Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
0
Keflavík
Andrés Már Jóhannesson '26 1-0
Finnur Ólafsson '45 , víti 2-0
Viðar Örn Kjartansson '85 3-0
11.08.2013  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson ('68)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('15)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('68)
22. Davíð Einarsson ('15)
24. Elís Rafn Björnsson ('51)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristján Hauksson ('83)
Finnur Ólafsson ('60)
Emil Berger ('41)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net. Hér eftir skamma stund hefst bein textalýsing frá "6 stiga leik" Fylkis og Keflavíkur í Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og eru tvær breytingar hjá hvoru liði frá síðasta leik. Hjá Fylki sem vann sterkan sigur á Stjörnunni í síðasta leik færist Davíð Einarsson á bekkinn og Oddur Ingi Guðmundsson er ekki í hóp. Í þeirra stað koma þeir Guy Roger Eschmann og Emil Berger. Keflavík vann ekki síður mikilvægan sigur í síðustu umferð er þeir sigruðu Víkinga frá Ólafsvík. Jóhann Birnir Guðmundsson byrjaði þann leik en er í leikbanni í dag og þeir Frans Elvarsson og Elías Már Ómarsson koma báðir inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og það er þétt setið í stúkunni í dag enda mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi aðila.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson sér um dómgæsluna í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Valdimar Pálsson.
1. mín
Leikurinn er hafinn og ungir aðdáendur Keflavíkurliðsins láta vel í sér heyra.
10. mín
Það er ekkert að gerast hérna þannig lagað. Bæði lið ætla að selja sig dýrt og baráttan í fyrirrúmi.
11. mín
Guy Roger með fyrstu marktilraun leiksins og hún er hreint ekki galin. Hann reynir skot utan teigs en boltinn fer rétt yfir.
12. mín
Viðar Örn í fínasta færi. Hann prjónar sig framhjá tveimur og kemst einn gegn Ómari. Reynir að klobba hann en Ómar sér við honum.
15. mín
Inn:Davíð Einarsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Slæmar fréttir fyrir Fylkir. Ásgeir Börkur þarf að fara að velli vegna meiðsla. Hann er búinn að vera haltrandi undanfarnar mínútur.
17. mín
Fylkir fær aukaspyrnu rétt utan við hægra vítateigshornið eftir að Haraldur Freyr brýtur á Guy Roger. Ekkert verður þó úr aukaspyrnunni.
18. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Aftur aukaspyrna. Nú vinstra megin en aðeins aftar. Magnús Þórir brýtur af sér og uppsker gult spjald. Ekkert verður úr spyrnunni.
20. mín
Maður leiksins hingað til er ungur stuðningsmaður Keflavíkur sem hefur hvatt sína menn áfram frá fyrstu mínútu. Slappt af áhorfendum að taka ekki betur undir með honum.
26. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stoðsending: Guy Roger Eschmann
1-0! Keflavík átti hornspyrnu. Brenne náði fínum skalla en Bjarni Þórður greip boltann og kom honum hratt í leik. Guy Roger fékk boltann, brunaði upp völlinn, komst einn gegn Ómari en var óeigingjarn og renndi boltanum til hliðar á Andrés Má sem setti boltann snyrtilega í netið. Frábær skyndisókn.
27. mín Gult spjald: Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Fyrir brot
30. mín
Ágæt tilraun hjá Elíasi Má. Hann hefur betur í baráttu við varnarmenn Fylkis og á skot rétt yfir frá vítateigslínunni.
41. mín Gult spjald: Emil Berger (Fylkir)
45. mín Mark úr víti!
Finnur Ólafsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Fylkismenn komnir í 2-0. Finnur Ólafsson skorar úr vítaspyrnu.

Ég sá ekki nægilega vel hvað gerðist þegar vítaspyrnan var dæmd en það var klafs utarlega í teignum. Mér sýndist það vera Andrés Már sem féll við eftir baráttu við varnarmenn Keflavíkur.
46. mín
Það er kominn hálfleikur hér í Lautinni. Heimamenn leiða 2-0 og það verðskuldað. Keflvíkingar hafa verið arfaslakir og þeir Kristján og Máni þurfa heldur betur að lesa yfir sínum mönnum í hálfleik ætli þeir sér að gera eitthvað hér á eftir.
46. mín
Það er kominn hálfleikur hér í Lautinni. Heimamenn leiða 2-0 og það verðskuldað. Keflvíkingar hafa verið arfaslakir og þeir Kristján og Máni þurfa heldur betur að lesa yfir sínum mönnum í hálfleik ætli þeir sér að gera eitthvað hér á eftir.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
48. mín
Þvílíkur sprettur hjá Viðari Erni. Hann fékk boltann hægra megin og geystist upp kantinn áður en hann hljóp inn að marki og yfir til vinstri þar sem hann lauk sókninni loks með skoti rétt framhjá.
51. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Andrés er búinn að vera mjög sprækur í leiknum og það hljóta að vera meiðsli sem liggja að baki þessari skiptingu.
55. mín
Fylkismenn vilja víti. Viðar Örn fellur við eftir að ýtt var á bakið á honum. Kristinn lætur leikinn halda áfram. Hinum meginn á Elías ágætt skot framhjá.
56. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
60. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Fylkir)
Spjöldin halda áfram að raðast inn. Nú er það Finnur sem er spjaldaður fyrir brot.
63. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
64. mín
Inn:Ray Anthony Jónsson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
64. mín
Það hefur aðeins lifnað yfir Keflvíkingum hér í síðari hálfleik en þeir eru samt ekki að ná að ógna neitt fram á við.
68. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Finnur Ólafsson (Fylkir)
71. mín
Elías Már á skot sem fer af varnarmanni en Bjarni Þórður handsamar. Hinum megin á Viðar Örn fast skot beint á Ómar.
75. mín
Fín tilraun úr aukaspyrnu hjá Fylki. Viðar renndi boltanum út á Kjartan Ágúst sem náði föstu skoti á markið en Ómar var vel staðsettur og stöðvaði skotið.
80. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
83. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fylkir)
Kristján brýtur á Arnóri sem var á góðu "rönni" að marki. Arnór liggur eftir áreksturinn en Keflavík fær aukaspyrnu um 20 metrum frá marki.
85. mín
Haraldur Freyr tekur aukaspyrnuna en skýtur beint á Bjarna.
85. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Viðar Örn er að klára þetta fyrir Fylki. Fylkismenn sóttu hratt, Viðar lék laglega að marki og setti boltann framhjá Ómari. Vel gert.
90. mín
Arnór Ingi kemst í þröngt færi en Bjarni ver í horn. Þvílíkur darraðadans eftir hornið. Fylkismenn bjarga tvisvar á línu en þetta er einfaldlega ekki dagur Keflvíkinga.
Leik lokið!
Þessu er lokið. Fylkismenn eru á góðu róli og taka stigin þrjú í kvöld. Þeir eru því komnir með 16 stig og í ágæta stöðu. Útlitið er hinsvegar ekki bjart suður með sjó en Keflvíkingar sitja áfram í 11. sæti með 10 stig.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
6. Einar Orri Einarsson ('64)
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('56)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('63)
Elías Már Ómarsson ('27)
Magnús Þórir Matthíasson ('18)

Rauð spjöld: