Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland U21
2
1
Belgía U21
Björn Bergmann Sigurðarson '25 1-0
1-1 Christian Benteke '42
Björn Bergmann Sigurðarson '86 2-1
01.09.2011  -  17:00
Vodafonevöllurinn
EM U21 - 2013
Aðstæður: 14 stiga hiti og lítill vindur.
Dómari: Miroslav Zelinka, Tékklandi
Áhorfendur: 364 gefið upp.
Maður leiksins: Björn Bergmann Sigurðarson
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson
2. Kristinn Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Elías Már Ómarsson ('74)
10. Aron Jóhannsson
13. Jóhann Laxdal
14. Guðlaugur Victor Pálsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
6. Guðmundur Þórarinsson
15. Brynjar Gauti Guðjónsson
16. Kristján Flóki Finnbogason ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Björn Bergmann Sigurðarson ('90)
Guðlaugur Victor Pálsson ('89)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og veriði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign U21 árs landsliða Íslands og Belgíu. Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við lýsinguna.

Við minnum fólk á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter gætu ratað hingað inn. Notið #fotbolti svo eftir þeim sé tekið.
Fyrir leik
Arnor Angele leikmaður Belgíu byrjar á varamannabekknum í dag með treyjunúmerið 13. Hann er skírður í höfuðið á Arnóri Guðjohnsen sem var í guðatölu hjá föður hans er hann lék með Anderlect á sínum tíma er hann lék þar á árunum 1983-1990.æ Arnor Angele er fæddur árið 1991 og leikur á miðjunni hjá Standard Liege.
Fyrir leik
Finnur Orri Margeirsson ber fyrirliðabandið hjá íslenska liðinu í dag. Liðið er mikið breytt frá Evrópumótinu í sumar en margir leikmenn eru orðnir of gamlir fyrir liðið og þá eru þeir Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson með A-landsliðinu og Hólmar Örn Eyjólfsson meiddur.
Atli Sigurðsson
Kolbeinn Kjöt á eftir að sýna þessum Belgum að Lukaku er ekkert miðað við hann! #fotbolti #u21
Fyrir leik
Dómarateymið kemur frá Tékklandi. Miroslav Zelinka dæmir leikinn og línuverðir eru þeir Antonin Kordula og Ondrej Pelikan. Radek Matejek er fjórði dómari.
Fyrir leik
Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson eru áfram þjálfarar íslenska liðsins sem er í dag að leika sinn fyrsta leik síðan á Evrópumótinu í sumar. Nú þurfa þeir að móta alveg nýtt lið eftir frábæran árangur í síðustu undankeppni. Þó eru leikmenn eins og Björn Bergmann Sigurðarson, Guðlaugur Victor Pálsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson sem voru á Evrópumótinu. Þeir byrja allir í dag.
Fyrir leik
Eyjólfur Sverrisson fær ekki að koma nálægt íslenska liðinu í dag og er því mættur í VIP stúkuna. Hann fékk brottvísun í síðasta leik á Evrópumótinu og byrjar því fyrstu tvo leiki Íslands í leikbanni. Í fjarveru hans stýrir Tómas Ingi Tómasson liðinu.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og nú verða þjóðsöngvar liðanna leiknir. Það styttist í leik og áhorfendur eru farnir að tínast í stúkuna.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
8. mín
Eyjólfur og Tómas Ingi stilla upp í leikkerfinu 4-3-3. Eitthvað sem lítur svona út:

Arnar Darri Pétursson
Jóhann Laxdal - Eiður Aron - Finnur Orri - Kristinn Jónsson
Björn Daníel - Guðlaugur Victor
Þórarinn Ingi
Aron Jóhannsson - Björn Bergmann - Kristinn Steindórsson
9. mín
Leikurinn fer frekar rólega af stað. Bæði lið hafa fengið hornspyrnur sem ekkert kom út úr. Á meðan halda áhorfendur áfram að bætast í stúkuna og kemur í raun á óvart hversu vel er mætt miðað við að leikurinn hefst 17:00 á virkum degi.
13. mín
Góð sókn hjá Íslandi endaði með því að Aron sendi boltann fyrir mark Belga, Björn Daníel skallaði áfram til Kristinn Steindórssonar sem var í góðu færi en skaut lausu skoti beint á Coosemans markmann Belga.
16. mín
Íslendingar sækja mest upp vinstra megin þar sem Blikarnir Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson eru. Sá síðarnefndi er bakvörður og fer mikið upp völlinn og tekur virkan þátt í sóknarleiknum.
19. mín Gult spjald: Dries Wuytens (Belgía U21)
Wuytens fær áminningu fyrir að brjóta á Birni Bergmann sem hefði sloppið einn í gegn hefði hann náð boltanum.
25. mín MARK!
Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland U21)
Ísland er komið yfir. Björn Daníel Sverrisson gaf góða stungusendingu inn fyrir vörn Belganna á Björn Bergmann sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða færið og lyfti boltanum yfir Coosemans í markinu.
35. mín
Arnar Darri varði frábærlega frá Guillaume Francois sem var í dauðafæri í teignum.
38. mín
Íslendingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir vítateig Belga eftir að booltinn fór í hönd eins Belga. Aron Jóhannsson tók spyrnuna og skaut hátt yfir markið.
39. mín
Kristinn Steindórsson tók bogaskot fyrir utan teiginn sem Coosemans greip.
42. mín MARK!
Christian Benteke (Belgía U21)
Thomas Meunier sendi boltann inn fyrir vörn íslenska liðsins á Christian Benteke sem var einn gegn Arnari Darra og skoraði. Staðan orðin 1-1 og styttist í hálfleik.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Vodafonevellinum. Staðan er 1-1.
Hörður S Jónsson
Hver á að skora mörk þegar Jóhann Helgi er ekki í hóp ? #skorarAlltafMörk
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engin breyting var gerð á liðunum í hálfleik.
48. mín
Bendeke í góðu færi eftir fyrirgjöf af hægri en skallaði yfir mark íslenska liðsins.
56. mín
Björn Bergmann slapp einn í gegn og ætlaði að setja boltann undir Coosemans en nú varði hann frá honum. Björn Daníel átti aftur sendinguna og þarna munaði litlu að þeir næðu að endurtaka mark Íslands.
57. mín
Benteke heldur áfram að valda usla fyrir framan mark íslenska liðsins. Nú átti hann fastan skalla rétt yfir markið.
65. mín Gult spjald: Kristof D'haene (Belgía U21)
Jóhann Laxdal geystist upp hægri kantinn og D'Haene braut á honum og fær áminningu fyrir.
68. mín
Guðlaugur Victor stakk boltanum inn á Aron Jóhannsson sem var kominn einn gegn markverði en skaut yfir markið.
68. mín
Inn:Gianni Bruno (Belgía U21) Út:Guillaume Francois (Belgía U21)
Fyrsta skipting Belga. Bruno leikmaður Lille í Frakklandi kemur inn fyrir Francois sem leikur með Beerschot.
74. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland U21) Út:Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
Fyrsta skipting íslenska liðsins. Þórsarinn Atli Sigurjónsson kemur inn fyrir FH-inginn Björn Daníel Sverrisson.
76. mín
Inn:Paul-Jose Mpoku (Belgía U21) Út:Kristof D'haene (Belgía U21)
83. mín
Sjö mínútur eftir af leiknum. Belgarnir eru farnir að sækja stífar á okkur en eru klaufskir upp við markið og lítið kemur út úr þeim. Það er fínt fyrir okkar menn.
86. mín MARK!
Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland U21)
Björn Bergmann kemur Íslendingum í 2-1. Kristinn Steindórsson sendi boltann innfyrir vörn Belga og þrátt fyrir að Coosemans hafi verið í boltanum fór hann í netið. Aðeins þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma núna og stefnir í íslenskan sigur.
89. mín
Inn:Funso Ojo (Belgía U21) Út:Luis Pedro Cavanda (Belgía U21)
Síðasta skipting Belga.
89. mín Gult spjald: Christian Benteke (Belgía U21)
89. mín Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland U21)
Guðlaugur Vicyor og Benteke fengu áminningar fyrir að kljást sín á milli.
90. mín Gult spjald: Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland U21)
Björn Bergmann fær áminningu fyrir að trufla markvörð Belga í að koma boltanum frá sér.
90. mín
Einni mínútur er bætt við venjulegan leiktíma.
91. mín
Benteke með sitt besta færi, skallaði að marki en nú varði Arnar Darri vel.
91. mín
Leiknum er lokið.
Byrjunarlið:
1. Colin Coosemans
2. Luis Pedro Cavanda ('89)
3. Dries Wuytens
4. Gregory Wuytens
5. Laurens De Bock
6. thibaut Van Acker
7. Guillaume Francois ('68)
8. Nill De Pauw
9. Christian Benteke
10. Thomas Meunier
11. Kristof D'haene ('76)

Varamenn:
12. Thomas Kaminski
13. Arnor Angeli
14. Gianni Bruno ('68)
15. Dimitri Daeseleire
16. Pierre-Yves Ngawa
17. Funso Ojo ('89)
18. Paul-Jose Mpoku ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Christian Benteke ('89)
Kristof D'haene ('65)
Dries Wuytens ('19)

Rauð spjöld: