Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
0
3
Þýskaland
0-1 Lena Lotzen '24
0-2 Célia Okoyino da Mbabi '55
0-3 Célia Okoyino da Mbabi '84
14.07.2013  -  18:30
Myresjöhus Arena, Växjö
EM 2013
Dómari: Kirsi Heikkinen (Finnland)
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('60)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('46)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir

Varamenn:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir ('60)
3. Elísa Viðarsdóttir
16. Elín Metta Jensen
18. Þórunn Helga Jónsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Guðný Björk Óðinsdóttir ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af leik Íslands og Þýskalands, en þetta er annar leikur þessara liða í B-riðli Evrópumótsins.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir

Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið Þýskalands:

Markvörður: Nadine Angerer

Hægri bakvörður: Leone Maier

Vinstri bakvörður: Jennifer Cramer

Miðverðir: Annike Krahn og Saskia Bartusiak

Miðjumenn: Nadine Kessler og Lena Goessling

Hægri kantur: Lena Lotzen

Vinstri kantur: Melanie Leupolz

Sóknarsinnaður miðjumaður: Dzsenifer Marozsán

Framherji: Célia Okoyino da Mbabi
Fyrir leik
Allt að verða klárt, bæði lið hita upp og það er rífandi stemmning á Myresjöhus Arena í Växjö!
Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann.
Hraðinn hennar Fanndísar gæti nýst vel af bekknum á eftir
Fyrir leik
Það er ótrúleg stemmning á vellinum, ég verð að endurtaka það. Mikið af Íslendingum og Þjóðverjarnir eru ekkert fáir heldur!
Fyrir leik
Liðin ganga til búningsherbergja og þjálfararnir taka lokaræðu fyrir leikinn. Siggi Raggi með eina djúsí ræðu klára fyrir stelpurnar, trúi ekki öðru!
Fyrir leik
Þvílíkt stolt þegar maður heyrir þjóðsönginn, koma svo Ísland!!
1. mín
Leikurinn er kominn af stað!
1. mín
Byrjar sterkt, verður erfiður leikur, en allt er hægt í fótbolta.
4. mín
Célia komst í ágætis færi, en lélegt skot. Hólmfríður missti boltann á hættulegum stað.
8. mín
Dzsenifer Marozsán með fínt skot eftir fyrirgjöf, en Guðbjörg heldur þessu örugglega!
10. mín
Glódís virkar vel á mig í vörninni, örugg í sínum aðgerðum. Þetta verður samt afar erfitt, Þjóðverjar í blússandi sókn hvað eftir annað.
14. mín
Dóra María á fyrsta færi íslenska liðsins, boltinn þó vel framhjá markinu og í innkast!
15. mín
Hólmfríður með fáránlegan sprett, fíflaði hvern Þjóðverjann á fætur öðrum og náði svo skoti á mark sem Angerer heldur.
17. mín
VÁÁÁÁÁ ÞVÍLÍK VARSLA!! Guðbjörg fer skalla frá Lenu Lotzen í slá og svo hreinsað í horn! Ótrúlegt
18. mín
AFTUR!!! Nadine Kessler náði skoti sem Guðbjörg varði meistaralega, glæsilega vel gert. Sýndist nú hafa verið brotið á henni áður en skotið kom, en ekkert dæmt þó.
Anna Garðarsdóttir, leikmaður Selfoss.
Gugga er búin að loka rammanum!
24. mín MARK!
Lena Lotzen (Þýskaland)
MARK!!! Lena Lotzen opnar þetta. Hún fékk boltann inn fyrir hægra megin, færir boltann vinstra megin og klárar örugglega.
31. mín
Lítið að gerast í leiknum. Þjóðverjar halda áfram að sækja, þó ekki eins mikið og fyrir markið. Íslenska liðið þarf að ýta sér hærra upp völlinn.
36. mín
Melanie Leupolz með skot rétt yfir markið. Það þarf að loka á fyrirgjafir hægra megin, skapa hættu í hvert sinn og það er þeirra helsta lið inn á markið.
42. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST!! Guðbjörg með ótrúlegar vörslur. Hún varði í tví- eða þrígang og grípur svo skot frá Lenu Lotzen!
42. mín
Markvarsla Guggu frá Celiu var á heimsmælikvarða, það er ljóst!
Valur Gunnarsson, markmannsþjálfari:
Rajko hefði ekki varið þetta. #ÁframÍsland
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Katrín dúndrar Marozsán niður, aukaspyrnu dæmd.
45. mín
STÓRHÆTTULEGT FÆRI!! Kessler skallar boltann hátt upp og rétt framhjá markinu.
45. mín
Hálfleikur: 0-1 fyrir Þjóðverjum, en varnarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög agaður. Glódís sérstaklega góð og Guðbjörg í markinu.
46. mín
Inn:Katrín Ómarsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Dagný meiddist í fyrri hálfleik og inn kemur Katrín.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
50. mín
Þýska liðið að sækja mjög svo mikið þessa stundina, þær eru ákveðnar í að bæta við marki.
55. mín MARK!
Célia Okoyino da Mbabi (Þýskaland)
ÞJÓÐVERJAR BÆTA VIÐ!! Eftir mikinn vandræðagang í teignum ná þær skoti, Célia nær frákastinu og skorar í slá og inn!
60. mín
Inn:Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
60. mín
Þetta þýska lið er bara vél, þær hafa vissulega verið meira með boltann og skapað en sannfærandi eru þær svo sannarlega ekki miðað við að þær hafa verið fimm sinnum í röð Evrópumeistarar.
65. mín
Katrín Ómarsdóttir er meidd, hún er búin að tilkynna Sigga Ragga það og getur ekki spilað.
65. mín
Mér heyrðist það frá vellinum að hún gæti ekki hlaupið. Þetta er afar slæmt, Ísland á eina skiptingu eftir samt sem áður.
70. mín
Inn:Guðný Björk Óðinsdóttir (Ísland) Út:Katrín Ómarsdóttir (Ísland)
70. mín
Inn:Simone Laudehr (Þýskaland) Út:Lena Goessling (Þýskaland)
80. mín
Loksins nær maður inn færslu og þá akkurat kom dauðafæri sem Anja Mittag nýtti illa. Skot sem fór rétt framhjá markinu.
84. mín MARK!
Célia Okoyino da Mbabi (Þýskaland)
Þá er þetta búið! Célia skorar eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum, hún skóflar honum inn eins og maður segir, búnar að loka þessum leik!
90. mín
Þrír menn hlaupa inn á völlinn í léttu gríni, ekki jafn mikið panicað yfir þessu hér og í Meistaradeildinni samt sem áður. Þeim er náð og leikurinn heldur áfram.
Leik lokið!
3-0 sigur Þýskalands staðreynd. Nú þarf Ísland að ná sigri gegn Hollendingum í síðasta leiknum til þess að eiga möguleika á því að komast í 8-liða úrslit.
Byrjunarlið:
1. Nadine Angerer (m)
3. Saskia Bartusiak
4. Leone Maier
5. Annike Krahn
8. Nadine Kessler
9. Lena Lotzen
10. Dzsenifer Marozsán
13. Célia Okoyino da Mbabi
15. Jennifer Cramer
16. Melanie Leupolz
20. Lena Goessling ('70)

Varamenn:
1. Almuth Schult (m)
2. Bianca Schmidt
6. Simone Laudehr ('70)
7. Melanie Behringer
9. Svenja Huth
11. Anja Mittag
14. Isabelle Linden
17. Josephine Henning
19. Fatmire Bajramaj
22. Luisa Wensing
23. Sara Däbritz

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: