Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
2
0
Stjarnan
Nichlas Rohde '10 1-0
Nichlas Rohde '58 2-0
Ellert Hreinsson '70
29.09.2012  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('79)
30. Andri Rafn Yeoman ('45)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
15. Davíð Kristján Ólafsson ('45)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Olgeir Sigurgeirsson ('80)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla. Um er að ræða leik í lokaumferð deildarinnar.

Það er heldur betur mikið í húfi í þessum leik. Þetta er hreinn úrslitaleikur um Evrópusæti. Stjörnunni dugir jafntefli.

Silfurskeiðin, stuðningshópur Stjörnunnar, hitar upp á Spot í Kópavogi.

Dómari í dag er Erlendur Eiríksson málarameistari. Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson eru aðstoðardómarar og fjórði dómari er Garðar Örn Hinriksson.

Kristinn Jónsson, einn besti leikmaður Breiðabliks í sumar, er ekki með í dag þar sem hann tekur út leikbann.

Við bíðum eftir staðfestum byrjunarliðum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Áhorfendur eru farnir að tínast inná Kópavogsvöll. Það er sannkallað haustveður hérna í Kópavoginum í dag.

Þessa stundina er verið að gera hljóðprufur í hátalarakerfi vallarins og vottast það hér með að kerfið er í lagi
Fyrir leik
Góðir lesendur. Hér á Kópavogsvelli er tónlistin farin að óma og morgunljóst að hér á að keyra upp stemminguna fram að leik sem hefst eftir rétt rúmar 50 mínútur.

Liðin fara sennilega að detta útá völl í upphitun innan skamms
Fyrir leik
Hingað í blaðamannaboxið var að koma maður vopnaður yfirfullum bakka af bakkelsi og rjúkandi kaffi á könnu og ég var að enda við að koma úr bakaríi. Lífið er gott.
Fyrir leik
Jæja fyrstu leikmennirnir mættir útá völl. Blikarnir eru þar fjölmennari en alls eru sex Blikar mættir á móti aðeins einum Stjörnumanni.
Fyrir leik
Hinn eini sanni Guðjón Guðmunds (Gaupi) er búinn að vera um allt hér á Kópavogsvelli.

Afhenti hann Garðari Jóh kassa af pepsi rétt áðan og er núna kominn hingað uppí box að gæða sér á hágæða vínarbrauði. Þvílík yfirferð!
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða endaði með 1-1 jafntefli í Garðabænum.

Arnar Már Björgvinsson kom Blikum á bragðið en Halldór Orri Björnsson jafnaði metin.

Báðir eru þeir í byrjunarliðum liða sinna í dag og sennilega til alls líklegir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin bæði eru farin til búningsherbergja.

Aðeins um 10 mínútur í að Erlendur Eiríksson blási til leiks.

Stúkan hér á Kópavogsvelli er ört að fyllast og gamla stúkan er mönnuð Silfurskeiðinni.
Ómar Ingi Guðmundsson - HK-ingur:
Áfram Stjarnan! Koma svo Pési og Danni Lax #silfurskeidin
Fyrir leik
Shit löggan er mætt! Eins gott að það er dökkt gler hérna í blaðamannastúkunni.

Góðir gestir þetta er að bresta á!!
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn í tveim fallegum röðum. Með liðunum eru leikmenn úr yngri flokkum Breiðabliks. Áhorfendur láta vel í sér heyra
1. mín
Leikur er hafinn
1. mín
Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Smáranum með léttan andvara í liði með sér
1. mín
Fyrsta aukaspyrnan fellur Blikum í skaut á miðjum vellinum. Þetta byrjar hressilega!
4. mín
Fyrsta færi leiksins! Garðar Jóh kassar út háan bolta og Atli Jóh tekur boltann í fyrsta en boltinn fer yfir mark Breiðabliks. Hættulegt!
5. mín
Þarna sluppu Stjörnumenn vel. Daníel Laxdal sendir slaka þversendingu sem Arnar Már kemst inní við miðjulínu en náði ekki til knattarins aftur sem hefði sennilega skilað honum einum í gegn.
10. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Elfar Árni finnur Nicholas Rohde í góðu hlaupi og sendir hárfínan bolta innfyrir á hann. Rohde gerir allt rétt er hann rennir boltanum með jörðinni framhjá Ingvari Jóns
13. mín
Bæði lið hafa beitt löngum sendingum upp völlinn í miklu mæli - sem hafa ekki skapað mikla hættu hingað til.
17. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu um 20 metra frá marki Blika. Halldór Orri gerir sig líklegan.
17. mín
Aukaspyrna Halldórs Orra fer í varnarvegginn og eiga Stjörnumenn hornspyrnu sem Ingvar Kale grípur næsta auðveldlega
20. mín
Tómas Óli finnur Rohde í góðu hlaupi en Rohde fær boltann í höndina er hann reynir að koma sér í færi og réttilega dæmd aukaspyrna.
21. mín
Halldór Orri sendir aukaspyrnu inná teig Blika sem er skölluð fyrir markið þar sem Mark Doninger er réttur maður á réttum stað en nær ekki nægum kraft í skallann og Ingvar Kale ver með sjónvarpsskutlu.
22. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Harka að færast í leikinn. Halldór Orri fer harkalega í Andra Yeoman, virðist bara hlaupa hann niður er Andri er að standa upp eftir návígi og fær Halldór fyrstu áminningu leiksins frá Erlendi Eiríkssyni
25. mín
Garðar Jóhannsson tíar upp af 30 metrunum úr aukaspyrnu og hamrar knöttinn í átt að marki Blika en boltinn fer naumlega framhjá. Sannkölluð fallbyssa þessi vinstri fótur hans Garðars!
26. mín
Mark Doninger með hættulega fyrirgjöf sem varnarmenn Blika rétt koma frá hættusvæðinu og eiga Stjörnumenn hornspyrnu
27. mín
Stórhætta fyrir framan mark Blika. Boltinn dettur fyrir Kennie Chopart í teignum eftir hornspyrnu en skotið er blokkað af varnarmönnum Blika.
28. mín
Vægast sagt stórfurðuleg ákvörðun Frosta Viðars aðstoðardómara. Atli Jóh vinnur boltann af varnarmanni Blika í horninu en er dæmdur brotlegur - þarna hefði Atli verið kominn í ákjósanlega stöðu!

Stjörnumenn eru að færa sig verulega uppá skaptið
31. mín
Arnar Már fellur eftir viðskipti við Alexander Scholz varnarmann Stjörnunnar. Virðist sem hann hafi fengið hönd Alexanders í andlitið. Takast þeir kumpánar í hendur.
35. mín Gult spjald: Alexander Scholz (Stjarnan)
Það er líf og fjör hér á Kópavogsvelli. Daninn Scholz fer í bókina góðu og þarf Erlendur að ganga til Bjarna Jóh og lesa honum úr pistlinum að auki
39. mín
Tómas Óli Garðarsson á gullfallega sendingu innfyrir á Nicholas Rohde sem er með áætlunarferðir upp hægri vænginn og inná miðjuna. Rohde gerði samt ekki næginlega vel í þetta skiptið og skaut framhjá marki Stjörnunnar
41. mín
Spennan hérna á Kópavogsvelli er rafmögnuð. Hér er mikið undir og má sjá það berlega á hörkunni í leiknum og tilburðum þjálfara beggja liða.
43. mín
Hér ætlar allt um koll að keyra!! Ingvar Kale í tómu veseni! Virðist taka niður sóknarmann Stjörnunnar í örvæntafullri tilraun sinni að ná bolta sem hann smjöraði úr höndum sér. Erlendur Eiríksson virtist ekki vel staðsettur og lét leikinn halda áfram.

Stjörnumenn æfir og sparkaði Kiddi Lár járngrind af hlaupabrautinni inná völlinn í hamagangnum.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Siggeirsson - HK-maður;
Stjarnan átti að víti! #klártmál
Arnar Sveinn Geirsson - Sonur Geirs Sveinssonar;
Þetta er alltaf víti. Alltaf.
45. mín
Fyrri hálfleikur hefur verið eldhress og skemmtilegur hér á Kópavogsvelli.

Blikar yfir í hálfleik en Stjörnumenn hafa gert atlögur að marki þeirra og má gera að því skónna að potturinn sjóði yfir í síðari hálfleik ef fram heldur sem horfir.
45. mín
Rafn Andri Haraldsson hefur lokið upphitun og sprettir inní klefa. Mjög líkleg breyting í vændum á Blikum.
45. mín
Stjörnumenn og Blikar mættir útá völl aftur. Síðari hálfleikur fer senn að hefast!
45. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Rafn Andri kemur inn fyrir Andra Yeoman - undirritaður þekkir ekki hvort um meiðsl er að ræða en nú hefjast leikar.
45. mín
Síðari hálflieikur er hafinn!
46. mín
Hingað var að berast kvörtun í kvörtunarsímann (695-1401) - áhorfandi í gömlu stúkunni blöskraði hreinlega hve sætin þar væru óhrein og neyðist sökum þess að standa og horfa á leikinn.
47. mín
Atli Jóh með hornspyrnu sem skapar hættu fyrir framan Blikamarkið en skalli Scholz úr markteignum fór yfir markið. Þetta byrjar fjörlega...jújú svo er víst!
50. mín
2226 áhorfendur eru hér á Kópavogsvelli. Laglegt það
51. mín
Þórður Steinar með heimskulega tæklingu útá kanti. Bjarni Jóh mættur í boðvanginn urrandi og geltandi. Það kemur ekkert útúr aukaspyrnunni.
54. mín
Atli Jóh gerir vel og finnur Ellert Hreinsson sem tekur sér góðan tíma í þetta en ógnar svo marki og sleppir hörkuskoti fyrir utan teig sem Ingvar Kale ver vel í marki Blika
55. mín
Stjörnumenn að liggja vel á Blikum núna í upphafi síðari hálfleiks.
57. mín
Garðar Jóh finnur Ellert Hreins fyrir framan teiginn. Ellert reynir að klobba Rene Troost en hollendingurinn nær knettinum og bægir hættunni frá
58. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Tómas Óli Garðarsson rennir boltanum í svæði bakvið Kennie Chopart þar sem Nicholas Rohde var mættur á siglingunni og stormaði í átt að Stjörnumarkinu og teiknaði boltann svo "Rooney-style" í fjærhornið. Virkilega vel klárað hjá Rohde!
61. mín
Þetta mark Blika gæti hafa tryggt þeim farseðilinn til Evrópu á vit ævintýra. Tímabilið byrjaði ekki vel hjá Blikunum en góðir lesendur það er hellingur eftir af leiknum og Stjörnumenn hljóta að leggja allt sem þeir eiga í síðustu 30 mínútur mótsins!
62. mín
Elfar Árni rennir boltanum á Tómas Óla sem færir boltann yfir á hægri fót og ætlar að skrúfa boltann í hornið en Ingvar Jónsson var mættur á svæðið og handsamaði boltann. Skemmtileg pæling hjá Tómasi.
64. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
Jálkurinn Tryggvi Bjarna kemur inn fyrir fyrrum Blikann Gunnar Örn Jónsson. Áhorfendur Blika kalla; "Júdas, Júdas" til Gunnars sem náði sér ekki á strik í dag.
64. mín
Inn:Ben Everson (Breiðablik) Út:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
Ben Everson kemur inn fyrir Arnar Má Björvinsson. Áhorfendur fagna innkomu Everson
70. mín
Slagur! Slagur! Slagur!
70. mín Rautt spjald: Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Málarinn lyftir rauða spjaldinu. Ellert Hreinsson missir stjórn á skapi sínu og skallar Ingvar Kale - en það útskýrir hinsvegar ekki hvers vegna útileikmaður Blika liggur óvígur meðan Ingvar er stálsleginn.
70. mín
Ingvar og Ellert eiga í orðaskiptum sem endar á því að Ellert "skallar" markvörð Blika. Stundarbrjálæði sem sennilega hefur bundið endahnútinn á Evrópudrauma Garðbæinga. Þetta er orðin ansi brött brekka fyrir Stjörnumenn
Arnar Sveinn Geirsson - Sonur Geirs Sveinssonar;
Alltaf rautt en Kale er fífl
74. mín
Ben Everson er þarna alltof lengi að athafna sig. Blikar komust í 3 v 2 gegn vörn Stjörnunar. Slæm nýting á góðri leikstöðu.
76. mín
Stjörnumenn eru með alla anga úti eða öllu heldur frammi sem hefur skapað ansi stórar glufur fyrir skyndisóknir Breiðabliks. Ef við fáum mark frá Stjörnunni fljótlega gætum við verið að horfa á dýnamískar lokamínútur.
77. mín
Mark hjá Stjörnunni - dæmt af vegna rangstöðu

Tryggvi Bjarna rís hæst upp í teignum og skallar að marki - boltinn er á leið inn þegar Garðar Jóh virðist koma við boltann og er flaggaður rangstæður. Sennilega réttilega af Áskeli Gíslasyni aðstoðardómara#1.
79. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Tómas Óli kemur útaf. Fantagóð frammistaða hjá honum í dag. Stimplaði sig inn til vinnu í dag og skilaði ærlegu dagsverki og vel það! Inn kemur hinn margreyndi Olgeir Sigurgeirs.
79. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Mark Doninger (Stjarnan)
Mark Doninger hefur lokið niðurtalningu sinni. Hann er á leið til Bretlands. Inn kemur Baldvin Sturluson
80. mín Gult spjald: Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
Olgeir ekki lengi að stimpla sig inn. Nælir sér í gult sem má deila um hversu sniðugt er í tölfræðina.
83. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann Laxdal fær gula spjaldið fyrir harkalegt brot við hliðarlínuna. Erlendur Eiríks beitt hagnað en Erlendur man og spjaldaði Jóhann svo þegar leikar stöðvuðust.
83. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Laxdals-bræður að fara í bókina góðu á sömu mínútunni. Daníel fyrir hressilega tæklingu.
84. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Stjarnan)
Kennie Chopart tapar tæklingu og sparkar leikmann Blika niður aftanfrá. Glórulaust. Stjörnuliðið er búið að missa hausinn - svo mikið er ljóst!
86. mín
Lítið eftir af leiknum. Stjörnumenn eiga aukaspyrnu við hornfánann. Halldór Orri gerir sig líklegan til að senda fyrir. Lítil hætta.
87. mín
Leikurinn hefur fjarað út og einna markverðast skrautleg návígi um víðan völl.
88. mín
Elfar Árni með fyrirgjöf frá vinstri sem ratar á Ben Everson sem reynir marktilraun á lofti en boltinn fer hátt yfir mark Stjörnunnar.
89. mín
Áhorfendur Blika eru hreinlega að klára raddböndin hérna á lokamínútunum.
90. mín
Fjórar mínútur að minnsta kosti í viðbótartíma hér á Kópavogsvelli. Blikar hafa siglt Evrópusætinu heim í Kópavoginn. Virkilega góður endir á tímabili Blika sem byrjaði satt best að segja brösulega.
93. mín
Blikaliðið fær Standing O frá áhorfendum. Blaðamönnum hér til mikils ama enda skyggni akkurat 0 metrar!
94. mín
Erlendur Eiríksson flautar til leiksloka og Blikar næla sér í 2.sæti deildarinnar þar sem Fram vann ÍBV á Laugardalsvelli. Það er fagnað dátt hérna.
Leik lokið!
Góðir gestir - Íslandsmótinu 2012 er lokið!

Það er ljóst að það verður fagnað dátt í kvöld í Kópavoginum og Hafnarfirðinum.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('84)
Jóhann Laxdal ('83)
Daníel Laxdal ('83)
Alexander Scholz ('35)
Halldór Orri Björnsson ('22)

Rauð spjöld:
Ellert Hreinsson ('70)