Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Stjarnan
1
1
ÍBV
Alexander Scholz '19 , víti 1-0
1-1 Arnór Eyvar Ólafsson '81
26.08.2012  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fínar
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 897
Maður leiksins: Matt Garner (ÍBV)
Byrjunarlið:
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson ('40)

Varamenn:
21. Snorri Páll Blöndal ('54)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('90)
Baldvin Sturluson ('52)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan. Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og ÍBV í 17. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Jóhann Laxdal tekur út leikbann hjá Stjörnunni í dag og Kennie Chopart fer líklega í hægri bakvörðinn í hans stað. Hörður Árnason er búinn að jafna sig af meiðslum og verður í vinstri bakverðinum. Garðar Jóhannsson hefur einnig jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir í handbolta og hann kemur aftur inn í liðið. Mark Doninger byrjar hins vegar á varamannabekknum í dag.
Fyrir leik
Tonny Mawejje er í leikbanni hjá ÍBV og Andri Ólafsson tekur stöðu hans en hann hefur komið inn á sem varamaður í síðustu leikjum.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson er ennþá utan leikmannahóps hjá ÍBV en hann hefur ekki verið í hópnum síðan eftir að hann braut agabann á Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun mánaðarins. Tryggvi æfir með Eyjamönnum en Magnús Gylfason þjálfari liðsins velur hann ekki í hópinn. Í dag eru til að mynda 3. flokks leikmennirnir Kristin Skæringur Sigurjónsson og Sigurður Grétar Benóýnsson í hópnum en ekki Tryggvi.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er ÍBV með 26 stig í 3. sæti en Stjarnan er sæti neðar með 25 stig. Eyjamenn eiga einnig leik inni gegn FH á fimmtudag en þeir verða einfaldlega að sigra hér í dag til að halda lífi í titilvonum sínum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Ég ætla að spá markasúpu hér í Garðabæ í kvöld, tek það á mig ef það klikkar!
2. mín
Atli Jóhannsson nálægt því að skora gegn sínum gömlu félögum í ÍBV. Atli á langskot sem fer í varnarmann og þaðan yfir Abel Dhaira í markinu en boltinn fer í slána og út.
5. mín
Þetta byrjar fjörlega hér í Garðabænum. Víðir Þorvarðarson fær fínt færi eftir yfirgjöf frá Guðmundi Þórarinssyni en skot hans fer yfir.
18. mín
Stjörnumenn fá vítaspyrnu. Kennie Chopart, hægri bakvörður Stjörnunnar, fær dauðafæri sem Abel Dhaira ver. Ellert Hreinsson nær frákastinu en Andri Ólafsson tæklar hann og Kristinn Jakobsson dæmir vítaspyrnu.
18. mín Gult spjald: Andri Ólafsson (ÍBV)
Kristinn telur að Andri hafi ekki rænt upplögðu marktækifæri og því sleppur hann með gult spjald.
19. mín Mark úr víti!
Alexander Scholz (Stjarnan)
Garðar Jóhannsson misnotaði vítaspyrnu í bikarúrslitunum og Halldór Orri Björnsson hefur einnig klikað á punktinum í sumar. Alexander Scholz fer því á vítapunktinn núna og honum bregst ekki bogalistin.
30. mín
Garðar Jóhannsson sleppur inn fyrir vörn Eyjamanna en Víðir Þorvarðarson eltir hann uppi og þrengir skotvinkilinn. Garðar nær á endanum frekar máttlausu skoti sem Abel ver.
32. mín
Scholz fær fínt færi á fjærstöng eftir hornspyrnu en Abel ver skot hans auðveldlega.
Tómas Þór Þórðarson:
Kannski eitthvað sem maður segir oft en; Stjarnan er að spila fínan varnarleik. ÍBV ekki að fá opin færi þrátt fyrir flottar fyrirgjafir.
40. mín
Inn:Mark Doninger (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Garðar Jóhannsson er ennþá að glíma við meiðslin sem hann varð fyrir í handbolta í kennslustund í HR í síðustu viku. Hann fer því út af og Mark Doninger leysir hann af hólmi. Ellert Hreinsson fer í senterinn og Doninger í holuna.
43. mín
Doninger kemst strax í færi en Abel ver skalla hans eftir hornspyrnu.
44. mín
Christian Olsen enn og aftur rangstæður hjá Eyjamönnum. Stuðningsmenn ÍBV eru æfir og baula á Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómara.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés. Stjarnan leiðir verðskuldað en liðið hefur fengið fleiri færi í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn hafa átt ágætis spilkafla en Stjörnuvörnin hefur staðið allar sóknir þeirra af sér.
Máni Pétursson:
Þad sest a okkur ad þetta er 3 leikurinn a 8 dogum. Likur a hefdum att ad skora meira i fyrrihalfleik rædunni 70%
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
50. mín
Hörður Árnason misnotar dauðafæri!! Abel Dhaira fór í skógarhlaup og á endanum féll boltinn fyrir fætur Harðar sem var einn fyrir nánast opnu marki vinstra megin í teignum en skot hans fór í hliðarnetið!
51. mín
Guðmundur Þórarinsson á þrumuskot fyrir Eyjamenn en boltinn fer yfir markið og ofan í lækinn fyrir aftan völlinn.
52. mín Gult spjald: Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Brýtur á Christian Olsen sem var á harðaspretti í átt að marki. Baldvin meiðist aftan í læri og þarf líklega að fara af velli.
54. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Baldvin fer meiddur af velli.
64. mín
Eyjamenn eru líklegri hér í síðari hálfleik. Þórarinn Ingi Valdimarsson fær fínt færi á fjærstöng en hann tekur fyrirgjöf Arnór Eyvars viðstöðulaust. Boltinn fer aftur á móti framhjá markinu.
71. mín
Eftir fínt spil Eyjamanna kemst Guðmundur Þórarinsson í ákjósanlega stöðu en hann ákveður að gefa boltann í stað þess að fara nær og skjóta sjálfur.
72. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Tryggvi fer í senterinn.
74. mín
Atli Jóhannsson fær dauðafæri eftir fína skyndisókn Stjörnunnar. Atli fær færið eftir undirbúning hjá Tryggva og Halldóri Orra en skot hans fer framhjá.
78. mín
Inn:Ian Jeffs (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Fyrsta skipting Eyjamanna kemur ekki fyrr en núna.
79. mín
Atli Jóhannsson aftur í færi gegn sínum gömlu félögum en skot hans er dapurt og fer framhjá. Brynjar Gauti fór aðeins í bakið á Atla og tók hann út af laginu.
81. mín MARK!
Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV)
Matt Garner á fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Arnór Eyvar afgreiðir boltann í netið. Flott samvinna hjá bakvörðum Eyjamanna og staðan orðin jöfn. Spennandi lokamínútur framundan hér í Garðabæ!
84. mín Gult spjald: Matt Garner (ÍBV)
Henry Birgir Gunnarsson:
Gat ekki verið að Stjarnan myndi halda hreina. #leak
87. mín
Daninn öskufljóti henti boltanum í Hörð Árnason eftir að brotið var á honum.
89. mín
George Baldock fær gula spjaldið fyrir að ýta í Atla Jóhannsson þegar boltinn var víðsfjarri. Níunda gula spjaldið sem þessi skapheiti Englendingur fær í sumar.
90. mín
Mark Doninger með þrumuskot af löngu færi sem Abel nær ekki að halda en Úgandamðauirnn nær boltanum í annarri tilraun.

Á hinum enda vallarins fær Christian Olsen fínt færi en Ingvar Jónsson ver. Það gæti vel dottið inn sigurmark hérna!
90. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Leik lokið!
Lokatölur 1-1 í fjörugum leik þar sem bæði lið hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Nánari umfjöllun og viðtöl koma hér á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Andri Ólafsson
11. Víðir Þorvarðarson ('78)

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
5. Jón Ingason
11. Sigurður Grétar Benónýsson
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Matt Garner ('84)
Andri Ólafsson ('18)

Rauð spjöld: