Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
3
0
Fjölnir
Ólafur Hrannar Kristjánsson '22 1-0
Ólafur Hrannar Kristjánsson '35 2-0
Ólafur Hrannar Kristjánsson '93 3-0
01.09.2011  -  18:30
Leiknisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Haustveður
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
11. Brynjar Hlöðversson
14. Birkir Björnsson ('86)
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
88. Sindri Björnsson ('93)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)

Gul spjöld:
Aron Fuego Daníelsson ('76)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Leiknisvelli. Hér mætast Leiknir og Fjölnir í 1. deild karla en það er alltaf líf og fjör þegar þessi tvö lið mætast og nóg af mörkum.

Leikurinn er í 20. umferð. Fjölnismenn eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná öðru sæti deildarinnar en það verður að teljast mjög ólíklegt að svo verði raunin. Leiknir er í djúpum skít í fallsæti, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni. Breiðhyltingar verða að ná í þrjú stig í kvöld til að halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni.

Þeir sem skrifa færslur um leikinn á Twitter eru minntir á að nota hashtagið #fotbolti en valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Pape Mamadou Faye sem mikið hefur verið í umræðunni eftir að hann rauk heim fyrir tapleik gegn Haukum í síðustu umferð er í byrjunarliði Leiknis. Hjá Fjölni er Steinar Örn Gunnarsson kominn í markið þar sem Hrafn Davíðsson er farinn út í nám.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik. Það hefur verið hlýrra hér í Breiðholtinu. Svo sannarlega haustveður í lofti og ekki ólíklegt að það muni rigna. Ljúfir tónar hljóma frá Oscari Clausen plötusnúð kvöldsins en ekkert sést til DJ Þóris sem hingað til hefur séð um tónlistina á Leiknisvelli.
2. mín
Leikurinn er farinn af stað. Fjölnismenn sækja í átt að Breiðholtslauginni. Það er öllu fámennara en þegar þessi tvö lið áttust við í fyrra enda gat Leiknir þá tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni. Í dag berst Leiknir við falldrauginn. Leiknisfólk í stúkunni lætur vel í sér heyra en stuðningsmenn Fjölnis má telja á fingrum annarrar handar.
22. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Þessi leikur hefur verið tíðindalítill en Leiknismenn náðu forystunni á 22. mínútu. Pape Mamadou Faye á heiðurinn af þessu marki. Hann hirti knöttinn af Gunnari Val Gunnarssyni og gaf svo fyrir þar sem Ólafur Hrannar Kristjánsson var einn á auðum sjó og skoraði.
Marteinn Ingunnarson:
Fjölnir med fullskipad 12 manna lid. .#ekkihendi #ekkihorn #fòtbolti
33. mín
Leiknismenn hafa verið öflugri í þessum leik. Þórir Guðjónsson með skottilraun en knötturinn talsvert yfir markið.
35. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Aftur skorar Ólafur eftir undirbúning Pape Mamadou Faye. Pape fór framhjá tveimur Fjölnismönnum í teignum og Ólafur náði að skora. Vænleg staða hjá Leikni.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Fjölnismenn voru nokkuð líflegir undir lok hálfleiksins en annars fyllilega verðskulduð staða.
51. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Pape Mamadou Faye með stangarskot úr sannkölluðu dauðafæri, þarna átti hann að skora! Flott sókn hjá Leikni.
Einar Matthías Kristjánsson:
Það var lagið Zoran og co. Trúi ekki að Leiknir bjargi sér ekki. #fotbolti
58. mín
Inn:Halldór Fannar Halldórsson (Fjölnir) Út:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
58. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) Út:Ottó Marinó Ingason (Fjölnir)
60. mín
Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis varði glæsilega rétt í þessu. Besta tilraun Fjölnis í leiknum.
69. mín Gult spjald: Halldór Fannar Halldórsson (Fjölnir)
Fyrir brot á miðjumanninum Hilmari Árna Halldórssyni sem hefur verið mjög öflugur í Leiknisliðinu.
73. mín
Þórir Guðjónsson með hörkuskot að marki Fjölnis en boltinn naumlega framhjá. Vel gert hjá Þóri sem er hjá Leikni á lánssamningi frá Val.
75. mín
Með ólíkindum að Leiknir hafi ekki náð að bæta þriðja markinu við. Fjölnismenn í algjörri nauðvörn og Steinar í markinu bjargaði tvívegis glæsilega í sömu sókn.
76. mín Gult spjald: Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Arnar Páll:
10 uppaldnir hjá fjölni i starting synist mèr #tilfyrirmyndar #fotbolti
Hrannar Björn Steingrímsson:
Kóngurinn Pape með tvö assist. Vona að hann fari í viðtal eftir leik. #grilladur #fotbolti
85. mín
Inn:Ómar Hákonarson (Fjölnir) Út:Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
86. mín
Inn:Frymezim Vesalaj (Leiknir R.) Út:Birkir Björnsson (Leiknir R.)
88. mín
Leiknismenn farnir að tefja út við hornfána.
Árni Þór Gunnarsson:
jafna mig eftir axlaraðgerð og Leiknir ætlar að bjarga deginum mínum, 2-0 #fotbolti #fatlasamasemhappa??? #ÁFRAMLEIKNIR
91. mín
Inn:Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.) Út:Andri Steinn Birgisson (Leiknir R.)
93. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Ólafur Hrannar innsiglar þrennu sína með stórglæsilegu marki! Skaut óverjandi skoti við vítateigsendann sem var alveg upp við þverslánna.
93. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
Unglingalandsliðsmaðurinn Sindri Björnsson fær nokkrar sekúndur.
94. mín
Leik lokið! Lífsnauðsynlegur sigur Leiknis sem vel hefði getað orðið stærri. Liðið á enn von um að bjarga sér frá falli.
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson ('58)
9. Bjarni Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Fannar Halldórsson ('69)

Rauð spjöld: