Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
0
2
Genk
0-1 Jelle Vossen (f) '44
Sam Tillen '79 , sjálfsmark 0-2
Björn Daníel Sverrisson '88 , misnotað víti 0-2
22.08.2013  -  18:00
Kaplakriki
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Haustlegt
Dómari: Pawel Gil (Pól)
Áhorfendur: 2.400
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('70)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('81)
13. Kristján Gauti Emilsson ('62)
16. Jón Ragnar Jónsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Emil Pálsson ('70)
14. Albert Brynjar Ingason ('81)
17. Atli Viðar Björnsson ('62)

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('38)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn! Klukkan 18:00 verður flautað til leiks FH og Genk frá Belgíu í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er fyrri leikur liðanna en það lið sem vinnur þetta einvígi kemst í riðlakeppnina.
Fyrir leik
Það er enginn auli sem dæmir leik sem þennan. Pawel Gil heitir maðurinn og er pólskur. Hann hefur dæmt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dómgæslan ætti að vera betri en um daginn þegar búlgarski dómarinn var að störfum.
Fyrir leik
Fagnaðarefni mikið að Genk hafi gefið grænt ljós á að FH myndi spila í Kaplakrika þó ekki séu flóðljós við völlinn. Það er miklu auðveldara að mynda stemningu hér en á Laugardalsvelli. Í dag eru allir íslenskir fótboltaáhugamenn FH-ingar.
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson, FH-ingur og leikmaður Tottenham, var fenginn til að spá í spilin fyrir fhingar.net:

"Þetta verða mjög erfiðir leikir fyrir FH, en ef þeir spila vel í báðum leikjunum þa er allt hægt. Þótt ég vilji sjá FH komast áfram í næstu umferð þá held ég að Genk séu of sterkir. Leikurinn fer 0-2 fyrir Genk."
Fyrir leik
Mario Been, þjálfari Genk, segir að leikmenn liðsins verði að passa vel upp á Björn Daníel Sverrisson. Björn skoraði fernu í síðasta deildarleik á Skaganum. Been segir þá að það hjálpi sínu liði að varnarjaxlinn Guðmann Þórisson tekur út leikbann í kvöld.
Fyrir leik
Mikill hvalreki er fyrir FH að Davíð Þór Viðarsson megi spila í Evrópukeppninni en hann er kominn í Evrópuhópinn eftir að hafa verið ólöglegur gegn Austria Vín.
Fyrir leik
Anton Ingi Leifsson, fréttaritari Fótbolta.net, kynnti sér lið Genk og kynnir hér helstu leikmenn:

Jelle Vossen. Framherji. Leikið fyrir öll yngri landslið og fyrir A-landslið Belgíu. Spilað 147 leiki fyrir Genk og skorað 78 mörk. Frábær tölfræði. 24 ára. Verið í Genk frá 11 ára aldri.
Thomas Buffel. Miðjumaður. Spilað 102 leiki fyrir Genk síðan 2009 og skorað 16 mörk. 32 ára. Spilað einnig fyrir öll yngri landslið og 35 fyrir A-landsliðið, skorað 6 mörk.
Maxime Lestienne. Vængmaður. 21 árs og hefur skorað 27 mörk í 84 leikjum fyrir Genk frá 2010. Er enn í U-21 árs landsliði Belga og hefur ekki fengið eldskírn með A-landsliðinu, en það kemur haldi hann svona áfram. Enn ein frábæra tölfræðin.
Derrick Tshimagna - 24 ára örvfættur bakvörður. Hrikalega hraður, tekur virkan þátt í sóknarleiknum og kemur með góðar fyrirgjafir. Hefur spilað A-landsleik, en kom fyrir þetta tímabil til Genk.
Fyrir leik
Þórður Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, þekkir Genk vel en hann spilaði með liðinu við góðan orðstír 1997-2000.

"FH verður að eiga rosalega góða leiki ef þeir ætla að komast áfram. Þeir þurfa eiginlega að hitta á slæman leik hjá Genk til að eiga möguleika. Ef einhver er með væntingar eða kröfur að FH eigi að taka þetta belgíska lið og fara áfram þá eru þær óraunhæfar."
Fyrir leik
Byrjunarlið FH er komið inn hér til hliðar

Tvær breytingar eru frá 6-2 útisigrinum gegn ÍA í deildinni. Ingimundur Níels Óskarsson og Guðmann Þórisson fara út en sá síðarnefndi er í leikbanni. Pétur Viðarsson kemur inn fyrir Guðmann og þá kemu Ólafur Páll Snorrason aftur inn í liðið en hann var í banni á Skaganum.
Fyrir leik
Uppstilling FH:
Róbert
Jón Ragnar - Pétur - Freyr - Tillen
Björn - Davíð Þór - Brynjar
Ólafur - Kristján - Atli
Fyrir leik
Uppstilling Genk:
Köteles
Ngongca - Mbodji - Koulibaly - Hamalauinen
Gorius - Camus - Kumordzi
Buffel - Mboyo - Vossen
Fyrir leik
Liðin hita upp á vellinum. Það blæs ansi hraustlega. Menn verða bara að lifa með því. Vonandi hjálpa íslenskar aðstæður okkar mönnum í FH!
Fyrir leik
Það er nammidagur hjá FH-ingum sem bjóða upp á ótrúlegt úrval af Lindu-nammi í fréttamannastúkunni. Belgísku fréttamennirnir eru ekki farnir að láta vaða í þetta.
Fyrir leik
Dómaraeftirlitsmaður er enginn annar en Mike Riley sem allir unnendur enska boltans þekkja vel. Hann var einn fremsti dómari Englendinga á sínum tíma. Riley hefur nú komið áður til Íslands og skellti sér í Bláa lónið í morgun.
Fyrir leik
Genk hefur ekki farið af stað eins og best verður á kosið í Belgíu, er með 6 stig eftir 4 leiki.
Fyrir leik
FH-ingar þurfa að hafa góðar gætur á Ilombe Mboyo sem er í fremstu víglínu Genk númer 99. Hann er í skærlitum skóm og með kamb. Balotelli-fílingur í gangi. Á 2 landsleiki að baki fyrir Belgíu.
Fyrir leik
Það eru einhverjir belgískir stuðningsmenn að mæta á völlinn með risastóran Genk fána. Það styttist í fjörið.
Fyrir leik
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er mættur í stúkuna. Hann er vel klæddur enda kalt í stúkunni.
Fyrir leik
Það er ekki mikill vindur niðri á vellinum samkvæmt því sem lýsendur á Stöð 2 Sport segja. Enda er völlurinn niðurgrafinn. Þegar boltanum verður sparkað hátt og langt mun vindurinn hinsvegar láta að sér kveða.
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson um fjarveru Guðmanns:
"Freyr og Guðmann hafa verið fyrsti kostur. Pétur kemur vonandi til að leysa þetta vel. FH-liðið liggur mjög þétt og þá er Pétur mjög sterkur í öftustu línu."
Fyrir leik
Liðin heilsast. Þetta er að fara að hefjast. FH-ingar í sínum hefðbundnu búningum og leikmenn Genk eru bláklæddir.
1. mín
Leikurinn er hafinn - FH-ingar sækja í átt að Reykjavík.
4. mín
HÆTTULEGT SKOT! Mboyo hinn stórhættulegi sóknarmaður Genk með fyrsta skotið en framhjá fór boltinn. Þessi 26 ára strákur er fæddur í Kongó og var keyptur frá Gent.
6. mín
Björn Daníel lenti í samstuði á miðjum vellinum, úti við endalínuna og þurfti aðhlynningu. Er kominn aftur inná. Lykilatriði fyrir FH að Björn geti leikið.
7. mín
FH með stórhættulega sókn. Atli Guðnason fór inn í teiginn vinstra megin og reyndi fyrirgjöf en hún var misheppnuð. Spurning hvort hann hefði átt að reyna skot.
10. mín
Genk með gríðarlega snögga menn fram á við. Unnu hornspyrnu en FH náði að koma hættunni frá.
16. mín
FH-ingar fengu hornspyrnu og Björn Daníel virtist rifinn niður í teignum. Ekkert dæmt.
17. mín
Hann Mboyo sem er í fremstu víglínu hjá Genk í treyju númer 99 sat í fangelsi þegar hann var 16 ára fyrir að taka þátt í hópnauðgun á 14 ára stelpu. Hann er tíu árum eldri í dag.
Henry Birgir Gunnarsson, Fréttablaðinu:
Freyr Bjarna tók frí í vinnunni í dag út af leiknum. Eins gott hann geti eitthvað. #pressan
23. mín
FH verið að gera þetta bara býsna vel það sem af er. Fjörið þó alls ekki hið mesta. Það leynir sér þó ekki að sjálfstraustið er til staðar hjá FH-ingum.
25. mín
Davíð Þór Viðarsson með skot en hitti boltann illa og langt framjá.
28. mín
ROSALEGT FÆRI! Fyrsta opna færið sem Genk fær. Jelle Vossen einn og yfirgefinn eftir fyrirgjöf frá hægri en nær ekki nægilega góðum skalla á markið.
Andri Björn Sigurðsson, framherji Þróttar:
Hellings möguleiki fyrir hendi að skora á lið genk og klára þennan heimaleik vel #fh #evrópa
31. mín
Fabien Camus með skot af löngu færi en beint á Róbert sem handsamar knöttinn örugglega.
34. mín
Björn Daníel lætur boltann fara á Brynjar Ásgeir sem renndi á Ólaf Pál en þrengt var að honum. Hefði getað gert betur.
Andri Björn Sigurðsson, framherji Þróttar:
Er ekki vænlegra að vera með Atla Viðar eða Albert frammi uppá hraðari skyndisóknir.
38. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Fyrir brot.
39. mín
Hvað var Brynjar að gera þarna! Hættuleg sókn FH-inga og Atli Guðnason með góða sendingu á Brynjar í teignum en hann virtist hafa misst jafnvægið.
41. mín
Genk nær að spila á þröngu svæði og Gorius átti skot beint á Róbert. FH hefði átt að verjast þessu betur.
44. mín MARK!
Jelle Vossen (f) (Genk)
Stoðsending: Thomas Buffel
Frábær skalli frá Vossen! Eftir góða spilamennsku Genk kom frábær fyrirgjöf frá hægri á kollinn á Vossen sem stýrði honum glæsilega. Verulega góð spilamennska í aðdraganda marksins.
45. mín
Hálfleikur - Svekkjandi að fá þetta mark á sig en það verður að segjast að það hafi verið verðskuldað fyrir gestina.
Valur Páll Eiríksson, fréttaritari Fótbolta.net:
hvað var Freyr Bjarna samt að gera í markinu? #lost
45. mín
Vossen hafði fengið tvö kjörin skallafæri áður en það kom að þessu marki. Hann er það öflugur skallamaður að það er ekki vænlegt að gefa honum svona tækifæri.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
48. mín
Vossen með fínt skot en Róbert náði að verja!
52. mín
Það verður að segjast eins og er að gæðamunurinn á þessum tveimur liðum er töluverður og hann hefur sést greinilega í þessum leik.
54. mín
STÓRHÆTTA UPP VIÐ MARK FH! Gestirnir komust í hraða sókn, þrír gegn þremur, en á endanum náði Freyr Bjarnason naumlega að bjarga í horn.
55. mín
Hamalainen með skot af löngu færi en framhjá.
57. mín
Atli Guðnason í dauðafæri en reyndi sendingu á Björn Daníel. Af hverju skaut hann ekki? Atli ekki átt góðan dag. Virkað ragur.
62. mín
HÖRKUFÆRI SEM FH FÉKK! Björn Daníel með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Ólafi Páli Snorrasyni! Náði ekki að stýra boltanum nægilega vel. Þarna munaði litlu. FH getur vel skorað í þessum leik. Koma svo!
62. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
Eyðimerkurganga Kristjáns í markaskorun heldur áfram. Stráknum gengur bölvanlega að koma boltanum í netið. Hefur aðeins skorað eitt deildarmark fyrir FH síðan hann kom heim.
70. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
73. mín
Inn:Benjamin De Ceulaer (Genk) Út:Ilombe Mboyo (Genk)
75. mín Gult spjald: Benjamin De Ceulaer (Genk)
Fyrir leikaraskap. Grimmur dómur.
76. mín
FH-ingar átt fína spretti hérna í seinni hálfleik en herslumuninn vantar. Liðið farið að fara framar á völlinn ig það býður hættunni heim. Genk hefur snögga menn og geutr ógnað úr skyndisóknum.
79. mín SJÁLFSMARK!
Sam Tillen (FH)
Gestirnir komnir tveimur mörkum yfir. Draumur FH-inga að fjarar út. Þetta var slysalegt. Boltinn af Sam Tillen og í markið eftir horn. Sjálfsmark.
81. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
84. mín
Stemningin öllu meiri hjá þeim litla hópi stuðningsmanna Genk sem mætti á leikinn en restinni af áhorfendum núna. Skiljanlega. Belgísku áhorfendurnir hoppa og tralla.
84. mín
Inn:Anthony Limombe (Genk) Út:Fabien Camus (Genk)
87. mín
Hendi á Genk og vítaspyrna dæmd... FH fær víti! Emil Pálsson átti skot sem fór í hendina á leikmanni gestana.
88. mín Misnotað víti!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Vond spyrna og laus. Köteles varði þetta. Vonbrigði.
Sólmundur Hólm:
Davíð getur ekki verð langt frá því að hrifsa bandið af Óla Palla - með fullri virðingu. Finnur ekki meiri fyrirliðatýpu.
90. mín
Viðbótartíminn er að lágmarki 3 mínútur.
Leik lokið!
Þannig fór um sjóferð þá. Gylfi Þór Sigurðsson spáði réttum úrslitum. Seinni leikurinn er eftir í Belgíu en brekkan líklega of brött fyrir FH... gleymum samt ekki þeirri tuggu að allt getur gerst í fótbolta. Því tuggan er sönn! Við þökkum samfylgdina.
Byrjunarlið:
26. Laszlö Köteles (m)
2. Serigne Mbodji
5. Kalidou Koulibaly
9. Jelle Vossen (f)
10. Julien Gorius
11. Brian Hamalainen
15. Fabien Camus ('84)
16. Anele Ngongca
19. Thomas Buffel
45. Bennard Kumordzi
99. Ilombe Mboyo ('73)

Varamenn:
22. Kristof Van Hout (m)
3. Katuku Tshimanga
7. Khaleem Hyland
17. Jeroen Simaeys
23. Benjamin De Ceulaer ('73)
35. Anthony Limombe ('84)
38. Siebe Schrijvers

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Benjamin De Ceulaer ('75)

Rauð spjöld: