Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
1
KR
Hólmbert Aron Friðjónsson '25 1-0
1-1 Haukur Heiðar Hauksson '65
Kristinn Ingi Halldórsson '75 2-1
14.07.2013  -  21:00
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautur völlur og logn
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Ögmundur Kristinsson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
9. Haukur Baldvinsson ('64)
11. Almarr Ormarsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('71)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson ('71)
10. Orri Gunnarsson
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jordan Halsman ('40)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Fram og KR í elleftu umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Sam Hewson er mættur aftur í byrjunarlið Fram eftir leikbann en Benedikt Októ Bjarnason dettur út liðinu frá því í bikarleiknum gegn Gróttu í síðustu viku. Halldór Hermann Jónsson er fjarverandi vegna meiðsla.
Fyrir leik
Þorsteinn Már Ragnarsson er í byrjunarliði KR í einungis annað skipti í Pepsi-deildinni í sumar.

Kjartan Henry Finnbogason og Atli Sigurjónsson byrja á bekknum sem og Gunnar Þór Gunnarsson.
Fyrir leik
KR getur með sigri í kvöld náð fimm stiga forskoti á bæði FH og Stjörnuna.

Fram er í áttunda sætinu fyrir leikinn en liðið getur hoppað upp fyrir Þórsara með sigri.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er sá fyrsti sem hefst klukkan 21:00 síðan árið 2008 þegar Fram og FH áttust við á Laugardalsvelli.

Ástæðan fyrir því að leikurinn hefst klukkan 21 er leikur Íslands og Þýskalands á EM kvenna.
Fyrir leik
Guðmundur Marinó á Fréttablaðinu spáir 4-1 sigri KR í dag. Kristján Jónsson á Mogganum spáir hins vegar 2-1 fyrir KR.
1. mín
Leikurinn er hafinn! KR-ingar sækja í átt að Laugardalslaug en Fram í áttina að Laugardalshöllinni.
2. mín
Gary Martin er fremstur hjá KR en Þorsteinn Már leikur fyrir aftan hann.
Leifur Andri Leifsson:
Holmbert er alltaf að fara að skora í þessum leik ný klipptur & flottur #BigGameBerti
5. mín
Ögmundur missir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni en Framarar ná að koma boltanum burt áður en Emil Atlason á skot sem Ögmundur ver.
8. mín
KR-ingar sprækari í byrjun. Haukur Heiðar með fyrirgjöf og Þorsteinn Már á skot sem fer framhjá markinu.
12. mín
KR-ingar áfram betri. Gary Martin með skot frá vítateigslínu sem Ögmundur slær í horn.
14. mín
Langbesta færi leiksins! Steven Lennon með fasta fyrirgjöf sem siglir framhjá öllum í gegnum markteiginn og á fjærstöngina. Þar fær Almarr Ormarsson boltann en Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallar skot hans burt af línu!
22. mín
Guðmundur Reynir vinstri bakvörður KR tekur sprett upp völlinn og kemst í flott færi en skot hans fer hátt yfir. Mummi vippaði boltanum á Gary Martin sem sendi hann með "kassanum" aftur til baka en skotið ekki nógu hnitmiðað.
25. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
Hólmbert skorar með fínu skoti eftir fyrirgjöf frá Almarri Ormarssyni.

Markið kom eftir laglega skyndisókn Framarar sem snéru vörn í sókn eftir að KR-ingar áttu hættulegt upphlaup sem endaði með fyrirgjöf frá Gary Martin.
27. mín
Sjötta mark Hólmberts í Pepsi-deildinni í sumar en hann og Gary Martin eru nú saman markahæstir í deildinni með sex mörk hvor.
Tómas Þór Þórðarson:
Almarrrrrrr á þetta. Móttaka, dribbl, yfirsjón, sending. Bjútiful!
29. mín
Ólafur Örn Bjarnason fer alblóðugur út að hliðarlínu eftir skallaeinvígi. Hann verður utan vallar næstu mínúturnar til að fá aðhlynningu. Framarar því tíu á meðan.
30. mín
Jónas Guðni Sævarsson með hörkuskot sem Ögmundur ver í horn.
32. mín
Ólafur Örn kominn aftur inn á með umbúðir á höfðinu. Vígalegur!
36. mín
Stórsókn Fram! Hólmbert á fyrst skot sem Hannes ver út í teiginn. Sam Hewson leggur boltann síðan út á Steven Lennon sem er í dauðafæri en Guðmundur Reynir kemst fyrir skot hans.
Kristjana Arnarsdóttir:
Rikki er svo mikill Mourinho þarna á hliðarlínunni. Sleppur svo sem alveg #einmitt #sjóðandi
40. mín Gult spjald: Jordan Halsman (Fram)
Halsman brýtur á Óskari Erni á hægri kantinum og fer réttilega í bókina.
45. mín
Fyrri hálfleik er lokið og það eru Framarar sem leiða eftir mark Hólmberts. Fjörugur leikur og bæði lið hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Vonandi verða færin einnig til staðar í síðari hálfleik.
45. mín
KR-ingar eru taplausir í Pepsi-deildinni í sumar. Kemur fyrsta tap þeirra í kvöld.
Sóli Hólm sjónvarpsþátturinn Fótbolti.net:
Þetta er hraðasti leikur sem ég hef séð á Íslandi í langan tíma. #framKr
46. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (Fram) Út:Ólafur Örn Bjarnason (Fram)
Ólafur Örn líklega að fara af velli vegna höfuðmeiðslanna.

Benedikt kemur inn í hægri bakvörðinn og Alan Löewing fer í hjarta varnarinnar.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
53. mín
Ólafur Örn er farinn upp á spítala til skoðunar eftir höfuðhöggið.
Ómar Örn Ólafsson:
6 sek reglan er tilgangslausasta regla knattspyrnunnar!
57. mín
Gary Martin kemst í færi en Ögmundur rýkur út úr markinu og bjargar.
59. mín
Frábær sókn hjá KR sem endar með sláarskoti hjá Jónasi Guðna. Jónas að gera sig líklegan en hann skoraði tvívegis gegn Glentoran fyrir helgi.
64. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
65. mín MARK!
Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Haukur kastar sér fram og skallar hornspyrnu Óskars í netið. Boltinn fór í hendina á Jordan Halsman á leið í netið en það breytti engu.
66. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Ágúst Þór Ágústsson:
Ekki skipta í hornum!!! #rookiemistake
68. mín
Emil Atlason er kominn í fínt færi en ákveður að gefa í stað þess að skjóta og Framarar ná að bjarga.
70. mín
Gary Martin flaggaður rangstæður þegar Alan Löwing spilaði hann réttstæðan. Framarar heppnir þarna.
71. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
73. mín
Grétar Sigfinnur með skalla eftir horn sem fer í Benedikt Ottó. KR-ingar vilja hendi og víti en Guðmundur Ársæll dæmir ekkert.
74. mín
KR-ingar pressa stíft þessar mínúturnar. Kjartan Henry tekur glæsilega á móti boltanum með kassanum en Ögmundur nær að koma á móti og loka skotvinklinum.
75. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Stoðsending: Samuel Hewson
Framarar leiða 2-1! Upp úr engu á Sam Hewson langa sendingu inn fyrir á hinn eldfljóta Kristinn Inga sem skorar. Ekki vel lokað hjá Hannesi í markinu en vel gert hjá Kristni.
Guðjón Már Magnússon:
Hik er sama og tap! Hannes Halldórsson og Mummi!
78. mín
Baldur Sigurðsson með laglegan sprett og skot úr vítateigsboganum en boltinn fer rétt framhjá markinu.
Daníel Rúnarsson:
Late-night Pepsi er svo mikill rjómi. Fljóðljós-væða alla velli takk!
81. mín
Steven Lennon með frábæran sprett og skot sem fer hárfínt framhjá. Skotinn ætlaði að teikna boltann í fjærhornið og þarna munaði litlu.
82. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Emil Atlason (KR)
84. mín
Kjartan Henry með skot eftir fyrirgjöf frá Hauki en Ögmundur ver vel.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Er Fram að verða fyrsta liðið til að sigra KR í Pepsi-deildinni í sumar?
Leik lokið!
Leik lokið með 2-1 sigri Fram. Fyrsta tap KR í Pepsi-deildinni í sumar. Framarar skoruðu tvö mörk eftir skyndisóknir og náðu þess fyrir utan að halda KR-ingum niðri. Nánari umfjöllun og viðtöl koma innan tíðar á Fótbolta.net.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('66)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason ('82)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('66)
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: