Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
2
4
Breiðablik
0-1 Arnar Már Björgvinsson '11
0-2 Kristinn Jónsson '25
0-3 Tómas Óli Garðarsson '32
0-4 Davíð Kristján Ólafsson '33
Óli Baldur Bjarnason '49 1-4
Hafþór Ægir Vilhjálmsson '90 2-4
03.09.2012  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautur völlur
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 245
Maður leiksins: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason ('74)
3. Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('74)
11. Tomi Ameobi

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson ('87)
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('74)
17. Magnús Björgvinsson ('74)
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Scott Ramsay ('72)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið! Hér verður bein textalýsing frá leik Grindavíkur og Brieðabliks í 18. umferðar Pepsi-deildar karla.

Grindavík er fyrir leikinn með tíu stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda en liðið er sjö stigum á eftir Fram og átta stigum á eftir Selfyssingum. Blikar eru aftur á móti með 23 stig í 8. sæti deildarinnar.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Grindavíkingar gera þrjár breytingar á sínu liði síðan í 2-1 tapinu gegn ÍA.
Pape Mamadou Faye, Mattíhas Örn Friðriksson og Scott Ramsey koma inní byrjunarliðið fyrir Björn Berg Bryde,Magnús Björgvinsson og Mikael Eklund.
Fyrir leik
Breiðblik gerir tvær breytingar á sínu liði síðan úr 1-1 jafnteflinu gegn Selfoss.
Ben J. Everson og Þórður Steinar Hreiðarsson fara útúr liðinu og í stað þeirra koma Gísli Páll Helgason og Tómas Óli Garðarsson
Fyrir leik
Dómari hér í dag er Valgeir Valgeirsson.
Honum til aðstoðar eru Sigurður Óli Þorleifsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða á Kópavogsvelli endaði 2-0 fyrir Breiðablik.
Rafn Andri Haraldsson og Guðmundur Pétursson voru með mörkin.

Úrhellis rigning er í Grindavík og smá vindur, eitthvað sem heimamenn ættu að vera orðnir vanir.

Fyrir leik
Nú eru tæpar 10 mínútur þangan til að leikurinn hefst og leikmenn farnir inn í klefa. Miðað við úrkomuna hérna þá mun þetta verða skrautlegur leikur.
1. mín
Leikurinn er hafin og Grindvíkingar sækja í átt að Þorbirni
3. mín
Kristinn Jónsson á flott skot að marki Grindavíkur en Óskar er öruggur í markinu hjá Grindavík og grípur boltann.
6. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
Finnur fær gult spjald fyrir tæklingu á Tomi Ameobi.
11. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
Arnar Már skorar eftir fyrirgjöf inní teig Grindvíkinga, náði hnitmiðuð skoti í fjærhornið sem Óskar gat lítið gert við.
14. mín
Blikar með hættulegan skalla sem fer rétt framhjá, fyrsta korterið hafa þeir stjórnað leiknum og dælt boltunum inní teig Grindvíkinga.
20. mín
Arnar Már sleppur einn í gegnum vörn Grindvíkinga en Óskar nær að handsama boltann af honum.
22. mín
Tómas Óli með skot fyrir utan teig sem fer í Breiðabliks leikmann og í markið en hann var rangstæður þannig að markið telur ekki.
24. mín
Ray Jónsson með skot af tæplega 30 metra færi en fer langt framhjá.
25. mín MARK!
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
2-0 fyrir Breiðablik. Kristinn Jónsson fékk boltann einn og óvaldaður vinstra megin í teig Grindvíkinga og hamraði honum uppí þaknetið.

Útlitið er orðið mjög svart fyrir drengina hans Gauja Þórða.
30. mín
Kristinn Jónsson með góða sendingu inná Nichlas Rohde sem á skot á mark Grindvíkinga en Óskar varði boltann í horn.
32. mín MARK!
Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Tómas Óli skorar eftir að Grindvíkingar misstu boltann á miðjunni, fékk góða sendingu í gegn og setti hann framhjá Óskar í markinu hjá Grindavík.

3-0 eftir 32 mínútur.
33. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Maður hefur ekki undan, klárar að skrifa um 3 markið og þá er 4 komið.

Blikar með aukaspyrnu á miðjum velli og Rafn Andri skorar með skalla, Óskar átti lítinn möguleika í þennan skalla.

4-0 eftir 33 mínútur.
Guðmundur Guðbergsson:
Bendi Grindvíkingum á að Willum er á lausu. #fotbolti #gamlitiminn
Hörður S.Jonsson Fréttaritari 433:
FOKK King Gaui er fallinn!
42. mín
Sóknarleikur Grindvíkinga mjög tilviljunarkenndur og ekkert að gerast hjá þeim á síðasta þriðjungnum sem endar yfirleitt með slappri fyrirgjöf.
45. mín
Nichlas Rohde hitti boltann illa og skaut rétt framhjá úr ákjósanlegu færi, og svo er flautað til hálfleiks þegar Óskar spyrnir úr útsparkinu.

Eitthvað ótrúlegt þarf að gerast svo Grindvíkingar fái eitthvað úr þessum leik.
Íris Eir Ægisdóttir Leikmaður kvennaliðs Grindavíkur:
Svipud skemmtun ad horfa a grind-blika og goal 3.....
Jón Trausti Guðmundsson:
GrindaWeak
Elvar Geir Magnússon
Björn Geir:
Held það sé 30 milljona virði að láta King Gauja fjúka og ráða Willum eða jafnvel bara engann. #fotbolti #lóðrétt #næstefstadeild
46. mín
Jæja þá er seinni hálfleikur hafinn og Grindavíkingar byrja með boltann.
49. mín MARK!
Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Er kombakk ársins að hefjast? Veit það ekki full snemmt að segja.
Óli Baldur skallar boltann inn af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Scott Ramsey
Einar Helgi Helgason leikmaður Þrótt í Vogum:
Þetta fer 4-4 lollypop (julleman) með þrennu svo setur Markóne eitt með skalla..
57. mín
Rafn Andri með flott skot að marki Grindvíkinga en Óskar vandanum vaxinn og slær boltann yfir.
Blikar taka hornspyrnuna sem Óskar grípur.
59. mín
Allt annað að sjá sóknarleik heimamanna, eru mun beinskeyttari og ná flottum spil köflum þar sem Iain Williamson fer fremstur í flokki.
Ef Grindvíkingar ná að pota inn öðru marki á næstunni þá gæti verið möguleiki fyrir þá að fá eitthvað útúr þessum leik.
62. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Haukur kemur inn fyrir Tómas Óla
68. mín
Marko Valdimar flotta fyrirgjöf fyrir en Pape skallar yfir.
70. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Blikar gera aðra breytingu sína í leiknum.
72. mín Gult spjald: Scott Ramsay (Grindavík)
Scott Ramsey fær gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu.
74. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
74. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum
Daníel Guðni Guðmundsson:
King Pape setur þrennu og jafnar þetta fyrir Gula Þorpið #fotbolti
79. mín
Áhorfendur hér í kvöld eru 245 manns
80. mín
Magnús Björvinsson sleppur einn í gegnum vörn Blika en skýtur boltanum framhjá úr algjöru dauðafæri !! Hann var einnig með Pape sér við hlið en ákvað að skjóta sjálfur við litla hrifningu frá Pape
84. mín
Iain Williamson með góða fyrirgjöf úr aukaspyrnu en Tomi nær illa til hans og setur hann framhjá.
85. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Breiðablik) Út:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
86. mín
Kristinn Jónsson kemst einn innfyrir vörn Grindvíkinga en Óskar ver skotið frá honum.
87. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Grindavík) Út:Pape Mamadou Faye (Grindavík)
90. mín MARK!
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
Hafþór Ægir skorar með skalla, það var minnsti maðurinn á vellinum sem stökk manna hæst og skallaði hann í bláhornið, lítið sem Ingvar Þór Kale gat gert við þessu.
Leik lokið!
Hér með líkur leiknum með öruggum sigri Breiðabliks 4-2 sem var aldrei í hættu.
Það var fyrri hálfleikur sem kláraði þennan leik þar sem vörn Grindavíkur gerði sóknarmönnum Blika ekki erfitt fyrir.
Í seinni hálfleik hresstist aðeins yfir leik Grindavíkur en mörkin hefðu þurft að koma fyrr svo þeir myndu eiga eitthvern séns að fá eitthvað útúr leiknum en Blikarnir voru skynsamir aftur fyrir og sigldu þessum sigri í höfn.
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('62)
30. Andri Rafn Yeoman ('70)

Varamenn:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
15. Adam Örn Arnarson ('85)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('6)

Rauð spjöld: