Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
2
3
Stjarnan
Viðar Örn Kjartansson '39 1-0
Ingvar Jónsson '61
Viðar Örn Kjartansson '73 2-0
2-1 Garðar Jóhannsson '84
2-2 Tryggvi Sveinn Bjarnason '90
2-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason '105
07.07.2013  -  19:15
Fylkisvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Rennandi blautur völlur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson
4. Andri Þór Jónsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson ('78)
25. Agnar Bragi Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Heiðar Geir Júlíusson ('104)
Sverrir Garðarsson ('97)
Kristján Hauksson ('71)
Andrés Már Jóhannesson ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar.

Tómas Joð Þorsteinsson er í leikbanni hjá Fylki í dag og Davíð Ásbjörnsson er einnig fjarverandi. Oddur Ingi Guðmundsson og Árni Freyr Guðnason koma inn í liðið í þeirra stað.

Garðar Jóhannsson kemur inn í lið Stjörnunnar eftir leikbann en hann kemur inn fyrir Robert Sandnes sem er ekki með í dag vegna meiðsla.
Fyrir leik
Það er rigning í Árbænum og völlurinn er rennandi blautur. Vonandi einn af síðustu leikjunum sem áhorfendur þurfa að nota regnhlífar hér en bygging á nýrri stúku er í gangi.
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson er ekki með Stjörnunni í dag en hann tekur út síðari leikinn í tveggja leikja banni sem hann var úrskurðaður í fyrir rauða sjaldið gegn Þór á dögunum.
Fyrir leik
Stjarnan sigraði 1-0 þegar þessi lið mættust í Árbænum fyrr á tímabilinu.

Kennie Chopart skoraði sigurmark Stjörnunnar þar en hann skoraði einnig eina mark liðsins í sigri á ÍBV um síðustu helgi.
Fyrir leik
Kristján Valdimarsson er í takkaskóm og sparkar í bolta í upphitun Fylkismanna. Kristján er ekki á leikskýrslu í dag en hann hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili vegna meiðsla.

Agnar Bragi Magnússon er hins vegar mættur inn í leikmannahóp Fylkis en hann hefur verið frá keppni í allt sumar.
Fyrir leik
Tómas Joð er að sjálfsögðu mættur að styðja sína menn í stúkunni en hann tekur út leikbann í dag.

Tómas sýnir stuðning í verki með því að vera í appelsínugulum buxum, sómi af því.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
2. mín
Garðar og Kennie eru fremstir hjá Stjörnunni og þeir Halldór Orri og Gunnar Örn eru á köntunum.
Máni Pétursson stuðningsmaður Stjörnunnar:
Uppstilling ansi vafassöm
7. mín
Leikmenn eiga í erfiðleikum með að hemja boltann á blautum vellinum og ekki bætir úr skák að vindurinn er að aukast.
9. mín
Jóhann Laxdal með hörkutæklingu á Finn Ólafsson en sleppur með tiltal. Rauði baróninn bíður með spjöldin.
11. mín
Garðar Jóhannsson nær að skora eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni en búið var að flagga rangstöðu.
13. mín
Fyrsta marktilraun Fylkis. Andrés Már á máttlítið skot sem Ingvar ver örugglega.
14. mín
Kennie Chopart í ágætis færi eftir fyrirgjöf frá Gunnari Erni en skot hans fer yfir.
16. mín
Strákarnir í Silfurskeiðinni láta ekki rigninguna hafa áhrif á sig en þeir hafa látið vel í sér heyra allan leikinn.
17. mín
Halldór Orri með ágætis tilraun úr aukaspyrnu en Bjarni Þórður ver skot hans til hliðar.
26. mín
Viðar Örn með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Andrési Má.
27. mín
Viðar Örn sloppinn í gegn en Ingvar bjargar með frábæru úthlaupi.
34. mín
Halldór Orri með hættulega hornspyrnu sem Bjarni slær í burtu á línu og eftir darraðadans ná Fylkismenn að hreinsa í horn.
35. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Andrés Már fær fyrsta gula spjaldið í dag.
39. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Stoðsending: Finnur Ólafsson
Frábær afgreiðsla hjá Viðari! Fékk langa sendingu fram frá Finni Ólafssyni og smellti boltanum á lofti í fjærhornið.

Fagnaði síðan markinu með því að taka ,,dýfu" á vellinum eftir umræðu um atvik í leik gegn KR um síðustu helgi.
Magnús Sigurbjörnsson:
Reyndi að hemja mig hér á flugvellinum í Köln þegar ég sá Fylkismark á skjánum hjá mér. 1-0 á Fylkisvelli, koma svo!
45. mín
Fylkismenn hársbreidd frá því að komast í 2-0! Ingvar Jónsson missir aukaspyrnu úr fanginu og eftir mikinn barning bjargar Jóhann Laxdal á marklínu.
45. mín
Fylkismenn leiða 1-0 í leikhléi eftir frábært mark hjá Viðari Erni. Fylkismenn hafa ógnað meira og þessi forysta er verðskulduð.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
51. mín
Andrés Már með þrumuskot en boltinn fer yfir markið.
61. mín Rautt spjald: Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Víti og rautt spjald! Tryggvi Guðmundsson á glæsilega vippu inn á Odd Inga sem ætlar að leika á Ingvar í markinu.

Ingvar brýtur á honum og vítaspyrna er dæmd auk þess sem rauði baróninn rekur Ingvar af velli.
62. mín
Inn:Arnar Darri Pétursson (Stjarnan) Út:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
Gunnar Örn víkur til að Arnar Darri geti farið í markið. Arnar Darri mun klára þennan leik og vera á milli stanganna í næsta leik Stjörnunnar gegn FH á fimmtudag.
63. mín
Viðar Örn á skot í utanverða stöngina úr vítaspyrnunni. Stjarnan er ennþá inn í þessu!
67. mín
Garðar Jó með fyrstu almennilegu tilraun Stjörnunnar í síðari hálfleik en hann á skot sem fer beint á Bjarna í markinu.
69. mín
540 manns á vellinum í kvöld. Hrikalega slök mæting en veðrið setur vissulega strik í reikninginn.
71. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fylkir)
Kristján í bókina fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann.
72. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
73. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Aftur virkilega vel gert hjá Viðari. Selfyssingurinn átti sprett upp völlinn, Stjörnuvörnin bakkaði og bakkaði og Viðar þakkaði pent fyrir sig með því að skjóta í gegnum klofið á Martin Rauschenberg og í netið frá vítateigslínu.
74. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
Síðasta skipting Garðbæinga.
76. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Fylkir) Út:Tryggvi Guðmundsson (Fylkir)
78. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
84. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Stjarnan á ennþá von! Halldór Orri fór illa með Kristján Hauksson og keyrði inn á vítateig og upp að endamörkum þar sem hann sendi fyrir á Garðar sem átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi.
86. mín
Ásgeir Eyþórsson sendir boltann út til hægri á Andrés Má sem er í fínu færi en skot hans fer yfir.
87. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
89. mín
Halldór Orri með aukaspyrnu á hættulegum stað. Bjarni Þórður sér boltann seint en er vel staðsettur og ver út í teiginn.
90. mín MARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Ótrúleg pressa hjá Stjörnunni sem endar á því að Tryggvi Sveinn skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. 10 Stjörnumenn eru búnir að skora tvisvar í lokin og þeir virðast vera að tryggja sér framlenginguna.
90. mín
Framlengt: 90 mínútur eru liðnar og við fáum framlengingu í lautinni.
90. mín
Tryggvi Sveinn kom inn í fremstu víglínu áðan en hann hefur nú farið aftur í hjarta varnarinnar. Smá tilfærslur hjá Stjörnumönnum i kjölfarið en þeir náðu að jafna á ótrúlegan hátt. Góður karakter hjá þeim.
90. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Fylkismenn gera skiptingu fyrir framlenginguna.
Tómas Agnarsson:
Fylkir að minna á þrotabú, 2-0 yfir og manni fleiri og 10 min eftir...hlægilegt að missa það niður. #asiout
97. mín Gult spjald: Sverrir Garðarsson (Fylkir)
Sverrir tæklar Atla Jóhannsson við vítateigslínuna. Garðar Örn togar Sverri á fætur og spjaldar hann síðan.
98. mín
Atli á skot í varnarvegginn úr aukaspyrnunni. Alls ekki að sjá að Fylkismenn séu manni fleiri frekar en undir lok venjulegs leiktíma. Árbæingar virðast hafa hætt í stöðunni 2-0.
100. mín
Garðar Jóhannsson fær flott skallafæri eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal en boltinn fer hárfínt framhjá.
104. mín Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir)
Heiðar Geir tæklar Tryggva Svein.
Björn Már Ólafsson:
Stjarnan á sinn besta kafla í leiknum manni færri í framlengingu #bluenation
105. mín MARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
ÓTRÚLEGT! Stjarnan er búið að skora þrjú mörk manni færri og aftur er það Tryggvi sem skorar með skalla af stuttu færi. Eftir aukaspyrnu var boltinn skallaður áfram inn á markteiginn þar sem Tryggvi þakkaði fyrir sig með því að skora.
106. mín
Síðari hálfleikur er hafinn í framlengingunni.
111. mín
Heiðar Geir Júlíusson fær ágætis færi við víateigslínuna en hann tekur boltann á lofti og þrumar hátt yfir.
116. mín
Fylkismenn sækja meira og freista þess að knýja fram vítaspyrnukeppni. Kristján Páll á fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Ásgeir Örn skýtur í hliðarnetið úr þröngu færi.
120. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu og Bjarni Þórður markvörður er mættur fram en nær ekki til knattarins.
Leik lokið!
Ótrúlegur 3-2 sigur Stjörnumanna eftir framlengdan leik. Stjarnan var manni færri frá 61. mínútu og 2-0 undir þegar 84 mínútur voru liðnar en þrátt fyrir það náði liðið að tryggja sér sigur og sæti í undanúrslitum. Martraðartímabil Fylkis heldur aftur á móti áfram.

Nánar verður fjallað um leikinn innan tíðar.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('74)
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m) ('62)
17. Ólafur Karl Finsen ('72)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('87)

Rauð spjöld:
Ingvar Jónsson ('61)