Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
2
2
ÍBV
Guðmundur Pétursson '4 1-0
Guðmundur Karl Guðmundsson '40 2-0
2-1 Aaron Spear '45 , víti
2-2 Ian Jeffs '74
Guðmundur Þór Júlíusson '83
23.02.2013  -  15:00
Egilshöll
Lengjubikar karla
Aðstæður: Flottar
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
Guðmundur Þór Júlíusson
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
9. Bjarni Gunnarsson ('90)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
13. Anton Freyr Ársælsson ('90)
15. Haukur Lárusson
17. Magnús Pétur Bjarnason ('56)
21. Brynjar Steinþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Guðmundur Þór Júlíusson ('83)
Leik lokið!
Eyjamenn sóttu mun meira í síðari hálfleik en náðu ekki sigurmarkinu. Lokatölur 2-2 í hörkuleik.
90. mín
Inn:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) Út:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
83. mín Rautt spjald: Guðmundur Þór Júlíusson (Fjölnir)
Guðmundur Þór fær beint rautt spjald eftir baráttu við Víði. Erfitt að sjá héðan hvað gerðist, Guðmundur hefur þó líklega sparkað í Víði eða sagt eitthvað við Halldór dómara.
81. mín
Eyjamenn halda pressunni áfram. Víðir Þorvarðarson rétt missir af boltanum fyrir opnu marki eftir fyrirgjöf frá hægri.
75. mín
Inn:Bragi Þór Kristinsson (Fjölnir) Út:Ómar Hákonarson (Fjölnir)
74. mín MARK!
Ian Jeffs (ÍBV)
Eyjamenn ná verðskulduðu jöfnunarmarki. Ian Jeffs fær boltann eftir hornspyrnu og skorar með þrumuskoti á nærstöngina. Vel gert hjá Jeffs.
71. mín
Víðir Þorvarðarson kemst í fínt færi en Guðmundur Þór Júlíusson bjargar á síðustu stundu.
69. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
67. mín
Eyjamenn eru talsvert sterkari í augnablikinu og sækja stíft.
61. mín
Ragnar Leósson skallar framhjá úr ágætis færi fyrir ÍBV. Ragnar var að koma inn á fyrir Aaron Spear.
59. mín
Inn:Birkir Hlynsson (ÍBV) Út:Yngvi Borgþórsson (ÍBV)
59. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍBV) Út:Aaron Spear (ÍBV)
56. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Fjölnir) Út:Guðmundur Pétursson (Fjölnir)
55. mín
Smá hiti í leiknum. Guðmundur Pétursson liggur eftir á vellinum eftir að hafa fengið höfuðhögg en leikurinn er ekki stöðvaður. Eyjamenn fara í sókn og Ásgeir Aron Ásgeirsson tæklar Ian Jeffs illa. Þá stöðvar Halldór Breiðfjörð loks leikinn.
51. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir)
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, heldur hálfleiksræðuna sína úti á velli.
45. mín
Halldór Breiðfjörð er búinn að flauta til leikhlés og Fjölnismenn leiða 2-1. Hörkuleikur.
45. mín Mark úr víti!
Aaron Spear (ÍBV)
Spear skorar örugglega úr vítaspyrnunni.
44. mín
ÍBV fær vítaspyrnu. Brynjar Gauti Guðjónsson á skalla og Guðmundur Þór Júlíusson fær boltann í hendina.
43. mín
,,Komdu heim Gunnar," öskrar stuðningsmaður Fjölnis á Gunnar Má Guðmundsson leikmann ÍBV.
40. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Eftir að Eyjamenn höfðu sótt talsvert fá þeir mark í bakið. Guðmundur Karl skorar með flottu skoti fyrir utan vítateig en hann hefur raðað inn mörkunum í vetur. 2-0 fyrir Fjölni.
34. mín
Ian Jeffs fær mjög gott færi eftir flott spil hjá ÍBV. Jeffs vippar boltanum yfir Steinar í markinu en einnig yfir markið sjálft.
32. mín
Inn:Gauti Þorvarðarson (ÍBV) Út:Ragnar Pétursson (ÍBV)
Ragnar lýkur keppni vegna meiðsla.
25. mín
Guðmundur Karl Guðmundsson með skalla rétt framhjá fyrir Fjölni.
21. mín
Fjölnismenn nálægt því að bæta við marki! Ómar Hákonarson kemst af harðfylgi framhjá Brynjari Gauta Guðjónssyni og á síðan skot í stöng.
15. mín
Besta sókn ÍBV hingað til. Gunnar Már Guðmundsson á skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Tómas Þór Þórðarson:
Fólk að bolamynda sig vel í gang #jamesvaktin
9. mín
David James er mættur á völlinn. Josh Wicks markvörður Þórs er að spjalla við hann. Wicks verður í eldlínunni í Egilshöllinni á eftir þegar Þór og Þróttur eigast við klukkan 17:00.
8. mín
Fjölnismenn byrja leikinn af talsvert meiri krafti.
4. mín MARK!
Guðmundur Pétursson (Fjölnir)
Fjölnismenn eru komnir yfir. Guðmundur Pétursson skoraði af stuttu færi á fjærstönginni eftir fyrirgjöf Ómars Hákonarsonar frá hægri.
3. mín
Kristófer Skúli Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fjölnis, er með sleikjó á bekknum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um að ræða karamellu Toffí sleikjó. Kristófer er mikill aðdáandi sleikjóa.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Mínútu þögn er fyrir leikinn til minningar um Steinar Ingimundarson.
Fyrir leik
Bæði lið munu spila með sorgarbönd í dag til að minnast Steinars Ingimundarson fyrrum leikmanns og þjálfara Fjölnis en hann lést á dögunum eftir baráttu við erfið veikindi.
Fyrir leik
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, hefur spilað á móti James. Það gerði hann í Evrópuleik með Brann gegn Liverpool árið 1997.
Fyrir leik
David James er að skoða aðstæður hjá ÍBV þessa dagana. Hann er ekki með leikheimild í dag og mun því fylgjast með leiknum úr stúkunni.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og ÍBV í Lengjubikarnum en flautað verður til leiks klukkan 15:00 í Egilshöll.
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason ('69)
22. Gauti Þorvarðarson ('32)

Liðsstjórn:
Birkir Hlynsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: