Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
1
KR
Brynjar Gauti Guðjónsson '17
Aaron Spear '27 1-0
1-1 Kjartan Henry Finnbogason '68
19.09.2011  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Logn og sól en gengur á með smá skúrum.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1.052
Maður leiksins: Dofri Snorrason
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
5. Jón Ingason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('51)

Rauð spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('17)
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður bein textalýsing frá toppslag ÍBV og KR í Pepsi-deildinni.

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar. Abel Dhaira kemur inn í markið hjá ÍBV fyrir Albert Sævarsson og Tryggvi Guðmundsson kemur einnig aftur inn í liðið. Andri Ólafsson fyrirliði er ekki með vegna meiðsla.

Skúli Jón Friðgeirsson kemur aftur inn í lið KR eftir meiðsli og Guðmundur Reynir Gunnarsson er einnig klár eftir að hafa misst af síðasta leik. Magnús Már Lúðvíksson og Guðjón Baldvinsson taka hins vegar út leikbann.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Það er engu logið um það að veðrið hér í Eyjum er frábært. Sannkölluð rjómablíða. Íþróttafréttamenn eru að koma sér fyrir hér í blaðamannarörinu svokallaða en óhætt er að segja að þröngt sé á þingi.
Magnús Sigurbjörnsson, veðmálasérfræðingur:
Held að KR-ingar klári mótið í Eyjum núna á eftir. #motivated #Fotbolti
Fyrir leik
Dómaratríóið er að hita upp eins og leikmenn. Þorvaldur Árnason Fylkismaður sér um að flauta leikinn en aðstoðardómarar eru Sigurður Óli Þorleifsson og Frosti Viðar Gunnarsson en þeir mættu með Baldri klukkan 13:40. Fjórði dómari er lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Þar fara fremstir í flokki dómararnir þrír og svo fyrirliðarnir. Bjarni Guðjónsson ber bandið hjá KR en fyrirliði ÍBV í dag er Rasmus Christiansen. Tryggvi Guðmundsson er vanur því að bera bandið þegar Andra Ólafsson hefur vantað.
1. mín
Leikur er hafinn. KR-ingar sem eru appelsínugulir í dag sækja í átt að Herjólfsdal í fyrri hálfleik.
7. mín
Fyrsta hættan í þessum leik. Kjartan Henry Finnbogason leikur á Rasmus Christiansen og á svo skot í hliðarnetið. Gunnar Örn ekki sáttur en hann var dauðafrír í markteignum og vildi boltann.
9. mín
Minnum fólk á Twitter. Notið hashtagið #fotbolti og valdar færslur verða birtar hér í þessari textalýsingu.
11. mín
Heimir Hallgrímsson vill fá sína varnarlínu dýpra niður. Eyjavörnin hefur verið að reyna að spila KR-inga rangstæða en Heimir vill breyta um aðferð.
13. mín
Tryggvi Guðmundsson með skot á markið beint úr aukaspyrnu en Hannes Þór Halldórsson varði örugglega. Eyjamenn áttu aldrei að fá þessa aukaspyrnu svo réttlætinu var fullnægt.
14. mín
DAUÐAFÆRI! Kjartan Henry slapp einn í gegn, Eyjavörnin opnaðist svakalega en skot Kjartans framhjá. Heimir Hallgríms er brjálaður og ítrekar að hann vill að liðið spili af meiri dýpt.
16. mín
Aftur stórhætta við mark ÍBV. Boltanum rennt á Kjartan Henry sem átti skot, boltinn fór í varnarmann og naumlega framhjá. KR-ingar líklegri hér í upphafi.
17. mín Rautt spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Miðvörður Eyjamanna rekinn af velli! Maður sá ekki alveg hvað gekk á þarna en Þorvaldur dómari rak hann útaf. Brynjar lenti í einhverjum átökum og fyrsta spjaldið sem Þorvaldur lyfti upp var rautt á litinn. Eftir það fengu KR-ingar aukaspyrnu en Kjartan Henry hitti ekki á rammann.
Einar Guðnason, þjálfari Berserkja:
Þvílík heimska í þessum Eyjamanni
21. mín
Baldur Sigurðsson með hættulegan skalla en Abel Dhaira nær að bjarga þessu.
22. mín
Athyglisvert að hinn fjölhæfi Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur færst niður í miðvörðinn eftir rauða spjaldið.
25. mín
Það sást víst illa í endursýningum sjónvarpsútsendingar hvað það var sem Brynjar Gauti gerði nákvæmlega af sér. Sitt sýnist hverjum um þennan dóm samkvæmt Twitter. Einhverjir vilja meina að Brynjar hafi sparkað í liggjandi KR-ing. Allavega er ljóst að Brynjar bauð upp á þetta.
27. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (KR)
Fyrir brot á miðjum velli.
27. mín MARK!
Aaron Spear (ÍBV)
MARK! Tíu Eyjamenn hafa náð forystunni! Tryggvi Guðmundsson renndi boltanum á Tonny Mawejje sem átti fyrirgjöf frá vinstri og Aaron Spear náði að koma knettinum í netið af stuttu færi. Hannes Þór markvörður KR og Viktor Bjarki lentu í samstuði þegar boltinn kom fyrir markið. Þvílíkt og annað eins!
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur:
Vonandi kann Þorvaldur að skammast sín. Sorglegt. Í takt við erfitt ar hjá dómurum á Íslandi.
32. mín
KR-ingar verið mun meira með boltann en eru ekki að nýta sín tækifæri. Kjartan Henry átti skot úr teignum sem Abel varði örugglega. Leikurinn fer nánast allur fram á vallarhelmingi Eyjamanna.
37. mín
Guðmundur Reynir með frábæra sendingu á Kjartan Henry sem skallaði framhjá en var naumlega rangstæður.
Hlynur D. Stefánsson:
Mætti halda að það væri Þjóðhátíð í teignum hjá ÍBV. Allir eru þar. #fotbolti
41. mín
Eyjamenn fleiri sem stendur. Verið að hlúa að Baldri Sigurðssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni. Baldur bara með blóðnasir en lítur verr út með Kjartan.
42. mín
Kjartan harkar þetta af sér og er kominn inn á völlinn aftur.
45. mín
Þorvaldur hefur flautað til hálfleiks í þessum viðburðaríka leik. Eyjamenn verið einum færri frá 17. mínútu en eru samt sem áður með forystuna.
46. mín
Inn:Yngvi Borgþórsson (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Það er farið að rigna skyndilega hér í Vestmannaeyjum. Brynjar Gauti neitar víst að hafa sparkað í KR-ing hér snemma leiks. Ljóst er að þetta atvik verður mikið rætt á kaffistofunum.
50. mín Gult spjald: Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
51. mín Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV)
54. mín
Eins og við var að búast eru KR-ingar nánast einungis með boltann hér sem stendur. Eyjamenn treysta á skyndisóknir. Stefnir í langan seinni hálfleik fyrir heimamenn.
55. mín
Guðmundur Reynir með skottilraun en knötturinn langt yfir.
Smári Jökull Jónsson:
Bjarni "aðstoðardómari" Guðjónsson stendur fyrir sínu. Þorvaldur getur bara sent félaga sína heim með næsta flugi #fotbolti
57. mín
Bjarni Guðjónsson með góða sendingu á Gunnar Örn sem var í fínu færi en Abel bjargar með úthlaupi.
60. mín
Stórhættuleg sókn Eyjamanna. Mawejje með fastan bolta fyrir sem Tryggvi náði í en hitti ekki á rammann. Það getur allt gerst í þessum leik.
Tómas Þór Þórðarson, blaðamaður á DV:
Þetta getur ekki gengið mikið lengur hjá ÍBV. Kr svona 95% með boltann. Verður laaaaangur hálftími fyrir hvíta. #fotbolti
65. mín
Eyjamenn hafa varist vel og ekki gefið mörg færi á sér í seinni hálfleik. Þá hefur Abel verið frábær í markinu og sýnt lipur tilþrif. Skyndisóknir ÍBV hættulegar og fékk Tryggvi Guðmundsson fínt færi hér rétt áðan en Hannes bjargaði.
66. mín
Inn:Björn Jónsson (KR) Út:Magnús Otti Benediktsson (KR)
Rúnar Kristinsson freistar þess að hrista aðeins upp í þessu.
68. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
MARK! KR-ingar hafa náð að jafna! Frábær fyrirgjöf há Dofra Snorrasyni sem ratar á kollinn á Kjartani Henry Finnbogayni sem nær að jafna metin. Tólfta mark Kjartans í sumar.
71. mín
Þetta verður fróðlegur lokakafli. Eyjamenn mega ekki tapa þessum leik því þá er KR komið langleiðina með að innsigla sigur sinn í þessu móti. KR-ingar halda áfram að sækja á meðan Eyjamenn hafa lagt rútunni.
74. mín
Inn:Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) Út:Aaron Spear (ÍBV)
Guðmundur kemur inn og fær þau skilaboð frá Heimi að hann eigi að byrja frammi og muni svo skipta við Tryggva Guðmundsson sem hefur verið nokkurskonar wing-back síðan rauða spjaldið fór á loft.
79. mín
Munaði litlu að Tryggvi Guðmunds næði til boltans rétt fyrir framan markið eftir sendingu Guðmundar. Boltinn lenti illa í jörðinni og fleyttist frá honum.
Daníel Geir Moritz:
Kjartan Henrý er Drogba Íslands. Óþolandi karakter og óþolandi góður #fótbolti #kr #pepsimörkin
Sturlaugur Haraldsson:
Hornspyrnur KR 8 - 0 ÍBV.
88. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
93. mín
LEIK LOKIÐ! Það er jafntefli í þessum stórslag. Bæði lið eru því enn með jafnmörg stig en KR á leik inni og er með betri markatölu.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5. Egill Jónsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('88)
Guðmundur Reynir Gunnarsson ('50)
Baldur Sigurðsson ('27)

Rauð spjöld: