Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
4
2
ÍA
0-1 Andri Adolphsson '27
Gunnar Þór Gunnarsson '60 1-1
Kjartan Henry Finnbogason '64 2-1
Gary Martin '69 3-1
Óskar Örn Hauksson '81 4-1
4-2 Jón Vilhelm Ákason '90
16.06.2013  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Ágætar, völlurinn fínn og smá bleyta
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1615
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('57)
11. Emil Atlason ('61)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('74)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('61)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Reynir Gunnarsson ('76)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Já góða kvöldið, hér verður bein lýsing frá leik stórveldanna KR og ÍA. Von er á hörkuleik.
Fyrir leik
Í samsvarandi viðureign þessara liða síðasta sumar unnu KR-ingar sannfærandi 2-0 sigur með mörkum frá Óskari Erni Haukssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni.
Fyrir leik
KR-ingar koma inn í leikinn taplausir og á toppnum en ÍA hefur hins vegar tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum og sitja í 10. sæti fyrir ofan Fylki og Víking Ólafsvík.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin! KR-ingar gera eina breytingu á sínu liði. Baldur dettur út vegna leikbanns og Emil Atlason kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Skagamenn gera hins vegar fimm breytingar á sínu liði frá 1-3 tapinu gegn Stjörnunni á Skaganum. Páll Gísli Jónsson, Aron Ýmir Pétursson, Jan Mikel Berg, Ármann Smári Björnsson og Joakim Wrele detta út fyrir Árna Snæ Ólafsson, Jón Vilhelm Ákason, Theo Furness, Andra Adolphson og Einar Loga Einarsson.
Fyrir leik
Jón Vilhelm er að koma upp úr meiðslum og verður gaman að sjá hvernig hann kemur inn í liðið.
Fyrir leik
Jóhannes Karl verður í miðverðinum í dag. Bjarna eldri bróður hans hefur tekist það ágætlega til hjá KR. Spurning hvort að Jói feti í fótspor eldri bróður.
Fyrir leik
Í þessum töluðu mætir meistari Bjarni Felixson í blaðamannastúkuna. Hann lýsir leiknum fyrir KR-útvarpið í dag.
Fyrir leik
Óvíst er með góða mætingu í kvöld. Þar mun síðasti leikur Ólafs Stefánssonar með landsliðinu í handknattleik spila stóra rullu.
Fyrir leik
Skagamenn hafa sjaldan byrjað jafn illa og hafa litið hrikalega illa út í byrjun móts. Ef það er hins vegar einhver leikur sem menn eiga að geta peppað sig upp í er það leikur gegn KR í Vesturbænum.
Fyrir leik
Það er vonandi að við fáum því hörkuleik í kvöld eins og leikir þessara liða síðastliðin ár hafa verið.
Fyrir leik
Spurning er með þáttöku Kjartans Henrys í leiknum. Hann spilaði ekki nema síðustu sekúndurnar í Hafnarfirðinum um daginn. Það gæti að sjálfsögðu líka farið eftir gangi leiksins.
Fyrir leik
Þá halda liðin til búningsherbergja er 10 mínútur eru í leik. Rúnar og Þórður ná vonandi almennilegri stemmingu í sína menn svo að við fáum nú almennilegan leik.
Fyrir leik
U.þ.b. 10 stuðningsmenn KR standa fyrir framan stúkuna með risastóra KR fána sem þeir ætla sér að flagga er liðin ganga inn á völlinn. Ágúst Borgþór Sverrisson, formaður stuðningsmannafélags KR fer þar fremstur í flokki.
Fyrir leik
Þá hljómar Heyr mína bæn og Gunnar Jarl Jónsson, dómari, leiðir menn inn á völlinn.
1. mín
Skagamenn hefja leik!
3. mín
Andri Adolphsson á ágætis sprett upp vinstri kantinn, kemst auðveldlega framhjá Hauki Herði en KR-ingar bægja hættunni frá. Hornspyrna.
4. mín
Arnar Már Guðjónsson á hörkuskalla að marki á fjærstönginni eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls. Hannes gerir vel að grípa skallann.
8. mín
Skagamenn mæta af fullri hörku í þennan leik og eru hættulegri til að byrja með.
12. mín
KR-ingar vinna sig betur inn í leikinn. Þetta er heilt yfir töluvert róleg byrjun.
16. mín
Atli Sigurjónsson með skemmtilega takta, tók á tvo leikmenn ÍA og þrumaði boltanum svo á markið. Árni Snær átti þó ekki í of miklum vandræðum með það.
17. mín
Það er líf að færast í þetta! Einar Logi með þrumuskot rétt fyrir utan teig. Beint á Hannes en hann átti þó í vandræðum með kraftinn í því og kýldi boltann afturfyrir.
19. mín
Bjarni Guðjóns á vinstri fótar fyrirgjöf utan af velli, frábær bolti beint á hausinn á Gary Martin sem skallaði hann í nærhornið en Árni Snæt ver í horn.
20. mín
Grétar Sigfinnur á skot framhjá úr dauðafæri í kjölfar hornspyrnunnar.
21. mín
Óskar Örn á skot framhjá frá vítateigsboga.
23. mín
Gunnar Þór á veika tilraun beint á Árna Snæ í kjölfar aukaspyrnu utan af velli.
27. mín MARK!
Andri Adolphsson (ÍA)
Stoðsending: Gylfi Veigar Gylfason
Furness fékk góða sendingu frá Garðari Gunnlaugssyni upp hægri kantinn og fyrirgjöf hans rataði á Andra Adolphsson sem náði fæti til boltans og hann fór framhjá Hannesi í markinu.
32. mín
Bjarni Guðjónsson á utanfótarskot með vinstri en það fer beint á Árna Snæ. Sóknin var þó ágæt hjá KR-ingum og lofar góðu.
34. mín
Óskar Örn fær góða sendingu inn fyrir en klúðrar dauðafæri. Skotið beint á Árna Snæ í markinu.
39. mín
KR-ingar stýra leiknum en ná ekki að skapa sér virkileg færi. Skagamenn eru mjög hættulegir í skyndisóknum sínum og Grétar og Gunnar Þór hafa ekki litið sérstaklega vel út í miðverðinum.
41. mín
Andri Adolphsson á frábæra "in-swing" fyrirgjöf frá vinstri en enginn þriggja frírra manna ÍA inni á teignum ná að teygja sig í hann. Fyrirgjöfinn skoppar í stöngina. Þarna mátti ekki miklu muna.
44. mín
Gary Martin á skot frá vítateigslínu en það er slappt og beint á Árna Snæ.
45. mín
Jónas Guðni á skot úr dauðafæri eftir fyrirgjöf Hauks Heiðars frá hægri en varnarmaður ÍA kemst fyrir.
45. mín
Hálfleikur! - Skagamenn í stúkunni fagna gríðarlega er Gunnar Jarl flautar til hálfleiks.
46. mín
Þá hefja KR-ingar leik í síðari hálfleik!
47. mín
Óskar Örn með skot úr þröngu færi. Vel varið hjá Árna Snæ.
49. mín
KR hróp heyrðust úr stúkunni í fyrsta skipti í leiknum nú á 49. mínútu. Rosalega lítil stemming í stúkunni í kvöld.
53. mín
Þvílíkt dauðafæri! Garðar Gunnlaugsson á skot af markteig en varnarmaður KR kemst fyrir. Furness átti á undan góðan sprett upp hægri kantinn sem skilaði færinu. Þarna hefðu Skagamenn átt að komast í 2-0.
56. mín
Óskar Örn í góðu færi en Skagamenn komast fyrir, boltinn berst út á Hauk Heiðar en skot hans er líka "blokkað". Hornspyrna.
57. mín
Inn:Brynjar Björn Gunnarsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Brynjar Björn að koma upp úr meiðslum.
58. mín
Bjarni Guðjónsson á skot framhjá eftir fyrirgjöf Óskars frá vinstri. Gott færi.
60. mín
Grétar á skalla af nærstönginni eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar, Árni blakar honum yfir.
60. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
60. mín MARK!
Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Þrumaði honum inn eftir klafs í teignum. Talað er um að skipta aldrei í horni en Eggert hafði komið inn fyrir Garðar þarna 10 sekúndum á undan.
61. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Emil Atlason (KR)
64. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Þetta tók hann ekki langan tíma! Búinn að vera inná vellinum í rúmar tvær mínútur og er strax kominn á blað. Óskar átti fyrirgjöf með jörðinni þar sem Kjartan var á auðum sjó inni á teignum og setti boltann í autt mark ÍA með sinni fyrstu snertingu í leiknum.
69. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Önnur stoðsending Óskars Arnar og markið var keimlíkt því hjá Kjartani Henry. Gary Martin kom á ferðinni á fjærstöngina og lagði boltann í opið markið.
74. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Síðasta skipting KR-inga. Gary átti ekkert frábæran leik en vann þó vel og náði að setja eitt mark.
76. mín Gult spjald: Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
77. mín
Inn:Aron Ýmir Pétursson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
80. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
81. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Óskar Örn heldur áfram að klára þennan leik. Ágætis sókn hjá KR. Óskar fær boltann rétt utan teigs, fær alltof mikinn tíma og leggur knöttinn niðrí hornið.
90. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Stoðsending: Arnar Már Guðjónsson
Jón nær að klóra aðeins í bakkann í lokin þegar nákvæmlega ekkert var að gerast.
Leik lokið!
4-2 sigur KR í El Clasico staðreynd!
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Andri Adolphsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
32. Garðar Gunnlaugsson ('60)

Varamenn:
19. Eggert Kári Karlsson ('60)
27. Darren Lough

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('80)

Rauð spjöld: