Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
2
0
Fylkir
Dávid Disztl '22 1-0
Sveinn Elías Jónsson '60 2-0
15.09.2011  -  17:15
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 12° skýjað og nánast logn
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 690
Maður leiksins: Gunnar Már Guðmundsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
2. Gísli Páll Helgason
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('90)
15. Janez Vrenko

Varamenn:
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('62)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
17. Halldór Orri Hjaltason

Liðsstjórn:
Ragnar Haukur Hauksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum þar sem heimamenn í Þór taka á móti Fylkismönnum
Fyrir leik
Það er boðið upp á virkilega gott fótboltaveður hér í kvöld, fánar liggja niður við stöng og fínasti hiti, völlurinn er einnig fallegur og grænn, skulum vona að leikurinn verði í takt við aðstæður.
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson er dómari leiksins í dag, ætli einhver fái að sjá rauða spjaldið? Blaðamenn hér eru með pott í gangi, endilega skjótið nöfnum inn á Twitter
Magnús Sigurbjörnss
Meðalaldur á Fylkisbekknum er 18,333 fyrir utan Bjarna Þórð. #fotbolti
Fyrir leik
Stutt í leik og fólk er byrjað að flæða í stúkuna, áhorfendur nokkuð seinir á ferð í dag enda leikurinn óvenju snemma á dagskrá.
1. mín
Garðar Örn hefur flautað leikinn á
2. mín
Gunnar Már Guðmundsson á fyrsta skot leiksins vel yfir markið af löngu færi úr aukaspyrnu
3. mín
Þórir Hannesson á skalla yfir markið, hann hefði betur átt að láta boltann fara á Val Fannar sem var alveg frír í teignum bakvið hann.
7. mín
Ármann Pétur á ágætis viðstöðulaust skot en framhjá markinu, leikurinn er nokkuð líflegur hér til að byrja með
8. mín
Þórsarar vilja fá víti! Varnarmaður Fylkis náði að renna sér fyrir sendingu í teignum og virtist taka boltann með hendi þegar hann rann á grasinu, Garðar Örn ekki sammála
10. mín
Jóhann Helgi með gott skot sem fer af varnarmanni Fylkis og rétt framhjá markinu. Þórsarar fá horn sem Vrenko skallar í átt að marki en aftur er varnarmaður Fylkis fyrir og Þórsarar fá annað horn.
15. mín
Fylkismenn eru að ná að færa sig aðeins framar eftir mikla pressu frá leikmönnum Þórs undanfarnar mínútur.
20. mín
Fylkismenn fá sína fyrstu hornspyrnu en boltinn komst ekki yfir fyrsta varnarmann.
22. mín MARK!
Dávid Disztl (Þór )
David Diztl er búinn að koma Þór yfir! Keltie átti fína aukaspyrnu fyrir utan teig sem Vrenko skallaði áfram á David Disztl sem skallaði boltann í fjærhornið... nokkuð lagleg erlend þrenna þarna hjá Þór.
30. mín
Fylkismenn eru í allskonar vandræðum með leik sinn hér í dag á meðan Þórsarar berjast um alla bolta, eru virkilega grimmir og stjórna leiknum hingað til.
32. mín
Jóhann Helgi með skot fyrir utan teig sem fer rétt svo yfir mark Fylkis
34. mín
Fylkismenn fá loksins færi og það var nokkuð furðulegt. Það virtust allir halda að boltinn hefði farið útaf en línuvörðurinn var ekki á sama máli, Rajkovic náði boltanum áður en sóknarmaður Fylkis komst í hann en Albert Byrnjar skallaði fyrir.
36. mín
Þórir Hannesson á skot úr teig Þórs rétt framhjá, leikmenn Fylkis virðast vera vaknaðir loksins!
38. mín
Albert Brynjar með gott skot úr teignum sem Rajjkovic ver út í miðjan teiginn þar sem Ásgeir Örn er mættur en hann hittir boltann ílla og skotið fer því vel framhjá markinu.
40. mín
Sveinn Elías í góðu skotfæri fyrir Þór rétt við vítapunkt Fylkismanna en ákveður að taka eina auka snertingu sem svíkur hann, hefði betur átt að skjóta í fyrsta.
42. mín
Gunnar Már á flotta sendingu af miðjum vellinum inn fyrir vörn Fylkis á Jóhann Helga en Trausti Björn gerir vel og stoppar skotið hjá Jóhanni.
44. mín
David Disztl er alveg við það að sleppa í gegn en fyrsta snertingin hjá honum var léleg og vörn Fylkis átti auðvelt með að ná boltanum og koma honum frá.
45. mín
Hálfleikur. Þórsarar voru með öll völd á vellinum fyrsta hálftímann en þá vöknuðu leikmenn Fylkis og áttu góða spretti en náðu ekki að jafna metin. Þórsarar fara því inn í hálfleikinn með 1-0 forskot eftir mark David Disztl á 22. mínútu
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (Fylkir) Út:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir)
50. mín
Leikurinn nokkuð jafn og rólegur hér í upphafi síðari hálfleiks, þetta var nú ekki það sem við vildum... við viljum mörk!
52. mín
Samkvæmt vallarþuli eru 690 áhorfendur hér á vellinum í dag
53. mín
Jóhann Helgi liggur í grasinu eftir viðskipti við Val Fannar Gíslason en er fljótur að jafna sig um leið og sjúkraþjálfarinn mætir á svæðið með töfravatnið fræga
60. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Þórsarar eru komnir í 2-0! Gísli Páll tekur langt innkast sem Gunnar Már skallar aftur fyrir sig á Jóhann Helga sem á skalla að marki sem Sveinn Elías nær að pota tá í og koma honum í netið.
62. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Dávid Disztl (Þór )
62. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
62. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir)
72. mín
Leikurinn er aðeins að lifna við aftur eftir rólegar 10 mínútur eftir annað mark Þórsarar. Jóhann Hlegi á skalla yfir eftir hornspyrnu, Fylkismenn verða að fara að lauma inn marki ef þeir ætla sér ekki að fara heim með núll stig úr þessum leik.
78. mín
Dauðafæri! Jóhann Helgi sleppur í gegn eftir sendingu frá Ármanni Pétri en Fjalar Þorgeirsson ver glæsilega!
82. mín
Garðar Örn er heldur betur að troða sokk í þessa spá okkar fjölmiðlamanna varðandi rauðu spjöldin, 82 mínútur búnar af leiknum og ekki einu sinni gult spjald komið á loft. Það er aftur á móti lítið sem ekkert að gerast í leiknum eins og er...
85. mín
Hvernig var þetta ekki mark?!?! Albert Brynjar fær boltann aleinn í markteig Þórs en á skot beint á Rajkovic, virkilega ílla farið með gott færi sem hefði heldur betur getað blásið lífi í lokasprett leiksins!
90. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór ) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Þór )
90. mín
Inn:Ragnar Haukur Hauksson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
90. mín
Leik lokið með 2-0 sigri heimamanna
90. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
3. Hinrik Atli Smárason
4. Finnur Ólafsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('62)
18. Styrmir Erlendsson ('45)
24. Elís Rafn Björnsson ('62)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Ásbjörnsson ('90)

Rauð spjöld: