Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
1
3
KR
0-1 Bjarni Guðjónsson '45 , víti
Sveinn Elías Jónsson '59 1-1
1-2 Óskar Örn Hauksson '65
1-3 Óskar Örn Hauksson '78 , víti
07.08.2013  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsideildin
Aðstæður: Mjög góðar. Logn og sæmilega bjart.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1127
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('45)
6. Ármann Pétur Ævarsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('86)
14. Hlynur Atli Magnússon
20. Jóhann Þórhallsson ('60)

Varamenn:
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('60)
15. Janez Vrenko ('45)
18. Jónas Sigurbergsson ('86)
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('81)
Orri Sigurjónsson ('80)
Ingi Freyr Hilmarsson ('44)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá Akureyri þar sem KR og Þór mætast í Pepsideild karla.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp úti á vellinum en fyrir leik fór fram leikur á milli gamalla kempna frá Þór og KR. Sá leikur endaði með 2-3 sigri KR-inga þar sem Sigurvin Ólafsson skoraði tvö mörk.

Meðal þeirra sem léku voru Sigurbjörn Hreiðarsson, Þormóður Egilsson, Gunnlaugur Jónsson, Guðmundur Benediktsson (sem lék með báðum liðum), Hlynur Birgisson, Siguróli Kristjánsson og Þórir Áskelsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús. Hjá Þór vantar bæði Chuckwudi Chijindu og Jóhann Helga Hannesson en þeir hafa skorað tæplega helming marka Þórs í sumar. Breytingar þeirra eru alls fjórar. Joe Funicello er farinn til Finnlands, Edin Beslija og Sigurður Marinó eru á bekknum og Chuck er ekki í hóp. Þeirra stöður taka Atli Jens Albertsson, Ármann Pétur Ævarsson, Jóhann Þórhallsson og Orri Sigurjónsson.

Breytingar KR eru færri. Emil Atlason fer á bekkinn og Aron Bjarki Jósepsson er í leikbanni. Jonas Grönner og Baldur Sigurðsson koma inn.
Fyrir leik
Vert er að minnast á að bræðurnir Atli og Orri Sigurjónssynir mætast hér á eftir.
Fyrir leik
Dómarar leiksins er Garðar Örn Hinriksson og honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður er Magnús Sigurður Sigurólason.
Fyrir leik
Liðin komin inn á og búin að takast í hendur. Gary Martin og Atli Sigurjóns gengu þó skrefinu lengra og knúsuðu Orra Sigurjóns duglega. Þórsarar hvítir og rauðir og KR-ingar appelsínugulir og svartir.

Fyrirliðarnir Sveinn og Bjarni eru búnir að takast í hendur. Þórsarar byrja með boltann og sækja í átt að Boganum.
1. mín
Leikurinn hafinn. Byrjar með blóði. Baldur Sigurðsson ríkur yfir miðjuna og stútar Orra Sigursjónssyni. Spurning um gult spjald strax í byrjun.
2. mín
Fyrsta færið. Orri Freyr Hjaltalín hefur leikinn í holunni fyrir aftan Jóa Þórhalls og sendi eitraða sendingu inn fyrir á Svein Elías. Hann átti fast skot sem hafnaði í slánni.
4. mín
Orri Sigurjónsson sendir boltann út til vinstri á Tubæk sem lyftir boltanum fyrir. Endar í hrömmunum á Hannesi. Þórsarar líflegir í byrjun.
11. mín
Jóhann Þórhallsson skiptir um skó. Gerir ekki sömu mistök og Edin gerði gegn ÍBV og fer ekki útaf vellinum til þess.
12. mín
Atli Sigurjónsson með skot sem Ingi Freyr kemst í veg fyrir og í horn. Spil KR-inga í aðdragandanum einkar glæsilegt.
14. mín
KLOBBI! Tubæk býður Atla Sigurjóns velkomin aftur og klobbar hann laglega.
30. mín
Grönner liggur eftir skallaeingvígi. Heldur um höfuðið og virðist þjáður. Stendur þó upp að lokum.
37. mín
Færi loksins. Gary Martin fær langan bolta inn fyrir, stingur alla af og reynir að leggja knöttinn framhjá Wicks. Bandaríkjamaðurinn er vel á verði og nær að slá boltann í horn. Fyrsta tilraun KR-inga í leiknum.
38. mín
Færin verða ekki mikið betri en þetta! Óskar Örn með kross frá vinstri sem ratar á kollinn á Baldri Sigurðssyni á markteignum. Baldur er óeigingjarn og skallar boltann fyrir á Gary Martin sem er í enn betra færi. Skalli hans samt skelfilegur og yfir markið.
39. mín
Jónas Guðni að fara útaf á börum. Meiddur í nára virðist vera.
40. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Skiptingin komin. Atli fer inn á miðju og Emil út á kant.
43. mín
Gestirnir að færa sig upp á skaftið. Þvílík sending hjá Bjarna Guðjóns í upphafi, kross frá hægri á Gary sem leggur hann út á Baldur. Baldur hólkar boltanum svo örugglega yfir.
44. mín
VÍTI! Ingi Freyr rekur sig í Emil Atlason og fellir hann innan teigs. Klaufalegt. Engin hætta á ferðum.
44. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Fyrir vítabrotið.
45. mín Mark úr víti!
Bjarni Guðjónsson (KR)
Stoðsending: Emil Atlason
Sendir Wicks í öfugt horn.
45. mín
Óskar Örn fær tíma til að taka boltann niður og hamra á markið. Wicks ver á nærstönginni.
45. mín
Hálfleikur. Kempuleikurinn sem fór fram á undan þessum var töluvert meiri skemmtun.
45. mín
Inn:Janez Vrenko (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
46. mín
Seinni hafinn.
48. mín
Tubæk með horn sem Hannes kýlir frá. Boltinn berst aftur til Tubæk sem krossar með hægri inn í teig. Þar er Orri Freyr Hjaltalín frír en skalli hans er laus og beint á markið úr góðri stöðu.
53. mín
Ármann Pétur með fasta sendingu sem Jóhann hoppar yfir. Boltinn endar á kassanum hjá Orra Hjaltalín sem tekur ekki nægilega vel á móti boltanum og hann endar hjá Hannesi.
59. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Stoðsending: Orri Freyr Hjaltalín
Heimamenn búnir að jafna. Orri Freyr leggur boltann innfyrir á Svein Elías sem er í þröngu færi á markteigshorninu. Skýtur að marki og skotið er laust en kemst framhjá Hannesi. Landsliðsmarkvörðurinn hefði mögulega átt að gera betur.
60. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Jóhann Þórhallsson (Þór )
61. mín
Gary Martin að gera allt frábærlega nema skotið. Sending fyrir sem Baldur skallar á hann. Gary leikur listir sínar með boltann, heldur aðeins á lofti inn í teig en hamrar svo yfir.
62. mín
Emil Atlason hittir ekki boltann í dauðafæri eftir sendingu frá Atla Sigurjóns.
64. mín
Haukur Heiðar með fallega sendingu inn fyrir. Baldur í ákjósanlegu færi en Vrenko kemst fyrir skotið. Boltinn berst út á Emil sem hamrar en beint á Wicks sem heldur knettinum í annari tilraun.
65. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Haukur Heiðar Hauksson
KR-ingar að fara suddalega illa með vörn Þórs. Lá í loftinu eftir seinustu fimm mínútur.

Gary Martin, sem stúkan vildi meina að væri rangstæður, fékk boltann og lagði hann út til hægri á Hauk Heiðar. Hann lagði boltann út í teiginn og Óskar fékk nægan tíma til að athafna sig og hamra boltann í þaknetið.
68. mín
Þórsarar varla náð sendingu á milli sín eftir markið.
69. mín
Enn á ný sundurspila KR-ingar Þórsara. Þórs vörnin ekki haldið miklu seinustu tíu mínútur. Baldur sendir á Gary sem stingur Andra og Vrenko af, sendingin fyrir beint á Baldur sem hamrar boltann í markið. Kom svo í ljós að Garðar hafði misst af flaggi aðstoðardómarans svo markið fékk ekki að standa.
75. mín
Heimamenn vilja fá víti. Sveinn Elías féll eftir samstuð innan teigs. Fékk ekkert fyrir sinn snúð.

Skömmu síðar sendi Orri Sigurjóns fyrir og boltinn endaði hjá Tubæk. Hann tók hann í fyrsta og hamraði hann örugglega yfir.
77. mín
Víti aftur. Gary Martin fellur eftir samstuð við Hlyn Atla og Andra Hjörvar. Vottur af brauðfótum.
78. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Alveg eins og fyrra vítið nema Óskar tók það núna.
79. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað. Sveinn Elías tekinn niður. Tubæk tekur spyrnuna. Sá hann setja hann af þessum stað í fyrra með BÍ/Bolungarvík. Endar beint í veggnum.
80. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
81. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Baulað á Gary á leiðinni útaf. Kjánalegt af stúkunni.
81. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
83. mín
Aukaspyrna frá Tubæk frá hægri. Orri Freyr aleinn og yfirgefinn á markteignum og fær að skalla. Bolttinn beint á Hannes sem nær ekki að halda honum. Sveinn Elías nær frákastinu og skýtur yfir markið.
86. mín
Inn:Jónas Sigurbergsson (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Palli að breyta í þriggja manna vörn.
87. mín
Varamaðurinn Jónas hársbreidd frá því að skora strax. Siggi Marínó gerði vel upp við endalínu og lagði boltann út í teig. Jónas fékk að snúa og skot hans rétt framhjá stönginni. Hárfínt framhjá.
88. mín
Emil Atla reynir bakfallspyrnu. Hittir ekki boltann. Skemmtilegir tilburðir engu að síður.
90. mín
Siggi Marínó með skot af vítateigshorninu eftir sendingu Orra Freys. Hannes vel á verði og kýlir frá.
90. mín
Óskar með horn sem ratar á kollinn á Grétari. Yfir markið.

Í sömu andrá flautar Garðar Örn leikinn af.
Leik lokið!
Búið.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('40)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
30. Jonas Grönner

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('81)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason ('40)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: