Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK/Víkingur
0
3
Valur
0-1 Svana Rún Hermannsdóttir '20
0-2 Elín Metta Jensen '35
0-3 Dóra María Lárusdóttir '86
05.06.2013  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: 15 stiga hiti, smá gola og sólin að brjótast fram.
Dómari: Smári Stefánsson
Byrjunarlið:
12. Nicole McClure (m)
Valgerður Tryggvadóttir
Milena Pesic
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Lára Hafliðadóttir (F)
10. Hugrún María Friðriksdóttir ('67)
11. Bergþóra Gná Hannesdóttir
16. Elma Lára Auðunsdóttir
20. Berglind Bjarnadóttir
23. Diljá Ólafsdóttir
30. Arna Ómarsdóttir ('90)

Varamenn:
4. Anna Margrét Benediktsdóttir
6. Natalía Reynisdóttir
10. Rakel Lind Ragnarsdóttir ('67)
13. Ingibjörg Björnsdóttir
19. Þórhanna Inga Ómarsdóttir ('90)
19. Guðný Kristjana Magnúsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK/Víkings og Vals í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Heimastúlkur í HK/Víkingi sem eru nýliðar í deildinni eru í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum.

Valur er í sjötta sæti með fimm stig með aðeins einn sigurleik úr leikjunum fimm.
Fyrir leik
HK/Víkingur fékk sitt fyrsta sig í sumar í síðustu umferð gegn FH þegar þær gerðu 2-2 jafntefli. Björn Kristinn Björnsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu á liðinu frá þeim leik. Hugrún María Friðriksdóttir kemur inn fyrir Karen Sturludóttur.

Helena Ólafsdóttir þjálfari Vals gerir eina breytingu á liði sínu frá 2-0 tapi gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Svana Rún Hermannsdóttir kemur inn fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur.
Fyrir leik
Fyrir leikinn á eftir verður einnar mínútu þögn til minningar um Hermann Gunnarsson sem lést í gær. Í dag mætast liðin hans.

Hermann hóf knattspyrnuferil sinn ungur að árum með Víkingi en skipti 9 ára gamall yfir í Val.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn og styttist í að leikurinn hefjist.

Hið magnaða lag Carneval De Paris er spilað undir þegar liðin ganga út á völlinn. Lag sem klikkar aldrei til að koma fólki í fótboltastemmningu.
Fyrir leik
Nú fer fram einnar mínútu þögn til minningar um Hermann Gunnarsson sem lést í gær, 66 ára gamall.

Bæði lið bera sorgarvönd í dag til minningar um hann.
1. mín
Smári Stefánsson dómari hefur flautað leikinn á. Valur byrjar með boltann og leikur í átt að Kópavoginum.
8. mín
Telma sendi góðan bolta að teig HK/Víkings, Kristín Ýr skallaði áfram á Elínu Mettu sem var í fínu færi en setti engan kraft í skotið sem fór beint á McClure markvörð HK/Víkings.
12. mín
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er mættur í stúkuna að fylgjast með leiknum.
20. mín MARK!
Svana Rún Hermannsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Valur nær forystunni. Elín Metta sendi góðan bolta inn í teiginn af hægri kantinum, Svana Rún tók vel á móti boltanum og afgreiddi færið vel. 0-1 fyrir Val.
32. mín
Liðin skiptast á að sækja en ekkert dauðafæri hefur komið síðustu mínúturnar.
34. mín
Hugrún María í færi eftir góða sendingu Örnu Ómarsdóttur. Þórdís varði út á Láru Hafliðadóttur sem þrumaði á mark en skot hennar ekki nógu gott.
35. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
Dóra María með góða sendingu innfyrir á Elínu Mettu sem stakk varnarmanninn af og þrumaði góðu skoti upp ofarlega á markið, óverjandi fyrir McClure og staðan orðin 0-2.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Víkinni, Valur er með 0-2 forskot í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
52. mín
HK/Víkingur sækir meira í upphafi síðari hálfleiksins og Valur hefur hreinsað nokkrum sinnum í innkast.
54. mín
Elma Lára með fast skot beint á Þórdísi Maríu sem átti samt í vandræðum með að hemja boltann en náði því svo.
57. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Valur) Út:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur)
64. mín
Elín Metta með gott skot í teignum en McClure skutlaði sér og greip boltann.
67. mín
Inn:Rakel Lind Ragnarsdóttir (HK/Víkingur) Út:Hugrún María Friðriksdóttir (HK/Víkingur)
69. mín
Svava Rós komst í dauðafæri eftir sendingu Hildar Antonsdóttur inn fyrir vörn HK/Víkings. McClure var vandanum vaxin í markin og varði í tvígang frá henni.
70. mín
Dóra María gaf inn fyrir á Svövu sem gaf í þetta sinn fyrir markið á Elínu Mettu sem var í dauðafæri en of lengi að athafna sig svo Diljá Ólafsdóttir komst í veg fyrir boltann.
72. mín
Dóra María í dauðafæri eftir að hafa leikið á varnarmann en McClure varði frá henni.
73. mín
Hinum megin á vellinum komst Rakel varamaður svo í færi en brást bogalistin.
75. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (Valur) Út:Embla Grétarsdóttir (Valur)
77. mín
Lára með skot með grasinu sem Þórdís varði.
85. mín
Bergþóra Gná með skot í þverslá á Valsmarkinu.
86. mín MARK!
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Hlíf sendi langan bolta fram völlinn á Svövu sem fór upp hægra megin og sendi fyrir á Dóru Maríu sem skallaði boltann í markið.
88. mín
Inn:Helena Ólafsdóttir (Valur) Út:Svana Rún Hermannsdóttir (Valur)
90. mín
Inn:Þórhanna Inga Ómarsdóttir (HK/Víkingur) Út:Arna Ómarsdóttir (HK/Víkingur)
93. mín
Elín Metta í góðu færi ein gegn McClure sem varði frá henni.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-3 sigri Vals. Frekari umfjöllun og viðtöl hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
Kristín Ýr Bjarnadóttir ('57)
5. Telma Ólafsdóttir
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
14. Dagný Brynjarsdóttir
21. Embla Grétarsdóttir ('75)
22. Svana Rún Hermannsdóttir ('88)
22. Dóra María Lárusdóttir
30. Katrín Gylfadóttir

Varamenn:
1. Björk Björnsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('57)
2. Hlíf Hauksdóttir ('75)
6. Helena Ólafsdóttir ('88)
15. Ingunn Haraldsdóttir
16. Katla Rún Arnórsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: