Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
4
1
Afturelding
Ashlee Hincks '22 1-0
Teresa Marie Rynier '28 2-0
Ashlee Hincks '32 3-0
3-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir '72
Guðrún Höskuldsdóttir '90 4-1
22.05.2013  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Völlurinn ágætur, smá blástur en fínasta knattspyrnuveður.
Dómari: Snorri Páll Einarsson
Áhorfendur: 130
Maður leiksins: Ashlee Hincks
Byrjunarlið:
30. Birna Berg Haraldsdóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sigrún Ella Einarsdóttir ('89)
Halla Marinósdóttir ('82)
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
2. Hugrún Elvarsdóttir ('78)
4. Guðrún Höskuldsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
15. Teresa Marie Rynier
26. Ashlee Hincks

Varamenn:
1. Nanna Rut Jónsdóttir (m)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir ('78)
7. Elísabet Guðmundsdóttir
14. Margrét Sveinsdóttir ('82)
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('89)
17. Alda Ólafsdóttir
28. Sara Hólm Hauksdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði hjartanlega velkominn í textalýsingu frá leik FH og Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Eftir skamma stund birtast liðin hér hægra og vinstra megin við þennan texta.
Fyrir leik
Veður til knattspyrnuiðkunnar er bara virkilega gott. Völlurinn ágætur, þótt hann hafi oft verið betri! Sólin skín, en blæs aðeins á annað markið.
Fyrir leik
Athygli vekur að Birna Berg Haraldsdóttir er í marki FH í dag, en hún hefur æft með liðinu undanfarnar tvær til þrjár vikur.

Nanna fékk á sig sjö mörk í síðasta leik gegn Stjörnunni og er sett á bekkinn í dag. Birna samdi nýverið við lið Savehof í sænsku úrvalsdeildinni, en þó í handbolta! Áhugavert!
Fyrir leik
Dómari í dag er Snorri Páll Einarsson. Honum til aðstoðar eru þeir Kristján Ari Sigurðsson og Birkir Freyr Bjarkason. Eftirlitsdómari er Páll Skúlason.
Fyrir leik
FH er í áttunda sæti með eitt stig. Afturelding er í sjöunda sæti með fjögur stig og því er þetta afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Bæði lið eru með frekar slaka markatölu, FH með mínus átta mörk og Afturelding mínus fimm mörk.
Fyrir leik
Liðin eru hér bæði úti á velli að hita upp en samkvæmt minni klukku eru nákvæmlega 23 mínútur í leik. Aðstoðar-aðstoðar vallarstjóri á Kaplakrikavelli, Ásgeir Gunnarsson, neglir hér niður mörkin og sér til þess að allt sé klárt þegar leikurinn hefst.
Fyrir leik
Þess ber að geta að Ásgeir er einmitt sonur Gunnars Svavarssonar, en Gunnar, sá mikli fagmaður, er Samfylkingar-maður mikill og Stoke-ari. Toppfólk og fjölskylda.
Fyrir leik
Þrettán mínútur í leik og Jón Páll Pálmason, líkamsræktarþjálfari í Hreyfingu, er mættur í blaðamannastúkuna að heilsa uppá lýðinn! Gefur Jón Páli orðið.

,,2-1 fyrir FH. Birna Berg er aðalástæðan fyrir sigri FH í dag eða Bíbí eins og ég kalla hana!"
Fyrir leik
5 mínútur í leik. Stúkan er að fyllast... eða svona næstum því. Án alls djóks eru um 40 manns mættir á völlinn.
Fyrir leik
Liðin eru hér að labba útá völl á eftir ungum og efnilegum stúlkum úr FH.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Áfram fótboltinn!
2. mín
Aldís Mjöll Helgadóttir með hörkuskot, en boltinn framhjá markinu.
6. mín
Liðin að þreifa fyrir sér. Hugrún Elvarsdóttir við það að sleppa í gegn, en Afturelding nær að bægja hættunni frá.
10. mín
John Andrews byrjaði leikinn í polo-bol, en Andrews er kominn í peysu. Kallinum eitthvað kalt!
12. mín
Thelma Þrastardóttir með skotið í skeytin! Þarna skall hurð nærri hælum.
17. mín
Ashley Hincks er uppá topp í dag, en hún hefur verið á kantinum í þeim leikjum sem undirritaður hefur séð. Sigrún Ella virkar í fínu standi hérna á hægri vængnum.
21. mín
Teresa Rynier með fínt skot, en boltinn rétt framhjá.
22. mín MARK!
Ashlee Hincks (FH)
MARK! FH er komið yfir. Eftir hörmuleg mistök í vörn Aftureldingar, náði Ashlee boltanum, lék á tvo varnarmenn og skoraði flott mark.
27. mín
Teresa Maria Rynier með frábæran snúning og með glæsilega sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar á Ashlee Hincks, en Halla Margrét ver vel.
28. mín MARK!
Teresa Marie Rynier (FH)
Teresa Marie Rynier búinn að skora. Gerði þetta uppá sínar eigin spýtur, tók boltann, lagði hann fyrir sig og smellti honum skemmtilega í hornið. Frábærlega gert.
32. mín MARK!
Ashlee Hincks (FH)
MARK! 3-0. Ashlee að skora aftur, en hún lagði boltann skemmtilega í hornið eftir góðan undirbúning frá miðjumönnum FH.
33. mín
Í kjölfar marksins héldu leikmenn Aftureldingar krísufund á miðjum vellinum. Ótrúleg sjón! Spá Jóns Páls er farinn út um veður og vind.. hrikalega slakur spámaður!
37. mín
FH með ÖLL völd á vellinum. Útlendingarnir tveir í liði FH, Teresa Marie Ryinier og Ashlee Hincks, langbestu menn vallarins hingað til.
45. mín
Ashlee Hincks með hörkuskot, en Halla Margrét varði vel. Ashlee búinn að vera hrikalega fersk hérna í fyrri hálfleik og er síógnandi.
45. mín
Kominn hálfleikur í Kaplakrika. 15 mín þangað til leikurinn hefst á ný.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
48. mín
Thelma Hjaltalín slapp í gegn og ætlaði að leggja boltann framhjá Birnu í markinu, en Birna vel á verði.
51. mín
Snorri Páll, dómari leiksins, var ekki parsáttur með einn boltann sem var í leik og tók Pepe Reina spark yfir allan völlinn. Ætti kannski að reyna fyrir sér í boltanum aftur? Hver veit.
53. mín
Snorri Páll er í ess-inu sínu þessa stundina og tók annan bolta og var hundóánægður með hann einnig, en hann var of linur. Í þetta skiptið tók hann Tim Howard spark yfir endilangan völlinn.
56. mín
Afturelding hefur nú gert tvær skiptingar, en ég sá EKKERT hver fór útaf en inná hafa komið Kristín Tryggvadóttir og Guðrún Ýr Jóhannesdóttir.
58. mín
Guðrún Ýr í dauðafæri, en Birna varði vel.
65. mín
Ekkert að gerast hérna í þessum leik. Er að blindast af þessari sól hérna.
67. mín
Síðari hálfleikur hálfnaður. Það er eeeeekkert að gerast hérna, FH liðið að dafna, eiga þó sterk vopn á bekknum eins og Heiðu Dröfn og Guðrúnu Björg.
72. mín MARK!
Sigríður Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
Ég verð að viðurkenna að ég sá ekkert hvað gerðist. Er að leita mér af upplýsingum úr stúkunni.
75. mín
Samkvæmt mínum heimildum missti Birna boltann aftur fyrir sig, eða ætlaði að kasta boltanum fram en missti hann aftur fyrir sig. Þar var Sigríður Þóra sallaróleg og pikkaði honum í autt markið. Skrautlegt!
77. mín
Eftir frábæran undirbúning frá Ashlee Hincks slapp Sigrún Ella ein í gegn, sólaði markmenn Aftureldingar en missti jafnvægið og náði ekki að klára færið eins vel og hún ætlaði. Afturelding náði að bjarga á línu.
78. mín
Inn:Heiða Dröfn Antonsdóttir (FH) Út:Hugrún Elvarsdóttir (FH)
82. mín
Inn:Margrét Sveinsdóttir (FH) Út:Halla Marinósdóttir (FH)
84. mín
Sigrún Ella búin að fá nokkur ágætis færi, en hefur ekki náð að finna netmöskvana hingað til að minnsta kosti. Hefur enn sex mínútur. Afturelding reynir að setja meiri pressu á FH vörnina, en gengur illa að halda boltanum.
85. mín
Inn:Valdís Björg Friðriksdóttir (Afturelding) Út:Guðrún Ýr Jóhannesdóttir (Afturelding)
Guðrún Ýr kom inná áðan, en er farinn útaf aftur, líklega vegna meiðsla. Hundfúl, skiljanlega.
88. mín
Sigrún Ella í enn einu færinu, en fer rétt eins og áðan alltof langt til hliðar og færið rennur út í sandinn.
89. mín
Inn:Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (FH)
Skipting. Fyrir nokkrum sekúndum átti FH að fá öskrandi víti, þegar Margrét Sveinsdóttir var tekinn niður í teignum.
90. mín MARK!
Guðrún Höskuldsdóttir (FH)
MARK! 4-1. Eftir hornspyrnu frá Teresa Marie Rynier, skallaði Guðrún Höskuldsdóttir boltann í netið. Guðrún einungis 17 ára gömul.
90. mín
Leik lokið. Takk fyrir mig. Umfjöllun væntanleg í kvöld.
Byrjunarlið:
Halla Margrét Hinriksdóttir
4. Kristrún Halla Gylfadóttir
5. Jenna R Roncarati
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
9. Lára Kristín Pedersen
9. Aldís Mjöll Helgadóttir
10. Sigríður Þóra Birgisdóttir
20. Guðný Lena Jónsdóttir
22. Sandra Dögg Björgvinsdóttir
26. Halldóra Þóra Birgisdóttir
27. Marcia Rosa Silva

Varamenn:
12. Megan Link (m)
6. Valdís Björg Friðriksdóttir ('85)
8. Hafdís Rún Einarsdóttir
17. Kristín Tryggvadóttir
28. Guðrún Ýr Jóhannesdóttir ('85)

Liðsstjórn:
Svandís Ösp Long
Eydís Embla Lúðvíksdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: