Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
1
Fylkir
0-1 Andrés Már Jóhannesson '5
Brynjar Ásgeir Guðmundsson '55 1-1
Björn Daníel Sverrisson '68 2-1
24.06.2013  -  19:15
Kaplakriki
Pepsi-deildin
Aðstæður: Prýðilegar.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1.329
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('36)
8. Emil Pálsson ('82)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('90)
16. Jón Ragnar Jónsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
13. Kristján Gauti Emilsson
14. Albert Brynjar Ingason
17. Atli Viðar Björnsson ('36)

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('82)
Sam Tillen ('78)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrika. Íslandsmeistarar FH eru væntanlega staðráðnir í að ná þremur stigum eftir tapið gegn Stjörnunni í bikarnum í síðasta leik. Eftir þann leik talaði Heimir Guðjóns um að hann hefði áhyggjur af því að ná ekki til leikmannahópsins. Sálfræðiútspil? Örugglega.
Fyrir leik
Sumarið hefur farið illa af stað fyrir Fylki sem aðeins hefur tvö stig, án sigurs eftir sjö umferðir. Fylkismenn fengu skell 8-0 hérna í fyrra... leikur sem Árbæingar þrá að gleyma.
Tómas Agnarsson, leikmaður KV:
Hef því miður trú á því að FH kjöldragi Fylki í kvöld og að Ási verði án kvöldvinnu á morgun.
Fyrir leik
Fylkismenn unnu Sindra í bikarnum í síðasta leik á meðan FH beið lægri hlut fyrir Stjörnunni. Dómari í kvöld er fremsti dómari landsins, Kristinn Jakobsson.
Fyrir leik
Fyrir löngu er byrjað að botna tónlistina hér í Krikanum. Starfsmaður vallarins mætir hlaðinn sælgæti frá Góu og biður þá tvo fréttamenn sem hér eru að koma því á framfæri hvað Góa sé góð að styrkja FH. Það hefur verið gert.
Fyrir leik
Byrjunarlið FH í kvöld er áhugavert. Guðjón Árni Antoníusson og Freyr Bjarnason eru frá vegna meiðsla þó Freyr sé meðal varamanna í kvöld. Þá er Guðmann Þórisson í banni og því þrjár breytingar á varnarlínu liðsins.

Sam Tillen er áfram í vinstri bakverðinum en Jón Ragnar Jónsson er hægra megin. Í hjarta varnarinnar eru Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Pétur Viðarsson.
Fyrir leik
Emil Pálsson, Dominic Furness og Björn Daníel Sverrisson eru á miðjunni hjá FH. Á vængjunum Ingimundur Níels Óskarsson, sem lék með Fylki í fyrra, og Ólafur Páll Snorrason. Atli Guðnason er fremsti maður í kvöld.
Fyrir leik
Hjá Fylki eru líka talsverðar breytingar en liðið leikur með átta uppalda leikmenn í byrjunarliði sínu.

Miðvörðurinn Kristján Hauksson er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Fylki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið meiddur í upphafi móts. Hann, Finnur Ólafsson og Viðar Örn Kjartansson eru þeir leikmenn í liðinu sem eru ekki uppaldir.

Tryggvi Guðmundsson er á bekknum líkt og í síðasta deildarleik sem tapaðist gegn Breiðabliki 0-1 í Lautinni.
Fyrir leik
Í fréttamannastúkuna er mættur vélbyssukjafturinn Guðmundur Marinó Ingvarsson hjá Vísi. Ég finn á mér að hann verði í ham í kvöld og standi undir gælunafninu.
Fyrir leik
Svona held ég að þessu sé stillt upp.

FH:
Róbert
Jón Ragnar - Pétur - Brynjar - Tillen
Emil Páls - Furness - Björn Daníel
Óli Palli - Atli - Ingimundur

Fylkir:
Bjarni Þórður
Andri Þór - Kristján - Finnur - Kjartan Ágúst
Elís - Davíð Þór - Andrés Már
Ásgeir - Viðar - Tómas Joð
1. mín
Leikurinn er farinn af stað
2. mín
Byrjunarlið Fylkis ekki eins og ég bjóst við. Kjartan Ágúst er með Kristjáni í miðverði. Andri og Tómas Joð bakverðir. Finnur, Davíð Þór og Elís á miðjunni; Andrés Már og Ásgeir á vængjunum og Viðar fremstur.
5. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
Já þetta kemur heldur betur óvænt! Ásgeir Örn var hægra megin og átti langa sendingu yfir á Andrés sem hikaði ekkert við hlutina, átti glæsilegt skot í stöngina og inn! Alls ekki sannfærandi varnarleikur hjá FH þarna.
12. mín
Eðlilegt að Íslandsmeistararnir eru enn ekki komnir með vallarklukku. Vallarþulurinn Friðrik Dór tilkynnir í hátalarakerfinu á tíu mínútna fresti hvað tímanum líður.
14. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Groddaraleg tækling og ekkert hægt að mótmæla þessu gula spjaldi. Þess má geta að aðstoðardómarar í kvöld eru Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson.
16. mín
Nákvæmlega enginn Íslandsmeistarabragur á FH hér í upphafi leiks. Liðið ekki skapað sér færi.
19. mín
Fyrsta teljandi marktilraun FH. Jón Ragnar með fyrirgjöf frá hægri sem hitti á kollinn á Atla Guðnasyni. Skalli hans hættulítill, beint á Bjarna Þórð.
21. mín
Andrés Már með hörkuskot sem endaði framhjá markinu. Fín tilraun. Andrés að líta vel út hér í upphafi leiks.
27. mín
Fylkir með stórhættulega hornspyrnu en á endanum náði Róbert markvörður að handsama knöttinn. Lenti í samstuði í leiðinni og þarf aðhlynningu.
28. mín
Róbert Örn hefur jafnað sig og leikurinn getur haldið áfram.
35. mín
Þetta mark snemma leiks hefur gert mikið fyrir Fylki. Liðið virkar fullt sjálfstrausts. Ingimundur Níels varð fyrir samstuði í teignum áðan og er enn ekki kominn inn. Líklegt að hann geti ekki haldið leik áfram.
36. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Atli Viðar kemur inn fyrir Ingimund Níels sem ekki getur haldið áfram vegna meiðsla. Atli Viðar fer á toppinn og Atli Guðnason færist á vinstri væng.
41. mín
Nokkrir áhorfendur á vegum FH farnir að öskra á dómarana. Ekkert við þá að sakast. Verið að dæma leikinn vel.
45. mín
Komið að viðbótartíma í fyrri hálfleik... Vélbyssukjafturinn hefur mest verið að urða yfir Furness og virðist hann stefna í að fá tvist á Vísi.
45. mín
Hálfleikur - FH-ingar ógnuðu marki Fylkis aðeins í blálok hálfleiksins. Nú geta Hafnfirðingar fengið sér te og endurskoðað sín mál. Ekki veitir af.
45. mín
Það verður að hrósa Fylki fyrir þennan fyrri hálfleik. Leikurinn vel upplagður hjá þeim, varnarlínan verið flott og liðið átt nokkrar hættulegar sóknir. Miðverðirnir pressað vel.
45. mín
Meðal áhorfenda er að sjálfsögðu Zoran Miljkovic sem bíður spenntur eftir því að eitthvað félag hafi samband og ráði sig í vinnu. Zoran er á öllum fótboltaleikjum á landinu. Er líklega einnig bæði í Kópavogi og á Akranesi núna.
46. mín
Seinni hálfleikur hefst - Samkvæmt upplýsingum mínum eru útsendarar frá erlendum félagsliðum hér í Kaplakrikanum í kvöld til að skoða Björn Daníel Sverrisson, vonandi sýnir hann betri leik í seinni hálfleik.
47. mín
Svakaleg mistök hjá Róberti. Misheppnuð sending frá markinu sem fór beint á Viðar Örn. Viðar náði ekki nægilegum tökum á knettinum og skaut framhjá. Róbert getur andað léttar, var ekki refsað fyrir þessi mistök.
49. mín
Emil Pálsson með skalla sem Bjarni Þórður blakaði yfir markið! Mikil hætta.
53. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Tankurinn búinn hjá markaskoraranum Andrési sem er nýstiginn upp úr meiðslum.
55. mín MARK!
Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
FH hefur jafnað í 1-1! Varnarmaðurinn Brynjar Ásgeir náði skoti sem laumaði sér í hornið. Fékk boltann frá Atla Guðnasyni í teignum í kjölfarið á hornspyrnu. Áður höfðu Fylkismenn bjargað á línu eftir skalla frá Birni.
61. mín
FH hefur alveg tekið stjórnina í þessum leik. Björn Daníel með skalla naumlega yfir.
66. mín
Atli Guðnason með skemmtilega skottilraun úr þröngu færi. Bjarni Þórður sló boltann yfor.
68. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Aftur skorar FH eftir horn! Að þessu sinni Björn Daníel, vörn Fylkis gleymdi sér og Björn stangaði knöttinn í netið. Staðan búin að snúast við fyrir Fylki.
71. mín
Hörkufæri! Atli Guðnason fékk sendingu frá Birni en Bjarni Þórður náði að bjarga.
75. mín
Inn:Árni Freyr Guðnason (Fylkir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Davíð var góður í fyrri hálfleiknum en ekki tekið þátt í þeim seinni.
78. mín Gult spjald: Sam Tillen (FH)
Áminning fyrir kjaft.
81. mín
Atli Viðar Björnsson með skot úr hörkufæri en Bjarni Þórður varði glæsiega í horn.
82. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
82. mín
Inn:Freyr Bjarnason (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
85. mín Gult spjald: Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
89. mín
Fylkismenn lítið ógnað í seinni hálfleik og eru ekki að komast lönd né strönd þessa stundina.
90. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
90. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Leik lokið!
FH-ingar með sigur, enginn meistarabragur á þeim en stigin þrjú í hús. Fylkismenn flottir í fyrri hálfleik en máttlitlir í þeim síðari.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson
4. Andri Þór Jónsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('75)
24. Elís Rafn Björnsson ('90)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:
Tómas Joð Þorsteinsson ('85)
Davíð Þór Ásbjörnsson ('14)

Rauð spjöld: