Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Arsenal
5
2
Tottenham
0-1 Emmanuel Adebayor '10
Emmanuel Adebayor '18
Per Mertesacker '24 1-1
Lukas Podolski '42 2-1
Oliver Giroud '45 3-1
Santi Cazorla '60 4-1
4-2 Gareth Bale '71
Theo Walcott '91 5-2
17.11.2012  -  00:00
Emirates Stadium
Enska Úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
3. Bacary Sagna
4. Per Mertesacker
5. Gabriel Paulista
6. Laurent Koscielny
8. Mikel Arteta
10. Jack Wilshere ('72)
12. Oliver Giroud ('86)
14. Theo Walcott
19. Santi Cazorla
22. Lukas Podolski ('80)

Varamenn:
26. Damián Martínez (m)
11. Mesut Özil ('80)
15. Alex Oxlade-Chamberlain ('86)
16. Aaron Ramsey ('72)
23. Andrei Arshavin
25. Carl Jenkinson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!
94. mín
Chamberlain að sýna hvers hann er megnugur. Veður upp hægri kantinn og leikur á tvo varnarmenn og fær svo hornspyrnu.
92. mín
Andre Santos liggur sárþjáður á miðjum vellinum. Ekki gott fyrir Arsenal ef hann meiðist í ljósi þess að hinn vinstri bakvörðurinn, Kieran Gibbs, er líka meiddur.
91. mín MARK!
Theo Walcott (Arsenal)
Chamberlain leggur upp mark á Walcott. Leiknum er í raun lokið og Arsenal komið tímabundið í sjötta sæti.
86. mín
Inn:Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal) Út:Oliver Giroud (Arsenal)
85. mín
Bæði lið reyna að sækja en leikurinn er samt að fjara út.
80. mín
Inn:Mesut Özil (Arsenal) Út:Lukas Podolski (Arsenal)
80. mín
Tottenham enn hættulegri aðilinn í síðari hálfleik og fær aftur hornspyrnu. Arsenal snýr við í skyndisókn, þrír gegn tveimur, en Ramsey á lélega sendingu beint á Lloris í marki gestanna.
78. mín
Boltinn fer yfir all vörn Arsenal og Defoe í kjörstöðu til að skora en hann hittir ekki boltann sem fer aftur fyrir endamörk. Hann hefði örugglega skorað hefði hann bara hitt knöttinn.
77. mín
Tottenham á hornspyrnu. Arsenal og föst leikatriði eru ekki góðir vinir.
73. mín
Bale svo nálægt því að minnka muninn í eitt mark! Defoe pirraður að fá ekki sendingu, en Arsenal verður að hugsa sinn gang.
72. mín
Inn:Aaron Ramsey (Arsenal) Út:Jack Wilshere (Arsenal)
71. mín
Inn:Tom Carroll (Tottenham) Út:Tom Huddlestone (Tottenham)
71. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
BALE búinn að skora! Virðist frekar hættulaust mark en það eru tuttugu mínútur eftir og Tottenham er að spila vel.
69. mín
Leikurinn er enn þokkalega jafn þrátt fyrir að Arsenal sé manni fleiri og þremur mörkum yfir. Tottenham heldur boltanum sæmilega en kemst ekki í færi. Þokkalega fáránlegt að Wenger sé ekki búinn að skipta lykilmönnum útaf til að hvíla þá fyrir Meistaradeildina.
66. mín Gult spjald: Sandro (Tottenham)
Sandro fær gult fyrir sitt fjórða brot í leiknum.
62. mín
Nú liggur mark, eins og svo oft áður í leiknum, í loftinu. Nú gæti verið að Arsenal slaki aðeins á en þeir gætu líka ákveðið að slútta þessu alveg og keyrt allt í botn.
61. mín
Arsenal næstum búnir að skora aftur. Þeir eru komnir í gang aftur!
60. mín MARK!
Santi Cazorla (Arsenal)
4-1. Hröð sókn hjá Arsenal þar sem Giroud, Walcott og Podolski gerðu allir mjög vel eftir markspyrnu Szczesny áður en Santi Cazorla kláraði færið auðveldlega.

Boas tók djarfa ákvörðun og Tottenham mun gjalda fyrir það út leikinn.
Sigurður Gísli @siggigisli1
Spyrnurnar hjá Huddlestone eru skita. Veit um einn spyrnusérfræðing á bekknum. Hvað eru mörg S í því? #fotbolti #Sigurdsson
56. mín
Arsenal er búið að slaka gríðarlega á sóknarþunganum frá því undir lok fyrri hálfleiks. Liðið nær ekki sama tempói upp aftur og Tottenham heldur góðri pressu en leikmennirnir hljóta að fara að þreytast verandi manni færri.
55. mín
Walcott eitthvað meiddur, líklegt að Wenger skipti honum af velli. Gæti verið alvarlegt en gæti líka verið ekkert mál. Hann er allavega kominn á völlinn aftur og er hlaupandi við fögnuð áhorfenda.
47. mín
Það er ljóst að Villas-Boas vill ekki tapa þessum leik. Hann ætlar að sækja í síðari hálfleik og ljóst að það verða fleiri mörk í þessum leik.
46. mín
Inn:Michael Dawson (Tottenham) Út:Kyle Walker (Tottenham)
46. mín
Inn:Clint Dempsey (Tottenham) Út:Kyle Naughton (Tottenham)
Villas-Boas breytir í þriggja manna vörn! Þetta er helvíti djarft hjá Portúgalanum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Get nú ekki sagt að þetta rauða spjald hjá Adebayor komi á óvart. Hann virðist missa allt vit þegar hann spilar gegn Arsenal. Hver man ekki þegar hann traðkaði á Robin van Persie eða þegar hann hljóp yfir allan völlinn til að fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal?
S. Mikael Jónsson @S_Mikael_J
Það eru aldrei nein mörk í þessum Arsenal-Tottenham leikjum, sagði enginn, aldrei. #fotbolti
Sindri Már Stef @sindrimarstef
Langar eiginlega ekkert að sjá Gylfa taka þátt í þessu rugli í dag. #ARSTOT #fótbolti
Jóhann Óli Eiðsson @jedissson
Gummi Ben sagði þetta færi 4-2 fyrir Arsenal. Ég vona að það verði ekki verra en það. #COYS #fotbolti
45. mín
Fyrri hálfleik lokið! Gareth Bale og Kyle Walker að ræða málin við Howard Webb þegar þeir ganga til búningsklefa sinna, eflaust kvartandi undan rauða spjaldinu sem Adebayor fékk, sem átti þó algjörlega rétt á sér.
45. mín MARK!
Oliver Giroud (Arsenal)
GIROUD! Þetta mark lá algjörlega í loftinu. Santi Cazorla enn og aftur ótrúlega góður og leikur á hálfa vörn Tottenham og kemur með góða sendingu á Giroud sem klárar færið virkilega vel.

Spilamennska Arsenal hér í dag er vægast sagt ótrúleg.
45. mín Gult spjald: Aaron Lennon (Tottenham)
Lennon braut á Vermaelen á hættulegum stað.
45. mín
Lloris búinn að bægja tveimur hættulegum sóknum frá á skömmum tíma. Hálfleiknum að ljúka en Arsenal gæti bætt þriðja markinu við.
44. mín
Sóknarþunga Arsenal ætlar ekki að linna. Santi Cazorla er að eiga ótrúlega góðan leik og Thierry Henry er skælbrosandi í stúkunni.
42. mín MARK!
Lukas Podolski (Arsenal)
Arsenal var búið að liggja í sókn með virkilega háu tempói og loksins komst Lukas Podolski í gegn og skaut í William Gallas og þaðan lak boltinn í netið þar sem Lloris var búinn að skutla sér í hitt hornið.
42. mín
Arsenal er bókstalfega herjandi á mark Tottenham og.. MARK!
40. mín
Lloris er að reynast Tottenham gríðarlega mikilvægur. Sagna og Walcott eiga algjörlega hægri kantinn og eru að ná góðum fyrirgjöfum en Lloris greip skalla Giroud úr fínu færi.
38. mín
Sandro með sitt þriðja brot í leiknum og ekki kominn með gult spjald. Ljóst að Webb reynir að láta leikinn fljóta eins mikið og hann getur.
35. mín
Bale skokkaði framhjá hálfu Arsenal liðinu eins og hann væri að leika sér á leikvelli og vann hornspyrnu. Giroud skallar hornspyrnuna burt og svo skallar Sagna fyrirgjöf í innkast.
32. mín
Santi Cazorla með hörkuskot sem fór rétt yfir markið. Spurning hvort Tottenham muni halda jafnteflinu út hálfleikinn.
31. mín
Frábær markvarsla hjá Hugo Lloris eftir góðan skalla samlanda sins Olivier Giroud. Arsenal fær hornspyrnu.
30. mín
Walcott er að skapa alskonar vandamál fyrir Naughton og vinnur nú aukaspyrnu á fínum stað eftir góðan sprett.
26. mín
Tottenham er í mjög erfiðri stöðu. Manni færri gegn Arsenal á Emirates sem er búið að skora úr sínu eina færi í leiknum.
Róbert Jóhannsson @ruberamo
"Streamið mitt datt aðeins út" sagði textalýsandi á http://fotbolti.net . Metnaður ...
24. mín MARK!
Per Mertesacker (Arsenal)
ARSENAL BÚIÐ AÐ JAFNA!! Walcott kemst frábærlega framhjá Kyle Naughton og kemur með góða fyrirgjöf sem Per Mertesacker gerir ótrúlega vel að skalla í netið. Frábær skalli úr erfiðri stöðu
23. mín
Arsenal vaknaði við þetta rauða spjald. Liðið er að spila mun betur en í upphafi leiks.
Sigrún Dóra @sigrundora7
góðan daginn ! shit just went dooown! #fotbolti #adebayor #arstot
18. mín
Já, hann verðskuldaði þetta spjald. Hann fór með takkana í löppina á Santi Cazorla. Ekki illska í tæklingunni en stórhættulegt að vera svona seinn í tæklingu þegar þú snýrð með sólann upp.
18. mín Rautt spjald: Emmanuel Adebayor (Tottenham)
Veit ekki hvað gerðist. Arsenal maður liggur í grasinu og Adebayor fokinn af velli.
17. mín
Slagsmál á vellinum! Streamið mitt datt aðeins út en einhver leikmaður Arsenal liggur sárþjáður á vellinum og Adebayor fær rautt spjald!!!!
13. mín
Aaron Lennon næstum búinn að skora. Vörn Arsenal er hræðileg í upphafi leiks.
10. mín MARK!
Emmanuel Adebayor (Tottenham)
Adebayor búinn að skora gegn sínum gömlu félögum! Defoe slapp gegnum vörn Arsenal sem var alltof, alltof hátt uppi og Szczesny varði vel frá Defoe en Adebayor var fyrstur til boltans.
9. mín
William Gallas skoraði en línuvörðurinn dæmdi hann rangstæðan. Rétt ákvörðun.
8. mín
Arsenal alls ekki sannfærandi í upphafi leiks og nú á Tottenham aukaspyrnu á hættulegum stað. Fáum eflaust að sjá fyrirgjöf og Arsenal vörnin ekki sú besta í föstum leikatriðum.
7. mín
Ekki að það komi á óvart, en Adebayor og Gallas fá mikið af baulum í hvert skipti sem þeir koma við boltann.
marvin harry @marvinharry
Gylfi átti aldrei aðfara í tottenham! #afhverjuekkiliverpool #fotbolti
5. mín
Skyndisóknin rennur út og Arsenal fær boltann á nýjan leik. Mjög hátt tempó í leiknum.
4. mín
Bæði lið að reyna að koma sér fyrir og reyna að sækja. Tottenham menn virka sprækari en það er Arsenal sem á aukaspyrnu nálægt miðjuboganum, sem er þó skölluð burt og nú eru gestirnir í skyndisókn.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Arsenal byrjar með boltann!!
Fyrir leik
Leikmenn eru að heilsast í göngunum. Adebayor heilsar öllum leikmönnum Arsenal í göngunum og fer að hlæja þegar Bacary Sagna vill ekkert með hann hafa. Walcott og Bale eru góðir mátar enda báðir Bretar og það sést. Þetta verður rosalegur leikur!
Fyrir leik
Munið að þið getið komist inn í textalýsinguna með því að skrifa eitthvað sem ég tel sniðugt á Twitter með því að setja hashtagið #fotbolti í tístið.
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson er á varamannabekk Tottenham ásamt Clint Dempsey á meðan Jermaine Defoe og Emmanuel Adebayor fá að byrja saman inná í fyrsta skiptið á tímabilinu.

Óljóst er hvort Villas-Boas notfæri sér 4-4-2 uppstillingu eða 4-2-3-1, en Sky heldur því fram að hann tefli fram 4-4-2 með tvo leikmenn á toppnum.
Fyrir leik
Góðan daginn! Nú eru bara tíu mínútur í erkifjendaslag Arsenal og Tottenham á Emirates leikvanginum.

Byrjunarliðin eru hér til hliðanna og dómari leiksins er Howard Webb.
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
5. Jan Verthongen
6. Tom Huddlestone ('71)
7. Aaron Lennon
10. Emmanuel Adebayor
13. William Gallas
16. Kyle Naughton ('46)
18. Jermain Defoe
25. Hugo Lloris
28. Kyle Walker ('46)
30. Sandro

Varamenn:
2. Clint Dempsey ('46)
20. Michael Dawson ('46)
22. Gylfi Þór Sigurðsson
24. Brad Friedel (m)
29. Jake Livermore
31. Andros Townsend
46. Tom Carroll ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aaron Lennon ('45)
Sandro ('66)

Rauð spjöld:
Emmanuel Adebayor ('18)