Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
5
Víkingur Ó.
0-1 Toni Espinosa '17
0-2 Juan Manuel Torres Tena '19
Arnar Már Guðjónsson '34
0-3 Insa Bohigues Fransisco '43
0-4 Alfreð Már Hjaltalín '75
0-5 Guðmundur Magnússon '86
18.09.2013  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsí-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
2. Hákon Ingi Einarsson
19. Eggert Kári Karlsson ('57)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Andri Adolphsson
20. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('23)
Thomas Sörensen ('15)

Rauð spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('34)
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Víking Ólafsvík í tuttugustu umferð Íslandsmótsins.
Ólafur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Um mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttunni. Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar og verða að sigra ef þeir eiga að eiga minnsta möguleika á að bjarga sér frá falli. Víkingar eru í næstneðsta sæti og verða einnig að sigra leikinn til að halda í Þór sem er í tíunda sæti deildarinnar.
Ólafur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 8 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 4 leiki, Víkingur 2 og 2 sinnum hefur leikur endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 14 mörk gegn 7 mörkum Víkings.
Ólafur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.
Ólafur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Kári Ársælsson fer á bekkinn hjá ÍA eftir að liðið tapaði 5-4 fyrir Keflavík. Ármann Smári Björnsson kemur úr framlínunni inn í vörnina í hans stað en Eggert Kári Karlsson kemur af bekknum.
Fyrir leik
Ejub Purisevic gerir tvær breytingar á sínu liði. Eyþór Helgi Birgisson og Eldar Masic fara á bekkinn en Björn Pálsson og Juan Manual Torres koma inn.
Fyrir leik
Liðin eru í fullri ferð í upphitun á vellinum. Það er smá vindur, ekkert alvarlegt. Ágætar aðstæður til fótboltaiðkunar. Heiðskírt en kalt. Haustið er mætt.
Fyrir leik
Guðmundur Magnússon skoraði eina markið í fyrri viðureign þessara liða en hann er þó geymdur á varamannabekknum í kvöld.
Fyrir leik
Markaskorun hefur verið mikið vandamál hjá Ólafsvíkurliðinu. Damir Muminovic hefur þó ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að finna leiðina í markið í dag.

"Guðmundur Steinn (Hafsteinsson) hefur verið heitur á æfingum og Guðmundur Magnússon líka. Svo eru fleiri þarna sem geta skorað svo ég hef engar áhyggjur."
Fyrir leik
Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA:

"Ólsararnir eru í svipaðri stöðu og við, þannig að þetta verður væntanlega mikill baráttuleikur. Við verðum einfaldlega að leika til sigurs í dag ef við ætlum að eiga möguleika á því að halda sæti okkar í deildinni og á meðan að það er enn tölfræðilegur möguleiki verðum við að leggja allt í leikinn."
Fyrir leik
Skagamenn eiga heiðurinn af drullugustu rúðum í fréttamannastúku á landinu. Að horfa út um þær minnir mann á tímann þegar maður reyndi að horfa á fótboltaleiki ruglaða á Sýn forðum daga.
Fyrir leik
Það var frekar vandræðalegt þegar ég fékk menn í fréttamannastúkunni á Breiðablik - Fram til að spá fyrir um úrslitin. Böddi tökumaður á Stöð 2 var sá eini sem spáði rétt. Við sleppum því öllum spádómum hér í dag.
Fyrir leik
Sjómenn fyrir vestan eru víst alls ekki sáttir við frestunina á leiknum. Þeir komast ekki á völlinn í dag en við sendum þeim bestu kveðjur í gegnum þessa textalýsingu.
Fyrir leik
Skagamenn geta fallið í kvöld. Ef liðið nær verri úrslitum en Þór sem mætir Keflavík þá er 1. deildin 2014 orðin staðreynd.
Fyrir leik
Mikla athygli vekur að í upphitun sinni hér á vellinum æfa Ólafsvíkingar föst leikatriði! Þetta hefur maður ekki séð áður. Verið að dæla boltum inn í teiginn.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Ólafsvíkingar eru hvítklæddir í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Skagamenn byrja með boltann en þeir sækja í átt að frystihúsinu Akraneshöllinni.
Tómas Úlfar Meyer, Stöð 2 Sport:
Þvílíka veðrið sól og sæla hér á Akranesvelli...vonandi nýta menn sér það og gefi okkur alvörufótboltaleik. #fótbolti #sjaldséðlogn.
4. mín
Fyrstu mínúturnar hafa einkennst af tilviljanakennd. Guðmundur Steinn Hafsteinsson með skalla. Framhjá. Engin hætta.
7. mín
Skyndilega fékk Garðar Gunnlaugsson boltann á hættulegum stað í teignum en náði ekki tökum á knettinum.
8. mín
Mossi með aukaspyrnu sem vindurinn greip og kom á markið. Auðvelt viðureignar fyrir Pál Gísla.
9. mín
Menn eiga í einhverjum erfiðleikum með að reikna út stefnu boltans. Hætta upp við mark Ólafsvíkinga en boltinn skoppaði í gegnum alla þvöguna.
14. mín
ÓVÆNT FÆRI! Eggert Kári í fínni stöðu. Einar Hjörleifsson kom út úr markinu og Eggert reyndi að vippa yfir hann. Skotið of laust og Damir náði að bjarga.
15. mín
Þvílíkur darraðadans upp við mark Ólafsvíkinga. Bjargað á línu og eftir það sýndist mér koma stangarskot. Ótrúlegt að þetta hafi ekki endað með marki.
15. mín Gult spjald: Thomas Sörensen (ÍA)
Braut á Mossi þegar Ólafsvíkingar voru í hraðri sókn. Ólafsvíkingar eiga aukaspyrnu 7 metra fyrir utan teig... skot í varnarmann.
17. mín MARK!
Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Glæsileg spyrna! Mossi með aukaspyrnu við vítateigsendann vinstra megin. Boltinn flaug í markið. Ólafsvíkingar hafa tekið forystuna. Eins og staðan er núna er ÍA að falla.
19. mín MARK!
Juan Manuel Torres Tena (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
MARTRAÐAMÍNÚTUR ÍA! Guðmundur Steinn Hafsteinsson gerði vel. Komst inn í teiginn hægra megin og renndi honum á Tena sem var einn á auðum sjó og renndi boltanum í netið!
21. mín
Spænskir dagar á Akranesi. Ódýra vinnuaflið frá Spáni heldur betur að borga sig fyrir Ólafsvíkinga.
22. mín
Aftur darraðadans við mark Ólafsvíkinga en hreinsað á síðustu stundu. Ótrúlegt að ÍA hafi ekki skorað.
23. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Brot á Birni Pálssyni.
Henry Birgir Gunnarsson:
#pray4Akranes #SpanishInvasion
29. mín
Mossi er heitur. Ólafsvíkingar eru beinskeyttir og flottir. Mossi með skot en yfir markið.
31. mín Gult spjald: Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
32. mín
Garðar Gunnlaugsson að koma sér í skotfæri en frábær tækling frá Insa sem bjargaði þessu í horn!
34. mín Rautt spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Skagamenn orðnir manni færri!! Arnar Már fékk sitt annað gula spjald. Braut á Damir Muminovic sem sýndi mikla harðfylgni. Útlitið er orðið ansi dökkt fyrir ÍA. Arnar á leið í tveggja leikja bann.
38. mín
Verður að hrósa Skagamönnum fyrir mætinguna. Sama hversu lélegt liðið þeirra er þá mætir alltaf stór kjarni á völlinn. Fín mæting miðað við botnslag, veður og leiktíma.
41. mín
Torres Tena með flott skot rétt yfir! Ólafsvíkingar slaka ekkert á þrátt fyrir að vera fleiri.
42. mín
Samuel Jimenez Hernandez klobbaði Jóa Kalla við miðlínuna við mikinn fögnuð stuðningssveitar Ólafsvíkurliðsins sem lætur vel í sér heyra.
43. mín MARK!
Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Samuel Jimenez Hernandez
SPÆNSKU DAGARNIR HALDA ÁFRAM! Spánverji með stoðsendinguna og Spánverji með markið. Insa var í þröngu færi, Páll Gísli var í boltanum en kom ekki vörnum við. Markið kom á markamínútunni miklu.
45. mín
"Skallagrímur í dulargervi" er kallað úr stúkunni frá stuðningsmannahópi Ólafsvíkinga. Rándýr kynding.
45. mín
Hálfleikur - Nú væri gaman að vera húsflugan sem er að pirra alla í fréttamannastúkunni... þ.e.a.s ef hún væri í klefa Skagamanna!
45. mín
Eftirlitsmaður leiksins kíkir í heimsókn í fréttamannastúkuna og fær spurninguna: "Þarftu ekki að skila sérstakri skýrslu um það hversu lélegir Skagamenn eru?"
Tómas Þór Þórðarson, mbl.is:
Los españoles están destruyendo ÍA
Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður ÍA:
Jæja bless Pepsí, nú er að byggja almennilega upp, menn með skagahjarta og unga og efnilega menn i kringum þá en skagahjartað er aðalatriðið
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
51. mín
Thomas Sörensen að líta ansi illa út í vörninni... ekki í fyrsta sinn í sumar. Torres Tena í hörkufæri en hitti ekki rammann.
Einar Matthías Kristjánsson:
Þarf ekki meiri jákvæðni og gleði í stjórastöðuna hjá ÍA? Að skipta Þórði út fyrir Þorvald hættir ekki að hljóma furðulega. (Séð utan frá)
57. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA) Út:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Mun Habbó sýna einhverja töfra og breyta leiknum?
61. mín Gult spjald: Juan Manuel Torres Tena (Víkingur Ó.)
65. mín
Inn:Kári Ársælsson (ÍA) Út:Thomas Sörensen (ÍA)
66. mín
Óbein aukaspyrna við markteiginn!! Damir lyfti fætinum of hátt upp þegar Garðar Gunnlaugsson var í skallafæri í teignum. Skemmtilegt.
66. mín
Einar varði! Jói Kalli skaut beint á hann.
69. mín
Inn:Eldar Masic (Víkingur Ó.) Út:Juan Manuel Torres Tena (Víkingur Ó.)
73. mín
Alfreð Már Hjaltalín í dauðafæri! Komst einn gegn Páli Gísla sem gerði vel og varði. Prik á Pál.
75. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Björn Pálsson
Löng sending fram frá Birni á Alfreð. Vörn ÍA galopnaðist, Alfreð fór framhjá Páli Gísla og kom knettinum í netið. Ólafsvíkingar að eiga frábæran leik.
Magnús Þór Jónsson:
Litli bróðir er orðinn stór! #Vesturlandsmeistarar2013
80. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.) Út:Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
80. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
82. mín
Keflavík var að komast yfir gegn Þór svo ef þessi úrslit verða þá munu Skagamenn ekki falla formlega í kvöld.
85. mín
Mark Tubæk að jafna fyrir Þór! Nú eru Skagamenn á leið niður!
86. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Eldar Masic
FIMMTA MARK ÓLAFSVÍKINGA! Eldar Masic með góða sendingu til hliðar í teignum þar sem Guðmundur var ódekkaður og kláraði frábærlega.
88. mín
Fyrir leikinn var Ólafsvíkurliðið bara búið að skora 15 mörk! Annan leikinn í röð fá Skagamenn á sig 5 mörk!
Leik lokið!
Það endaði 2-2 á Akureyri. ÍA er fallið formlega og liðið á ekkert annað skilið miðað við frammistöðu sumarsins. Ólafsvíkingar halda áfram að keppa, stóðu sig frábærlega í kvöld og framundan er spennandi fallbarátta!
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín
3. Samuel Jimenez Hernandez
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('80)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
13. Emir Dokara
19. Juan Manuel Torres Tena ('69)
25. Insa Bohigues Fransisco
27. Toni Espinosa ('80)

Varamenn:
30. Sergio Lloves Ferreiro (m)
9. Guðmundur Magnússon ('80)
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson ('80)
20. Eldar Masic ('69)
21. Fannar Hilmarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Juan Manuel Torres Tena ('61)
Insa Bohigues Fransisco ('31)

Rauð spjöld: