Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
4
2
ÍBV
0-1 Aaron Spear '19 , víti
Atli Guðnason '27 1-1
Atli Viðar Björnsson '44 2-1
Atli Guðnason '58 3-1
3-2 Tonny Mawejje '61
Atli Viðar Björnsson '72 4-2
25.09.2011  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn fín og veður ágætt
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
Hákon Atli Hallfreðsson ('64)
Ólafur Páll Snorrason ('84)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
8. Emil Pálsson ('84)
14. Albert Brynjar Ingason
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Emil Pálsson ('87)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik FH og ÍBV í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Byrjunarliðin eru klár hér til hægri og vinstri.

Við minnum á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter gætu ratað hingað inn. Notið #fotbolti svo eftir þeim sé tekið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Yngvi Borgþórsson kemur í miðvörðinn hjá ÍBV fyrir Brynjar Gauta sem er í banni og Guðmundur Þórarinsson kemur inn fyrir Þórarinn Inga sem er einnig í banni.
Fyrir leik
Bæði þessi lið verða að treysta á að KR misstígi sig í dag til að eiga möguleika í lokaumferðinni á að verða Íslandsmeistari. KR er hinsvegar með 8 fingur á bikarnum!
Guðmundur Marinó
Get ekki sagt að það sé rafmagnað andrúmsloft í Kaplakrika. Hér búast ekki margir við kraftaverki #fótbolti #fimmstjörnur
Fyrir leik
Leikmenn eru farnir að týnast til búningsherbergja. Hvað gerir Tryggvi Guðmundsson gegn sínum gömlu félögum. Honum vantar eitt mark til að slá markametið!
Fyrir leik
Varamannabekkur Eyjamanna er ekki skipaður neinum stórstjörnum hér í dag. Þórarinn og Brynjar Gauti eru í banni og liðið missti Kelvin Mello og Eið Aron í sumar. Hópurinn er þunnskipaður í Eyjum og í raun kraftaverk að Heimir Hallgrímsson hafi haldið liðinu í þessari toppbaráttu í allt sumar.

Varamannabekkur FH er hinsvegar skipaður afar frambærilegum leikmönnum og breiddin miklu mun meiri í Krikanum!
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn hérna í Kaplakrka. Yngvi Magnús Borgþórsson er með fyrirliðabandið en ekki Tryggvi Guðmundsson sem kemur gríðarlega á óvart
2. mín
Ian Jeffs nálægt því að koma Eyjamönnum yfir með skalla eftir fyrigjöf frá Arnóri Eyvari.
11. mín
Eyjamenn byrja leikinn að miklu meiri krafti en FH-ingar en eru ekki að ná að reka smiðshöggið á sóknir sínar.
16. mín
Bera þarf Tryggva Guðmundsson af velli hérna, hann er eitthvað mikið vankaður eða slíkt!
17. mín
Inn:Kjartan Guðjónsson (ÍBV) Út:Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Tryggvi er farinn útaf eftir þunngt högg í samstuði við Hákon Atla. Tryggvi fékk mikið lófaklapp þegar hann var borinn útaf en markametið fellur alla vegana ekki í dag.
18. mín
Eyjamenn fá vítaspyrnu en það var Matthías Vilhjálmsson sem braut á Finni Ólafssyni!
19. mín Mark úr víti!
Aaron Spear (ÍBV)
Eyjamenn eru komnir yfir en Spear sendi Gunnleif Gunnleifsson í vitlaust horn. Tryggvi Guðmundsson hefði fengið tækifæri til að slá markametið hefði hann verið inná!
Júlíus G. Ingason
Meistari TG9 nýfarinn af velli þegar ÍBV fékk víti. Kaldhæðið #fotbolti
23. mín
ÞAð er sjúkrabíll sem sækir Tryggva Guðmundsson hérna í Kaplakrikanum, hann er með 6-8 cm skurð á andlitinu! Vonandi verður þessi stórkostlegi leikmaður fljótur að ná sér!
26. mín
FH-ingar eru byrjaðir að auka sóknarþunga sinn en það er alveg ljóst að Eyjamenn munu sakna leiðtoga eins og Tryggvi er.
27. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Ólafur Páll Snorrason gaf inn fyrir flata vörn Eyjamanna og Atli skoraði snyritlega framhjá Abel í markinu.
44. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Atli Viðar er búinn að koma FH-ingum yfir, Atli Guðnason sendi inn fyrir vörn Eyjamanna og Atli Viðar vippaði boltanum yfir Abel.
45. mín
Það er kominn hálfleikur en FH-ingar leiða 2-1.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn hérna í Kaplakrikanum!
48. mín
Eyjamenn mæta að krafti í síðari hálfleik og eru ekki búnir að gefast upp. Þá er fagnað mikið þegar tilkynnt er að KR og Fylkir séu að gera jafntefli.
58. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Skondið mark hérna í Kaplakrika, Atli Guðnason með skot langt utan af velli sem silgdi í gegnum pakkann og framhjá Abel sem átti að gera betur. KR-ingar að vinna og stefnir allt í sigurgleði í Vesturbæ í kvöld.
61. mín MARK!
Tonny Mawejje (ÍBV)
Eyjamenn ekki lengi að svara og halda í vonina um að ná í eitthvað hérna í Krikanum. Mawejje skoraði með góðu skoti fyrir utan teig.
64. mín
Inn:Bjarki Gunnlaugsson (FH) Út:Hákon Atli Hallfreðsson (FH)
70. mín
Tony Mawejje var ekki langt frá því að skora annað mark með langskoti. Gulli varðií horn sem Eyjamenn gerðu sér ekki mat úr.
72. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Atli Viðar fer langt með að klára þetta fyrir FH. Ásgeir Gunnar gaf fyrir frá hægri og boltinn sveif yfir Abel og Atli var á fjærstönginni og skoraði með skalla.
80. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (ÍBV)
84. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
87. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
90. mín
Leiknum er lokið með sigri FH og KR-ingar eru meistarar!
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
5. Jón Ingason
11. Sigurður Grétar Benónýsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('80)

Rauð spjöld: