Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
0
3
Grindavík
0-1 Jósef Kristinn Jósefsson '23
0-2 Juraj Grizelj '24
0-3 Guðfinnur Þórir Ómarsson '88
13.06.2013  -  19:15
Valbjarnarvöllur
1.deild karla
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
Erlingur Jack Guðmundsson ('70)
1. Ögmundur Ólafsson (m) ('34)
9. Arnþór Ari Atlason
11. Halldór Arnar Hilmisson ('83)
14. Hlynur Hauksson
15. Davíð Sigurðsson
21. Sveinbjörn Jónasson
23. Aron Bjarnason
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m) ('34)
5. Haukur Hinriksson ('70)
9. Andri Björn Sigurðsson ('83)
22. Andri Gíslason
23. Aron Lloyd Green

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sveinbjörn Jónasson ('73)
Davíð Sigurðsson ('66)
Oddur Björnsson ('62)
Karl Brynjar Björnsson ('59)
Erlingur Jack Guðmundsson ('32)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar R. og Grindavíkur í 1.deild karla.
Fyrir leik
Milan Stefán Jankovic gerir þrjár breytingar á Grindavíkurliðinu frá síðasta leik.

Daníel Leó Grétarsson, Denis Sytnik og Guðmundur Egill koma inn í byrjunarliðið. Alexa Freyr Hilmarsson, Óli Baldur Bjarnason og Alexander Magnússon missa sæti sitt í liðinu.

Alexander er líklega meiddur auk Magnúsar Björgvinssonar sem hefur verið frá síðustu vikur.
Fyrir leik
Páll Einarsson gerir tvær breytingar á Þróttaraliðinu frá því að þeir töpuðu 0-1 á heimavelli gegn Leikni í síðustu umferð.

Andri Gíslason og Guðjón Gunnarsson detta úr byrjunarliðinu og í þeirra stað koma þeir Davíð Sigurðsson og Aron Bjarnason.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á Valbjarnarvöllinn. Þorbjörn Þórðarson kynnir hefur kynnt liðin og leikurinn fer að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Grindvíkingar byrja með boltinn. Þróttarar sækja að Ármannsheimilinu.
7. mín
Leikurinn byrjar nokkuð rólega. Þróttarar búnir að fá eina hornspyrnu sem Óskar greip auðveldlega.
15. mín
Jafnræði með liðunum. Á fyrsta korterinu er ekki hægt að sjá að liðin eru að berjast á sitthvorum enda deildarinnar.
18. mín Gult spjald: Daníel Leó Grétarsson (Grindavík)
Fyrir lítið brot á Vilhjálmi Pálmasyni.
23. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Eftir aukaspyrnu hjá hornfánanum, var gefið á Jósef Kristinn sem tók Þróttarana á og skaut boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Ögmund í markinu.
24. mín MARK!
Juraj Grizelj (Grindavík)
Annað mark á tveimur míntum! Davíð Sigurðsson hægri bakvörður Þróttar missti boltann á miðjunni, Juraj tók boltann hljóp upp völlinn og skaut að markinu, svipað mark og Jósef Kristinn bauð uppá mínútu fyrr. Ögmundur varnarlaus í markinu.

Tvö glæsimörk á tveimur mínútum!
31. mín
Þetta verður erfitt fyrir Þróttara að ná eitthvað útúr þessum leik. Sjálfstraustið hjá Þrótturum var ekki mikið fyrir leik og ekki jókst það eftir þessi tvö mörk Grindvíkinga.
32. mín Gult spjald: Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
Halldór Breiðfjörð spjaldar Erling. Kominn með nóg af brotunum hans Erlings. Líklega fjórða brotið hans í leiknum. Erlingur gefur ekki tommu eftir.
34. mín
Inn:Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur R.) Út:Ögmundur Ólafsson (m) (Þróttur R.)
Markmannsskipti hjá Þrótturum. Ögmundur virðist hafa slasað sig í náranum eftir útspark. Trausti kominn í markið.
39. mín
Alltof margir lykilmenn Þróttara sem eru ekki að ná sér á strik. Eins og reyndar allt liðið.
40. mín
Vilhjálmur Pálmason með skot úr þröngi færi sem Óskar ver.
45. mín
Hálfleikur. Grindvíkingar eru með nokkuð örugga 2-0 forystu og það er lítið sem segir okkur að þeir glutri niður forystunni í seinni hálfleik.

En sjáum hvað setur, ótrúlegri hlutir hafa nú gerst.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Sömu leikmenn hefja seinni hálfleikinn og luku fyrri hálfleiknum.
59. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
62. mín Gult spjald: Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Halldór Breiðfjörð er ekkert að spara spjöldin á Þróttarana í kvöld.
63. mín
Pirringur kominn í heimamenn. Lítið gengur upp á hjá þeim og þeir virðast vera að safna spjöldum. Skynsamlegt? Nei...
64. mín Gult spjald: Jóhann Helgason (Grindavík)
65. mín
Karl Brynjar með skalla í stöng eftir hornspyrnu! Þarna voru Grindvíkingar heppnir!
66. mín Gult spjald: Davíð Sigurðsson (Þróttur R.)
Eftir brot og ekki brot á Scotty.
70. mín
Inn:Haukur Hinriksson (Þróttur R.) Út:Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
Erlingur átti ekki sinn besta dag í dag. Var meira að tuða í dómaranum en að einbeita sér að knattspyrnunni.
70. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
Scotty átti ágætis leik. Var orðinn þreyttur og ekki verri maður kemur í hans stað. Ferskar lappir í stað reyndralappa.
73. mín Gult spjald: Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Fær spjald fyrir að falla í teignum við enga snertingu. Halldór Breiðfjörð með allt á hreinu.
76. mín
Seinni hálfleikurinn fær líklega blaðsíðu í bók um leiðinlegustu seinni hálfleika knattspyrnusögunnar.
77. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) Út:Denis Sytnik (Grindavík)
Denis átti fínan leik. Fljótur á fæti og hljóp mikið.
83. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Halldór Arnar Hilmisson (Þróttur R.)
Hefur ekki mikið sést til Halldór Arnars í leiknum. Hann hefur þó ekki verið verri en aðrir leikmenn Þróttar í leiknum. Langt í frá.
87. mín
Inn:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík) Út:Alen Sutej (Grindavík)
Alen Sutej fer af velli meiddur. Hefur verið traustur að vanda í vörninni.
88. mín MARK!
Guðfinnur Þórir Ómarsson (Grindavík)
Jósef Kristinn átti langan og hraðan sprett upp allan völlinn átti síðan skot sem Trausti varði út í teiginn og þar var Guðfinnur Ómar réttur maður á réttum stað og skoraði nokkuð auðveldlega.

"Guffi" var ekki lengi að skora á sínum gamla heimavelli. Og nei, hann fagnaði ekki.
90. mín
Óli Baldur með skot fyrir utan teig sem Trausti ver. Ekkert við hann að sakast í leiknum. Trausti hefur verið duglegur að öskra á sína menn.
Leik lokið!
Leik lokið. 0-3 sigur Grindvíkinga staðreynd. Viðtöl og umfjöllun síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('70)
14. Alen Sutej ('87)
15. Denis Sytnik ('77)
20. Stefán Þór Pálsson
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson

Varamenn:
3. Marko Valdimar Stefánsson ('87)
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('77)
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Jóhann Helgason ('64)
Daníel Leó Grétarsson ('18)

Rauð spjöld: