Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
1
1
Haukar
Juraj Grizelj '91 1-0
1-1 Andri Steinn Birgisson '94
25.07.2013  -  19:15
1. Deild
Grindavíkurvöllur
Aðstæður: Völlurinn flottur, Klassa veður
Dómari: Jan Eric Jessen
Áhorfendur: 237
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Daníel Leó Grétarsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson ('84)
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Igor Stanojevic ('61)
14. Alen Sutej
20. Stefán Þór Pálsson ('74)

Varamenn:
12. Ægir Þorsteinsson (m)
10. Scott Ramsay ('74)
17. Magnús Björgvinsson ('61)
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Matthías Örn Friðriksson ('53)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið margblessuð og verið velkominn á þenna toppslag þar sem Grindavík tekur á móti Haukum
Fyrir leik
Þið verðið að afsaka en einn stafurinn gaf upp öndina á lyklabordinu og nota ég ae í staðinn #aedislegt
Fyrir leik
Grindvíkingar eru komnir með nýjan mann í hópinn hjá sér. Igor Stanojevic heitir maðurinn og er hann í byrjunarliðinu í kvöld. Dennis Sytnik er ekki í hóp hjá Heimamönnum.
1. mín
Leikurinn er hafinn og eru það heimamenn sem skaekja í norður.
1. mín
Nýji leikmaðurinn Igor Stanojevic á fyrsta faeri leiksins, skot fyrir utan teig en skotið var illa hitt og boltinn rúllaði með grasinu og vel framhjá.
2. mín
Igor Stanojevic er greinilega fljótur og er settur á vinstri kantinn.
6. mín
Anthonio Savant var naestum búinn að skora eftir mistök í vörninni en Anthonio hitti boltann illa og Óskar Pétursson stökk á boltann.
7. mín
Hilmar Geir Eiðsson með gott skot fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá.
9. mín
Matthías Örn Friðriksson gerði sig líklegan eftir að hafa hamrað boltanum haegra megin við teiginn en boltinn skrúfaðist framhjá markinu.
12. mín
Markó Valdimar Stefánsson í dauðafaeri eftir hornspyrnu Juraj Grizelj. Markó kom á ferðinni í teiginn og var gleymdur af varnarmönnum Hauka en Markó skallaði boltann yfir markið. Ég veit ekki hvort ég hefði náð að klikka úr þessu.
16. mín
Þvílikir taktar. Juraj Grizelj vann boltann á miðjunni og lék á hvern Haukamanninn og átti svo skot fyrir utan teig en boltinn sleikti stöngina.
19. mín
Heimamenn eru með mikla pressu á Haukamenn og gefa þeim engan frið. Haukar eru ekki alveg komnir með tökin á pressunni hjá Grindavík.
28. mín
Fyrrverandi liðsfélagi Grindavíkur Andri Steinn Birgisson átti gott skot eftir sendingu frá Hilmari Geir en boltinn fór rétt framhjá. Er ekki kominn tími á að leikmenn fari að hitta á rammann.
33. mín
Markó Valdimar Stefánsson heppinn að fá ekki spjald fyrir brot á Athonio Savant. Markó átti ekki sjens í að ná til boltans og leit út fyrir að hann hafi sparkað í bakið á Anthonio.
36. mín
Nú vil ég fara fá mark í þetta, koma svo.
37. mín
Hilmar Geir Eiðsson með skot yfir markið. Aðeins meira líf í Haukamönnum.
45. mín
Hálfleikur !! Greinilegt að baeði lið aetla selja sig dýrt því mikilvaeg stig í boði.
46. mín
Síðari hálfleikur hafin. Ég óska eftir meira fjöri í þeim síðar.
53. mín Gult spjald: Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Réttilegt spjald eftir að hafa hindrað Guðmund Saevarsson.
59. mín
Grindavík í dauðafaeri !!!! Alex Freyr Hilmarsson vinnur boltann fyrir utan teig Hauka, sendir á Stefán Þór Pálsson og Stefán á skot sem að Hafþór Þrastarson naer að fara fyrir boltan sem og Sigmar Ingi Sigurðarson.
61. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Igor Stanojevic (Grindavík)
61. mín
Rétt áður en skiptinginn kom, þá var Matthías Örn Friðriksson kominn útaf og úr búningnum. Virðist hafa verið blóð á búningnum. Ég hef aldrei séð annan eins sprett og á sjúkraþjálfara Grindavíkur. Helgi Þór Arason heitir maðurinn.
69. mín
Jósef Kristinn Jósefsson með haettulega sendingu fyrir markið Sigmar Ingi var í vandraedum að góma knöttinn en það tókst. Stefán Þór Pálsson var maettur eins og hýena gerir þegar að ljónin eru búnir að góma sýna bráð.
74. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík) Út:Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
Gamla kempann Scotty komin inná.
74. mín
Sigmar Ingi Sigurðarson var að bjarga marki eftir að sending kom frá Juraj Grizelj. Alex Freyr Hilmarsson var að fara skalla boltann en Sigmar var fyrri til og sló boltann aftur fyrir.
76. mín
Inn:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar) Út:Aron Jóhannsson (Haukar)
82. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Kjötið Ásgeir Ingólfsson er skipt útaf fyrir Björgvin Stefánsson.
84. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
91. mín MARK!
Juraj Grizelj (Grindavík)
Heimamenn með stórhaettulega aukaspyrna á vítateigslínunni. Anthonio togaði Scott Ramsay niður. Scott Ramsay tók spyrnuna boltinn var á leiðinni inn en Kristján Ómar Björnsson bjargar á línu. Heimamenn fengu hornspyrnu og eftir að boltinn fór útúr teignum þá fékk Juraj Grizelj boltann á vinstri kantinum og gaf fyrir enginn tók við boltanum og fór boltinn í grasið og svo stöngina og inn í markið.
91. mín
Inn:Magnús Páll Gunnarsson (Haukar) Út:Kristján Ómar Björnsson (Haukar)
93. mín Gult spjald: Anthonio Savant De Souza (Haukar)
Uppsafnað hjá honum eftir brot á Jósef Kristinn.
94. mín MARK!
Andri Steinn Birgisson (Haukar)
Þvílikt mark !!!!! Andri Steinn tók boltann á kassan fyrir utan teig og hamraði boltanum í slánna og inn. Óskar Pétursson átti ekki í sjens í þennan.
Leik lokið!
Magnús Björgvinsson var sloppinn einn í gegn eftir sendingu frá Scott Ramsay, Sigmar Ingi Sigurðarson var á tánum og náði að verja skot Magnúsar. Jan Eric Jessen flautaði svo til leiksloka eftir virkilega dramatískar loka mínútur.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson ('91)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson ('82)
Hafþór Þrastarson
2. Helgi Valur Pálsson
10. Hilmar Geir Eiðsson
21. Anthonio Savant De Souza
23. Guðmundur Sævarsson
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
6. Úlfar Hrafn Pálsson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson ('91)
19. Brynjar Benediktsson
22. Björgvin Stefánsson ('82)

Liðsstjórn:
Hilmar Rafn Emilsson

Gul spjöld:
Anthonio Savant De Souza ('93)

Rauð spjöld: