemningin er fín eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Þorvaldur Árnason dæmir leikinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Athygli vekur að Sindri Snær Jensson er í markinu hjá Val en Ólafur Þór Gunnarsson og Eyjólfur Tómasson eru báðir meiddir. Sindri er einmitt að snúa til baka eftir meiðsli.
Fyrir leik
Hjá KR eru Gary Martin, Bjarni Guðjónsson, Óskar Örn Hauksson og Viktor Bjarki Arnarsson allir einu gulu spjaldi frá banni. Ef þeir fá gult í kvöld verða þeir í banni þegar KR mætir Stjörnunni í bikarúrslitum.
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er í leikbanni eftir rautt spjald sem hann fékk gegn ÍBV í síðasta leik.
Fyrir leik
Halldór Kristinn Halldórsson var í leikbanni í síðasta leik Vals en á gríða leið inn í byrjunarliðið eftir arfadapra frammistöðu varnar liðsins í síðasta leik.
Fyrir leik
Kjartan Henry Finnbogason og Grétar Sigfinnur Sigurðarson eru á meiðslalistanum en vonast er til þess að þeir verði klárir í slaginn fyrir bikarúrslitaleikinn.
Fyrir leik
Joe Tillen fór meiddur af velli þegar Valur tapaði fyrir Breiðabliki og er ekki með í kvöld.
Fyrir leik
Jæja fáum spekinga til að spá:

Hlynur Valsson, markaskorari Snæfells:
1-0 fyrir KR.

Kolbeinn Tumi Daðason, 365:
Stórmeistarajafntefli 1-1.

Alexander Freyr Einarsson, 433:
2-0 fyrir KR. Gary John með bæði.

Ólafur Már Þórisson, Morgunblaðinu:
Stórmeistarajafntefli 2-1.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Vonandi fáum við hörkuskemmtilegan leik.
3. mín
Miðjan er vöknuð og syngur fyrir Jónas Guðna Sævarsson sem er að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik með KR eftir að hann kom heim.
5. mín
Bjarni Guðjóns með hörkuskot úr aukaspyrnu en Sindri vel á verði í markinu og sló í horn.
12. mín
Viktor Bjarki með skot en beint á Sindra. Áðan fékk Kolbeinn Kárason fínt færi, Fjalar kom út á móti og þeir skullu saman. Kolbeinn vildi fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt.
14. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (KR)
19. mín Gult spjald: Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
21. mín
Kolbeinn Kárason með skot sem lenti ofan á þverslánni. Sótt á báða bóga og jafnræði með liðunum.
22. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Valur)
Harka að færast í leikinn. Halldór braut á Gary Martin.
24. mín
Hættulegar sóknaraðgerðir hjá KR-ingum þessa stundina. Óskar Örn með skot sem fór naumlega framhjá.
26. mín
Það er byrjað að hellirigna í vesturbænum.
31. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Valsmenn ná forystunni. Jónas Þór Næs á fyrirgjöf, Matthías Guðmundsson framlengir boltann á Kolbein Kárason sem þrumar boltanum upp í þaknetið.
Magnús Már Einarsson
35. mín
Athyglisverð staða. Valsmenn hafa verið nokkuð grimmir í þessum leik og greinilega ákafir í að standa sig eftir slysið í síðasta leik.
41. mín
Frábært skot frá Kristni Frey Sigurðssyni sem Fjalar Þorgeirsson varði glæsilega.
43. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll skorar af stuttu færi! Frábærlega gert hjá Rúnari Má Sigurjónssyni í aðdragandanum en hann fór mjög illa með Guðmund Reyni Gunnarsson.
45. mín Mark úr víti!
Gary Martin (KR)
Hendi á Atla Svein innan teigs og réttilega dæmt víti. Á punktinn steig Gary Martin í fjarveru Kjartans Henry. Martin skoraði af öryggi.
45. mín
Hálfleikur - Fjörugur leikur og jafnræði með liðunum. Fróðlegur seinni hálfleikur framundan.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
51. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Í kjölfarið á aukaspyrnu nær KR að jafna metin og aftur var það Gary Martin sem skoraði! Boltinn flaug upp í loft frá Viktor Bjarka og af varnarmanni og til Martin sem skallaði inn. Spurning hvort Sindri hefði ekki átt að gera betur í markinu?
56. mín
Inn:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
58. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
60. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Boltinn féll til Kristins við vítateigsendann eftir fyrirgjöf frá hægri, hann smellti boltanum laglega í hornið! Glæsilega gert hjá Fjölnismanninum.
61. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
68. mín
Inn:Björn Jónsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
68. mín
Nokkrir stuðningsmenn KR ósáttir við að Jónas Guðni sé tekinn af velli, segja að aðrir leikmenn eigi frekar skilið að vera teknir af velli.
72. mín
Bjarni Guðjóns með sendingu á Baldur sem var í dauðafæri en náði ekki góðu skoti. Auðvelt viðureignar fyrir Sindra.
78. mín Gult spjald: Nesta Matarr Jobe (Valur)
82. mín
Baldur Sigurðsson með skalla í þverslánna! Hörð sókn KR-inga þessa stundina.
93. mín
LEIK LOKIÐ! - Valsmönnum líður vel á KR-vellinum. Það er morgunljóst.
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson ('56)
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson

Varamenn:
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nesta Matarr Jobe ('78)
Haukur Páll Sigurðsson ('58)
Halldór Kristinn Halldórsson ('22)
Rúnar Már Sigurjónsson ('19)

Rauð spjöld: