Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
2
2
FH
Þórarinn Ingi Valdimarsson '57 1-0
2-0 Ólafur Páll Snorrason '75 , sjálfsmark
2-1 Björn Daníel Sverrisson '79
2-2 Albert Brynjar Ingason '85
23.09.2012  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsí deildin
Aðstæður: Það er vindur og rigning hér í eyjum, völlurinn blautur að sjálfsögðu.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 538
Maður leiksins: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('92)
11. Víðir Þorvarðarson ('84)
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('50)
Guðmundur Þórarinsson ('49)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur Fótbolta.net. Hérna mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍBV og FH í 21.umferð Pepsí deildar karla. Leikurinn hefst kl 16:00.

Það má með sanni segja að þessi leikur sé gríðarlega mikilvægur fyrir ÍBV því að ef ÍBV vinna í dag hafa þeir gulltryggt sér keppnirétt í Evrópudeildinni á næsta ári.

En eins og allir vita skiptir þessu leikur FH ekki miklu máli því þeir eru orðnir Íslandsmeistarar. En FH á ennþá möguleika á því að jafna met stigafjölda í 12 liða deild. Þeir þurfa að vinna sína báða leiki til að gera það.
Fyrir leik
Eyjamenn gera tvær breytingar á liði sínu. Ian Jeffs og Tryggvi Guðmundsson koma inn fyrir Víði Þorvarðarson og Andra Ólafsson.

FH-ingar gera 4 breytingar á liði sínu. Gunnleifur Gunnleifs er á bekknum og inn fyrir hann kemur Róbert Örn Óskarsson. Guðmann Þórisson, Danny Justin Thomas og Kristján Gauti koma inn fyrir þá Viktor Örn, Bjarka Gunnlaugs og Frey Bjarnason
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Mikið rok og völlurinn á floti, gæti orðið skemmtilegur leikur!
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Þá er star wars þema lagið komið í gang og leikmenn ganga út á völlin!
Jóhann Norðfjörð
1. mín
Leikurinn er hafinn, og eru það heimamenn sem byrja með boltan!
Jóhann Norðfjörð
2. mín
Mikil gleði er í fréttamannaskýlinu hér á Hásteinsvelli þar sem vallarklukkan er komin í lag!
Jóhann Norðfjörð
3. mín
Leikurinn er fjörlega af stað, bæði lið vilja sigur og ekkert verður gefið eftir hér í dag.
Jóhann Norðfjörð
7. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH) Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
Þetta er ekki lengi að gerast, Kristján Gauti sennilega að díla við meiðsli og bað sjálfur um skiptinguna.
Jóhann Norðfjörð
8. mín
Tonny Mawejje lætur vaða rétt fyrir utan vítateig, boltinn sleikir jörðina en fer þó framhjá markinu!
Jóhann Norðfjörð
11. mín
Stál í stál.
Danny Justin hleypur hratt upp kantinn, Abel kemur út úr markinu og nær að hreinsa frá.. Danny tæklaði i Abel og þurfti að veita honum aðhlynningu.
Jóhann Norðfjörð
15. mín
Tryggvi Guð eins og hann er kallaður hér í eyjum braut á Hólmar nálægt hornfánanum og FH-ingar fá aukaspyrnu.

Aukaspyrnan er föst og fer með vindinum yfir mark eyjamanna!
Jóhann Norðfjörð
17. mín
Flott spil hjá FH fyrir utan vítateig eyjamann sem endar þannig að Atli Guðna reynir viðstöðulaust skot fyrir utan teig, hittir boltan ágætlega en framhjá markinu fór hann.
Jóhann Norðfjörð
18. mín
zzZzzz...
Jóhann Norðfjörð
26. mín
Lítið að gerast, 50/50 leikur þessa stundina!
Jóhann Norðfjörð
27. mín
ÍBV með flotta sókn, Ian Jeffs fór upp kantinn og gaf boltan fyrir markið og þar rann Tryggvi Guðmunds þannig að boltinn fór framhjá honum og út í teig og Þórarinn Ingi ákvað að reyna við skotið sem fór hátt yfir!
Jóhann Norðfjörð
35. mín
FH eiga hér hornspyrnu sem Hólmar Örn tekur.

Sendir stutt og fær hann aftur, kemur síðan með hættulega sendingu fyrir markið sem Matt Garner hreinsar í burtu.
Jóhann Norðfjörð
37. mín
Garner prjónar sig í gegnum vörn FH og tekur síðan skotið, það fer hátt yfir!
Jóhann Norðfjörð
40. mín
Ian Jeffs skallar knöttin inn í teig á Christian Olsen sem er í ''død ville'' en skýtur honum í innkast!!

Róbert kom út á móti Olsen og gerði honum erfitt fyrir.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Tonny brýtur á Birni Daníeli rétt fyrir utan teig, Hólmar stillir sér upp og ætlar að taka spyrnuna.

Flottur bolti inna á teig þar sem Arnór Eyvar skallar hann upp í loft og þar tekur Abel stökkið og kýlir hann í burtu.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér á Hásteinsvelli, leikurinn mætti nú alveg vera aðeins líflegri.

En við verðum hér með seinni hálfleikinn eftir stutta stund!
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju !
Jóhann Norðfjörð
47. mín
Frábær sprettur hjá Olsen. Náði skoti en Pétur Viðarsson náði að bjarga áður en boltinn myndi fara inn !
Jóhann Norðfjörð
49. mín Gult spjald: Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Fyrir brot á Danny Justin. Var alltof seinn í tæklinguna.
Jóhann Norðfjörð
50. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Fær gult spjald fyrir brot á Alberti Brynjari. Virtist vera umdeilt héðan úr blaðamannastúkunni.
Jóhann Norðfjörð
55. mín
Tryggvi Guðmunds með góða aukaspyrnu sem Róbert Örn varði mjög vel í marki FH !.
Jóhann Norðfjörð
57. mín
Jeffs flikkaði boltanum á Olsen sem ýtti boltanum rétt framhjá !
Jóhann Norðfjörð
57. mín MARK!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Arnór átti sendingu fyrir þar sem Tryggvi Guðmundsson lagði boltann út á Þórarinn Inga sem neglti boltanum á markið og skoraði !. 1-0 fyrir ÍBV !
Jóhann Norðfjörð
61. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Einar Karl Ingvarsson (FH)
Jóhann Norðfjörð
64. mín Gult spjald: Guðjón Árni Antoníusson (FH)
Tæklar Tryggva aftanfrá að miðjum velli !. Var hepinn að fá ekki rautt spjald þarna !
Jóhann Norðfjörð
68. mín
Olsen lagði boltann út á Guðmund Þórarinsson sem átti skot rétt framhjá markinu. Það er ekkert sem er í gangi í leik FH. Eyjamenn miklu líklegri.
Jóhann Norðfjörð
70. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
Andri Ólafsson kemur inná fyrir aðstoðarþjálfara ÍBV Ian Jeffs
Jóhann Norðfjörð
72. mín
Inn:Ólafur Páll Snorrason (FH) Út:Danny Justin Thomas (FH)
Jóhann Norðfjörð
74. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Fyrir brot á Guðmundi Þórarinssyni
Jóhann Norðfjörð
75. mín SJÁLFSMARK!
Ólafur Páll Snorrason (FH)
Guðmundur Þórarinsson tók hornspyrnu sem fór í Ólaf Pál og í markið. 2-0 fyrir ÍBV !!
Jóhann Norðfjörð
79. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Atli Guðna átti sendingu inn í teiginn og boltinn var við það að fara útaf en þá var Ólafur Páll mættur og náði að gefa fyrir og þar mætti Björn Daníel og setti hann í markið !. Staðan 2-1 og allt getur gerst !.
Jóhann Norðfjörð
83. mín
Olsen reynir hér skot frá miðju en boltinn fer örugglega í hendurnar á Róberti Erni í marki FH.
Jóhann Norðfjörð
84. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Christian Olsen (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
85. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Ólafur Páll átti sendingu fyrir og þar mætti Albert Brynjar og setti boltann í markið !. FH komnir til baka !. 2-2 !
Jóhann Norðfjörð
92. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
Leik lokið!
Leik lokið hér í eyjum, ágætis leikur í skítaveðri.

ÍBV komst 2-0 yfir en þá settu FH-ingar í 4 gír og gáfu allt í botn og jöfnuðu leikinn.

Ég þakka fyrir mig, ást og friður.
-Jóhann Norðfjörð
Jóhann Norðfjörð
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson ('7)
14. Albert Brynjar Ingason
21. Guðmann Þórisson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
8. Emil Pálsson ('61)
16. Jón Ragnar Jónsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('74)
Guðjón Árni Antoníusson ('64)

Rauð spjöld: