Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
0
2
Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson '11
0-2 Patrick Pederson '45
Haukur Páll Sigurðsson '84
19.09.2013  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Rigning á köflum og leiðindar vindur
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 324
Byrjunarlið:
5. Jón Ingason (f)
6. Gunnar Þorsteinsson ('46)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
11. Víðir Þorvarðarson ('46)
17. Bjarni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hundleiðinlegum leik lokið hér á Hásteinsvelli þar sem Valsmenn taka öll 3 stigin heim á Hlíðarenda.

Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu en vantaði allan kraft og ákveðni í aðgerðir þeirra, vörnin slök á köflum.

Það má segja að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í þessum leik og því var lítið um fótbolta hér í dag.

Ég þakka fyrir mig, god bless.
- J.Norðfjörð
Jóhann Norðfjörð
90. mín
Lucas kemst einn í gegn gegn Guðjóni í markinu, Guðjón stekkur eins og köttur á boltann og bjargar þessu.

Glæsilegt hjá Guðjóni.
Jóhann Norðfjörð
88. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Jóhann Norðfjörð
87. mín
Inn:Stefán Ragnar Guðlaugsson (Valur) Út:Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Jóhann Norðfjörð
86. mín
Ian Jeffs nær góðum bolta fyrir markið á Gunnar Má sem reynir hælspyrnu, boltinn fer hægt framhjá markinu
Jóhann Norðfjörð
84. mín Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Tekur ''rugby'' tæklingu á Gunnar Má í slow-motion
(Þetta var svo hægt)
Virkilega heimskulegt hjá Hauk.
Jóhann Norðfjörð
83. mín
Gunnar Már braut á sér í teig Valsmanna með því að standa fyrir Fjalari í markinu og reyna ná til boltans
Jóhann Norðfjörð
80. mín
Inn:Lucas Ohlander (Valur) Út:Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Bjarni lenti í árektri við leikmann eyjamanna og fer hér haltrandi af velli
Jóhann Norðfjörð
78. mín
*Ótengt þessum leik*
Árni Vilhjálmsson var að koma Blikum í 2-0 gegn KR, þar eru 10 mínútur eftir og stefnir allt í það að KR-ingar verða ekki meistarar í dag.
Jóhann Norðfjörð
72. mín
Valsmenn sækja og sækja á mark eyjamanna, Arnar Sveinn reynir skot sem fer af varnarmanni og í horn,

Sigurður Egill tók spyrnuna en ekkert varð úr henni.
Jóhann Norðfjörð
71. mín
Inn:Aaron Spear (ÍBV) Út:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
69. mín
Magnús Már tekur spyrnuna og neglir þessum bolta niður í herjólfsdal.

*Þess má geta að það eru tæpir 11 mánuðir í þjóðhátíð.
Jóhann Norðfjörð
68. mín
Valsmenn fá hér aukaspyrnu 35 metrum frá marki með vind
Jóhann Norðfjörð
63. mín
Arnar Bragi tók hornspyrnu sem ÍBV náði sér í, sendi boltann fast fyrir teiginn á hausinn á Brynjari Gauta sem náði að stýra honum vel í hornið en þar var Magnús Már sem bjargaði á línu
Jóhann Norðfjörð
61. mín
Valsmenn verjast vel og halda eyjamönnum ágætlega frá markinu, eyjamenn reyna að spila sig í gegnum þetta en virðist erfitt
Jóhann Norðfjörð
55. mín
Sigurður Egill á hér fínt skot sem virtist stefna í bláhornið en Guðjón skutlar sér á eftir þessum og bjargar glæsilega
Jóhann Norðfjörð
51. mín
Fín tilraun hjá ÍBV, Jón Ingason sendir glæsilegan bolta beint á Gunnar Má sem ''kassar'' hann niður á Matt Garner sem tekur skot framhjá.
Jóhann Norðfjörð
48. mín
Indriði á góðan skalla á mark eyjamanna, Guðjón Orri ver glæsilega í horn,

Það tók enginn eftir því hver tók hornspyrnuna en hún endaði í fanginu á Guðjóni.

Jóhann Norðfjörð
47. mín
Eyjamenn byrja af miklum krafti, keyra upp vinstri kantinn trekk í trekk
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað, valsmenn byrja hér með boltann og fá einnig vindinn í bakið
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Inn:Guðjón Orri Sigurjónsson (ÍBV) Út:David James (ÍBV)
Sérstök skipting hér á ferð
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Eyjamenn gera breytingu í hálfleik, styrkja sóknina
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Búið að flauta fyrri hálfleikinn af, leikurinn ekki búinn að vera mikið fyrir augað og hafa valsmenn nýtt sín tvö tækifæri mjög vel.

Sjáumst eftir 15 mín með vonandi betri fótbolta hér í seinni hálfleik ;)
Jóhann Norðfjörð
45. mín MARK!
Patrick Pederson (Valur)
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Bolti inn fyrir frá ég sá ekki hverjum, en þar er Arnar Sveinn mættur og leggur hann á Patrick Pederson sem klárar þetta glæsilega meðfram jörðu.

Slakur varnarleikur hjá eyjamönnum!

0-2 fyrir Val.
Jóhann Norðfjörð
44. mín
Stórhættuleg sending inn á teig eyjamanna frá Arnari Svein, boltinn fer í gegnum alla og þannig endar þessi sókn
Jóhann Norðfjörð
40. mín
Jæja loksins eitthvað að gerast, eyjamenn fá hér hornspyrnu,

Og vindurinn tekur spyrnuna með sér niður í herjólfsdal, ekkert varð úr þessu.
Jóhann Norðfjörð
35. mín
Sigurður Egill tekur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eyjamanna, sendir flottan bananabolta inn í teig á Maatar sem er síðan flaggaður rangstæður
Jóhann Norðfjörð
Júlíus G. Ingason @JuliusIngason

Veit einhver hvað er á RÚV í kvöld? Sænskur krimmi. Hljómar meira spennandi en fótboltinn á Hásteinsvelli #fotbolti #drullumall
Jóhann Norðfjörð
32. mín
Rosalega lítið sem ég get skrifað um þennan leik þessa stundina...
Jóhann Norðfjörð
23. mín
Patrick á hér hörkuskot á mark eyjamanna, David James ver þetta vel.

Valsmenn tóku síðan slaka hornspyrnu í kjölfarið sem eyjamenn hreinsa langt í burtu
Jóhann Norðfjörð
21. mín
Ekkert að frétta í þessum leik eins og er, boltinn meira útaf en inná!
Jóhann Norðfjörð
16. mín
Eyjamenn sækja stíft þessa stundina, rétt í þessu átti Tonny flotta sendingu á nærstöng, beint á Eið Aron sem nær ekki nógu miklum kraft í skallann sem endar í fanginu á Fjalari í markinu.
Jóhann Norðfjörð
11. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
Flott sókn hjá Valsmönnum, kom upp úr þurru þar sem þeir keyrðu hratt upp hægri kantinn og fá síðan frítt skot sem þeir nýta vel og örugglega
Jóhann Norðfjörð
10. mín
Jón Ingason tekur fína hornspyrnu á fjærstöng, Fjalar stekkur hæst í teignum og handsamar þennan bolta
Jóhann Norðfjörð
7. mín
Eyjamenn komast hér í fína sókn, Gunnar Þorsteinsson sendir góða sendingu inn á teig á Ian Jeffs sem síðan hamrar/skýtur fast á markið en þar ver Fjalar Þorgeirsson glæsilega með ''einari''
Jóhann Norðfjörð
5. mín
Eyjamenn spila vel sín á milli með vindinn í bakið
Jóhann Norðfjörð
2. mín
Liðin keppast um að halda boltanum, mikill vindur kemur í veg fyrir að það sé að fara gerast
Jóhann Norðfjörð
1. mín
Eyjamenn byrja með boltann og byrja einnig með vindi
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn sem lítur mun betur út í dag en 3 dögum, þetta er að byrja!
Jóhann Norðfjörð
Guðmundur Tómas S. @Gummi_10

ÍBV - Valur. 43 eru mættir í stúkuna í rigningu og roki í Vestmannaeyjum. #veisla
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru nú farin inn í klefa, ískalt úti og 10 mínútur í leik
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leiðinlegur vindur og rigning á köflum hér í eyjum, týpískt.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Ian Jeffs kemur inn í lið ÍBV fyrir Víði Þorvarðarson en sá fyrrnefndi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni fyrr í vikunni.

Hjá Val er Daniel Craig Racchi fjarverandi auk þess sem Lucas Ohlander fer á bekkinn. Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Hér verður bein textalýsing frá leik ÍBV og Vals í frestuðum leik liðanna í Pepsi-deild karla. Um er að ræða leik í 18. umferð en honum var frestað vegna veðurs á dögunum.

ÍBV er fyrir leikinn í dag með 29 stig í fimmta sæti, tveimur stigum á undan Val.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
7. Haukur Páll Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('88)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson ('80)

Varamenn:
23. Andri Fannar Stefánsson ('88)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('84)