Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
1
1
ÍA
Tómas Joð Þorsteinsson '40
0-1 Ármann Smári Björnsson '72
Finnur Ólafsson '86 1-1
15.07.2013  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fínar.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1206
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('80)
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson
4. Andri Þór Jónsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson ('80)
25. Agnar Bragi Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('74)
Oddur Ingi Guðmundsson ('62)
Viðar Örn Kjartansson ('50)
Tómas Joð Þorsteinsson ('15)

Rauð spjöld:
Tómas Joð Þorsteinsson ('40)
Fyrir leik
Hér mun vera bein textalýsing frá leik Fylkis og ÍA í 11. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Við biðjumst afsökunar á hversu seint þetta kemur inn en eitthvað vesen hefur verið á netinu hér í Árbænum. Það er þó komið í lag núna. Vonum að þær truflanir séu að baki og komi ekki til með að trufla útsendinguna þegar leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Bæði Jóhannes Karl Guðjónsson og Andri Adolphsson eru í leikbanni hjá Skagamönnum. 2. flokks strákarnir Alexander Már Þorláksson, Atli Albertsson og Albert Hafsteinsson eru allir í hóp í fyrsta skipti í sumar.
Fyrir leik
Einnig kemur Hafþór Ægir Vilhjálmsson inn í hóp ÍA en hann er kominn með leikheimild ólíkt Thomas Sörensen.
Fyrir leik
Fylkismenn gera tvær breytingar frá markalausu jafntefli sínu í Ólafsvík þann 3. júlí. Árni Freyr Guðnason og Oddur Ingi Guðmundsson koma inn fyrir Tryggva Guðmundsson og Davíð Þór Ásbjörnsson.
Fyrir leik
Skagamenn eru farnir til búningsherbergja ólíkt Fylkismönnum. Ræða Þorvaldar er greinilega lengri en hjá Ásmundi.
Fyrir leik
Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, lætur að sjálfsögðu sjá sig enda Skagamaður í húð og hár.
Fyrir leik
Þá mæta bræðurnir Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir saman í stúkuna.
Fyrir leik
Þá halda liðin út á völlinn leidd af málaranum Erlendi Eiríkssyni sem sinnir hlutverki dómara hér í dag.
1. mín
Þá hefja Skagamenn leik!
2. mín
Þetta er síðasti séns Fylkismanna til þess að ná sigri í fyrri umferðinni. Eini sigur ÍA, hins vegar, kom uppi á Skaga gegn Fram undir stjórn Þorvalds Örlygssonar sem stýrir Skagamönnum í dag.
4. mín
Andrés Már á skot að marki ÍA en beint á Pál í markinu.
7. mín Gult spjald: Kári Ársælsson (ÍA)
Fyrir peysutog á Viðari Erni.
10. mín
Andrés Már á skalla að marki eftir sendingu inn fyrir frá Oddi Inga. Páll varði vel.
11. mín
Nú á Viðar Örn skalla að marki eftir fyrirgjöf frá hægri en aftur ver Páll Gísli.
14. mín
Fylkismenn hafa byrjað ívið betur en leikurinn fer þó rólega af stað. Liðin þreifa hvort fyrir öðru.
15. mín Gult spjald: Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Fyrir brot á Eggerti Kára.
22. mín
Það er rosalega dauft yfir þessu hingað til. Hvorugt lið skapað sér almennileg færi og Skagamenn varla átt skot.
24. mín
Þá eru allir varamenn ÍA sendir að hita upp. Að frátöldum Árna Snæ, varamarkverði.
27. mín
Ásgeir Örn Arnþórsson á góðan sprett inn á teig Skagamanna en Páll Gísli ver á nærstönginni.
37. mín
Það er nákvæmlega ekki neitt að gerast í þessum leik hér í Árbænum.
39. mín
Ásgeir Örn Arnþórsson á slakt skot framhjá af vítateigsboga.
40. mín Rautt spjald: Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Seinna gula spjaldið á Tómas. Þetta eru einu tvö brot hans í leiknum, heldur strangt.
45. mín
Árni Freyr á skot úr aukaspyrnu á hættulegum stað sem Páll Gísli ver í stöng.
45. mín
Hálfleikur - Þá er einum leiðinlegasta fyrri hálfleik sumarsins lokið. Enga breytingu var að sjá á leik Skagamanna þær fimm mínútur sem þeir voru fleiri.
45. mín
Það virðist sem liðin séu að gera allt sem þau geta til þess að tapa leiknum ekki, í stað þess að sækja til sigurs sem þau þurfa svo sannarlega á að halda.

Fylkismenn muna þó líklega draga sig meira til baka manni færri í síðari hálfleik.

Þó benti ekkert til betri spilamennsku Skagamanna eftir brottvísunina en þeir hafa vart náð 3 sendingum manna á milli í fyrri hálfleik.
46. mín
Þá hefja heimamenn leik í seinni hálfleik.
46. mín
Ármann Smári Björnsson í ágætis færi hér strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf Eggerts frá vinstri. Bjarni ver í horn.
49. mín
Árni Freyr Guðnason á fínan skalla yfir markið eftir hornspyrnu Andrésar Más.
50. mín Gult spjald: Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Þá fær Viðar Örn Kjartansson gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs ÍA. Virtist vera réttur dómur.
51. mín
Garðar Gunnlaugsson kemur ÍA yfir eftir fast leikatriði en markið er dæmt af vegna brots á Bjarna Þórði, markverði Fylkis.
55. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Fyrir brot á Andrési Má.
57. mín
Garðar Gunnlaugsson á skalla framhjá eftir að Ármann Smári skallaði fyrirgjöf á hann. Hættulegt færi.
58. mín Gult spjald: Hjörtur Hjartarson (ÍA)
Fyrir brot á Andra Þór Jónssyni, aukaspyrna á fínum stað.
61. mín
Ármann Smári á góðan skalla eftir fyrirgjöf frá hægri, frábærlega varið hjá Bjarna Þórði.
62. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Erlendur beitti hagnaði og spjaldaði Odd síðan þegar boltinn fór úr leik.
Magnús Böðvarsson:
Tók léttan blund a fylkis vellinum. Skilst eg hafi ekki misst af neinu #0-0
#fotbolti #fall
69. mín
Bjarni Þórður ver vel skalla Jóns Vilhelms eftir fyrirgjöf Einars Loga frá hægri.
72. mín MARK!
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Stoðsending: Hákon Ingi Einarsson
Jæja, þá kom mark í þetta. Skagamenn áttu skyndisókn upp vinstri kantinn, Wrele gaf fína sendingu fyrir beint í hlaup Ármanns sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið.
74. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Fyrir kjaftbrúk.
76. mín
Árni Freyr á hörkuskot í varnarmann og þaðan fer boltinn rétt framhjá. Hornspyrna fyrir Fylki.
80. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA) Út:Ármann Smári Björnsson (ÍA)
80. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
81. mín
Það fyrsta sem Hafþór Ægir gerir er að fara í skallabolta þar sem Bjarni Þórður mætir á fullu, kýlir boltann frá og Hafþór Ægi í leiðinni. Hann steinliggur.
86. mín MARK!
Finnur Ólafsson (Fylkir)
Skagamönnum gengur illa að koma boltanum frá eftir fyrirgjöf. Finnur vinnur boltann innan vítateigs þeirra, tekur mann á og afgreiðir vel.
88. mín
Inn:Egill Trausti Ómarsson (Fylkir) Út:Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
88. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Tvöföld skipting í von um að stela þessu undir lokin.
90. mín
Viðar Örn Kjartansson á skot úr góðu færi í stöng, þaðan barst hann á Sverri Garðarsson sem skaut þá úr dauðafæri sem Páll varði. Þarna munaði litlu.
Leik lokið!
1-1 jafntefli niðurstaðan, úrslitin líklega vonbrigði fyrir bæði lið.
Byrjunarlið:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson ('80)
2. Hákon Ingi Einarsson
10. Jón Vilhelm Ákason
19. Eggert Kári Karlsson
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
18. Albert Hafsteinsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
20. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:
Hjörtur Hjartarson ('58)
Arnar Már Guðjónsson ('55)
Kári Ársælsson ('7)

Rauð spjöld: