Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
2
0
KF
Alex Freyr Hilmarsson '28 1-0
Matthías Örn Friðriksson '36 2-0
11.07.2013  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1.deild karla
Aðstæður: Flott fótboltaveður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 207
Maður leiksins: Alex Freyr Hilmarsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('88)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Daníel Leó Grétarsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
5. Juraj Grizelj ('78)
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Matthías Örn Friðriksson
14. Alen Sutej
17. Magnús Björgvinsson ('71)
20. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
8. Jóhann Helgason ('78)
10. Scott Ramsay
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('88)
15. Denis Sytnik ('71)
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Veriði hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá Grindavíkurvelli.
Anton Ingi Leifsson
Fyrir leik
Það er Brynjar Ásgeir Guðmundsson sem hefur þessa textalýsingu en brátt mun Björn Steinar, okkar maður í Grindavík, taka við af mér.
Anton Ingi Leifsson
1. mín
Björninn er mættur í fréttamannastúkuna og leikurinn er hafinn og gestirnir byrja með boltann.
7. mín
Daníel Leó Grétarsson með skot af 40 metrunum en boltinn fór yfir markið.
12. mín
Liðin skiptast á að vera með boltann og lítið sem ekkert að gerast.
14. mín
Nenad Zivanovic með slakt skot inní teig sem Óskar Pétursson varði.
18. mín
Óli Baldur Bjarnason með sendingu frá hægri kanti, Daníel Leó Grétarsson náði að pota í boltann en Björn Hákon Sveinsson varði vel í horn sem ekkert varð úr.
26. mín
Magnús Björgvinsson var sloppinn einn í gegn en eitthvað var stjakað við honum og hrasaði Magnús í grasið en ekkert dæmt. Ég hefði ekki dæmt á þetta.
28. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
28. mín
Magnús Björgvinsson skallaði bolta sem kom fyrir og opnaðist vörn gestanna mikið og var Alex Freyr Hilmarsson við mitt markið og kláraði vel framhjá Birni Hákoni í markinu.
36. mín Gult spjald: Vladan Vukovic (KF)
36. mín MARK!
Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Stoðsending: Daníel Leó Grétarsson
36. mín
Daníel var með boltann í teignum og gaf tilbaka á Matthías Örn sem var mjög nálægt endalínunni en Matthías hamraði boltanum í markið.
40. mín
Það litur allt út fyrir að Heimamenn bæti við öðru marki. Heimamenn mun sókndjarfari og ákveðnari á meðan KF eru ekki að ná að skapa sér mikið .
45. mín
Fast skot frá Jósef Jósefssyni en Björn Hákon fékk hann beint á sig og var ekki í vandræðum.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hérna. Heimamenn mun sterkari á sínum heimavelli.
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju.
46. mín
Inn:Ottó Hólm Reynisson (KF) Út:Nenad Zivanovic (KF)
46. mín
Inn:Kristján Vilhjálmsson (KF) Út:Sigurjón Fannar Sigurðsson (KF)
51. mín
Frábært skot rétt fyrir utan teig frá Juraj Grizelj sem Björn Hákon varði glæsilega.
53. mín
Alex Freyr Hilmarsson brunaði upp kantinn og gaf fyrir á Juraj Grizelj sem þrumaði boltanum yfir markið. Juraj átti að gera betur í þessu færi.
54. mín
KF eru farnir að koma ofar á völlinn og pressa betur á heimamenn. Sjáum hvað það gerir fyrir Gestina.
58. mín
Páll Sindri Einarsson með hörkuskalla rétt yfir markið. Hættulegasta færi Gestanna til þessa.
61. mín
Páll Sindri Einarsson aftur á ferðinni með skot fyrir utan teig, Ég hélt að þessi væri inni en boltinn fór í stöngina sem heldur netmöskvunum uppi.
66. mín
Jósef Kristinn Jósefsson átti lágan bolta beint á Magnús Björgvinsson sem átti bara eftir að skjóta boltanum en Magnús var með mislagðar lappir og KF náðu að hreinsa.
67. mín
Inn:Halldór Logi Hilmarsson (KF) Út:Jón Björgvin Kristjánsson (KF)
71. mín
Inn:Denis Sytnik (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
72. mín
Stefán Þór Pálsson með gott skott sem Björn Hákon Sveinsson ver vel. Heimamenn með virkilega flott spil áður en skotið kom hjá Stefáni.
78. mín
Inn:Jóhann Helgason (Grindavík) Út:Juraj Grizelj (Grindavík)
82. mín
Smá mistök hjá mér. Lárus Orri var með tvöfalda skiptingu í hálfleik sem mér misfórst að sjá. Biðst velvirðingar á því.
83. mín
Alex Freyr Hilmarsson í dauðafæri en hitti boltann illa og boltinn fór vel framhjá.
84. mín
Kristján Vilhjálmsson með fínan skalla eftir hornspyrnu en boltinn fór rétt yfir markið.
86. mín
KF menn í dauðafæri eftir mistök hjá heimamönnum. boltinn var beint fyrir framan markið og var það Otto Hólm Reynisson sem átti skot en Óskar Pétursson kom eins og Berlínarmúrinn á móti honum og varði glæsilega.
88. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
90. mín Gult spjald: Eiríkur Ingi Magnússon (KF)
Var of seinn í boltann og lág Daníel Leó Grétarsson og Eiríkur niðri eftir brotið.
Leik lokið!
Leik lokið hér þar sem Heimamenn voru betri. Viðtöl og umfjöllun koma síðar. Takk fyrir í kvöld.
Byrjunarlið:
24. Björn Hákon Sveinsson (m)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
4. Sigurjón Fannar Sigurðsson ('46)
5. Milos Glogovac
8. Trausti Örn Þórðarson
11. Páll Sindri Einarsson
14. Gabríel Reynisson
15. Teitur Pétursson
18. Nenad Zivanovic ('46)
19. Vladan Vukovic

Varamenn:
9. Halldór Logi Hilmarsson ('67)
10. Ottó Hólm Reynisson ('46)
21. Kristján Vilhjálmsson ('46)

Liðsstjórn:
Halldór Ingvar Guðmundsson (Þ)
Örn Elí Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Eiríkur Ingi Magnússon ('90)
Vladan Vukovic ('36)

Rauð spjöld: