Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
1
2
Haukar
0-1 Ásgeir Þór Ingólfsson '32
0-2 Hafsteinn Briem '34
Sveinbjörn Jónasson '74 1-2
09.05.2013  -  14:00
Gervigrasvöllurinn í Laugardal
1. deild
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson
1. Ögmundur Ólafsson (m)
9. Arnþór Ari Atlason ('79)
11. Halldór Arnar Hilmisson
14. Hlynur Hauksson
21. Sveinbjörn Jónasson
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
9. Andri Björn Sigurðsson ('79)
22. Andri Gíslason ('73)
23. Aron Bjarnason
24. Guðjón Gunnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Erlingur Jack Guðmundsson ('23)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af leik Þróttar og Hauka i fyrstu umferð fyrstu deildar karla.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru mætt og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp í blíðunni. Fuglasöngur og með því.
Fyrir leik
Voðalega fátt sem kemur á óvart hjá liðunum. Hafsteinn Briem, sem gekk til liðs við Hauka á dögunum er í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Sveinbjörn Jónasson er auðvitað mættur aftur í Laugardalinn og má búast við miklu af honum í sumar.
1. mín
Leikurinn er byrjaður í Laugardalnum, vonandi fáum við að sjá markaveislu!
1. mín
Síðast þegar þessi lið mættust hérna í Laugardalnum, þá sigruðu Haukar með þremur mörkum gegn tveimur í Lengjubikarnum.
2. mín
Brynjar Benediktsson á fyrsta skotfæri dagsins, en það fer framhjá.
4. mín
1. deildin byrjar með krafti, jafnræði með liðunum og barátta.
9. mín
Liðin eru enn að fóta sig á vellinum og að reyna að brjóta ísinn. Haukar líklegri fyrstu mínúturnar.
16. mín
Erlingur Jack að brjóta á Magnúsi, menn vildu fá spjald á þetta. Vilhjálmur heldur hinsvegar spjöldunum í vasanum.
18. mín
Davíð Sigurðsson reynir fyrirgjöf frá hægri, en fiskar hornspyrnu. Það verður hinsvegar ekkert úr henni.
22. mín
Brynjar Ben með gott hlaup upp vinstri vænginn, en fyrirgjöfin slök.
23. mín Gult spjald: Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
25. mín
Sveinbjörn Jónasar fellur við rétt fyrir utan teiginn. Vilhjálmur dæmdi ekkert.
26. mín
Magnús Páll með fyrsta hættulega færi leiksins. Haukamenn fá hornspyrnu, en Ögmundur grípur boltann.
28. mín
Davíð Sig tekur klassísku leiðina til að hræða leikmenn Hauka. Hann ógnar með tveim löppum fyrir framan leikmann Hauka og boltinn úr leik.
28. mín
Davíð er uppalinn FH-ingur og þessi leikur því svolítil extra spenna fyrir hann.
30. mín
Oddur Björnsson með skot en Sigmar heldur þessu.
32. mín
Þróttarar að spila fínan fótbolta, en þeim tekst ekki að ná góðum fyrirgjöfum og rennur því boltinn oftar en ekki út í sandinn.
32. mín MARK!
Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
32. mín
ÁSGEIR ÞÓR INGÓLFSSON!! Hann kemur Haukum yfir eftir laglega sókn. Það er fyrirliðinn, Hilmar Trausti Arnarsson, sem átti fyrirgjöfina á kollinn á Geira sem skoraði!
34. mín MARK!
Hafsteinn Briem (Haukar)
34. mín
ÞVÍLÍKT MARK HJÁ NÝJA LEIKMANNINUM!! Hafsteinn Briem fær boltann fyrir utan teiginn og lætur vaða upp í hornið, glæsilegt mark og heimamenn enn ringlaðir eftir fyrsta markið!
45. mín
Magnús Páll með skalla eftir fyrirgjöf frá Brynjari. Ögmundur varði í horn, hefði sennilega átt að gera betur þarna.
45. mín Gult spjald: Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
45. mín
Hálfleikur: Haukar mun meira sannfærandi hér í Laugardalnum, vantar hjá Þrótturum að skapa sér almenninleg færi og vanda fyrirgjafir.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað og ætla ég að lofa skemmtun!
46. mín
Haukar sækja í byrjun síðari og fá hornspyrnu.
50. mín
ÞETTA ER MEÐ ÞVÍ FURÐULEGRA SEM ÉG HEF SÉÐ!! Haukavörnin var galopin og Þróttarar í dauðaæfir en Sigmar ver glæsilega!!
51. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu, en hún fer yfir markið. Heimamenn að sækja í sig veðrið!
52. mín
Sveinbjörn er ekki að fá neitt fyrir sinn snúð hér í dag, hefur verið að fiska aukaspyrnur en gengur ekkert.
53. mín
Haukar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Ásgeir og Brynjar standa við boltann.
53. mín
DAUÐAFÆRI!! Brynjar hleypur yfir boltann og Ásgeir leggur boltann út á Hilmar sem á skot, en Ögmundur ver glæsilega.
55. mín
Nú fær Sveinbjörn aukaspyrnu. Hilmar braut á honum.
57. mín
Ásgeir Ingólfs búinn að vera hrikalega góður til þessa. Mark, stoðsending og afar öflugur.
58. mín
Inn:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar) Út:Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
60. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ GESTUNUM!! Ögmundur er vel á verði og svo kemur skot rétt framhjá.
62. mín
ÞRÓTTARAR NÁLÆGT!! Sýndist Karl Brynjar eiga skallann en Sigmar varði vel!
63. mín
Hættulegt færi í næstu sókn!! Hilmar Rafn, ný kominn inn á, skýtur framhjá.
64. mín
Á HVAÐ ER ÉG AÐ HORFA?? Nú á Gummi Sævars skot í vinkilinn, þvílíkur leikur!!
70. mín
BRYNJAR BEN Í DAUÐAFÆRI!! Ásgeir gerði allt vel, fékk boltann, fór framhjá varnarmanni. Fyrirgjöfin kom fyrir og Brynjar var einn, en Ögmundur varði fra honum.
71. mín Gult spjald: Sigurbjörn Hreiðarsson (Haukar)
72. mín
Sigmar með stjörnumarkvörslu, en var búið að flagga rangstöðu! Vel gert engu að síður.
73. mín
Inn:Andri Gíslason (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
74. mín MARK!
Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
74. mín
SVEINBJÖRN!!! Andri Gísla, búinn að vera í nokkrar mínútur inni á vellinum á frábæra stungusendingu upp hægri kantinn. Sveinbjörn tekur manninn á og klárar svo vel í fjærhornið, laglegt!
79. mín
Sigmar ver glæsilega, Þróttarar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að jafna.
79. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Arnþór Ari Atlason (Þróttur R.)
86. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
90. mín
Björgvin Stefánsson með skot rétt yfir markið. Þetta er að fjara út núna, lítið eftir.
Leik lokið!
Leiknum er lokið! 1-2 sigur Hauka í fyrstu umferð. Mörkin hefðu getað verið fleiri, en bráðskemmtilegur leikur engu að síður í Laugardalnum.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson ('58)
19. Brynjar Benediktsson ('86)
20. Hafsteinn Briem
23. Guðmundur Sævarsson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
16. Aron Freyr Eiríksson
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
22. Björgvin Stefánsson ('86)
22. Aron Jóhannsson

Liðsstjórn:
Hilmar Rafn Emilsson

Gul spjöld:
Sigurbjörn Hreiðarsson ('71)
Magnús Páll Gunnarsson ('45)

Rauð spjöld: