Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
0
4
ÍBV
0-1 Víðir Þorvarðarson '1
0-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson '9 , víti
Andri Þór Jónsson '23 , sjálfsmark 0-3
0-4 Christian Olsen '39
12.08.2012  -  18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Heldur mikil gola
Dómari: Guðmundur Á. Guðmundsson
Áhorfendur: 893
Maður leiksins: Víðir Þorvarðarsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('71)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
4. Finnur Ólafsson
28. Sigurvin Reynisson

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson

Gul spjöld:
Andri Þór Jónsson ('79)
Kjartan Ágúst Breiðdal ('63)
David Elebert ('18)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Fyrsti leikurinn í 15.umferð Pepsi-deildar karla fer fram í Árbænum. Fylkir og ÍBV mætast á Fylkisvellinum, í Lautinni.

Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni skyldu liðin jöfn, 1-1.
Fyrir leik
Sigurvin Ólafsson er hóp hjá Fylki í kvöld í fyrsta sinn í sumar. Hann er einmitt uppalinn í ÍBV. Það verður spennandi að sjá hvort hann fái einhverjar mínútur í dag.
Fyrir leik
"Lífið er yndislegt" er hér spilað í Lautinni ..."Lífið er yndislegt, sjáðu, það er er rétt að byrja hér..." Það er spurning hvort þetta lag kveiki meira í ÍBV-liðinu en heimamönnum.
Fyrir leik
Tómas Joð Þorsteinsson er í leikbanni hjá Fylki í dag, hann er fluttur til Noregs en Fylkismenn voru búnir að ákveða að fljúga honum heim í þá leiki sem eftir eru. Þeir voru því búnir að panta flugið heim fyrir hann, fyrir þennan leik og er hann því mættur í Lautina, en hinsvegar einungis í stúkuna.
Fyrir leik
Liðin eru að heilsast og leikurinn fer að byrja. Fylkismenn munu sækja að sundlauginni í fyrri hálfleik.
1. mín
Leikurinn er hafinn...
1. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Þórarinn Ingi með sendingu á milli miðvarða Fylkis, virtist engin hætta vera, en Víðir Þorvarðarsson, var fyrstur að átta sig á sendingunni, náði boltanum og var því kominn einn gegn Bjarna Þórði og setti boltann á milli lappa hans. Eftir 55 sekúndur...
3. mín
Baldock fær boltann inn í vítateig Fylkis, með nóg pláss, skýtur að markinu, en varnarmaður Fylkis rennur sér fyrir og boltinn yfir markið. Fjörugar fyrstu mínútur hér í Lautinni.
6. mín
Athyglisvert að Fylkismenn fengu tvær hornspyrnur og í bæði skiptin biðu, Olsen, Víðir og Baldock allir á miðjunni. Fylkismenn voru með þrjá varnarmenn til að gæta þeirra.
8. mín
Elebert braut á Olsen inn í teig og Eyjamenn fá víti...Þórarinn á punktinn
9. mín Mark úr víti!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Þórarinn skorar, af miklu öryggi.
13. mín
Þetta er skelfileg byrjun fyrir Fylkismenn, sofanda háttur í fyrsta markinu og síðan afar klauflegt brot hjá David Elebert. Það verður erfitt fyrir Fylkismenn að koma til baka, en það er þó allt hægt og nóg eftir. Þeir hafa fengið þrjár hornspyrnu.
18. mín Gult spjald: David Elebert (Fylkir)
Fyrir að stöðva Baldock í hraðri sókn ÍBV. Spurning hvort Guðmundur Ársæll hefði getað látið leikinn halda áfram, en hann flautaði frekar aukaspyrnu.
23. mín SJÁLFSMARK!
Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Víðir Þorvarðarsson með fyrirgjöf frá hægri, milli varnar og markmanns, þar ætlaði Andri Þór Jónsson að þruma boltanum afturfyrir endamark en það gekk ekki betur en svo, að boltinn fór beint í markið, óverjandi fyrir Bjarna Þórð.
28. mín Gult spjald: Matt Garner (ÍBV)
34. mín
Fylkismenn eru gjörsamlega á hælunum, allir með tölu. Þeir náu engu spili og nánast hver einasta sókn þeirra hefst á því að miðverðir Fylkismanna þurfa senda á Bjarna Þórð sem hefur átt misgóðar sendingarnar upp völlinn.

Ótrúlegt samt hvað Fylkismenn hafa fengið margar hornspyrnur í leiknum, en engin þeirra hefur gott sem skapað einhverja hættu.
39. mín MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Arnór Eyvar með frábæra sendingu upp völlinn, þar sem Christian Olsen tók við boltanum, keyrði að markinu og 'vippaði' boltanum laglega yfir Bjarna Þórð og boltinn datt í fjærhornið.
45. mín
Hálfleikur hér í Lautinni. Ótrúlegum fyrri hálfleik lokið og það er verður athyglisvert að sjá hvað liðin munu bjóða upp á í seinni hálfleik. Haukur Ingi aðstoðarþjálfari Fylkis hlýtur að taka einhvern góðan sálfræðifund í hálfleik.
46. mín
Inn:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
57. mín
Brotið á Olsen rétt fyrir utan teig, boltinn dettur fyrir fætur Víðis sem á skot í fjærstöngina. Guðmundur Ársæll var hinsvegar búinn að flauta aukaspyrnu... allt, alltof fljótur á sér. ÍBV fær hornspyrnu uppúr aukaspyrnunni sem ekkert verður úr.
59. mín
Inn:Árni Freyr Guðnason (Fylkir) Út:Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
63. mín Gult spjald: Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
64. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:George Baldock (ÍBV)
65. mín
Seinni hálfleikurinn hefur verið með eindæmum leiðinlegur. Eyjamenn eru bara eins og sjómenn og ætla sér að sigla þessum sigri heim. Fylkismenn reyna hvað þeir geta, en þetta er hreinlega ekki dagurinn þeirra.
69. mín
Árni Freyr með ágætis skottilraun, en boltinn nokkuð yfir markið. Líklega besta tilraun Fylkis í leiknum.
71. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
74. mín
Inn:Ian Jeffs (ÍBV) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
79. mín Gult spjald: Andri Þór Jónsson (Fylkir)
80. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍBV) Út:Christian Olsen (ÍBV)
Leik lokið!
Leik lokið. Öruggur 0-4 útisigur ÍBV staðreynd. Fjögur mörk í fyrri hálfleik hjá Eyjamönnum drápu þennan leik og fer seinni hálfleikurinn líklega í sögubækurnar fyrir tíðindalausar 45 mínútur.

Fylkismenn hefðu getað jafnað ÍBV að stigum í deildinni með sigri, en þeir voru aldrei líklegir til þess.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason
11. Sigurður Grétar Benónýsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Matt Garner ('28)

Rauð spjöld: