Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
3
1
KR
Garðar Jóhannsson '18 1-0
Veigar Páll Gunnarsson '27 2-0
Kennie Chopart '78 3-0
3-1 Baldur Sigurðsson '90
21.07.2013  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild
Aðstæður: Frábærar, sól og blíða
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1979
Maður leiksins: Kennie Chopart (Stjarnan)
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson ('79)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Jóhannsson ('89)
Halldór Orri Björnsson ('77)
Kennie Chopart ('66)
Jóhann Laxdal ('45)
Robert Johan Sandnes ('36)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsing frá toppbaráttuslag Stjörnunnar og KR.

Bæði þessi lið eiga tvo leiki inni á topplið FH sem sigraði Keflavík í gær.

Staða efstu liða:
1. FH 26 stig eftir 12 leiki
2. KR 25 stig eftir 10 leiki
3. Stjarnan 23 stig eftir 10 leiki
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Ingvar Jónsson kemur aftur inn í markið hjá Stjörnunni eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik gegn FH.

Arnar Darri Pétursson fer aftur á bekkinn þrátt fyrir að hafa átt góðan leik gegn FH. Að öðru leyti er lið Stjörnunnar óbreytt frá því gegn FH.

Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liði KR frá því gegn Standard Liege á fimmtudag. Gary Martin kemur inn í fremstu víglínu fyrir Kjartan Henry Finnbogason.

Þá fer Guðmundur Reynir Gunnarsson á bekkinn og Brynjar Björn Gunnarsson kemur inn í hans stað. Búast má við að Gunnar Þór fari í vinstri bakvörðinn hjá KR og Brynjar Björn fari á miðjuna á meðan Bjarni Guðjónsson fer í hafsentinn.
Fyrir leik
Gervigrasið er vökvað fyrir leik þannig að boltinn ætti að ganga hratt á milli manna.
Runólfur Þórhallsson:
Stjarnan 1 - 1 KR #Lokatölur #Nostradamus #FreeMoneys Það verður varnarmaður sem skorar fyrir Star en heilagur Óskar f. KR!
Fyrir leik
Bæði þessi lið hafa tapað einum leikk í sumar. Stjarnan hefur ekki tapað síðan gegn KR í fyrstu umferð á meðan fyrsta tap KR kom í síðustu umferð gegn Fram.
Fyrir leik
Anton Gylfi Pálsson, alþjóðadómari í handbolta, er handviss um að KR vinni 4-2. Anton harður KR-ingur.
Fyrir leik
Kristján Jónsson á Morgunblaðinu bætir um betur og spáir 4:4. Stálið vill fá mörk.
Fyrir leik
Það má búast við fjölda fólks á leiknum í kvöld og búið er að koma upp stæðum til viðbótar við stúkuna sjálfa.
Fyrir leik
Silfurskeiðin er mætt á völlinn og lætur vel í sér heyra.
1. mín
KR-ingar láta einnig vel í sér heyra á pöllunum. Frábær stemning í Garðabænum og allt til staðar fyrir flottan leik. Leikurinn er hafinn!
Orri Freyr Rúnarsson útvarpsmaður á X-inu:
Þeim sem óttast sólbruna á höfuðborgarsvæðinu er bent á að koma sér vel fyrir í stúkunni á Samsung-Vellinum, engin þörf á sólarvörn þar
2. mín
Gunnar Þór nálægt því að ná til boltans eftir aukaspyrnu. Þarna munaði litlu.
6. mín
Veigar Páll nær snúningi í teignum eftir langt innkast en skot hans fer framhjá markinu.
11. mín
Veigar með skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi en Hannes Þór slær boltann í horn.
18. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Fallegt mark hjá Stjörnunni. Eftir gott þríhyrningsspil á miðjunni sendir Atli Jóhannsson frábæra sendingu inn á Garðar sem kemst einn í gegn og skorar framhjá Hannesi.

Enn ein stoðsendingin hjá Atla í sumar en hins vegar fyrsta mark Garðars í tíu leikjum í Pepsi-deildinni.
20. mín
KR-ingar hafa nánast ekkert ógnað í byrjun leiks og Garðbæingar hafa verið sprækari.
25. mín
Robert Sandnes á skot yfir eftir skyndisókn Garðbæinga. KR-ingar hafa ekki ógnað markinu ennþá.
26. mín
Halldór Orri með skot fyrir utan teig sem Hannes ver í horn.
27. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Kennie Chopart
Stjörnumenn eru mun betri og þeir leiða 2-0. Kennie Chopart leikur vörn KR grátt og sendir á Veigar Pál Gunnarsson sem skorar með skoti í stöng og inn frá vítapunkti.
28. mín
Sjálfstraustið í botni hjá Stjörnumönnum. Garðar Jó reynir skot frá miðju en boltinn fer rétt framhjá markinu.
29. mín
Staðan er 8-1 í markskotum. Stjarnan stjórnar ferðinni og verðskuldar þessa forystu.
Guðmundur Karl Guðmundsson:
Frábær undirbúningur og góð finish í báðum mörkum Stjörnunnar! KR á bara ekki sjens sem stendur! #pepsi
36. mín Gult spjald: Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Ljót tækling hjá Sandnes og verðskuldað spjald.
39. mín
Garðar Jó með skot úr vítateigsboganum en boltinn framhjá markinu.
Gunnlaugur Jónsson:
Mikil gæði í þessu Stjörnuliði. Alvöru lið!
42. mín
Fyrsta alvöru marktilraun KR í leiknum og það er dauðafæri. Gary Martin með fyrirgjöf inn á markteiginn þar sem Baldur Sigurðsson er einn og óvaldaður en á skot yfir markið! Baldur skorar yfirleitt úr svona færum.
45. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Brýtur á Óskari Erni á vinstri kantinum.
45. mín
Stjarnan leiðir verðskuldað 2-0 í leikhléi eftir mörk frá Garðari og Veigari. Ekki ólíklegt að Rúnar Kristinsson geri breytingar strax í hálfleik.
46. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Atli náði sér alls ekki á strik á hægri kantinum í fyrri hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
47. mín
Gary Martin fellur eftir baráttu við Ingvar Jónsson og Martin Rauschenberg. Einhverjir KR-ingar vilja vítaspyrnu en Þorvaldur dæmir ekkert.
49. mín
Garðar Jóhannsson fær tvö fín færi með stuttu millibili. Fyrst á hann skot sem Grétar Sigfinnur kemst fyrir og síðan hittir hann ekki boltann eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal.
50. mín
Gunnar Þór Gunnarsson á þrumuskot af 25 metra færi en boltinn fer rétt framhjá. Boltinn fór út á Gunnar eftir þunga sókn KR-inga.
54. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Brýtur á Kennie Chopart sem var kominn í álitlega stöðu í skyndisókn.
55. mín
Halldór Orri ætlaði að leika eftir Roberto Carlos takta með því að skora utanfótar af 30 metra færi úr aukaspyrnu. Spyrnan fór hins vegar mjög langt framhjá markinu, aldrei hætta.
61. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Gary Martin (KR)
63. mín
Veigar Páll hittir ekki boltann í dauðafæri eftir sendingu frá Chopart.
66. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Stjarnan)
67. mín
Jóhann Laxdal fær aðhlynningu á hliðarlínunni eftir að hafa fengið skurð á höfuðið.
68. mín
KR-ingar að hressast. Grétar Sigfinnur með skalla framhjá eftir hornspyrnu.
70. mín
KR-ingar fá þrjár hornspyrnur í röð en ná ekki að gera sér mat úr þeim.
72. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
75. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
Brynjar fer í bókina fyrir brot á Halldóri Orra rétt fyrir utan vítateig. Brynjar fór í boltann og KR-ingar eru ósáttir en Þorvaldur dæmir aukaspyrnu.
77. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Brýtur á Hauki Heiðari.
78. mín MARK!
Kennie Chopart (Stjarnan)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Eftir skyndisókn kemst Kennie einn á móti Grétari Sigfinni og Daninn er ekkert að tvínóna við hlutina, hann setur boltann á vinstri fótinn og skorar. Hannes var búinn að taka sénsinn og leggjast í fjærhornið en Kennie setti boltann í nær.
79. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Tómas Þór Þórðarson:
Stjarnan með sigra á FH og KR í beit. Frekar impressive. Mætingin þarna flott og stemningin eftir því. Stjarnan að taka Blix2010 á'etta?
83. mín
Gunnar Örn sleppur í gegn eftir frábæra sendingu frá Atla. Gunnar lendir í vandræðum með að rekja boltann og fellur á endanum við eftir baráttu við varnarmenn KR. Færið rennur því út í sandinn. Stjörnumenn vilja víti en ekkert er dæmt.
83. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
84. mín
1979 áhorfendur á vellinum í kvöld.
88. mín
Ólafur Karl Finsen með skalla eftir fyrirgjöf frá Kennie Chopart og boltinn fer í hendina á Grétari Sigfinni. Þorvaldur dæmir vítaspyrnu!
88. mín
Halldór Orri Björnsson þrumar boltanum yfir af vítapunktinum!
89. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Arnar Smárason:
Mótlæti er til að sigrast á.....
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Stoðsending: Kjartan Henry Finnbogason
KR-ingar minnka muninn. Eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti skallar Kjartan Henry boltann aftur fyrir markið á Baldur sem skallar í fjærhornið.
Leik lokið!
Leik lokið með sannfærandi 3-1 sigri Stjörnunnar. Stjarnan kemst því upp að hlið FH á toppnum með 26 stig en KR er með 25 stig í 3. sætinu.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net eftir nokkrar mínútur.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('83)
23. Atli Sigurjónsson ('46)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('83)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('46)
11. Emil Atlason ('61)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brynjar Björn Gunnarsson ('75)
Gunnar Þór Gunnarsson ('54)

Rauð spjöld: