Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
6
0
Breiðablik
Elva Friðjónsdóttir '3 1-0
Danka Podovac '18 2-0
Harpa Þorsteinsdóttir '33 3-0
Danka Podovac '70 4-0
Harpa Þorsteinsdóttir '72 5-0
Kristrún Kristjánsdóttir '78 6-0
15.09.2013  -  13:00
Samsung-völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('73)
11. Elva Friðjónsdóttir ('60)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Eyrún Guðmundsdóttir
27. Danka Podovac

Varamenn:
8. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir ('60)
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('73)
16. Kristín Ösp Sigurðardóttir
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
21. Megan Anne Lindsey
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
+2. Leik lokið. Stjörnustúlkur himinlifandi skiljanlega og fagna hér titlinum ákaft. Að enda mótið með svona stæl er frábært. Sigur í öllum 18 leikjunum. Til hamingju Stjarnan!
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið. Einungis uppbótartími er eftir og stuðningsmenn Stjörnunnar eru staðnir upp og klappa liðinu lof í lófa.
78. mín MARK!
Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Fékk sendingu fyrir og ýtti nánast boltunum með báðum löppunum inn, en Rúna Sif reyndi að stela markinu á marklínu. Spurning hvort Rúna Sif hafi verið rangstæð þegar hún pikkaði boltanum inn á marklínu.
73. mín
Inn:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
73. mín
Inn:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
73. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik)
72. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Fékk stungusendingu inn fyrir og kláraði færið einstaklega vel.
71. mín
Frábær björgun frá Fjollu Shala eftir skot Stjörnustúlku úr teignum, en Fjolla bjargaði á línu.
70. mín MARK!
Danka Podovac (Stjarnan)
MARK! Danka fékk sendingu út í teiginn og skoraði með hnitmiðuðu skoti.
65. mín
Danka fékk flotta sendingu og Mist kom útúr markinu, en Danka lyfti boltanum yfir Mist og framhjá markinu.
60. mín
Inn:Rakel Ýr Einarsdóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
60. mín
Inn:Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan)
56. mín
Þvílíkt dauðafæri. Ásgerður Stefanía nánast fyrir opnu markið, en skýtur framhjá. Ótrúlegt! Þarna átti hún að gera betur.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Kominn hálfleikur hér í Garðarbæ. Heyrumst eftir fimmtán mínútur.
37. mín
Hörkuskot frá Dönku, en Mist ver vel!
35. mín
Elva Friðjóns í ákjósanlegu færi, en Mist ver vel. Saga gengur hér um blaðamannastúkuna að Mist eigi við meiðsli að stríða og sé hér einungis á annari löppinni. Athyglisvert það.
33. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Harpa fær boltann inni í teignum, snýr, skýtur boltanum í varnarmann Blika og þaðan lekur hann í netið.
32. mín
Önnur almennileg sókn Blika í dag, en nú skýtur Rakel Hönnudóttir yfir markið.
29. mín
Harpa Þorsteinsdóttir í ákjósanlegu færi, en Mist hrikalega vel á verði og ver vel.
21. mín
Guðrún Anardóttir gerir slæm mistök og missir boltann út við endarlínu, Harpa vann boltann af henni, Elva lagði boltann út í teiginn en Írunn setti boltann framhjá úr algjöru dauðafæri.
18. mín MARK!
Danka Podovac (Stjarnan)
Stoðsending: Rúna Sif Stefánsdóttir
Einfalt, en gott mark. Sandra með langt útspark sem vindurinn tekur vel í, Rúna Sif fær boltann, sendir hann fyrir og þar er Danka sem tekur við honum og hamrar honum í netið.
15. mín
Frábær sprettur hjá Hildi Sif sem leggur svo boltann á Þórdísi Hrönn, en Sandra ver frábærlega.
10. mín
Gífurlegur vindur á annað markið, en Stjarnan er með vindinn all hressilega í bakið núna.
8. mín
Harpa Þorsteinsdóttir í ágætis færi, en þarna var Mist á réttum stað.
3. mín MARK!
Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta markið komið og ekki var það lengi að koma! Eftir hornspyrnu skoraði Elva Friðjónsdóttir með góðan skalla, en þarna fannst mér Mist eiga gera betur.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Stjarnan hefur unnið alla leiki sína í mótinu til þessa og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn. Þær taka á móti honum hérna eftir leik.

Breiðablik hefur fatast flugið eftir því sem hefur liðið á mótið og er í fimmta sæti með 29 stig en getur komist upp fyrir Þór/KA með sigri í dag.
Fyrir leik
Komiði sælir áhorfendir góðir og verið velkomnir í þessa beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Breiðablik. Leikurinn hefst klukkan 13.00 og er liður í síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('73)
Fjolla Shala
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
3. Hlín Gunnlaugsdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('73)
9. Gréta Mjöll Samúelsdóttir (F)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('60)
22. Rakel Hönnudóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
4. Björk Gunnarsdóttir
6. Rakel Ýr Einarsdóttir ('60)
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('73)
15. Steinunn Sigurjónsdóttir
19. Esther Rós Arnardóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: