Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
2
4
Slovenia
0-1 Andraz Kirm '11
Birkir Bjarnason '22 1-1
Alfreð Finnbogason '26 , víti 2-1
2-2 Valter Birsa '31 , víti
2-3 Bostjan Cesar '61
2-4 Rene Krhin '85
07.06.2013  -  19:00
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2014
Aðstæður: Mjög fínar
Dómari: Felix Zwayer
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson ('84)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
13. Jóhann Laxdal
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('52)

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
16. Ólafur Ingi Skúlason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Sigþórsson ('71)
Birkir Már Sævarsson ('45)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér mun vera bein textalýsing frá stórleik Íslands og Slóveníu í Undankeppni Heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014.
Fyrir leik
Dómarinn í kvöld er frá Þýskalandi, Felix Zwayer, en hann hefur ekki áður dæmt landsleik í undankeppni. Á liðnu tímabili dæmdi hann í Evrópudeildinni og í þýsku úrvalsdeildinni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Upphitun stendur yfir í Laugardalshöllinni þar sem stuðningsmenn fá sér einn kaldan og hita upp raddböndin. Höllinni verður lokað klukkan 18 og þá fer fólk að tínast á völlinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Eins og alþjóð veit þá vann Ísland fyrri leik þessara liða 2-1 ytra í mars, þar sem Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands.
Fyrir leik
Gylfi verður hins vegar fjarri góðu gamni í dag þar sem hann tekur út leikbann.
Fyrir leik
Gaman verður að sjá hvort að Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, tveir af betri framherjum hollensku úrvalsdeildarinnar, byrji báðir uppi á topp.
Fyrir leik
Josip Ilicic ein skærasta stjarna Slóvena og leikmaður nýfallina Palermo á Ítalíu, er ekki í hópnum vegna meiðsla rétt eins og í leiknum í mars.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS:
Hannes
Birkir M-Kári-Ragnar-Ari Freyr
Birkir B-Helgi V-Aron Einar-Emil
Alfreð-Kolbeinn
Fyrir leik
Rene Krhin, miðjumaður Slóveníu mun líklega stýra spili liðs þeirra.Skemmtilegur leikmaður sem mun þurfa að stöðva ef Ísland á að ná einhverju út úr leiknum.
Fyrir leik
Andraz Kirm og Valter Birsa voru einnig öflugir í fyrri leiknum, verða líklega á köntunum.
Fyrir leik
Enginn leikmaður Slóvenska liðsins spilar í heimalandinu, sex í byrjunarliðinu spila hins vegar á Ítalíu.
Fyrir leik
Íslendingar hafa hitað upp frá kl. 18 en Slóvenar hafa enn ekki hafið upphitun.
Fyrir leik
Ljóst er að Slóvenar mæta af fullum krafti í þennan leik. Nýr þjálfari hefur blásið nýju lífi í liðið og þeir munu líklega reynast erfiðir viðureignar.
Fyrir leik
Sem stendur eru Slóvenar neðstir í riðlinum. Eini sigur þeirra var 2-1 heimasigur á Kýpur í október 2012. Þeir hafa tapað hinum fjórum leikjum sínum gegn Sviss, Noregi, Albaníu og Íslandi.
Fyrir leik
Slóvenar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn Srecko Katenec, nýja þjálfarans, fyrir sléttri viku síðan. Sannfærandi 2-0 sigur á Tyrkjum.
Fyrir leik
Þetta er í annað skiptið sem Srecko Katenec stýrir Slóvenum. Hann stýrði þeim einnig frá 1998 til 2002 við góðan orðstír. Hann kom þeim á bæði EM 2000 og HM 2002.
Fyrir leik
Dagurinn í dag er að sjálfsögðu dagur Hermanns heitins Gunnarssonar. Mínútuklapp verður fyrir honum fyrir leik og leikmenn bera sorgarbönd honum til heiðurs. Einnig hafa forsvarsmenn Tólfunnar sagst ætla að heiðra hann sérstaklega.
Fyrir leik
Bostjan Cesar, miðvörður Slóvena, er fimmti leikjahæsti leikmaður landsins frá upphafi með 68 landsleiki. Hann á tólf leiki í þann leikjahæsta, stórstjörnuna fyrrverandi, Zlatko Zahovic.
Fyrir leik
Aron Jóhannsson er á meðal áhorfenda á leiknum í dag.
Fyrir leik
Falerí, Falera sungið af Hemma Gunn er hent á fóninn er 20 mínútur eru í leik. Þá fer að koma stemming í menn.
Fyrir leik
Liðin halda nú til búningsklefa þar sem þjálfarar ætla að koma að lokaorðum fyrir leik til skila.
Fyrir leik
Enn er að týnast inn, stúkan ekki nema hálffull.
Fyrir leik
Tólfan er byrjuð að syngja. Þeir skarta stórum Hemm Gunn borða auk íslenska og brasilíska fánans.
Fyrir leik
Liðin halda inn á völlinn, þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Þá lýkur þjóðsöngvum þjóðanna, því næst er heiðursathöfn Hermanns Gunnarssonar heitins.
Fyrir leik
Gæsahúð gerði vart við sig er maður stóð efst í stúkunni og sá um 9000 manns standa upp og klappa í heila mínútu honum til heiðurs. Frábært augnablik.
1. mín
Leikurinn ef hafinn!
1. mín
Þvílík byrjun! Eftir einungis 13 sekúndur fær Kolbeinn Sigþórsson dauðafæri eftir langa sendingu innfyrir frá Ragnari Sigurðssyni. Vel varið hjá Handanovic. Alfreð Finnbogason átti skot í hliðarnetið í kjölfarið.
4. mín
Hættuleg sending fyrir frá Birsa, Slóvenar ná ekki til boltans og hann flýtur í gegnum teiginn.
7. mín
Birsa með ágætis tilraun frá vítateigslínu, of laust og Hannes grípur skotið.
9. mín
Kolbeinn á skot úr aukaspyrnu af 30 metra færi en yfir markið. Hefði verið fínt að hafa Gylfa Sigurðsson í að taka þetta.
11. mín MARK!
Andraz Kirm (Slovenia)
Stoðsending: Milivoje Novakovic
Slakur varnarleikur hjá Íslandi. Helgi Valur missir af manninum og hann leggur boltann snyrtilega niðrí vinstra hornið af 18 metra færi.
13. mín
Alfreð á skemmtilega tilraun þar sem hann skýtur skoppandi bolta af um 20-25 metra færi en yfir markið.
14. mín
Slóvenar eru mjög hreyfanlegir sóknarlega og fara mikið út úr stöðum í sínum hlaupum fram á við. Íslendingar eiga erfitt með að ráða við það. Slóvenar halda boltanum betur eftir því.
17. mín
Novakovic í fínu færi. Fór mjög illa með Kára Árnason en skot hans slakt, beint á Hannes. Varnarleikur Íslands leit hreint ekki vel út þarna.
20. mín
Ísland átti aukaspyrnu á hættulegum stað hægra megin við vítateiginn. Emil Hallfreðsson tók slaka spyrnu afturfyrir markið.
22. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Emil Hallfreðsson
Lars Lagerback nýbúinn að færa Birki á vinstri kantinn og Emil á þann hægri. Emil á frábæra "in-swing" fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Birkir var mættur og stangaði boltann í nærhornið og Handanovic réði ekki við það.
25. mín
Vítaspyrna fyrir Ísland! Einungis þremur mínútum eftir markið. Alfreð fær sendingu frá Kolbeini en er togaður niður. Spurning hvort brotið hafi verið fyrir utan teig.
25. mín Gult spjald: Branko Ilic (Slovenia)
26. mín Mark úr víti!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Hann tekur sjálfur og sendir Handanovic í vitlaust horn. Íslendingar búnir að snúa þessu við!
28. mín
Frábær stemming á vellinum, allir standa og klappa og Tólfan syngur.
30. mín
Vítaspyrna fyrir Slóveníu! Samskonar brot og áðan hinumegin. Aron Einar sagður hafa tekið Kevin Kampl niður. Snertingin var ekki mikil a.m.k.
31. mín Mark úr víti!
Valter Birsa (Slovenia)
Stoðsending: Kevin Kampl
Birsa sendir Hannes í vitlaust horn. Þvílíkur leikur sem er verið að bjóða upp á.
34. mín
Kolbeinn í dauðafæri! Vill fá víti en fær ekki neitt, hornspyrna dæmd.
37. mín
Helgi Valur fær ágætis skotfæri rétt fyrir utan teig eftir fínan sprett Emils upp hægri kantinn. Slakt skot fer yfir.
43. mín Gult spjald: Bostjan Cesar (Slovenia)
Fyrirliði Slóvena fær fyrsta spjald leiksins fyrir brot á Alfreði á markamínútunni.
45. mín
2 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Aukaspyrna á hættulegum stað. Slök tækling Birkis á Kampl.
45. mín
Hálfleikur! - Slóvenar héldu boltanum nánast linnulaust síðustu 5 mínútur hálfleiksins án þess þó að skapa sér færi.
45. mín
Albanía er sem stendur 1-0 yfir gegn Noregi á heimavelli. 72 mínútur eru búnar af þeim leik.
45. mín
Báðir þjálfarar munu líklega leggja áherslu á að bæta varnarleikinn í síðari hálfleik. Mjög hátt tempo var á fyrri hálfleiknum og alveg klárt að það verður ekki að halda því allan leikinn. Því er ekki hægt að búast við jafn opnum leik í síðari hálfleik.
45. mín
Liðin koma inn á völlinn. Þetta fer að hefjast aftur.
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju!
50. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Slóvenar halda boltanum og Íslendingar liggja til baka. Það er ekki mikið að gerast til að byrja með.
51. mín
Aron Einar liggur á vellinum. Þetta lítur ekki vel út. Gæti hafa farið úr axlarlið.
51. mín
Eiður Smári Guðjohnsen virðist vera að gera sig kláran að koma inn fyrir Aron Einar. Stúkan fagnar er hann hleypur að Lalla Lagerback.
52. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron er borinn af velli og Eiður kemur inn. Hrikalegt að missa fyrirliðann útaf en það væri hægt a fá verri menn inn.
53. mín
Kolbeinn á góðan sprett sem endar á fínni tilraun frá vítateig. Handanovic ver vel í horn.
54. mín
Kolbeinn á skalla eftir hornspyrnuna af fjærstönginni. Gott færi en slakur skalli.
55. mín
Eiður kemur á vinstri kantinn. Birkir fer aftur á hægri og Emil er með Helga Val á miðjunni.
59. mín
Birsa á skot beint á Hannes, hann heldur því ekki og Novakovic var nálægt því að ná frákastinu. Hannes var hins vegar á undan í boltann.
61. mín MARK!
Bostjan Cesar (Slovenia)
Stoðsending: Valter Birsa
Helgi Valur klikkar á dekkningunni. Skalli af markteig, auðvelt mark fyrir Slóveníu.
63. mín
Alfreð í dauðafæri eftir góðan undirbúning Eiðs Smára. Skaut í andlitið á Handanovic sem stóð vel á hann.
63. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Birkir fer inn á miðjuna, Rúrik á hægri kantinn.
65. mín
Kevin Kampl á skot framhjá úr ágætis færi á hægra vítateigshorninu.
70. mín
Ísland er að ná upp ágætis pressu a Slóveníu. Vantar upp á úrslitasendingu.
71. mín Gult spjald: Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Vitleysislegt spjald fyrir að kasta bolta stríðnislega í varnarmann Slóveníu.
73. mín
Inn:Aleksandar Radosavljevic (Slovenia) Út:Kevin Kampl (Slovenia)
Maðurinn sem búið er að baula á frá 30. mínútu eftir að hann fiskaði vítið fer útaf. Átti fínan leik.
77. mín
Ísland stýrir leiknum algjörlega en ná ekki að skapa sér færi. Slóvenar liggja til baka og eru þéttir. Erfitt er að finna svör við varnarleik þeirra.
82. mín
Slóvenar eyða tíma eins og þeir geta, þeir reyna varla að sækja.
83. mín
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rúmlega 20 metra færi. Eður Smári ætlar að taka.
83. mín
Spyrnan er virkilega slök. Langt yfir.
84. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
85. mín MARK!
Rene Krhin (Slovenia)
Fallegt skot, boltinn datt til hans í teignum.
86. mín Gult spjald: Rene Krhin (Slovenia)
Hann er mjög massaður og sýndi það eftir markið. Reif sig úr og fékk gult spjald að launum.
86. mín
Inn:Tim Matavz (Slovenia) Út:Milivoje Novakovic (Slovenia)
Framherji PSV fær fjórar mínútur til að sýna sig og sanna.
90. mín
Inn:Andraz Struna (Slovenia) Út:Valter Birsa (Slovenia)
Leik lokið!
4-2 tap staðreynd. Heilt yfir nokkuð sanngjarnt en þó vonbrigði. Varnarleikurinn slakur í dag og erfitt er að vinna leiki ef þú færð á þig fjögur mörk. Ekki bætti það stöðuna þegar Aron Einar fyrirliði fór útaf. Það munaði rosalega um vinnslu hans á miðjunni. Umfjöllun og viðtöl koma inn innan tíðar.
Byrjunarlið:
1. Samir Handanovic (m)
2. Miso Brecko
5. Bostjan Cesar
6. Branko Ilic
8. Jasmin Kurtic
10. Valter Birsa ('90)
11. Milivoje Novakovic ('86)
13. Bojan Jokic
17. Andraz Kirm
19. Kevin Kampl ('73)

Varamenn:
12. Jasmin Handanovic (m)
3. Sinisa Andelkovic
7. Dejan Kelhar
14. Zlatko Dedic
15. Andraz Struna ('90)
18. Aleksandar Radosavljevic ('73)
23. Tim Matavz ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rene Krhin ('86)
Bostjan Cesar ('43)
Branko Ilic ('25)

Rauð spjöld: