Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
0
1
Stjarnan
0-1 Robert Johan Sandnes '34
27.05.2013  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Mjög góðar.
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: Rúmlega 900
Maður leiksins: Ingvar Jónsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson ('76)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
9. Haukur Baldvinsson ('76)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Samuel Hewson ('83)
Almarr Ormarsson ('32)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sælir kæru gestir og verið velkominn í þessa beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Stjörnumenn eru mættir í heimsókn til Framara. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en eftir skamma stund birtast liðin hér sitthvoru meginn við textann.
Fyrir leik
Laugardalsvöllur lítur frábærlega út eins og alltaf. Jói, vallarstjóri, og hans menn greinilega búnir að vinna sína vinnu.

Veðrið er einnig nokkuð gott, örlítil gola á annað markið.
Þeir sem ætla tísta um leikinn á samskiptavefnum Twitter eru beðnir um að nota hashtaggið #fotbolti. Valin tíst birtast hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn.

Framarar gera tvær breytingar á sínu liði síðan í 2-0 tapinu uppá Skipaskaga; Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson fá sér sæti á bekknum og þeir Almarr Ormarsson og Sam Hewson koma inn.

Stjarnan gerir einnig tvær breytingar. Atli Jóhansson fær sér sæti á bekknum og Kennie Chopart er ekki með, líklegast vegna meiðsla. Inn koma þeir Ólafur Karl Finsen og Robert Sandnes.
Fyrir leik
Dómari í dag er kokkurinn, Magnús Þórisson. Honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður er enginn annar en Pjetur Sigurðsson.
Fyrir leik
Smá tölfræði hefur aldrei skaðað neinn. Frá árinu 2000 hafa liðin spilað sautján opinbera KSÍ leiki; Fram hefur unnið níu, Stjarnan fimm og þrír hafa endað jafntefli. Markatalan er Fram í hag, 39-30.
Fyrir leik
Framarar eru í áttunda sæti með fimm stig, en Stjörnumenn eru í fimmta sæti með sjö stig. Leikurinn hér í dag er því nokkur mikilvægur fyrir bæði lið, en hann er síðasti leikur hjá báðum liðum í "hraðmótinu" svokalla í byrjun móts.
Fyrir leik
Bæði lið eru hér úti á velli að hita upp. Dómararnir eru líka mættir, galvaskir að sjá.
Fyrir leik
Jæja.. nú styttist í leik! Um tíu mínútur þangað til Magnús Þórisson flautar til leiks. Vonandi fáum við góða skemmtun hér í kvöld og nóg af mörkum.
Fyrir leik
Liðin eru hér að labba út á völl, eftir dómurum leiksins. Góða skemmtun!
1. mín
Leikurinn er hafinn.
3. mín
Fyrsta skotið. Garðar Jóhannsson með ágætis skot, en boltinn framhjá.
4. mín
Eftir samstuð við Ólaf Karl Finsen og samherja sinn, Ögmund Kristinsson, liggur Jordan Halsmann meiddur á vellinum. Vonandi ekki alvarlegt fyrir Framara.
6. mín
Halldór Orri í dauðafæri, en Ögmundur mætir honum vel og lokar vel. Smá þröngt færi, en vel gert hjá Ögmundi.
10. mín
Eftir tvö skelfileg mistök í röð frá Alan Lowing fær Veigar Páll boltann, leikur á einn varnarmann, en nær ekki nógu góðu skoti og boltinn í hliðarnetið.
14. mín
Silfurskeiðin er að sjálfsögðu mætt og er í banastuði.. eins og alltaf!
16. mín
Daaaauðafæri! Lennon með frábæra sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og þar er Hólmbert Aron sem á skelfilegt skot og Ingvar ver.
23. mín
Darraðadans í teignum hjá Frömurum, en Veigar Páll nær ekki nógu föstum skalla og boltinn lekur framhjá.
28. mín Gult spjald: Michael Præst (Stjarnan)
Ekki hugmynd fyrir hvað. Var brot rétt í þessu, en það verskuldaði alls ekki gult spjald.
32. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fram)
Fyrir háskaleik.
33. mín
Ekkert að gerast í þessum leik eins og er. Mikið miðjumoð í gangi.
34. mín MARK!
Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Ég hefði kannski átt að bíða aðeins með að segja þetta(Sjá fyrri færslu)! Ólafur Örn var að hangsa með boltann í eigin teig, Sandnes einfaldlega hirti boltann af honum og þrumaði boltanum í hornið. Vel gert hjá Norðmanninum!
36. mín
Ja hérna hér! Þrjú færi hjá Frömurum í sömu sókninni. Fyrst var það Steven Lennon, næstur á dagskrá var Viktor Bjarki sem skaut í Ingvar Jónsson og boltinn endaði hjá Almarri sem skaut framhjá fyrir nánast opnu marki!
41. mín
ÚFF! Eftir návígi rétt fyrir utan teig féll Garðar Jóhannsson í jörðina eftir tæklingu frá Alan Lowing, en Magnús Þórisson dæmdi ekkert. Vafasamur dómur - en sást ekki nógu vel úr blaðamannastúkunni.
45. mín
Þarna skall hurð nærri hælum. Viktor Bjarki með skot sem Hörður ætlar að hreinsa, en boltinn fer í boga, yfir Ingvar í markinu og rétt framhjá!
45. mín
Hálfleikur! Stjörnumenn yfir í hálfleik, 1-0, líklega verskuldað. Nokkuð opinn leikur - en sjáumst aftur eftir 15 mínútur!
46. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Jordan Halsman (Fram)
Ein breyting í hálfleik. Jordan líklega meiddur.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
51. mín
Almarr Ormarsson fær sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar, en Ingvar ver vel.
55. mín
Nokkuð dauft hérna í byrjun síðari hálfleiks. Stjörnumenn loka svæðunum vel og spila sterkan varnarleik.
59. mín
Halldór Orri fékk fína sendingu, tók boltann með sér og náði fínu skoti, en Ögmundur enn og aftur vel á verði í markinu.
60. mín
Lennon verið frískasti maður Framara í leiknum. Nú leikur hann á varnarmann Stjörnunnar, en boltinn af Ingvari og aftur fyrir. Þrátt fyrir það dæmir Magnús markspyrnu.. Framarar ekki sáttir.
69. mín
Lítið sem ekkert að gerast þessa stundina. Spurning hvort að Þorvaldur fari að henda mönnum eins og Kristni Inga og Hauki Baldvinssyni inná.
71. mín
Steven Lennon lék laglega á Jóhann Laxdal og renndi boltanum út í teiginn þar sem Hólmbert Aron var, en hann hitti einfaldlega ekki boltann í áskjósanlegu færi!
72. mín
Sam Hewson með skott rééééétt framhjá! Boltinn smaug framhjá stönginni.
75. mín
Hewson aftur líklegur, en nú fer skot hans í hliðarnetið.
76. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
76. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Tvöföld skipting sem á að hrista uppí þessu hjá Stjörnunni.
81. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Tryggvi fer bara beint uppá topp.
83. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
Fyrir brot á Ólafi Finsen.
84. mín
Skemmtileg tilraun hjá Veigari Páli sem reyndi að vippa boltanum yfir Ögmund í markinu þegar hár bolti kom inn í teiginn, en Ögmundur náði að stökkva upp og grípa hann.
86. mín
Leikmenn Stjörnunnar allir á sínum eigin vallarhelmingi eins og er. Framarar ráðalausir.
88. mín
Inn:Aron Grétar Jafetsson (Stjarnan) Út:Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
88. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
89. mín
933 á vellinum í kvöld. Ekki er það sérstök mæting, en kuldinn spilar líklega eitthvað inní.
92. mín
Uppbótartími í gangi og ekkert sem bendir til þess að Fram sé að fara jafna.
93. mín
Leik lokið. Þrjú stig í pokann hjá Loga Ólafs og hans lærisveinum. Viðtöl og umfjöllun innan tíðar. Takk fyrir mig!
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson ('81)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
7. Atli Jóhannsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Michael Præst ('28)

Rauð spjöld: